Má bjóða þér að setjast í bankastjórn? 7. febrúar 2013 17:41 Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í dag. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbankanum auk Sparisjóðs Bolungarvíkur, Norðfjarðar, Svarfdæla, Vestamannaeyja og Þórshafnar og nágrennis. Sérstök þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum. Um hæfisskilyrði stjórnarmanna segir í lögum stofnunarinnar:Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni skal valnefndin við mat sitt á hæfni aðila taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Nefndin skal huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.Valnefndin þarf í tilnefningum sínum að huga að samsetningu stjórna fjármálafyrirtækja sem og hæfni þeirra stjórnarmanna sem fyrir eru. Þannig verði gætt að heildaryfirbragði og reynt að tryggja að stjórnir fjármálafyrirtækja verði ekki of einsleitar. Valnefndinni ber að gæta þess í tilnefningum sínum að ekki séu valdir aðilar þar sem möguleiki sé á hagsmunaárekstrum við önnur störf þeirra.Þá ber valnefndinni í tilnefningum sínum að gæta að öðrum mögulegumhagsmunaárekstrum s.s. vegna fjárhags- og/eða skyldleikatengsla. Sé um slíka hagsmunaárekstra að ræða kemur viðkomandi aðili ekki til greina sem stjórnarmaður.Aðili sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í tilteknu fjármálafyrirtæki skal uppfylla hæfisskilyrði 52. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og í þeim tilvikum sem fjármálafyrirtæki eru hlutafélög, hæfisskilyrði stjórnarmanna sem tilgreind eru í lögum um hlutafélög nr. 2/1995.Valnefndin skal í störfum sínum fara eftir verklagi Fjármálaeftirlitsins við mat á hæfi stjórnarmanna frá 10. febrúar 2010 og spurningalista því tengdu. Valnefndin skal hafa samstarf við Fjármálaeftirlitið um mat á hæfi eftir því sem þörf er á. Nánar má lesa um starfið á heimasíðu Bankasýslunnar en þar er einnig hægt að fylla út umsóknareyðublað. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í dag. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbankanum auk Sparisjóðs Bolungarvíkur, Norðfjarðar, Svarfdæla, Vestamannaeyja og Þórshafnar og nágrennis. Sérstök þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum. Um hæfisskilyrði stjórnarmanna segir í lögum stofnunarinnar:Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni skal valnefndin við mat sitt á hæfni aðila taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Nefndin skal huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.Valnefndin þarf í tilnefningum sínum að huga að samsetningu stjórna fjármálafyrirtækja sem og hæfni þeirra stjórnarmanna sem fyrir eru. Þannig verði gætt að heildaryfirbragði og reynt að tryggja að stjórnir fjármálafyrirtækja verði ekki of einsleitar. Valnefndinni ber að gæta þess í tilnefningum sínum að ekki séu valdir aðilar þar sem möguleiki sé á hagsmunaárekstrum við önnur störf þeirra.Þá ber valnefndinni í tilnefningum sínum að gæta að öðrum mögulegumhagsmunaárekstrum s.s. vegna fjárhags- og/eða skyldleikatengsla. Sé um slíka hagsmunaárekstra að ræða kemur viðkomandi aðili ekki til greina sem stjórnarmaður.Aðili sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í tilteknu fjármálafyrirtæki skal uppfylla hæfisskilyrði 52. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og í þeim tilvikum sem fjármálafyrirtæki eru hlutafélög, hæfisskilyrði stjórnarmanna sem tilgreind eru í lögum um hlutafélög nr. 2/1995.Valnefndin skal í störfum sínum fara eftir verklagi Fjármálaeftirlitsins við mat á hæfi stjórnarmanna frá 10. febrúar 2010 og spurningalista því tengdu. Valnefndin skal hafa samstarf við Fjármálaeftirlitið um mat á hæfi eftir því sem þörf er á. Nánar má lesa um starfið á heimasíðu Bankasýslunnar en þar er einnig hægt að fylla út umsóknareyðublað.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira