Landsbankinn áfram í eigu ríkisins Hafsteinn Hauksson skrifar 20. júlí 2011 12:32 Mynd/GVA Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Bankasýsla ríkisins vinnur nú að gerð söluáætlunar fyrir eignarhluti hins opinbera í fjármálafyrirtækjum, en áætlunin verður grundvallarskjal við einkavæðingu bankanna sem hið opinbera á. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó engin áform um að einkavæða Landsbankann, sem myndar uppistöðu eignar hins opinbera á almennum fjármálamarkaði.Minnihlutaeign föl „Í tilviki Landsbankans eru að sjálfsögðu engin áform um það á þessu stigi mála að breyta eignarhaldinu í neinum veigamiklum atriðum. Við lítum á það sem mikilvægan hluta í stöðugleikanum að ríkið sé kjölfestueigandi í stærsta bankanum," segir Steingrímur. Minnihlutaeign bankans í Arion og Íslandsbanka sé þó föl ef bankarnir seljast til framtíðareigenda á komandi misserum, en þeir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa sem stendur. Fjármálaráðherra leggur þannig áherslu á að það sé síst markmið ríkisins að auka umsvif sín á fjármálamarkaði.Horft til Noregs Elín Jónsdóttir, forstjóri bankasýslunnar, hefur sagt að eitt álitaefnanna við sölu bankanna sé að hve miklu leyti bankarnir verða einkavæddir, en í sumum Norðarlandanna hélt hið opinbera eftir eignarhlut í stærstu bönkunum eftir bankakreppuna þar á 10. áratugnum. „Við höfum til dæmis horft til fordæmisins í Noregi," segir Steingrímur, „þar sem menn mótuðu yfirvegaða stefnu til nokkurs tíma um það hvernig ríkið færi með þessa eignarhluti sína, og trappaði eign sína niður eftir atvikum, þegar og ef til slíks kæmi,“ segir Steingrímur.Bankasýslan lögð niður eftir þrjú ár Steingrímur segir mjög háð aðstæðum hvenær bankarnir fara í söluferli, en hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Sýslan verður lögð niður árið 2014 samkvæmt lögum, en þá á hún að hafa lokið undirbúningi á tillögum um sölu eigna ríkisins í Fjármálafyrirtækjum. Steingrímur telur þó líklegt að stórir eignarhlutar ríkisins verði lengur en svo í opinberu eignarhaldi. „Mér þykir það nú trúlegt. Það er til dæmis alls óvíst í tilviki Landsbankans að þar verði búið að gera nógu miklar breytingar fyrir þann tíma. Ég vil þó ekki segja meira um þetta á þessu stigi. Við munum fara yfir þetta á grundvelli tillagna frá Bankasýslunni, og eftir atvikum í endurskoðaðri eigandastefnu ríkisins,“ segir Steingrímur. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Bankasýsla ríkisins vinnur nú að gerð söluáætlunar fyrir eignarhluti hins opinbera í fjármálafyrirtækjum, en áætlunin verður grundvallarskjal við einkavæðingu bankanna sem hið opinbera á. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó engin áform um að einkavæða Landsbankann, sem myndar uppistöðu eignar hins opinbera á almennum fjármálamarkaði.Minnihlutaeign föl „Í tilviki Landsbankans eru að sjálfsögðu engin áform um það á þessu stigi mála að breyta eignarhaldinu í neinum veigamiklum atriðum. Við lítum á það sem mikilvægan hluta í stöðugleikanum að ríkið sé kjölfestueigandi í stærsta bankanum," segir Steingrímur. Minnihlutaeign bankans í Arion og Íslandsbanka sé þó föl ef bankarnir seljast til framtíðareigenda á komandi misserum, en þeir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa sem stendur. Fjármálaráðherra leggur þannig áherslu á að það sé síst markmið ríkisins að auka umsvif sín á fjármálamarkaði.Horft til Noregs Elín Jónsdóttir, forstjóri bankasýslunnar, hefur sagt að eitt álitaefnanna við sölu bankanna sé að hve miklu leyti bankarnir verða einkavæddir, en í sumum Norðarlandanna hélt hið opinbera eftir eignarhlut í stærstu bönkunum eftir bankakreppuna þar á 10. áratugnum. „Við höfum til dæmis horft til fordæmisins í Noregi," segir Steingrímur, „þar sem menn mótuðu yfirvegaða stefnu til nokkurs tíma um það hvernig ríkið færi með þessa eignarhluti sína, og trappaði eign sína niður eftir atvikum, þegar og ef til slíks kæmi,“ segir Steingrímur.Bankasýslan lögð niður eftir þrjú ár Steingrímur segir mjög háð aðstæðum hvenær bankarnir fara í söluferli, en hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Sýslan verður lögð niður árið 2014 samkvæmt lögum, en þá á hún að hafa lokið undirbúningi á tillögum um sölu eigna ríkisins í Fjármálafyrirtækjum. Steingrímur telur þó líklegt að stórir eignarhlutar ríkisins verði lengur en svo í opinberu eignarhaldi. „Mér þykir það nú trúlegt. Það er til dæmis alls óvíst í tilviki Landsbankans að þar verði búið að gera nógu miklar breytingar fyrir þann tíma. Ég vil þó ekki segja meira um þetta á þessu stigi. Við munum fara yfir þetta á grundvelli tillagna frá Bankasýslunni, og eftir atvikum í endurskoðaðri eigandastefnu ríkisins,“ segir Steingrímur.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira