Læknar íhuga uppsagnir Óli Kristján Ómarsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Allir almennir læknar á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafa sagt upp störfum vegna þess að þeir vildu ekki una undirmönnun. Fréttablaðið/Vilhem Meira en fjórðungur lækna tekur að sér aukavinnu hér á landi í frístundum og 17 prósent erlendis. Almennir læknar vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður. Nokkrir eru þegar hættir. Heilbrigðismál Læknar hafa bæst í hóp heilbrigðisstétta sem krefjast úrbóta á launum og vinnuaðstöðu, sérstaklega á Landspítalanum. „Uppsagnir eru byrjaðar,“ segir Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, en það eru læknar sem eru í sérnámi eftir að hafa lokið sex ára háskólanámi. Á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafi til dæmis allir almennir læknar sem voru í fastri vinnu sagt upp störfum, en þær uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót. Fyrirsjáanlegt sé að vegna þessa þurfi að draga úr þjónustu á deildinni. „Aðalástæðan þar var að ekki var ráðið í stöður annarra sem hættu. Þrír áttu að gegna störfum sem sex til sjö sinntu áður.“ Ómar segir einnig dæmi um að reyndir sérfræðilæknar hafi sagt upp. „Við höfum líka varað við því að þeirra aðstæður séu ekki heldur boðlegar. Þar eru of fáir læknar að sinna of miklum verkefnum.“ Almennir læknar héldu baráttufund síðasta miðvikudagskvöld þar sem mættu 60 til 70 prósent úr þeirra hópi, auk læknanema og kandídata. „Á síðustu vikum og mánuðum hefur keyrt um þverbak varðandi álag,“ segir Ómar, sem telur nauðsynlegt að leggja línur um hversu mikla vinnu megi leggja á lækna, til dæmis hvað varðar fjölda sjúklinga á vakt. Hann bendir á að í „óvissustigi“ á Landspítalanum nýverið vegna óvenjumikilla veikinda hafi verið kallaður til viðbótarmannskapur allra heilbrigðisstétta nema lækna. „Fólk er að kikna undan álagi og í stórum stíl að hugsa sér til hreyfings. Þegar það gerist þá gerist það hratt því við höfum bara mánuð í uppsagnarfrest.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, telur að hlutfall lækna sem vinna aukavinnu hafi hækkað töluvert. Í könnun félagsins í nóvember meðal 1.113 starfandi lækna með lögheimili hér á landi kom í ljós að sautján prósent þeirra taka að sér störf erlendis í frítíma sínum og 26 prósent vinna aukavinnu hér á landi. Svarhlutfall í könnuninni, var 45 prósent. „Launakjörin eru orðin mikið lakari en þau voru fyrir nokkrum árum,“ segir Þorbjörn en bætir við að einnig séu dæmi um að læknar leiti til útlanda til að viðhalda sérfræðiþekkingu sinni. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Meira en fjórðungur lækna tekur að sér aukavinnu hér á landi í frístundum og 17 prósent erlendis. Almennir læknar vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður. Nokkrir eru þegar hættir. Heilbrigðismál Læknar hafa bæst í hóp heilbrigðisstétta sem krefjast úrbóta á launum og vinnuaðstöðu, sérstaklega á Landspítalanum. „Uppsagnir eru byrjaðar,“ segir Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, en það eru læknar sem eru í sérnámi eftir að hafa lokið sex ára háskólanámi. Á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafi til dæmis allir almennir læknar sem voru í fastri vinnu sagt upp störfum, en þær uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót. Fyrirsjáanlegt sé að vegna þessa þurfi að draga úr þjónustu á deildinni. „Aðalástæðan þar var að ekki var ráðið í stöður annarra sem hættu. Þrír áttu að gegna störfum sem sex til sjö sinntu áður.“ Ómar segir einnig dæmi um að reyndir sérfræðilæknar hafi sagt upp. „Við höfum líka varað við því að þeirra aðstæður séu ekki heldur boðlegar. Þar eru of fáir læknar að sinna of miklum verkefnum.“ Almennir læknar héldu baráttufund síðasta miðvikudagskvöld þar sem mættu 60 til 70 prósent úr þeirra hópi, auk læknanema og kandídata. „Á síðustu vikum og mánuðum hefur keyrt um þverbak varðandi álag,“ segir Ómar, sem telur nauðsynlegt að leggja línur um hversu mikla vinnu megi leggja á lækna, til dæmis hvað varðar fjölda sjúklinga á vakt. Hann bendir á að í „óvissustigi“ á Landspítalanum nýverið vegna óvenjumikilla veikinda hafi verið kallaður til viðbótarmannskapur allra heilbrigðisstétta nema lækna. „Fólk er að kikna undan álagi og í stórum stíl að hugsa sér til hreyfings. Þegar það gerist þá gerist það hratt því við höfum bara mánuð í uppsagnarfrest.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, telur að hlutfall lækna sem vinna aukavinnu hafi hækkað töluvert. Í könnun félagsins í nóvember meðal 1.113 starfandi lækna með lögheimili hér á landi kom í ljós að sautján prósent þeirra taka að sér störf erlendis í frítíma sínum og 26 prósent vinna aukavinnu hér á landi. Svarhlutfall í könnuninni, var 45 prósent. „Launakjörin eru orðin mikið lakari en þau voru fyrir nokkrum árum,“ segir Þorbjörn en bætir við að einnig séu dæmi um að læknar leiti til útlanda til að viðhalda sérfræðiþekkingu sinni.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira