Fleiri fréttir

Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns

Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti.

Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega.

Skálholt skyndifriðað

Skálholtsskóli, Skálholtskirkja og nánasta umhverfi hefur verið skyndifriðað. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi Húsafriðunarnefndar í gær. Nikulás Úlfar Másson forstöðumaður nefndarinnar segir að þetta þýði að hætta verði öllum framkvæmdum við Þorláksbúð. Innan tveggja vikna þarf svo að taka endanlega ákvörðun um hvort svæðið verði friðað.

Ábyrgðarlaust að afneita fölskum minningum

Reynir Harðarson sálfræðingur ræddi falskar minningar í þættinum Í bítið í morgun. Fyrirbærið hefur verið mikið rætt síðustu daga í kjölfar yfirlýsingar frá fjölskyldu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem sakað hefur föður sinn Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot gegn sér. Fjölskyldan heldur því fram að Guðrún Ebba fari með rangt mál og þeim möguleika hefur verið velt upp að um falskar minningar sé að ræða.

Eiríkur Guðnason borinn til grafar

Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, verður borinn til grafar frá Hallgrímskirkju í dag. Hann lést á hjartadeild Landspítalans þann 31. október 2011. Eiríkur starfaði í 40 ár við Seðlabankann, var aðalhagfræðingur, aðstoðarbankastjóri og bankastjóri. Hann var bankastjóri þegar mest gekk á í efnahagslífi Íslendinga á árinu 2008.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ rétt fyrir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum varð slysið með þeim hætti að karlmaður var að ganga yfir gangbraut, á móts við Íslandsbanka efst á Hafnargötunni, þegar ekið var á hann. Maðurinn var flutt á slysadeild en hann er ekki alvarlega slasaður, samkvæmt varðstjóra hjá lögreglu.

Davíð Þór beðinn afsökunar

Siðanefnd vefsíðunnar Innihald.is hefur komist að þeirri niðurstöðu að María Lilja Þrastardóttir hafi gerst brotleg við siðareglur vefsins þegar hún skrifaði opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar sem birtist á vefnum. Bréfið hefur nú verið tekið úr birtingu.

Forsetinn heimsækir Ísafjörð

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Samtök iðnaðarins munu heimsækja Menntaskólann á Ísafirði og fyrirtæki í bæjarfélaginu á morgun.

Bjarni Ben hjá Audda Blö: Við erum ekki ósátt

"Já, við höfum alltaf verið ágætir vinir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um tengsl sín og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa sem tilkynnti um formannsframboð sitt í síðustu viku.

Herðir eftirlit með hlerunum

Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum.

Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi

"Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu,“ segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi.

Björgunarskipið Jón Oddgeir er óskemmt

Björgunarskipið Jón Oddgeir, sem slitnaði frá bryggju í fárviðri í Njarðvíkurhöfn í gærmorgun og rak upp í grýtta fjöru, virðist ekkert haf skemmst.

Reyndu að brjótast inn í hótel

Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um tvo menn sem væru að reyna að brjóta upp bakdyr á hóteli við Laugaveg um klukkan fjögur í nótt.

Vankaður ökumaður í töluverðum vandræðum

Liðlega tvítugur karlmaður, sem var einn á ferð í bíl sínum um tvö leitið í nótt, vankaðist svo alvarlega af höfuðhöggi, þegar bíll hans hafnaði úti í skurði austur í Flóa, að hann gat ekki gefið lögreglunni á Selfossi neina haldgóða lýsingu á staðsetningu.

Brennuvargar ollu milljóna tjóni í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum leiltar nú brennuvarga, sem ollu milljóna tjóni með því að kveikja í síldarnót, sem stóð á athafnasvæði netaverkstæðisins Ísnets, en viðlíka nót kostar 50 til 60 milljónir króna.

Byggðarökin fyrir göngum nægja ekki - fréttaskýring

Hvaða þættir skipta máli við forgangsröðun í samgönguframkvæmdum? Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á þriðjudag, þar sem rætt var um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, spannst nokkur umræða um rök fyrir samgönguframkvæmdum. Einn nefndarmanna, Róbert Marshall, spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem þar sat fyrir svörum, hvort ráðherra horfði á málið eingöngu frá fjárhagslegu sjónarmiði, eða hvort hann horfði á það með heildstæðari hætti. Átti hann þá við byggðarök og samfélagsáhrif.

Framsókn ósátt við reikninga

AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur flest strætóskýli borgarinnar, hefur höfðað mál á hendur Framsóknarflokknum vegna birtingarkostnaðar á auglýsingum flokksins fyrir þingkosningarnar 2009.

Lítil samskipti milli ráðuneyta

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir gríðarlega þykka veggi milli ráðuneyta hér á landi. Það valdi oft upplýsingaskorti og geti verið til vansa.

Segja 2010-börn fá inni næsta ár

Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum.

Ferðir hnúfubaka afar líkar á milli ára

Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á árstíðabundinni útbreiðslu og fari skíðishvala við Ísland hafa þegar varpað ljósi á ýmislegt sem tengist viðveru og fartíma hvala við landið. Rannsóknirnar hafa til dæmis gefið fyrstu vísbendingar um aðsetur hrefnu að vetrarlagi.

Sögð setja byrðar á bágstödd sveitarfélög

Sú ákvörðun að úthluta 300 milljónum af 700 milljóna aukaframlagi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Álftaness var gagnrýnd harðlega á Alþingi í gær. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að með þessu væri verið að setja byrðar á þau sveitarfélög sem bágast stæðu.

Allt óvíst um Grímsstaði

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær kínverska fjárfestinum Huang Nubo verður svarað varðandi áform hans um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að vanda yrði til úrskurðarins.

Mikið um árekstra í dag

Alls urðu 20 árekstrar í dag, þar af einn verulega harður árekstur þar sem flytja þurfti tvo á spítala til frekari aðhlynningar. Sá árekstur var á Dalvegi í morgun samkvæmt upplýsingum frá Árekstri.is Báðir bílarnir voru að auki óökufærir.

Móður langveikra systra hótað að vera sett á lista Interpol

Foreldrar tveggja langveikra systra standa uppi með allt að þrjátíu milljóna króna sjúkrahúsreikning vegna aðgerða á systrunum í Boston. Skuldin hefur verið sett í innheimtu og fá þau daglega símtöl þar sem þeim er hótað handtöku ef þau ekki borga.

Ögmundur ítrekað spurður hvenær og hvernig hann ætli að svara Nubo

Pirringur Samfylkingarmanna í garð atvinnustefnu Vinstri grænna opinberaðist á Alþingi í dag þegar Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, reyndi að fá Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til að svara því hvenær og hvernig hann hygðist afgreiða ósk Kínverjans Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Stærsta fíkniefnamál ársins: Úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi í umfangsmesta fíkniefnamáli ársins, í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhalds. Maðurinn hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu vikur.

Mál Eiðs Smára gegn DV tekið fyrir í Hæstarétti

Hæstiréttur tekur fyrir á föstudaginn kemur mál sem knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen höfðaði gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni.

Ákærð fyrir að keyra dópuð og stela miklu magni af skartgripum

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur konu á fertugsaldri fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Konan er grunuð um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík fyrr á þessu ári og einnig fyrir að hafa ekið án ökuréttinda síðar á árinu.

Tói, Ranka og Blín samþykkt - ekki Diego

Mannanafnanefnd hafnaði í gær beiðni um að barn megi heita Víking en samþykkti kvenkynsnafnið Blín. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því í gær en á meðal nafna sem nefndin samþykkti er millinafnið Hornfjörð og eiginnafnið Rúbý. Nefndin hafnaði eiginnafninu Diego meðal annars á þeim forsendum að ritháttur nafnsins geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem i er ekki ritað á undan e í ósamsettum orðum.

Jóhanna fundaði með Rompuy í Brussel

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í Brussel. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að þau hafi rætt um stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi, einkum vandann sem leiðtogar evrusvæðisins og Evrópusambandsins hafi unnið að því að leysa undanfarnar vikur.

Jólageitin féll í óveðrinu

Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni.

Of gamall til að keyra

Áttræður ökumaður lenti í vandræðum í umferðinni um helgina og ók bæði á umferðarskilti og kyrrstæðan bíl. Maðurinn slasaðist ekki en var mjög illa áttaður þegar lögreglan kom á vettvang. Í framhaldinu var kallaður til læknir og mat hann það svo að hinn fullorðni ökumaður væri óhæfur til að stjórna ökutæki.

Fullur maður féll af hjóli

Karl á þrítugsaldri féll af reiðhjóli í Hafnarfirði um helgina. Hann fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Óhappið má skrifa á ástand mannsins en hann var ölvaður. Hjólið reyndist vera stolið og var það flutt á lögreglustöð.

Dagurinn helgaður baráttu gegn einelti - stuðningssíða opnuð

Dagurinn í dag er helgaður baráttunni gegn einelti og munu fjármálaráðuneytið, mennta- og menningamálaráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Reykjavíkurborg standa fyrir táknrænni athöfn í Höfða í hádeginu í tilefni dagsins.

Atli hættir þingmennsku - jafnvel á þessu kjörtímabili

Atli Gíslason óháður þingmaður ætlar að hætta þingmennsku, jafnvel á þessu kjörtímabili. Varamaður Atla er í þingflokki Vinstri grænna sem þýðir að brotthvarf hans myndi styrkja stjórnarmeirihlutann. Atli segist hafa verið afvegaleiddur.

Neitaði að fara heim og réðst á lögreglumenn

Ekið var á tvær rollur við Akrafjallsveg og drápust báðar auk þess sem bifreiðin var talsvert skemmd eftir höggið. Hlið á girðingu hafði fallið niður og höfðu bæði hross og rollur sloppið út.

Skoða hvort öll börn fædd 2010 fái pláss á næsta ári

Reykjavíkurborg skoðar nú hvort svigrúm sé til þess í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár að taka árgang barna sem fæddur er árið 2010 í áföngum inn í leikskólana. Á fyrri hluta ársins yrðu börn sem fædd eru snemma á síðasta ári tekin inn. Önnur börn úr árganginum yrðu í síðasta lagi tekin inn eftir sumarleyfi þegar elstu leikskólabörnin fara í grunnskóla. Reykjavíkurborg segir að inntöku barnanna á næsta ári verði hraðað eftir fremsta megni og þau tekin inn um leið og pláss losna. Engin áform séu um að fækka fólki á leikskólum Reykjavíkurborgar.

Stuðningssíða stofnuð fyrir Guðrúnu Ebbu á Facebook

Stuðningsmenn Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur hafa sett upp síðu á Facebook þar sem fólk getur lýst yfir stuðningi við hana og hennar málstað. Guðrún Ebba, dóttir Ólafs Skúlasonar biskups, hefur stigið fram og greint frá misnotkun sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi föður síns.

Sjá næstu 50 fréttir