Landsbankinn áfram í eigu ríkisins Hafsteinn Hauksson skrifar 20. júlí 2011 12:32 Mynd/GVA Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Bankasýsla ríkisins vinnur nú að gerð söluáætlunar fyrir eignarhluti hins opinbera í fjármálafyrirtækjum, en áætlunin verður grundvallarskjal við einkavæðingu bankanna sem hið opinbera á. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó engin áform um að einkavæða Landsbankann, sem myndar uppistöðu eignar hins opinbera á almennum fjármálamarkaði.Minnihlutaeign föl „Í tilviki Landsbankans eru að sjálfsögðu engin áform um það á þessu stigi mála að breyta eignarhaldinu í neinum veigamiklum atriðum. Við lítum á það sem mikilvægan hluta í stöðugleikanum að ríkið sé kjölfestueigandi í stærsta bankanum," segir Steingrímur. Minnihlutaeign bankans í Arion og Íslandsbanka sé þó föl ef bankarnir seljast til framtíðareigenda á komandi misserum, en þeir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa sem stendur. Fjármálaráðherra leggur þannig áherslu á að það sé síst markmið ríkisins að auka umsvif sín á fjármálamarkaði.Horft til Noregs Elín Jónsdóttir, forstjóri bankasýslunnar, hefur sagt að eitt álitaefnanna við sölu bankanna sé að hve miklu leyti bankarnir verða einkavæddir, en í sumum Norðarlandanna hélt hið opinbera eftir eignarhlut í stærstu bönkunum eftir bankakreppuna þar á 10. áratugnum. „Við höfum til dæmis horft til fordæmisins í Noregi," segir Steingrímur, „þar sem menn mótuðu yfirvegaða stefnu til nokkurs tíma um það hvernig ríkið færi með þessa eignarhluti sína, og trappaði eign sína niður eftir atvikum, þegar og ef til slíks kæmi,“ segir Steingrímur.Bankasýslan lögð niður eftir þrjú ár Steingrímur segir mjög háð aðstæðum hvenær bankarnir fara í söluferli, en hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Sýslan verður lögð niður árið 2014 samkvæmt lögum, en þá á hún að hafa lokið undirbúningi á tillögum um sölu eigna ríkisins í Fjármálafyrirtækjum. Steingrímur telur þó líklegt að stórir eignarhlutar ríkisins verði lengur en svo í opinberu eignarhaldi. „Mér þykir það nú trúlegt. Það er til dæmis alls óvíst í tilviki Landsbankans að þar verði búið að gera nógu miklar breytingar fyrir þann tíma. Ég vil þó ekki segja meira um þetta á þessu stigi. Við munum fara yfir þetta á grundvelli tillagna frá Bankasýslunni, og eftir atvikum í endurskoðaðri eigandastefnu ríkisins,“ segir Steingrímur. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Bankasýsla ríkisins vinnur nú að gerð söluáætlunar fyrir eignarhluti hins opinbera í fjármálafyrirtækjum, en áætlunin verður grundvallarskjal við einkavæðingu bankanna sem hið opinbera á. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó engin áform um að einkavæða Landsbankann, sem myndar uppistöðu eignar hins opinbera á almennum fjármálamarkaði.Minnihlutaeign föl „Í tilviki Landsbankans eru að sjálfsögðu engin áform um það á þessu stigi mála að breyta eignarhaldinu í neinum veigamiklum atriðum. Við lítum á það sem mikilvægan hluta í stöðugleikanum að ríkið sé kjölfestueigandi í stærsta bankanum," segir Steingrímur. Minnihlutaeign bankans í Arion og Íslandsbanka sé þó föl ef bankarnir seljast til framtíðareigenda á komandi misserum, en þeir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa sem stendur. Fjármálaráðherra leggur þannig áherslu á að það sé síst markmið ríkisins að auka umsvif sín á fjármálamarkaði.Horft til Noregs Elín Jónsdóttir, forstjóri bankasýslunnar, hefur sagt að eitt álitaefnanna við sölu bankanna sé að hve miklu leyti bankarnir verða einkavæddir, en í sumum Norðarlandanna hélt hið opinbera eftir eignarhlut í stærstu bönkunum eftir bankakreppuna þar á 10. áratugnum. „Við höfum til dæmis horft til fordæmisins í Noregi," segir Steingrímur, „þar sem menn mótuðu yfirvegaða stefnu til nokkurs tíma um það hvernig ríkið færi með þessa eignarhluti sína, og trappaði eign sína niður eftir atvikum, þegar og ef til slíks kæmi,“ segir Steingrímur.Bankasýslan lögð niður eftir þrjú ár Steingrímur segir mjög háð aðstæðum hvenær bankarnir fara í söluferli, en hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Sýslan verður lögð niður árið 2014 samkvæmt lögum, en þá á hún að hafa lokið undirbúningi á tillögum um sölu eigna ríkisins í Fjármálafyrirtækjum. Steingrímur telur þó líklegt að stórir eignarhlutar ríkisins verði lengur en svo í opinberu eignarhaldi. „Mér þykir það nú trúlegt. Það er til dæmis alls óvíst í tilviki Landsbankans að þar verði búið að gera nógu miklar breytingar fyrir þann tíma. Ég vil þó ekki segja meira um þetta á þessu stigi. Við munum fara yfir þetta á grundvelli tillagna frá Bankasýslunni, og eftir atvikum í endurskoðaðri eigandastefnu ríkisins,“ segir Steingrímur.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira