Innlent

Óska eftir aukafundi í borgarstjórn

Oddvitar VG og Sjálfstæðisflokksins, Sóley Tómasdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Oddvitar VG og Sjálfstæðisflokksins, Sóley Tómasdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd/GVA
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG vilja að borgarstjórn komi saman til aukafundar vegna vanskila á þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar. Þeir lögðu fram ósk þess efnis á fundi borgarráðs í morgun. Fulltrúarnir segja að samkvæmt lögum hefði borgarstjóri átt að leggja slíka áætlun fram um miðjan febrúar eða fyrir fimm mánuðum. Ennfremur segja þeir vinnubrögð meirihlutans óvönduð og óábyrg og algjörlega óviðunandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×