Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Karen Kjartansdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:49 Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda." Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda."
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira