Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Mýrdalsjökli Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á Öskjusvæðinu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan þrjú í nótt, nánar til tekið sjö og hálfan kílómetra norð-norðaustur af Hábungu. Síðan hefur verið rólegt á svæðinu. 10.11.2011 07:46 Losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu Í birtingu verður farið að losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu, sem var dregin til Fáskrúðsfjarðar um helgina eftir að hún missti stýrið út af Hornafilrði. 10.11.2011 07:40 Brotist inn í söluturn Brotist var inn í söluturn við Melabraut í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið tóbaki og skiptimynt úr peningakössum. 10.11.2011 07:37 Rosabaugur yfir Reykjanesbæ Rosabaugur um tunglið sást yfir Reykjanesbæ í gærkvöldi, en samkvæmt gamalli hjátrú á síkt fyrirbæri að boða váleg tíðindi. 10.11.2011 07:26 Fjölmenn leit að ferðamanni á Fimmvörðuhálsi Á annað hundrað björgunarsveitarmenn Landsbjargar leita nú að erlendum ferðamani á Fimmvörðuhálsi og á Mýrdalsjökli, eftir að hann hringdi í neyðarlínuna um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. 10.11.2011 07:06 Stjórnarflokkarnir deila um gangagerð Fresta þurfti fundi fjárlaganefndar í gær vegna andstöðu fulltrúa Samfylkingarinnar við fjárheimild vegna Vaðlaheiðarganga. Málið var tekið fyrir á þingflokksfundi flokksins í gær og loks náðist sátt um það seinnipartinn. 10.11.2011 07:00 Leikjatölvum stolið Brotist var inn í félagsmiðstöð unglinga í Garði um síðustu helgi og þaðan stolið þremur leikjatölvum ásamt fylgihlutum og leikjum. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. 10.11.2011 05:00 Teigsskógur og Hálsaleið ekki gerleg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að lagning Vestfjarðavegar um Teigsskóg sé ekki á borðinu. Það muni skapa miklar deilur og málssóknir sem líklegt sé að tapist fyrir dómsstólum. Þá verði svokölluð Hálsaleið ekki farin, enda séu heimamenn mótfallnir henni. 10.11.2011 04:30 Ekki um tvo erlenda menn að ræða Ekki var um tvo erlenda karlmenn að ræða þegar ráðist var á tæplega tvítuga konu í Vestmannaeyjum á sunnudagsmorgninum síðastliðnum. Konan hefur dregið vitnisburð sinn til baka en hefur ekki viljað upplýsa hver eða hverjir það voru sem réðust á hana. 10.11.2011 04:00 Árni Johnsen neitar að lúta niðurstöðunni Húsafriðunarnefnd ákvað í gær að skyndifriða Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfi. Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður nefndarinnar, segir þetta þýða að hætta verði byggingu Þorláksbúðar. 10.11.2011 04:00 Vill útskýringar á frávísun máls Eygló Harðardóttir þingkona hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna frávísunar Héraðsdóms á máli Milestone gegn Karli Wernerssyni. Rökstuðningur við frávísunina er að lagabreytingar Alþingis á gjaldþrotalögum hafi ekki verið nægilega skýrar. 10.11.2011 03:00 Símastarfsmaður er grunaður um hlerun Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú til rannsóknar mál sem varðar meinta símhlerun starfsmanns símafyrirtækis. Þetta staðfestir Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, við Fréttablaðið. Hann segir þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem stofnunin hafi fengið til athugunar. Því sé ekki lokið en muni ljúka í þessum mánuði. 10.11.2011 00:01 Ekið á ungan pilt í Kópavogi Ekið var á ungan pilt í Kópavogi rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Slysið varð á Fífuhvammsvegi þar sem beygt er út á Hafnarfjarðarveg. Pilturinn var fluttur á slysadeild en lögregla hefur ekki upplýsingar um meiðsli hans. 9.11.2011 22:46 Var 150 kíló - sá ljósmynd og fékk nóg Ljósmynd sem tekin var í kvennafélagsferð varð til þess að kona, sem orðin var tæp hundrað og fimmtíu kíló, ákvað að tímabært væri að gera eitthvað í sínum málum. 9.11.2011 19:10 Tom Cruise fær sumarvinnu á Íslandi Kvikmyndastjarnan Tom Cruise mun að öllum líkindum dvelja á Íslandi í nokkrar vikur næsta sumar við upptökur á tólf milljarða króna Hollywood-stórmynd. Búist er við að tvöhundruð manna kvikmyndalið frá Universal fylgi honum til landsins. 9.11.2011 19:00 Fartölvu stolið í innbroti í Grafarholti Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Grafarholti rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Þjófarnir höfðu spennt upp svalahurð og farið inn í íbúðina. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu. Þjófanna er nú leitað. 9.11.2011 22:31 Fágætt eintak af smásögu eftir Hemingway boðið upp á Íslandi Næstkomandi laugardag verður blásið til bókauppboðs á vefnum uppboð.is. Að uppboðinu standa Gallerí Fold og Bókin Klapparstíg. 9.11.2011 22:00 Hélt hún væri með flensu en missti fæturna Fyrst var talið að um hefðbundna flensu væri að ræða, stuttu síðar var hún flutt í skyndi á spítala og um morguninn vaknaði hún án fóta. Í Íslandi í dag heyrum sögu þriggja barna einstæðrar móður sem venst nú algjörlega nýju lífi. 9.11.2011 21:00 Íslensku menntaverðlaunin afhent við fjölmenna athöfn Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Íslensku menntaverðlaunin fyrir árið 2011 við fjölmenna athöfn í Sjálandsskóla í Garðabæ í kvöld. 9.11.2011 20:47 Margt bendir til þess að sjúkur brennuvargur sé á ferli Brennuvargar ollu milljónatjóni í Vestmannaeyjum í gær þegar kveikt var í síldarnót. Þetta er ein af mörgum óupplýstum íkveikjum í eyjum á undanförnum árum. Bæjarstjórinn segir sjúkan einstakling ganga lausan. 9.11.2011 19:45 Samverustundir í Hafnarfirði Boðað hefur verið til samverustunda í Hafnarfirði í kvöld vegna sviplegs fráfalls karlmanns á fertugsaldri sem lést í gær. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 9.11.2011 15:59 Fannst látinn í Hafnarfirði Karlmaður fannst látinn á opnu svæði í Hafnarfirði í gærkvöld. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við Vísi. Hún segir að maðurinn hafi látist af völdum veikinda og vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málavexti. 9.11.2011 12:03 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9.11.2011 18:56 Vilja að lántaka vegna Vaðlaheiðarganga verði heimiluð Fjárlaganefnd Alþingis veitir fjármálaðherra heimild til þess að taka lán upp á einn milljarð króna vegna Vaðlaheiðarganganna, samkvæmt samþykkt meirihluta fjárlaganefndar. Þetta kom fram í útvarpsfréttum ríkisútvarpsins. 9.11.2011 18:00 Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. 9.11.2011 16:05 Jólageitin risin á fætur Sænska jólageitin við Ikea er risin á fætur aftur með aðstoð kranabíls eftir óvæntan skell sem hún fékk í rokinu aðfaranótt þriðjudagsins. Hún hefur verið kirfilega fest á sinn stað í Kauptúninu og miklar vonir eru bundnar við það að hún standi af sér það óveður sem hugsanlega kann að koma á næstunni. 9.11.2011 15:57 Þór heimsækir Ísfirðinga Nýja varðskipið Þór er nú komið á Ísafjörð en þar var tekið á móti fleyinu með pompi og pragt í dag. Fulltrúar frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, björgunarsveitum og lögreglu og slökkviliði fóru fyrst um borð og skoðuðu skipið sem er allt hið glæsilegasta. Skipið var síðan opnað almenningi og verður það til klukkan sex í dag. Stanslaus straumur fólks hefur legið í skipið. 9.11.2011 15:37 Tuttugu og sex utanlandsferðir á vegum forsætisráðuneytis Tuttugu og sex utanlandsferðir voru farnar af forsætisráðuneytinu og stofnunum þess á fyrstu níu mánuðum þessa árs og samtals fóru fjörutíu manns í ferðirnar. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn sem Ásmundur Einar Daðason lagði fyrir á þingi. Ráðuneytið sjálft hefur fór í tuttugu og eina ferð, ein ferð var farin á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum og fjórar á vegum Umboðsmanns barna. Heildarkostnaður við ferðirnar nam ríflega 8,7 milljónum króna. Kostnaðurinn er vegna fargjalda og greiddra dagpeninga. 9.11.2011 15:12 Ekkert bendir til þess að árásin hafi átt sér stað Tveir erlendir ofbeldismenn ganga ekki lausir í Vestmannaeyjum og þurfa bæjarbúar ekkert að óttast, segir varðstjóri hjá lögreglunni í bænum. 9.11.2011 15:02 Eiríkur svarar framsóknarmönnum fullum hálsi Eiríkur Bergmann Einarsson dósent við Bifröst segir rangt að hann hafi í grein sinni í Fréttatímanum á dögunum "gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernisstefnu,“ eins og þingflokkur Framsóknarmanna heldur fram í yfirlýsingu en framsóknarmenn hafa fordæmt skrif Eiríks. Eiríkur hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu og þar bendir hann á að umfjöllun sín um Framsóknarflokkinn hafi orðrétt verið á þessa leið: 9.11.2011 14:25 María segir siðareglurnar vera þöggunartæki fyrir Davíð Þór María Lilja Þrastardóttir, sem skrifaði umdeildan pistil um Davíð Þór Jónsson á vefinn Innihald.is, er hætt að skrifa á vefinn. Ritstjórn Innihalds tók í morgun út hinn umdeilda pistil hennar og bað hlutaðeigandi, bæði Davíð og Maríu Lilju, afsökunar á birtingu hans. Ástæðan er sú að siðanefnd vefsíðunnar komst að því að með pistlinum hafi María Lilja brotið siðareglur. 9.11.2011 13:48 Segir dreifbýlisbyggðir látnar blæða vegna Álftaness Ríkisstjórnin er sökuð um að láta þau sveitarfélög í dreifbýlinu sem verst standa ein um að axla byrðar af fjárhagshruni Álftaness með því að taka af þeim 300 milljóna króna framlag og færa til Álftaness. 9.11.2011 13:14 Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9.11.2011 13:09 Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. 9.11.2011 12:00 Skálholt skyndifriðað Skálholtsskóli, Skálholtskirkja og nánasta umhverfi hefur verið skyndifriðað. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi Húsafriðunarnefndar í gær. Nikulás Úlfar Másson forstöðumaður nefndarinnar segir að þetta þýði að hætta verði öllum framkvæmdum við Þorláksbúð. Innan tveggja vikna þarf svo að taka endanlega ákvörðun um hvort svæðið verði friðað. 9.11.2011 11:58 Ábyrgðarlaust að afneita fölskum minningum Reynir Harðarson sálfræðingur ræddi falskar minningar í þættinum Í bítið í morgun. Fyrirbærið hefur verið mikið rætt síðustu daga í kjölfar yfirlýsingar frá fjölskyldu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem sakað hefur föður sinn Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot gegn sér. Fjölskyldan heldur því fram að Guðrún Ebba fari með rangt mál og þeim möguleika hefur verið velt upp að um falskar minningar sé að ræða. 9.11.2011 11:26 Eiríkur Guðnason borinn til grafar Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, verður borinn til grafar frá Hallgrímskirkju í dag. Hann lést á hjartadeild Landspítalans þann 31. október 2011. Eiríkur starfaði í 40 ár við Seðlabankann, var aðalhagfræðingur, aðstoðarbankastjóri og bankastjóri. Hann var bankastjóri þegar mest gekk á í efnahagslífi Íslendinga á árinu 2008. 9.11.2011 11:17 Ríkt fólk endurnýjar lúxusbílaflota landsins „Þeir sem eiga peninga eru að kaupa bíla,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. 9.11.2011 11:00 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ rétt fyrir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum varð slysið með þeim hætti að karlmaður var að ganga yfir gangbraut, á móts við Íslandsbanka efst á Hafnargötunni, þegar ekið var á hann. Maðurinn var flutt á slysadeild en hann er ekki alvarlega slasaður, samkvæmt varðstjóra hjá lögreglu. 9.11.2011 10:21 Davíð Þór beðinn afsökunar Siðanefnd vefsíðunnar Innihald.is hefur komist að þeirri niðurstöðu að María Lilja Þrastardóttir hafi gerst brotleg við siðareglur vefsins þegar hún skrifaði opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar sem birtist á vefnum. Bréfið hefur nú verið tekið úr birtingu. 9.11.2011 10:18 Forsetinn heimsækir Ísafjörð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Samtök iðnaðarins munu heimsækja Menntaskólann á Ísafirði og fyrirtæki í bæjarfélaginu á morgun. 9.11.2011 10:03 Bjarni Ben hjá Audda Blö: Við erum ekki ósátt "Já, við höfum alltaf verið ágætir vinir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um tengsl sín og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa sem tilkynnti um formannsframboð sitt í síðustu viku. 9.11.2011 09:21 Herðir eftirlit með hlerunum Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. 9.11.2011 09:00 Björgunarbát tók út af íslenskum togara Gúmmíbjörgunarbát tók út af íslenskum togara þegar alda reið yfir skipið út af Vestfjörðum í gær. 9.11.2011 08:08 Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi "Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu,“ segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. 9.11.2011 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Stór jarðskjálfti í Mýrdalsjökli Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á Öskjusvæðinu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan þrjú í nótt, nánar til tekið sjö og hálfan kílómetra norð-norðaustur af Hábungu. Síðan hefur verið rólegt á svæðinu. 10.11.2011 07:46
Losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu Í birtingu verður farið að losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu, sem var dregin til Fáskrúðsfjarðar um helgina eftir að hún missti stýrið út af Hornafilrði. 10.11.2011 07:40
Brotist inn í söluturn Brotist var inn í söluturn við Melabraut í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið tóbaki og skiptimynt úr peningakössum. 10.11.2011 07:37
Rosabaugur yfir Reykjanesbæ Rosabaugur um tunglið sást yfir Reykjanesbæ í gærkvöldi, en samkvæmt gamalli hjátrú á síkt fyrirbæri að boða váleg tíðindi. 10.11.2011 07:26
Fjölmenn leit að ferðamanni á Fimmvörðuhálsi Á annað hundrað björgunarsveitarmenn Landsbjargar leita nú að erlendum ferðamani á Fimmvörðuhálsi og á Mýrdalsjökli, eftir að hann hringdi í neyðarlínuna um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. 10.11.2011 07:06
Stjórnarflokkarnir deila um gangagerð Fresta þurfti fundi fjárlaganefndar í gær vegna andstöðu fulltrúa Samfylkingarinnar við fjárheimild vegna Vaðlaheiðarganga. Málið var tekið fyrir á þingflokksfundi flokksins í gær og loks náðist sátt um það seinnipartinn. 10.11.2011 07:00
Leikjatölvum stolið Brotist var inn í félagsmiðstöð unglinga í Garði um síðustu helgi og þaðan stolið þremur leikjatölvum ásamt fylgihlutum og leikjum. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. 10.11.2011 05:00
Teigsskógur og Hálsaleið ekki gerleg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að lagning Vestfjarðavegar um Teigsskóg sé ekki á borðinu. Það muni skapa miklar deilur og málssóknir sem líklegt sé að tapist fyrir dómsstólum. Þá verði svokölluð Hálsaleið ekki farin, enda séu heimamenn mótfallnir henni. 10.11.2011 04:30
Ekki um tvo erlenda menn að ræða Ekki var um tvo erlenda karlmenn að ræða þegar ráðist var á tæplega tvítuga konu í Vestmannaeyjum á sunnudagsmorgninum síðastliðnum. Konan hefur dregið vitnisburð sinn til baka en hefur ekki viljað upplýsa hver eða hverjir það voru sem réðust á hana. 10.11.2011 04:00
Árni Johnsen neitar að lúta niðurstöðunni Húsafriðunarnefnd ákvað í gær að skyndifriða Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfi. Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður nefndarinnar, segir þetta þýða að hætta verði byggingu Þorláksbúðar. 10.11.2011 04:00
Vill útskýringar á frávísun máls Eygló Harðardóttir þingkona hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna frávísunar Héraðsdóms á máli Milestone gegn Karli Wernerssyni. Rökstuðningur við frávísunina er að lagabreytingar Alþingis á gjaldþrotalögum hafi ekki verið nægilega skýrar. 10.11.2011 03:00
Símastarfsmaður er grunaður um hlerun Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú til rannsóknar mál sem varðar meinta símhlerun starfsmanns símafyrirtækis. Þetta staðfestir Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, við Fréttablaðið. Hann segir þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem stofnunin hafi fengið til athugunar. Því sé ekki lokið en muni ljúka í þessum mánuði. 10.11.2011 00:01
Ekið á ungan pilt í Kópavogi Ekið var á ungan pilt í Kópavogi rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Slysið varð á Fífuhvammsvegi þar sem beygt er út á Hafnarfjarðarveg. Pilturinn var fluttur á slysadeild en lögregla hefur ekki upplýsingar um meiðsli hans. 9.11.2011 22:46
Var 150 kíló - sá ljósmynd og fékk nóg Ljósmynd sem tekin var í kvennafélagsferð varð til þess að kona, sem orðin var tæp hundrað og fimmtíu kíló, ákvað að tímabært væri að gera eitthvað í sínum málum. 9.11.2011 19:10
Tom Cruise fær sumarvinnu á Íslandi Kvikmyndastjarnan Tom Cruise mun að öllum líkindum dvelja á Íslandi í nokkrar vikur næsta sumar við upptökur á tólf milljarða króna Hollywood-stórmynd. Búist er við að tvöhundruð manna kvikmyndalið frá Universal fylgi honum til landsins. 9.11.2011 19:00
Fartölvu stolið í innbroti í Grafarholti Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Grafarholti rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Þjófarnir höfðu spennt upp svalahurð og farið inn í íbúðina. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu. Þjófanna er nú leitað. 9.11.2011 22:31
Fágætt eintak af smásögu eftir Hemingway boðið upp á Íslandi Næstkomandi laugardag verður blásið til bókauppboðs á vefnum uppboð.is. Að uppboðinu standa Gallerí Fold og Bókin Klapparstíg. 9.11.2011 22:00
Hélt hún væri með flensu en missti fæturna Fyrst var talið að um hefðbundna flensu væri að ræða, stuttu síðar var hún flutt í skyndi á spítala og um morguninn vaknaði hún án fóta. Í Íslandi í dag heyrum sögu þriggja barna einstæðrar móður sem venst nú algjörlega nýju lífi. 9.11.2011 21:00
Íslensku menntaverðlaunin afhent við fjölmenna athöfn Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Íslensku menntaverðlaunin fyrir árið 2011 við fjölmenna athöfn í Sjálandsskóla í Garðabæ í kvöld. 9.11.2011 20:47
Margt bendir til þess að sjúkur brennuvargur sé á ferli Brennuvargar ollu milljónatjóni í Vestmannaeyjum í gær þegar kveikt var í síldarnót. Þetta er ein af mörgum óupplýstum íkveikjum í eyjum á undanförnum árum. Bæjarstjórinn segir sjúkan einstakling ganga lausan. 9.11.2011 19:45
Samverustundir í Hafnarfirði Boðað hefur verið til samverustunda í Hafnarfirði í kvöld vegna sviplegs fráfalls karlmanns á fertugsaldri sem lést í gær. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 9.11.2011 15:59
Fannst látinn í Hafnarfirði Karlmaður fannst látinn á opnu svæði í Hafnarfirði í gærkvöld. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við Vísi. Hún segir að maðurinn hafi látist af völdum veikinda og vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málavexti. 9.11.2011 12:03
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9.11.2011 18:56
Vilja að lántaka vegna Vaðlaheiðarganga verði heimiluð Fjárlaganefnd Alþingis veitir fjármálaðherra heimild til þess að taka lán upp á einn milljarð króna vegna Vaðlaheiðarganganna, samkvæmt samþykkt meirihluta fjárlaganefndar. Þetta kom fram í útvarpsfréttum ríkisútvarpsins. 9.11.2011 18:00
Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. 9.11.2011 16:05
Jólageitin risin á fætur Sænska jólageitin við Ikea er risin á fætur aftur með aðstoð kranabíls eftir óvæntan skell sem hún fékk í rokinu aðfaranótt þriðjudagsins. Hún hefur verið kirfilega fest á sinn stað í Kauptúninu og miklar vonir eru bundnar við það að hún standi af sér það óveður sem hugsanlega kann að koma á næstunni. 9.11.2011 15:57
Þór heimsækir Ísfirðinga Nýja varðskipið Þór er nú komið á Ísafjörð en þar var tekið á móti fleyinu með pompi og pragt í dag. Fulltrúar frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, björgunarsveitum og lögreglu og slökkviliði fóru fyrst um borð og skoðuðu skipið sem er allt hið glæsilegasta. Skipið var síðan opnað almenningi og verður það til klukkan sex í dag. Stanslaus straumur fólks hefur legið í skipið. 9.11.2011 15:37
Tuttugu og sex utanlandsferðir á vegum forsætisráðuneytis Tuttugu og sex utanlandsferðir voru farnar af forsætisráðuneytinu og stofnunum þess á fyrstu níu mánuðum þessa árs og samtals fóru fjörutíu manns í ferðirnar. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn sem Ásmundur Einar Daðason lagði fyrir á þingi. Ráðuneytið sjálft hefur fór í tuttugu og eina ferð, ein ferð var farin á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum og fjórar á vegum Umboðsmanns barna. Heildarkostnaður við ferðirnar nam ríflega 8,7 milljónum króna. Kostnaðurinn er vegna fargjalda og greiddra dagpeninga. 9.11.2011 15:12
Ekkert bendir til þess að árásin hafi átt sér stað Tveir erlendir ofbeldismenn ganga ekki lausir í Vestmannaeyjum og þurfa bæjarbúar ekkert að óttast, segir varðstjóri hjá lögreglunni í bænum. 9.11.2011 15:02
Eiríkur svarar framsóknarmönnum fullum hálsi Eiríkur Bergmann Einarsson dósent við Bifröst segir rangt að hann hafi í grein sinni í Fréttatímanum á dögunum "gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernisstefnu,“ eins og þingflokkur Framsóknarmanna heldur fram í yfirlýsingu en framsóknarmenn hafa fordæmt skrif Eiríks. Eiríkur hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu og þar bendir hann á að umfjöllun sín um Framsóknarflokkinn hafi orðrétt verið á þessa leið: 9.11.2011 14:25
María segir siðareglurnar vera þöggunartæki fyrir Davíð Þór María Lilja Þrastardóttir, sem skrifaði umdeildan pistil um Davíð Þór Jónsson á vefinn Innihald.is, er hætt að skrifa á vefinn. Ritstjórn Innihalds tók í morgun út hinn umdeilda pistil hennar og bað hlutaðeigandi, bæði Davíð og Maríu Lilju, afsökunar á birtingu hans. Ástæðan er sú að siðanefnd vefsíðunnar komst að því að með pistlinum hafi María Lilja brotið siðareglur. 9.11.2011 13:48
Segir dreifbýlisbyggðir látnar blæða vegna Álftaness Ríkisstjórnin er sökuð um að láta þau sveitarfélög í dreifbýlinu sem verst standa ein um að axla byrðar af fjárhagshruni Álftaness með því að taka af þeim 300 milljóna króna framlag og færa til Álftaness. 9.11.2011 13:14
Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9.11.2011 13:09
Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. 9.11.2011 12:00
Skálholt skyndifriðað Skálholtsskóli, Skálholtskirkja og nánasta umhverfi hefur verið skyndifriðað. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi Húsafriðunarnefndar í gær. Nikulás Úlfar Másson forstöðumaður nefndarinnar segir að þetta þýði að hætta verði öllum framkvæmdum við Þorláksbúð. Innan tveggja vikna þarf svo að taka endanlega ákvörðun um hvort svæðið verði friðað. 9.11.2011 11:58
Ábyrgðarlaust að afneita fölskum minningum Reynir Harðarson sálfræðingur ræddi falskar minningar í þættinum Í bítið í morgun. Fyrirbærið hefur verið mikið rætt síðustu daga í kjölfar yfirlýsingar frá fjölskyldu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem sakað hefur föður sinn Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot gegn sér. Fjölskyldan heldur því fram að Guðrún Ebba fari með rangt mál og þeim möguleika hefur verið velt upp að um falskar minningar sé að ræða. 9.11.2011 11:26
Eiríkur Guðnason borinn til grafar Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, verður borinn til grafar frá Hallgrímskirkju í dag. Hann lést á hjartadeild Landspítalans þann 31. október 2011. Eiríkur starfaði í 40 ár við Seðlabankann, var aðalhagfræðingur, aðstoðarbankastjóri og bankastjóri. Hann var bankastjóri þegar mest gekk á í efnahagslífi Íslendinga á árinu 2008. 9.11.2011 11:17
Ríkt fólk endurnýjar lúxusbílaflota landsins „Þeir sem eiga peninga eru að kaupa bíla,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. 9.11.2011 11:00
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ rétt fyrir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum varð slysið með þeim hætti að karlmaður var að ganga yfir gangbraut, á móts við Íslandsbanka efst á Hafnargötunni, þegar ekið var á hann. Maðurinn var flutt á slysadeild en hann er ekki alvarlega slasaður, samkvæmt varðstjóra hjá lögreglu. 9.11.2011 10:21
Davíð Þór beðinn afsökunar Siðanefnd vefsíðunnar Innihald.is hefur komist að þeirri niðurstöðu að María Lilja Þrastardóttir hafi gerst brotleg við siðareglur vefsins þegar hún skrifaði opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar sem birtist á vefnum. Bréfið hefur nú verið tekið úr birtingu. 9.11.2011 10:18
Forsetinn heimsækir Ísafjörð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Samtök iðnaðarins munu heimsækja Menntaskólann á Ísafirði og fyrirtæki í bæjarfélaginu á morgun. 9.11.2011 10:03
Bjarni Ben hjá Audda Blö: Við erum ekki ósátt "Já, við höfum alltaf verið ágætir vinir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um tengsl sín og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa sem tilkynnti um formannsframboð sitt í síðustu viku. 9.11.2011 09:21
Herðir eftirlit með hlerunum Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. 9.11.2011 09:00
Björgunarbát tók út af íslenskum togara Gúmmíbjörgunarbát tók út af íslenskum togara þegar alda reið yfir skipið út af Vestfjörðum í gær. 9.11.2011 08:08
Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi "Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu,“ segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. 9.11.2011 08:00