Innlent

Sýknaður vegna óbeinna reykinga

Reykingar.
Reykingar. Mynd / Getty
Karlmaður var sýknaður af því að hafa ekið undir áhrifum kannabisefna í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Maðurinn var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi á Eyrabakka í febrúar síðastliðnum. Þá þegar voru tekin þvagsýni og fundust leifar af kannabisefni í þvaginu.

Þá var einnig tekin blóðprufa úr manninum og hún send til rannsóknar. Niðurstöður þeirra rannsóknar leiddi í ljós að ekkert kannabisefni var hinsvegar að finna í blóði mannsins.

Sjálfur neitaði hann alfarið sök. Hann sagðist síðast hafa neytt kannabisefna minnsta kosti hálfu ári áður. Hann játaði að hann hefði umgengist fólk sem neytti kannabisefna tveimur dögum áður. Datt honum helst í hug að óbeinar reykingar útskýrðu að efnið fannst í þvagi hans.

Héraðsdómur Suðurlands tók skýringar mannsins trúanlegar og sýknaði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×