Innlent

Klúðruðu ákæru og líkamsárásarmáli vísað frá dómi

Árásin átti sér stað á Selfossi.
Árásin átti sér stað á Selfossi.
Ákæru á hendur karlmanns var vísað frá Héraðsdómi Suðurlands í morgun vegna þess að það gleymdist að gera kröfu um að hinn ákærði yrði dæmdur til refsingar.

Maðurinn var ákærður fyrir að nefbrjóta annann mann fyrir utan skemmtistað á Selfossi í maí á síðasta ári.

Svo virðist sem lögreglustjóri, sem gefur út ákæruna, hafi gleymt mikilvægu formsatriði, það er að segja, að hinn ákærði yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakakostnaðar fyrir meint brot.

Málinu var því vísað frá dómi og þarf ríkissjóður að greiða lögfræðikostnað þess sem var ákærður, eða 60 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×