Álag að fara með hjartveik börn til útlanda Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. ágúst 2011 19:30 Sigríður Rut á dóttur sem greindist með alvarlegan hjartagalla og fór í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð í Boston aðeins þriggja mánaða gömul. Það er álag fyrir alla fjölskylduna að þurfa að fara með barn til útlanda í hjartaaðgerð og því er mikilvægt að viðeigandi tækjabúnaður sé til á Íslandi. Þetta segir móðir hjartveiks barns sem hefur þurft að leita læknishjálpar út fyrir landsteinana. Sigríður Rut Stanleysdóttir fæddi tvíburana Heklu Björk og Kötlu Dögg Hólmarsdætur árið 2000. Sú fyrrnefnda greindist með alvarlegan hjartagalla og fór í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð í Boston aðeins þriggja mánaða gömul, en hún hefur síðan þá gengist undir fleiri aðgerðir. „Hún hefur þurft að berjast nokkrum sinnum fyrir lífi sínu. En við höfum verið það lánsöm, bæði með læknana út í Boston og ekki síst, sem ég þakka sérstaklega fyrir, læknana hérna á Íslandi sem eru alveg einstakir," segir Sigríður Rut. Fréttastofa kynntist mæðgunum í dag þegar söfnunin „Á Allra vörum," sem hefst á mrogun var kynnt til sögunnar. Í ár verður safnað fyrir Neistann, félag hjartveikra barna en markmiðið er að endurnýja hjartatæki Barnaspítala Hringsins, sem er komið vel til ára sinna. „Það er heilmikið álag fyrir alla fjölskylduna að fara með barn erlendis í aðgerðir og þess vegna myndu menn helst að það væri hægt að gera sem mest hérna heima og þá þýðir það náttúrulega að það vantar tækjabúnað," segir Sigríður. Með nýju tæki komast börn fyrr í rannsókn og þannig verður frekar hægt að fyrirbyggja stærri vandamál. Sigríður segir lífsnauðsynlegt að nýjasta tækni sé í boði fyrir hjartveik börn og bendir í því samhengi á mikilvægi nýs búnaðar sem dóttir hennar hefur fengið. „Hún hefði ekki átt neinar lífslíkur bara fyrir fimm árum síðan. Það bara bjargar hennar lífi, að hún er með þennan hjartabúnað," segir Sigríður. Um 70 börn greinast árlega með hjartagalla hér á landi og þarf tæplega helmingurinn að gangast undir aðgerð. Því er augséð að margir eiga eftir að njóta góðs af tækjakaupunum. Sigríður vonast til að þjóðin taki átakinu jafn vel og fyrri ár. „Ég trúi ekki öðru en að þetta komi vel við hjartað í öllum, eins og hann segir hann Páll Óskar." Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Það er álag fyrir alla fjölskylduna að þurfa að fara með barn til útlanda í hjartaaðgerð og því er mikilvægt að viðeigandi tækjabúnaður sé til á Íslandi. Þetta segir móðir hjartveiks barns sem hefur þurft að leita læknishjálpar út fyrir landsteinana. Sigríður Rut Stanleysdóttir fæddi tvíburana Heklu Björk og Kötlu Dögg Hólmarsdætur árið 2000. Sú fyrrnefnda greindist með alvarlegan hjartagalla og fór í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð í Boston aðeins þriggja mánaða gömul, en hún hefur síðan þá gengist undir fleiri aðgerðir. „Hún hefur þurft að berjast nokkrum sinnum fyrir lífi sínu. En við höfum verið það lánsöm, bæði með læknana út í Boston og ekki síst, sem ég þakka sérstaklega fyrir, læknana hérna á Íslandi sem eru alveg einstakir," segir Sigríður Rut. Fréttastofa kynntist mæðgunum í dag þegar söfnunin „Á Allra vörum," sem hefst á mrogun var kynnt til sögunnar. Í ár verður safnað fyrir Neistann, félag hjartveikra barna en markmiðið er að endurnýja hjartatæki Barnaspítala Hringsins, sem er komið vel til ára sinna. „Það er heilmikið álag fyrir alla fjölskylduna að fara með barn erlendis í aðgerðir og þess vegna myndu menn helst að það væri hægt að gera sem mest hérna heima og þá þýðir það náttúrulega að það vantar tækjabúnað," segir Sigríður. Með nýju tæki komast börn fyrr í rannsókn og þannig verður frekar hægt að fyrirbyggja stærri vandamál. Sigríður segir lífsnauðsynlegt að nýjasta tækni sé í boði fyrir hjartveik börn og bendir í því samhengi á mikilvægi nýs búnaðar sem dóttir hennar hefur fengið. „Hún hefði ekki átt neinar lífslíkur bara fyrir fimm árum síðan. Það bara bjargar hennar lífi, að hún er með þennan hjartabúnað," segir Sigríður. Um 70 börn greinast árlega með hjartagalla hér á landi og þarf tæplega helmingurinn að gangast undir aðgerð. Því er augséð að margir eiga eftir að njóta góðs af tækjakaupunum. Sigríður vonast til að þjóðin taki átakinu jafn vel og fyrri ár. „Ég trúi ekki öðru en að þetta komi vel við hjartað í öllum, eins og hann segir hann Páll Óskar."
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira