Fleiri fréttir

Heyrúlla fór í gegnum fjósvegg

Það getur verið vandasamt að heyja í brekkunni fyrir ofan bæinn Kvíaból í Köldukinn en í síðustu viku rúllaði 800 kílóa heyrúlla niður túnið og braut sér leið inn í fjós. „Það voru nokkrar kýr inni og ég er viss um að einhver þeirra hefur orðið fyrir henni þó ekki sjái á neinni,“ segir Marteinn Sigurðsson, bóndi á Kvíabóli.

Enn barist við eldinn

"Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu,“ segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um fjögurleytið í nótt.

Gríðarmikill eldur í Sundahöfn

Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast.

Framfarir í tækni kalla á öflugra net

Farsímafyrirtækin Nova og Síminn hafa sótt um heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) til að prófa innleiðingu á því sem kallað hefur verið fjórða kynslóð í gagnaflutningstækni. Vodafone fylgist grannt með þróun mála.

Vísindamenn sakna vélar Gæslunnar sem er í útleigu

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er mikilvægt hjálpartæki jarðvísindamanna þegar eldgos verða, að mati tveggja jarðeðlisfræðinga. Nú, þegar töluverðar jarðhræringar hafa verið bæði í Kötlu og Heklu, er vélin hins vegar fjarri góðu gamni, við Miðjarðarhaf að sinna verkefnum fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins. Þar verður hún til loka september.

Böndin beinast að íslenskri sól

Mælingar á roðvaldandi geislum hér á landi gefa það til kynna að háa tíðni sortuæxla beri ekki eingöngu að skýra með ljósabekkjanotkun og utanlandsferðum heldur einnig að hluta til með íslenskri sól. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu læknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christians Wulf sem birtist í nýjasta eintaki Læknablaðsins.

„Gerum okkar besta“

„Menn eru kvíðnir og slegnir yfir því að tapa tveimur verðmætustu vikum ársins í ferðaþjónustu,“ segir Einar Hafliðason, forstöðumaður brúardeildar Vegagerðarinnar. Hann var staddur í Víkurskála í gær á leið suður eftir vinnu við Múlakvísl.

Flugmenn ákveða næstu skref

Fundi stjórnar og samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna lauk rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld.

Hreinsunarmenn áttu ærið verk fyrir höndum

Hreinsunarmenn höfðu ærið verk fyrir höndum eftir skemmtun helgarinnar á Gaddstaðaflötum. Þar fór Besta hátíðin fram, eins og kunnugt er, að viðstöddum um 10 þúsund manns. Byrjað var að hreinsa svæðið á hádegi í dag og er áætlað að verkinu muni ljúka fyrir miðnætti.

Byrjað að flytja bíla og fólk yfir Múlakvísl

Farið er að ferja fólk yfir Múlakvísl en nokkur fjöldi fólks bíður eftir að komast yfir ána í rútur. Rúta og tveir trukkar eru fyrir austan til að ferja fólk og bíla yfir á vaði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Fundu sprengju í Bláfjöllum

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar barst í morgun tilkynning frá lögreglunni um að sprengjuvörpusprengja hefði fundist í Bláfjöllum. Um var að ræða 60 millimetra „mortar“ sprengju frá stríðsárunum og var hún flutt til eyðingar.

Ógnaði stúlkum með startbyssu

Sérsveit lögreglunnar var kölluð út vegna drukkins manns sem ógnaði fólki með byssu í miðbæ Keflavíkur aðfaranótt sunnudags samkvæmt fréttavef Víkurfrétta.

Kannaðu útfjólubláa stuðulinn til að forðast krabbamein

Húðlæknastöðin vinnur þessa dagana að því að vekja athygli á svokölluðum útfjólubláum (ÚF) stuðli sem segir til um styrk skaðlegra sólargeisla, en það eru sömu geislar sem geta valdið sólbruna og húðkrabbameini. Því hærri sem stuðullinn er, því styttri tíma þarf til að húð roðni í sólinni.

Vegagerðin flytur bíla og fólk yfir Múlakvísl

Stjórnvöld hafa heimilað Vegagerðinni að flytja megi fólk yfir vað á Múlakvísl á vörubifreið eða sérútbúinni rútu og einnig að flytja bíla yfir með vörubifreiðum samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Sokkabandið beðið um að breyta auglýsingu

Bókaforlagið Salka kvartaði við RÚV vegna stiklu sem auglýsir útvarpsþátt á Rás 2, en stiklan inniheldur vísun í bókina "Tíu árum yngri á tíu vikum" sem forlagið gefur út. Þátturinn sem um ræðir heitir Sokkabandið og er stjórnað af Þóru og Kristínu Tómasdætrum.

29 fíkniefnamál á Eistnaflugi

Tuttugu og níu fíkniefnamál komu upp á þungarokkshátíðinni Eistnaflug sem haldin var í Neskaupsstað nú um helgina, en í öllum tilfellum var um að ræða óverulegt magn efna sem ætluð voru til neyslu.

Þyrla kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjaklaustri

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjarklaustri. Þá er bátur vélarvana á Breiðafirði en mikið annríki er í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, en allt stefnir í metfjölda skipa og báta á sjó í dag.

„Það býr líka fólk fyrir austan“

„Það býr líka fólk fyrir austan, ekki bara ferðamenn“ segir Bryndís F. Harðardóttir, atvinnurekandi í Vík en þrír af starfsmönnum hennar búa austan Múlakvíslar.

Byggja íbúðir fyrir aldraða á Kópavogstúni

Til stendur að reisa 28 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara á Kópavogstúni 2 til 4 á næstu tveimur árum samkvæmt viljayfirlýsingu byggingafyrirtækisins Dverghamra og Samtaka aldraðra sem undirrituð var fyrir helgi.

Vinna við bráðabirgðabrú hefst í dag

Vinna við bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl hefst í dag og er Vegagerðin þegar byrjuð að flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar. Líkt og kunnugt er eyðilagðist brúin yfir Múlakvísl í hamfaraflóði um helgina og þjóðvegur eitt lokaðist. Ferðaþjónustubændur krefjast þess að yfirvöld sýni þann vilja í verki með því að láta einskis ófreistað að koma á vegasambandi um hringveginn án tafar.

Stórstjörnur við Heklu

„Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi.

Óku undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan tók tvo ökumenn úr umferð í nótt á höfuðborgarsvæðinu vegna fíkniefnaaksturs. Þeir sinntu báðir stöðvunarmerkjum lögreglu og sýndu engan mótþróa. Þá fannst lítilsháttar af fíkniefnum í bíl, sem stöðvaður var við eftirlit, en ökumaðurinn hafði ekki neytt neins, að sögn lögreglu.

Fundarkröfu um Drekasvæðið enn ósvarað

Engin svör hafa borist frá Kristjáni L. Möller, formanni iðnaðarnefndar Alþingis, við ósk þriggja þingmanna stjórnarandstöðunnar um fund í nefndinni vegna málefna Drekasvæðisins.

Ók ölvaður inn í garð á Selfossi

Fjölskylda í Engjahverfi á Selfossi vaknaði upp við mikla skruðninga í nótt og þegar að var gáð var bíll kominn alveg að útidyrunum. Hann hafði farið yfir grindverk og í gegnum limgerði uns hann nam staðar á tröppunum.

Flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar yfir Múlakvísl

Vegagerðin er þegar byrjuð að flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar yfir Múlakvísl eftir að brúnna þar tók af í hamfaraflóði um helgina og þjóðvegur eitt lokaðist. Að minnsta kosti einn stór og upphækkaður jeppi fór fram og til baka yfir kvíslina í gær og í ráði er að 40 manna herflutningarúta á vegum einkaaðila selflytji fólk yfir hana á meðan á brúarsmíðinni stendur.

Kveikt í útikömrum í Garðabæ

Kveikt var í þyrpingu af útikömrum úr plasti í grennd við Sjálandsskóla í Garðabæ í nótt og var kallað á slökkvilið um klukkan hálf fjögur. Kamrarnir voru alelda og að hruni komnir þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang og slökktu eldinn. Nálæg hús voru ekki í hættu.

Töluvert um skjálfta austan við Grímsey

Jarðskjálfti upp á 2,6 á Richter varð austur af Grímsey um klukkan hálf sex í morgun, en töluvet hefur verið um jarðskjálfta þar austur af síðasta sólarhringinn. Þeir hafa þó allir verið innan við tveir á Richter þar til í morgun. Þetta er þekkt skjálftasvæði og valda skjálftarnir jarðvísindamönnum ekki áhyggjum að svo komnu.

Fjögur af hverjum tíu líkum brennd

Bálförum hefur fjölgað stórlega í Reykjavík og er nú svo komið að fjögur af hverjum tíu líkum eru brennd fyrir útför, samkvæmt tölum frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma.

Geitungurinn að taka við sér

Tiltölulega lítið hefur farið fyrir geitungum það sem af er sumri en Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir að nú virðist vágestur þessi vera að taka við sér.

Kalla starfsmenn úr sumarleyfi til vinnu

Vegagerðin hefur kallað hátt í tuttugu manns úr sumarfríi til að vinna að smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl. Engin fljótvirkari lausn er til við þessar aðstæður en að reisa nýja brú og það tekur um tvær til þrjár vikur, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Koma sprengjuárgangnum fyrir

Útlit var fyrir að leikskólar Reykjavíkurborgar stæðu frammi fyrir plássleysi í haust. Ástæðan er sú að um 300 fleiri leikskólabörn eru í þeim árgangi sem nú er að koma inn í leikskólana en í þeim sem fer þaðan. Tekist hefur þó að ráða fram úr þessum vanda að sögn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs.

Upplýsingalög verða skoðuð aftur í haust

Fræðimenn, blaðamenn og aðrir sem ekki fara með þau gögn hins opinbera sem undanþegin eru upplýsingarétti, svo sem um fjárhag einstaklinga, í samræmi við fyrirmæli stofnana geta átt yfir höfði sér fjársektir eða allt að þriggja ára fangelsisdóm, samkvæmt frumvarpi um ný upplýsingalög. Frumvarpið liggur nú á borði Allsherjarnefnd Alþingis.

Gætu flutt fólk yfir Múlakvísl á trukkum

Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága.

Biðin setur ferðaþjónustuna á hausinn

Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar.

Þakkaði fyrir stuðning Íslendinga

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, þakkaði Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, fyrir stuðning Íslendinga og sagði að hann væri mikils metinn á fundi þeirra í Palestínu.

Sjá næstu 50 fréttir