Fleiri fréttir

"Maður á ekki að þurfa berjast fyrir sannleikanum “

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir upplifir fyrst nú að kirkja sé að taka ábyrgð á því hvernig komið var fram við hana þegar hún sakaði Ólaf Skúlason, fyrrverandi biskup, um kynferðisbrot. Hún segist færast nær því að taka kirkjuna aftur í sátt.

Fyrirkomulag tollkvóta með búvörur andstætt stjórnarskrá

Ákvæði tollalaga sem heimila landbúnaðarráðherra að ákveða tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur fullnægja ekki kröfum stjórnarskrárinnar að mati umboðsmanns Alþingis. Ákvæði laganna hafa því samkvæmt þessu verið andstæð stjórnarskrá frá árinu 2005.

Stálust í lax við Gullinbrú - mundu svo ekki eigin nöfn

Tveir veiðimenn voru gripnir glóðvolgir við laxveiðar í Grafarvogi um miðjan dag í gær. Mennirnir, sem eru báðir um þrítugt, höfðu komið sér fyrir undir Gullinbrú og veitt tvo laxa þegar lögreglan kom á vettvang.

Eldur í gróðri við Rauðavatn

Eldur kom upp í gróðri við Rauðavatn um klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var töluverður reykur sem kom frá gróðrinum í byrjun. Slökkviliðið hefur nú náð tökum á eldinum en dælubíll frá slökkviliðin fór á vettvang. Slökkviliðsmenn hafa barið á gróðurinn með klöppum sem og sprautað vatni.

Nærbuxnagengið komið í föt

Þremenningarnir á Flúðum sem hafa verið önnum kafnir við hellulögn, eins og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru ennþá að. Félagarnir eru að leggja hellur á hringtorgi í sveitarfélaginu en vöktu athygli fyrir það hversu fáklæddir þeir voru við verkið, enda hefur verið rjómablíða víða um land að undanförnu. Þeir segja að fréttin hafi vakið mikla og góða lukku hjá kunningum þeirra.

Fjórðungur íbúða verði til útleigu

Stefna á að því að leigu- og eða búseturéttaríbúðir verði um fjórðungur af öllu íbúðarhúsnæði í Reykjavík en hlutfall þeirra í dag er vel undir 20% af öllu íbúðarhúsnæði. Þá á að kanna kosti og galla þess að borgin taki þátt í að byggja upp með beinum hætti leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem finna má í tillögu að nýrri húsnæðisstefnu Reykjavíkur til ársins 2020 og kynnt var í borgarráði í morgun

Kvöldganga um söguslóðir vinstrihreyfingarinnar

Hjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir fara fyrir göngu í kvöld um söguslóðir vinstrihreyfingarinnar í Reykjavík þar sem gengið verður að tilteknum húsum í miðborginni. Meðal þeirra eru Alþýðuhúsið við Vonarstræti og Vinaminni. Um er að ræða kvöldgöngur sem skipulagðar eru af Ljósmynda-, Borgarbóka-, Lista-, og Minjasafni Reykjavíkur.

Óska eftir aukafundi í borgarstjórn

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG vilja að borgarstjórn komi saman til aukafundar vegna vanskila á þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar. Þeir lögðu fram ósk þess efnis á fundi borgarráðs í morgun. Fulltrúarnir segja að samkvæmt lögum hefði borgarstjóri átt að leggja slíka áætlun fram um miðjan febrúar eða fyrir fimm mánuðum. Ennfremur segja þeir vinnubrögð meirihlutans óvönduð og óábyrg og algjörlega óviðunandi.

Lést af slysförum í Taílandi

Íslenskur karlmaður um fimmtugt lést af slysförum í Taílandi á sunnudaginn. Hann var búsettur í Taílandi. Ræðismaður Íslands í landinu kemur að málinu fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Samskipti við Páfagarð verða aldrei söm

Írland og páfagarður hafa lent í harkalegasta árekstri sen un getur í samskiptum ríkjanna. Ástæðan er skýrsla um kynferðislega misnotkun presta á börnum í Coyine biskupsdæminu á Írlandi. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands sagði að samskipti Írlands við Páfagarð yrðu aldrei söm. Skýrslan leiddi í ljós að kirkjan vissi um og hylmaði yfir brot að minnsta kosti 19 presta gegn börnum á árunum 1996 til 2009.

Hætt við ráðningu upplýsingafulltrúa vegna sparnaðar

Forsætisráðuneytið hætti við að ráða upplýsingafulltrúa vegna sparnaðar. Fyrr á þessu ári var staðan auglýst og sóttu 37 um hana. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort eða hvenær starfið verður auglýst að nýju, að því er fram kemur í svari Ágústs Geirs Ágústssonar, skrifstofustjórar, við fyrirspurn Vísis.

Atvinnuleysistölur koma ráðherra ekki á óvart

Efnahags og viðskiptaráðherra segir atvinnuleysi nú ekki verra en búist var við miðað við hagsveifluna. Það sé undir okkur sjálfum komið hversu hratt okkur tekst að vinna á langtíma atvinnuleysi.

Síbrotamaður fangelsaður

Karlmaður á fertugsaldri sem stöðvaður var við akstur á Bústaðavegi í fyrrakvöld reyndist bæði próflaus og í annarlegu ástandi. Hann var í framhaldinu handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Maðurinn var jafnframt grunaður um nokkur innbrot og reyndist sá grunur á rökum reistur, að sögn löreglu. Eftir yfirheyrslu í gær var maðurinn færður í héraðsdóm og síðan í fangelsi. Hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála en um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar.

Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir

Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári.

Ráðning Bjarna í ráðuneytið var lögleg

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ekki brotið stjórnsýslulög þegar hann réð Bjarna Harðarson í starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Íslensk kona í Ísrael segir araba hafa Össur að fífli

„Í Ísrael mega menn ekki slaka á í neinu hvað varðar öryggisgæslu og svo kemur Össur Skarphéðinsson í bílalest með Fatah (og líklega Hamas) gaurum og heldur að hann fái einhverja sérmeðferð,“ segir Ólöf Einarsdóttir sem er búsett í Ísrel ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu en eiginmaðurinn er ísraelskur gyðingur. Tilefnið er nýleg heimsókn Össurar Skarhéðinssonar, utanríkisráðherra, til Miðausturlanda þegar hann heimsótti meðal annars Gazaströndina. Ólöf segir Össur sýna skilningsleysi og vera barnalegan í yfirlýsingum sínum um málefni Ísraela og Palestínumanna. Arabar hafi hann að fífli.

Útför Sævars Ciesielski fer fram á þriðjudag

Ákveðið hefur verið að útför Sævars Ciesielski verði gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. ágúst. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, hefur verið beðinn um að annast útförina.

Brot Ólafs Skúlasonar gleymast ekki þrátt fyrir bætur

"Ég hef aldrei farið fram á einhverja peninga frá kirkjunni,“ segir Stefanía Þorgrímsdóttir, ein kvennanna sem sakað hafa Ólaf Skúlason fyrrum biskup um kynferðisbrot. "Það er alltaf afstætt hvað fólk telur sanngjarnt. Þessu máli lauk fyrir mér þegar rannsóknarnefndin skilaði skýrslunni. Þessar bætur eru alfarið boð kirkjunnar sem var ákveðið á aukakirkjuþingi í vor,“ segir Stefanía í Fréttablaðinu í dag.

Óttast ekki hótanir vegna hvalveiðanna

Íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum að mati bandaríska viðskiptaráðherrans. Hann leggur til við Barack Obama Bandaríkjaforseta að Ísland verði beitt þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða.

Má heita Maxima

Mannanafnanefnd hefur heimilað kvenmannsnafnið Maxima og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Í úrskurði mannanafnanefndar frá 1. júlí, sem birtur var nýlega birtur, kemur fram að eiginnafnið Maxima taki íslenskri beygingu í eignarfalli teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Kvenmannsnöfnin Alexis og Bjarný voru einnig heimiluð.

Vegurinn um Múlakvísl opinn að nýju

Almannavarnir lokuðu þjóðvegi eitt, um Mýrdalssand í nótt á meðan ástand Múlakvíslar var kannað nánar. Vegurinn var svo opnaður að nýju eftir lokun í klukkutíma.

Minnka túnin og spara sláttinn

Skoða á hvernig minnka má tún í Reykjavíkurborg. „Í stað mikilla grasflæma kæmu svæði með sjálfbærum plöntum sem sleppa minna af frjókornum út í andrúmsloftið. Markmiðið er að draga úr frjókornamagni, fegra umhverfið og minnka kostnað vegna grassláttar,“ segir í tilkynningu frá umhverfissviði.

Skilríkjalaus í gæsluvarðhaldi

Erlendur maður, sem verið hefur í haldi lögreglunnar á Sauðárkróki, hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann sætir nú gæslu í fangelsinu á Akureyri. Umræddur maður er grunaður um að hafa komið ólöglega inn í landið.

Pósturinn bregst við nýjum tímum

Rekstrarumhverfi Íslandspósts hefur breyst mikið á skömmum tíma og mun taka enn frekari breytingum á næstu árum. Stóra spurningin er hvort póstþjónusta fyrir alla landsmenn, fimm daga vikunnar, sé sjálfbær til frambúðar.

3.200 athugasemdir við frumvarpsdrögin

Fulltrúar í Stjórnlagaráði hófu í gær umræður um drög að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Fyrri umræða klárast í þessari viku og er vonast til þess að frumvarpi verði skilað til forseta Alþingis 29. júlí.

Aukin leiðni í Múlakvísl og órói í Mýrdalsjökli

Í gærkvöldi og nótt hefur leiðni aukist í Múlakvísl og Veðurstofan og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Gæfur krummi leikur sér við íbúa í Norðlingaholtinu

Þær Elma Dögg og Karen Sunna Atladætur fengu sannarlega góða sumargjöf þegar þær komu auga á krumma fyrir utan heimili sitt í Norðlingaholti. Hann reyndist vera einstaklega gæfur og segir Elma að þær systur hafi leikið sér við hann í um 40 mínútur.

Minningarathöfn um Sævar Ciesielski

Minningarathöfn um Sævar Ciesielski verður haldin í Vor Frelserers Kirke við Prinsessugötu í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn á morgun klukkan 14.00. Athöfnin er öllum opin.

Nærbuxnagengið kveikir áhuga stúlkna á vegagerð

Þeir kalla sig nærbuxnagengið, strákarnir sem þessa dagana vinna léttklæddir við nýtt hringtorg hjá Flúðum, og segja að stelpurnar hafi nú fengið óvenju mikinn áhuga á að fylgjast með framkvæmdunum.

Bensínverð nær nýjum hæðum

Bensínverð hefur náð nýjum hæðum eftir síðustu hækkanir. Fjölskyldufaðir á leið í ferðalag segir hærra eldsneytisverð gera það að verkum að hann stoppi lengur á hverjum stað og keyri ekki eins mikið.

Störfum fjölgar ekki, atvinnuleysi enn mikið

Störfum hefur ekki fjölgað í hagkerfinu, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að efnahagsbatinn sé hafinn. Óvíst er hvort fyrirtæki ráði fleiri starfsmenn á næstu misserum, jafnvel þó hagvöxtur taki kipp.

Vonast til að samningar verði undirritaðir fyrir vikulok

Drög eru tilbúin að samningum milli kirkju og þeirra fjögurra kvenna sem sakað hafa Ólaf Skúlason, fyrrum biskup Íslands, um kynferðisbrot. Samkvæmt Magnúsi Kristjánssyni, formanni nefndar sem stóð að samningagerðinni, er vonast til að þeir verði undirritaðir í vikunni.

Fundu fíkniefni og þýfi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi níu húsleitir í Hafnarfirði fyrir helgina. Lagt var hald á talsvert af fíkniefnum, m.a. nokkra tugi kannabisplantna, tæplega 100 grömm af amfetamíni og rúmlega 200 grömm af hassi.

Sjá næstu 50 fréttir