Fleiri fréttir Lést eftir bifhjólaslys á Skaga Maðurinn sem lenti í bifhjólaslysi við bæinn Víkur á Skaga þann 12. júlí lést á Landspítlanum í gær. Hann hét Árni S. Karlsson og var búsettur að Víkum ásamt systkinum sínum. Árni var fæddur 24. september 1950 og var ókvæntur og barnlaus. 20.7.2011 14:39 Læstur inni í fimm klukkustundir Starfsmaður meðferðarheimilis í Skagafirði sem fjórir unglingsdrengir réðust á um helgina hefur lagt fram kæru. Eftir árásina læstu drengirnir starfsmanninn inni í allt að fimm klukkustundir, stálu peningum og struku á bíl í eigu meðferðarheimilisins. 20.7.2011 14:09 Á batavegi eftir bifhjólaslys Karlmaður sem lenti í bifhjólaslysi í Kópvogi aðfaranótt föstudags er á batavegi, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild. Eftir slysið var manninum haldið sofandi i öndunarvél. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær maður verður útskrifaður af gjörgæsludeild. 20.7.2011 13:06 Fleiri sem vilja ekki rekstur spilavíta hér á landi Samkvæmt nýrri könnun MMR fjölgar í hópi þeirra sem segjast andvíg því að rekstur spilavíta verði leyfður á Íslandi. Yfir 70 prósent karla undir þrítugu eru fylgjandi rekstri spilavíta. 20.7.2011 12:58 Síðustu tvær vikur fengsælar Eftir frekar dræma laxveiði framan af sumri virðist sem að veiðin sé að taka við sér. Útlit er fyrir að veiðin í Norðurá í Borgarfirði verði svipuð og í fyrra. 20.7.2011 12:43 Landsbankinn áfram í eigu ríkisins Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. 20.7.2011 12:32 Eðlilegt að leyfa innflutning á lambakjöt Það er ekki hægt að hafa íslenska neytendur í fangamúrum frá evrópskum lambakjötsmarkaði þegar íslenskir bændur eru virkir þáttakendur á honum segir þingmaður Samfylkingarinnar. 20.7.2011 12:12 Umræða um drög að nýrri stjórnarskrá hefst í dag Fyrsta umræða stjórnlagaráðs um drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð voru fram fyrr í vikunni hefst í dag. Drögin telja alls 111 stjórnarskrárákvæði og eru í níu köflum. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár verður afhent í lok mánaðarins. 20.7.2011 11:45 Lilja Mósesdóttir fær ekki tíma hjá lækni Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan þingflokka, fær ekki tíma hjá heimilislækni. Hún veltir fyrir sér hvort einungis skattgreiðendur eigi að njóta velferðarkerfis. Hingað til hafi hún glöð borgað skatta. 20.7.2011 11:35 200 þúsund króna gjafabréf dregið út í dag Dregið verður út í Facebook-leik Vísis klukkan 18 í dag en hann hefur staðið yfir í tvær vikur. Þátttakendur þurfa að smella á like á Vísi á Facebook og geta skráð sig svo í leikinn í kjölfarið. 20.7.2011 11:12 Útlendingur af óljósum uppruna úrskurðaður í varðhald Útlendingur af óljósum uppruna var úrskurðaður í allt að sjö daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands Vestra í gær, grunaður um að hafa komið ólöglega til landsins. 20.7.2011 10:50 Styttist í druslugöngur Druslugöngur verður farnar í Reykjavík, Reykjanesbæ og á Ísafirði á laugardaginn. Markmiðið er uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. 20.7.2011 10:39 Innbrot á pizzastað: Kannski búinn að horfa á of marga lögguþætti "Við erum búin að vera þarna í tvö ár og maður er búinn að vera tiltölulega öruggur þarna þann tíma - svo það er svolítið skrítið að lenda í þessu,“ segir leikarinn Ellert A. Ingimundarson sem rekur pizzastaðinn Eldofninn í Grímsbæ. 20.7.2011 10:00 Dettifossvegi eystri lokað á miðnætti vegna geimverumyndar Dettifossvegur eystri, sem er afleggjarinn frá Hólsfjallavegi niður að Dettifossi, verður lokaður frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á föstudagskvöld. Þetta er gert í tengslum við tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, en líkt og áður hefur verið greint frá verður aðgangur almennings að Dettifossi takmarkaður. 20.7.2011 09:49 Frystihúsið í Flatey gert upp - Úr hrognasöltun í ferðamennsku Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði gengur nú í endurnýjun lífdaga en Lísa Kristjánsdóttir segir ýmsar hugmyndir uppi um nýtt hlutverk þess. Félagið Þrísker, sem Lísa fer fyrir, stendur fyrir framkvæmdunum. "Það eru uppi hugmyndir um að hafa þarna biðsal, veitingasölu eða safn, nú eða allt þetta,“ segir Lísa. 20.7.2011 09:00 Eiður á að auka miðasöluna „Stavros Adamidis, forseti AEK, er að vonast eftir því að með kaupunum á Eiði Smára Guðjohnsen muni sala á árskortum félagsins aukast,“ segir Dimitris Moros, íþróttafréttamaður hjá gríska dagblaðinu Ta Nea. 20.7.2011 08:00 Lögregluútkall vegna hávaða í borholu Íbúar í grennd við hverasvæðið við Hveramörk í Hveragerði eru orðnir svo langþreyttir á hávaða frá borholu Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, að þeir hringdu í gærkvöldi í lögreglu til að kvarta undan hávaðanum. 20.7.2011 07:46 Þrír teknir undir áhrifum fíkniefna Þrír ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í nótt þar sem þeir höfðu ekið undir árhifum fíkniefna. 20.7.2011 07:38 Örfá mál endurupptekin Hæstarétti barst 41 beiðni um endurupptöku máls á tímabilinu 1. janúar 2000 til 1. janúar 2011. Rétturinn samþykkti fjórar þeirra, en fimm voru afturkallaðar. Eftir standa 32 beiðnir sem hafnað var á umræddu tímabili 20.7.2011 07:30 Innbrot í pitsustað í Grímsbæ Brotist var inn í pitsustað í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ í Fossvoginum í Reykjavík í nótt og þaðan stolið skúffunni úr sjóðsvélinni með skiptimynt og fleiru. 20.7.2011 07:23 Gamall reykkofi brann til grunna Gamall reykkofi við bæinn Bitru i Kræklingahlíð, norðan Akureyrar, gjöreyðilagðist í eldi í gærkvöldi. 20.7.2011 07:19 Flugmenn sömdu, yfirvinnubanni aflétt Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning við félagið til þriggja ára, hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og afléttu um leið yfirvinnubanni flugmanna. 20.7.2011 07:14 Hyggst stefna Bolungarvíkurkaupstað Fyrirtækið Kjarnabúð íhugar nú að stefna Bolungvíkurkaupstað eftir að lóð, þar sem fyrirtæki áformaði að reisa tuttugu hús fyrir ferðamenn, var úthlutað fyrirtækinu Icelandic Sea Angling í byrjun þessa mánaðar. 20.7.2011 07:00 Samþykki breytingar innan sex vikna Stjórnvöld verða að samþykkja innan sex vikna að setja þak á stærð og verð íbúða sem Íbúðalánasjóður fjármagnar. Tímafresturinn kemur mér á óvart, segir velferðarráðherra. Stjórnvöld höfðu frest til tillagna til fyrsta nóvember. 20.7.2011 07:00 Fullir fá aðra meðferð á bráðavakt Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir fyrirhugaða rannsókn á tengslum áfengissýki og dánarmeina afar mikilvæga. Persónuvernd hafnar að leyfa rannsóknina þar til betur liggur fyrir hvernig tryggja eigi öryggi viðkvæmra upplýsinga um einstaklinga sem fengu meðferð við áfengissýki. 20.7.2011 07:00 Tún og akra þarf að vökva Nú er svo komið að bændur eru farnir að huga að búnaði til að vökva akra og tún, segir Ægir Jóhannesson, bóndi að Jörfa í Víðidal. 20.7.2011 06:30 Lækna vantar til uppbyggingar Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna á sviði augnlækninga og tæknifrjóvgunar heftir vöxt lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um lækningar yfir landamæri sem birt var á dögunum. 20.7.2011 06:30 Lögregla skoðar skróplistann Lögreglan á Vestfjörðum er þessa dagana að skoða skróplista þann sem gefinn er út af Skráningarstofu um skoðun ökutækja. Fyrst í stað verða skráningarnúmer fjarlægð af ótryggðum ökutækjum. Þá geta ökumenn sem ekki hafa fært ökutæki sín til hefðbundinnar skoðunar átt á hættu að skráningarnúmer ökutækja þeirra verði fjarlægð án frekari aðvörunar. 20.7.2011 06:00 Yfirvinnubanni verið aflýst Flugmenn hjá Icelandair hafa náð nýjum kjarasamning við félagið. Skrifað var undir samninginn á níunda tímanum í gærkvöldi með fyrirvara um samþykki félagsmanna. 20.7.2011 06:00 Eldsneytissali vill flugvallarlóð 20.7.2011 05:30 Skamma stund tók að slökkva eldinn Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í reykhúsi sem við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar á tíunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar fór á staðinn og tók skamma stund að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Engin nálæg hús voru í hættu. 19.7.2011 23:42 Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ „Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. 19.7.2011 22:23 Samningar í höfn Á níunda tímanum í kvöld náðust samningar milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair um nýjan kjarasamning flugmanna Icelandair. Flugmenn félagsins felldu kjarasamning sem gerður var 30. júní. 19.7.2011 21:18 Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum „Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. 19.7.2011 20:45 Eldur við sveitabæ norðan Akureyrar Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í reykhúsi sem stendur við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar. Þegar slökkvilið kom á staðinn á tveimur dælubílum logaði vel upp úr reykhúsinu. Engin nálæg hús voru í hættu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum. 19.7.2011 22:14 Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19.7.2011 19:57 Telur dómstóla vanhæfa í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Dómstólar eru vanhæfir til að fjalla aftur um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Óháð rannsókarnefnd þurfi að rannsaka málið í heild sinni. Þetta segir blaðamaður sem rannsakaði Guðmundar- og Geirfinnsmálið og kallar það samvisku þjóðarinnar. 19.7.2011 19:45 Tún á Suðurlandi að verða eins og eyðimörk vegna þurrka Tún á Suðurlandi eru farin að sviðna vegna þurrka. Bóndinn á Ósabakka á Skeiðum kveðst aldrei hafa upplifað annað eins og óttast að þurfa að fækka skepnum í vetur vegna heyskorts. 19.7.2011 19:30 Fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi Líkur eru á að fyrsta fimm stjörnu hótel landsins muni rísa vestan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu árið 2015. Sex tilboð hafa borist í byggingu þess en tilboðsfresturinn rann út í gær. 19.7.2011 19:16 Össur kærir sig kollóttan um gagnrýni frá Ísrael Utanríkisráðherra er gangnrýndur harðlega í Ísrael fyrir heimsókn sína til Miðausturlanda og sagður sýna Ísrael fjandskap og hroka. Ráðherra segir utanríkisstefnu Íslands ekki fjandsamlega Ísrael, en Íslendingar styðji hins vegar stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Heimir Már Pétursson. 19.7.2011 19:15 Nýi vegurinn milli Flúða og Reykholts malbikaður Hinn nýi Bræðratunguvegur yfir Hvítá, milli Flúða og Reykholts, verður allur kominn með bundið slitlag á morgun en þar unnu menn af kappi í dag við að malbika síðustu metrana. 19.7.2011 19:10 Landsliðið í hestaíþróttum fullskipað Nítján knapar skipa landsliðið í hestaíþróttum sem keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Austurríki sem hefst 1. ágúst. Þrír heimsmeistarar frá HM 2009 eiga keppnisrétt á HM 2011, að því er fram kemur í tilkynningu. 19.7.2011 19:08 Ráðherra segir mikilvægt að vernda íslenska lambakjötsframleiðslu Landbúnaðarráðherra segir innflutningskvóta á lambakjöti ekki boðna út vegna þess að mikilvægt sé að standa vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu. Hann telji engan vilja stefna þessari grunnframleiðslu í landinu í hættu. 19.7.2011 19:00 Engin sátt í deilu flugmanna og Icelandair Engin sátt liggur fyrir í kjaradeilu flugmanna og Icelandair. Fundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun og stendur enn. 19.7.2011 18:30 Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19.7.2011 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Lést eftir bifhjólaslys á Skaga Maðurinn sem lenti í bifhjólaslysi við bæinn Víkur á Skaga þann 12. júlí lést á Landspítlanum í gær. Hann hét Árni S. Karlsson og var búsettur að Víkum ásamt systkinum sínum. Árni var fæddur 24. september 1950 og var ókvæntur og barnlaus. 20.7.2011 14:39
Læstur inni í fimm klukkustundir Starfsmaður meðferðarheimilis í Skagafirði sem fjórir unglingsdrengir réðust á um helgina hefur lagt fram kæru. Eftir árásina læstu drengirnir starfsmanninn inni í allt að fimm klukkustundir, stálu peningum og struku á bíl í eigu meðferðarheimilisins. 20.7.2011 14:09
Á batavegi eftir bifhjólaslys Karlmaður sem lenti í bifhjólaslysi í Kópvogi aðfaranótt föstudags er á batavegi, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild. Eftir slysið var manninum haldið sofandi i öndunarvél. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær maður verður útskrifaður af gjörgæsludeild. 20.7.2011 13:06
Fleiri sem vilja ekki rekstur spilavíta hér á landi Samkvæmt nýrri könnun MMR fjölgar í hópi þeirra sem segjast andvíg því að rekstur spilavíta verði leyfður á Íslandi. Yfir 70 prósent karla undir þrítugu eru fylgjandi rekstri spilavíta. 20.7.2011 12:58
Síðustu tvær vikur fengsælar Eftir frekar dræma laxveiði framan af sumri virðist sem að veiðin sé að taka við sér. Útlit er fyrir að veiðin í Norðurá í Borgarfirði verði svipuð og í fyrra. 20.7.2011 12:43
Landsbankinn áfram í eigu ríkisins Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. 20.7.2011 12:32
Eðlilegt að leyfa innflutning á lambakjöt Það er ekki hægt að hafa íslenska neytendur í fangamúrum frá evrópskum lambakjötsmarkaði þegar íslenskir bændur eru virkir þáttakendur á honum segir þingmaður Samfylkingarinnar. 20.7.2011 12:12
Umræða um drög að nýrri stjórnarskrá hefst í dag Fyrsta umræða stjórnlagaráðs um drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð voru fram fyrr í vikunni hefst í dag. Drögin telja alls 111 stjórnarskrárákvæði og eru í níu köflum. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár verður afhent í lok mánaðarins. 20.7.2011 11:45
Lilja Mósesdóttir fær ekki tíma hjá lækni Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan þingflokka, fær ekki tíma hjá heimilislækni. Hún veltir fyrir sér hvort einungis skattgreiðendur eigi að njóta velferðarkerfis. Hingað til hafi hún glöð borgað skatta. 20.7.2011 11:35
200 þúsund króna gjafabréf dregið út í dag Dregið verður út í Facebook-leik Vísis klukkan 18 í dag en hann hefur staðið yfir í tvær vikur. Þátttakendur þurfa að smella á like á Vísi á Facebook og geta skráð sig svo í leikinn í kjölfarið. 20.7.2011 11:12
Útlendingur af óljósum uppruna úrskurðaður í varðhald Útlendingur af óljósum uppruna var úrskurðaður í allt að sjö daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands Vestra í gær, grunaður um að hafa komið ólöglega til landsins. 20.7.2011 10:50
Styttist í druslugöngur Druslugöngur verður farnar í Reykjavík, Reykjanesbæ og á Ísafirði á laugardaginn. Markmiðið er uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. 20.7.2011 10:39
Innbrot á pizzastað: Kannski búinn að horfa á of marga lögguþætti "Við erum búin að vera þarna í tvö ár og maður er búinn að vera tiltölulega öruggur þarna þann tíma - svo það er svolítið skrítið að lenda í þessu,“ segir leikarinn Ellert A. Ingimundarson sem rekur pizzastaðinn Eldofninn í Grímsbæ. 20.7.2011 10:00
Dettifossvegi eystri lokað á miðnætti vegna geimverumyndar Dettifossvegur eystri, sem er afleggjarinn frá Hólsfjallavegi niður að Dettifossi, verður lokaður frá miðnætti í kvöld og fram á miðnætti á föstudagskvöld. Þetta er gert í tengslum við tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, en líkt og áður hefur verið greint frá verður aðgangur almennings að Dettifossi takmarkaður. 20.7.2011 09:49
Frystihúsið í Flatey gert upp - Úr hrognasöltun í ferðamennsku Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði gengur nú í endurnýjun lífdaga en Lísa Kristjánsdóttir segir ýmsar hugmyndir uppi um nýtt hlutverk þess. Félagið Þrísker, sem Lísa fer fyrir, stendur fyrir framkvæmdunum. "Það eru uppi hugmyndir um að hafa þarna biðsal, veitingasölu eða safn, nú eða allt þetta,“ segir Lísa. 20.7.2011 09:00
Eiður á að auka miðasöluna „Stavros Adamidis, forseti AEK, er að vonast eftir því að með kaupunum á Eiði Smára Guðjohnsen muni sala á árskortum félagsins aukast,“ segir Dimitris Moros, íþróttafréttamaður hjá gríska dagblaðinu Ta Nea. 20.7.2011 08:00
Lögregluútkall vegna hávaða í borholu Íbúar í grennd við hverasvæðið við Hveramörk í Hveragerði eru orðnir svo langþreyttir á hávaða frá borholu Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, að þeir hringdu í gærkvöldi í lögreglu til að kvarta undan hávaðanum. 20.7.2011 07:46
Þrír teknir undir áhrifum fíkniefna Þrír ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í nótt þar sem þeir höfðu ekið undir árhifum fíkniefna. 20.7.2011 07:38
Örfá mál endurupptekin Hæstarétti barst 41 beiðni um endurupptöku máls á tímabilinu 1. janúar 2000 til 1. janúar 2011. Rétturinn samþykkti fjórar þeirra, en fimm voru afturkallaðar. Eftir standa 32 beiðnir sem hafnað var á umræddu tímabili 20.7.2011 07:30
Innbrot í pitsustað í Grímsbæ Brotist var inn í pitsustað í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ í Fossvoginum í Reykjavík í nótt og þaðan stolið skúffunni úr sjóðsvélinni með skiptimynt og fleiru. 20.7.2011 07:23
Gamall reykkofi brann til grunna Gamall reykkofi við bæinn Bitru i Kræklingahlíð, norðan Akureyrar, gjöreyðilagðist í eldi í gærkvöldi. 20.7.2011 07:19
Flugmenn sömdu, yfirvinnubanni aflétt Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning við félagið til þriggja ára, hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og afléttu um leið yfirvinnubanni flugmanna. 20.7.2011 07:14
Hyggst stefna Bolungarvíkurkaupstað Fyrirtækið Kjarnabúð íhugar nú að stefna Bolungvíkurkaupstað eftir að lóð, þar sem fyrirtæki áformaði að reisa tuttugu hús fyrir ferðamenn, var úthlutað fyrirtækinu Icelandic Sea Angling í byrjun þessa mánaðar. 20.7.2011 07:00
Samþykki breytingar innan sex vikna Stjórnvöld verða að samþykkja innan sex vikna að setja þak á stærð og verð íbúða sem Íbúðalánasjóður fjármagnar. Tímafresturinn kemur mér á óvart, segir velferðarráðherra. Stjórnvöld höfðu frest til tillagna til fyrsta nóvember. 20.7.2011 07:00
Fullir fá aðra meðferð á bráðavakt Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir fyrirhugaða rannsókn á tengslum áfengissýki og dánarmeina afar mikilvæga. Persónuvernd hafnar að leyfa rannsóknina þar til betur liggur fyrir hvernig tryggja eigi öryggi viðkvæmra upplýsinga um einstaklinga sem fengu meðferð við áfengissýki. 20.7.2011 07:00
Tún og akra þarf að vökva Nú er svo komið að bændur eru farnir að huga að búnaði til að vökva akra og tún, segir Ægir Jóhannesson, bóndi að Jörfa í Víðidal. 20.7.2011 06:30
Lækna vantar til uppbyggingar Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna á sviði augnlækninga og tæknifrjóvgunar heftir vöxt lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um lækningar yfir landamæri sem birt var á dögunum. 20.7.2011 06:30
Lögregla skoðar skróplistann Lögreglan á Vestfjörðum er þessa dagana að skoða skróplista þann sem gefinn er út af Skráningarstofu um skoðun ökutækja. Fyrst í stað verða skráningarnúmer fjarlægð af ótryggðum ökutækjum. Þá geta ökumenn sem ekki hafa fært ökutæki sín til hefðbundinnar skoðunar átt á hættu að skráningarnúmer ökutækja þeirra verði fjarlægð án frekari aðvörunar. 20.7.2011 06:00
Yfirvinnubanni verið aflýst Flugmenn hjá Icelandair hafa náð nýjum kjarasamning við félagið. Skrifað var undir samninginn á níunda tímanum í gærkvöldi með fyrirvara um samþykki félagsmanna. 20.7.2011 06:00
Skamma stund tók að slökkva eldinn Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í reykhúsi sem við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar á tíunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar fór á staðinn og tók skamma stund að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Engin nálæg hús voru í hættu. 19.7.2011 23:42
Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ „Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. 19.7.2011 22:23
Samningar í höfn Á níunda tímanum í kvöld náðust samningar milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair um nýjan kjarasamning flugmanna Icelandair. Flugmenn félagsins felldu kjarasamning sem gerður var 30. júní. 19.7.2011 21:18
Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum „Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið. 19.7.2011 20:45
Eldur við sveitabæ norðan Akureyrar Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í reykhúsi sem stendur við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar. Þegar slökkvilið kom á staðinn á tveimur dælubílum logaði vel upp úr reykhúsinu. Engin nálæg hús voru í hættu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum. 19.7.2011 22:14
Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar. 19.7.2011 19:57
Telur dómstóla vanhæfa í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Dómstólar eru vanhæfir til að fjalla aftur um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Óháð rannsókarnefnd þurfi að rannsaka málið í heild sinni. Þetta segir blaðamaður sem rannsakaði Guðmundar- og Geirfinnsmálið og kallar það samvisku þjóðarinnar. 19.7.2011 19:45
Tún á Suðurlandi að verða eins og eyðimörk vegna þurrka Tún á Suðurlandi eru farin að sviðna vegna þurrka. Bóndinn á Ósabakka á Skeiðum kveðst aldrei hafa upplifað annað eins og óttast að þurfa að fækka skepnum í vetur vegna heyskorts. 19.7.2011 19:30
Fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi Líkur eru á að fyrsta fimm stjörnu hótel landsins muni rísa vestan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu árið 2015. Sex tilboð hafa borist í byggingu þess en tilboðsfresturinn rann út í gær. 19.7.2011 19:16
Össur kærir sig kollóttan um gagnrýni frá Ísrael Utanríkisráðherra er gangnrýndur harðlega í Ísrael fyrir heimsókn sína til Miðausturlanda og sagður sýna Ísrael fjandskap og hroka. Ráðherra segir utanríkisstefnu Íslands ekki fjandsamlega Ísrael, en Íslendingar styðji hins vegar stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Heimir Már Pétursson. 19.7.2011 19:15
Nýi vegurinn milli Flúða og Reykholts malbikaður Hinn nýi Bræðratunguvegur yfir Hvítá, milli Flúða og Reykholts, verður allur kominn með bundið slitlag á morgun en þar unnu menn af kappi í dag við að malbika síðustu metrana. 19.7.2011 19:10
Landsliðið í hestaíþróttum fullskipað Nítján knapar skipa landsliðið í hestaíþróttum sem keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Austurríki sem hefst 1. ágúst. Þrír heimsmeistarar frá HM 2009 eiga keppnisrétt á HM 2011, að því er fram kemur í tilkynningu. 19.7.2011 19:08
Ráðherra segir mikilvægt að vernda íslenska lambakjötsframleiðslu Landbúnaðarráðherra segir innflutningskvóta á lambakjöti ekki boðna út vegna þess að mikilvægt sé að standa vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu. Hann telji engan vilja stefna þessari grunnframleiðslu í landinu í hættu. 19.7.2011 19:00
Engin sátt í deilu flugmanna og Icelandair Engin sátt liggur fyrir í kjaradeilu flugmanna og Icelandair. Fundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun og stendur enn. 19.7.2011 18:30
Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19.7.2011 18:30