Fleiri fréttir Deilt á bæjarfulltrúa í stríði um götuskilti „Það er óþolandi að bæjarfulltrúi geti að sínum geðþótta kallað út starfsmenn bæjarins á laugardegi til að rífa niður skilti frá samkeppnisaðilum,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, eigandi FAB Travel á Akureyri. 9.6.2011 10:00 Útboð á viðhaldi fasteigna ríkisins - tækifæri fyrir verktaka Viðhald á fasteignum ríkisins um allt land verður boðið út á næstunni. Um er að ræða tækifæri fyrir verktaka að komast í rammasamning ríkisins um viðhaldsþjónustu. Nýtt rammasamningsútboð á þjónustu verktaka í iðnaði nær til viðhaldsverkefna á fasteignum ríkisins um allt land. Útboðið tekur til fjölda iðngreina og þjónustuaðila, svo sem blikksmiða og annarra málmiðnaðarmanna, málara, múrara, pípulagningamanna, rafiðnaðarmanna og trésmiða. Sú breyting hefur verið gerð frá síðasta útboði að nú er boðið út á landsvísu í stað eingöngu á höfuðborgarsvæðinu áður og þjónustu dúkara og skrúðgarðyrkjumanna hefur verið bætt við þannig að samningurinn ætti að geta þjónað þörfum ríkisins um viðhald jafnt á fasteignum sem lóðum. Viðhaldsverk í iðnaði, það er þjónusta iðnaðarmanna á fasteignum ríkisins eru boðin út með það að leiðarljósi að auka úrval á þjónustu fyrir ríkið og gefa nýjum aðilum kost á að bjóða fram þjónustu sína, öllum til hagsbóta. Ríkiskaup hafa nú þegar kynnt útboðið fyrir fjölmörgum iðn- og meistarafélögum. Áhugasamir bjóðendur geta haft samband við Ríkiskaup og fengið leiðbeiningar í tilboðsgerð sem auðveldar þátttakendum að gera sín tilboð sem best úr garði. Í tilkynningu frá Ríkiskaupum er lögð áhersla að verktakar kynni sér útboðið, tímafresti og útboðsgögn vel og vandi tilboðsgerðina þar sem ógilt tilboð eða það að bjóða alls ekki þýðir að viðkomandi verði ekki með í þessum samningi sem gerður er til tveggja ára. Útboðið er auglýst á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is <http://www.rikiskaup.is> og þar geta bjóðendur sótt útboðslýsingu og nálgast allar upplýsingar um útboðið á útboðstíma. 9.6.2011 09:53 Tveir verktakar í ráðuneyti Jóns Tveir verktakar eru starfandi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, að því er fram kemur í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Vigdís Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún beindi samskonar fyrirspurnum til annarra ráðherra í síðasta mánuði. Svör hafa borist frá Jóni og Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra. 9.6.2011 09:40 Hundrað störf í viðbót hjá Kópavogsbæ - 710 ungmenni fá vinnu Um hundrað ungmenni í Kópavogi frá átján ára aldri fá vinnu við skógræktarverkefni í bænum í sumar en það er liður í atvinnuátaki Kópavogsbæjar, Skógræktarfélags Íslands, Skógræktarfélags Kópavogs og Vinnumálastofnunar. Þar með getur bærinn ráðið mun fleiri ungmenni til starfa í sumar en áður var ráðgert. Öll þau ungmenni, sem var synjað um sumarvinnu en sóttu síðan um í atvinnuátakinu, voru ráðin. Alls fá því um 710 ungmenni í Kópavogi vinnu hjá bænum í sumar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ var samningur um verkefnið undirritaður í Guðmundarlundi í Kópavogi í gær af þeim Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, Magnúsi Gunnarssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands og Braga Michaelssyni,formanni Skógræktarfélags Kópavogs. Ungmennin munu starfa á svæðum Skógræktarfélags Kópavogs, meðal annars við gróðursetningu, uppgræðslu, hreinsun og fleira. Vinnunni er skipt í tvö tímabil. Fyrri hópurinn hóf störf í fyrradag og starfar í fimm vikur en þá tekur síðari hópurinn við sem mun starfa í jafn langan tíma. Vinnutíminn er frá átta til hálf fjögur á daginn. 9.6.2011 09:20 Barnarverndarstofa ekki ástæða breytinga Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu (BVS), segir umræðu um hert eftirlit með meðferðarstofnunum ekki tengjast BVS beint. Innra eftirlit BVS hafi aldrei verið gagnrýnt, heldur bendir hann á að Árbótarmálið og Götusmiðjan séu dæmi um að kerfið skili góðum árangri. „Við erum mjög stolt af því að hafa gripið inn í starfsemi þeirra,“ segir hann. 9.6.2011 09:00 Kalt vor og klakabönd á þingi Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki sammála um margt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Eitt gátu þeir þó komið sér saman um: Að nú um stundir væri kalt á Íslandi. 9.6.2011 09:00 Bæjarstjórn Grindavíkur ályktar gegn minna kvótafrumvarpinu Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýnir þau vinnubrögð Alþingis vegna minna kvótafrumvarpsins svonefnda. Bæjarstjórnin fundaði í gær og samþykkti ályktun þar sem skorað er á Alþingi að keyra ekki svo viðkvæmt og umdeilt mál í gegnum þingið á síðustu klukkustundunum í ágreiningi, heldur gefa sér meiri tíma til að ná almennri sátt um málið. „Flutningur veiðiheimilda í byggðakvóta og strandveiði frá Grindavík mun hafa mjög neikvæð áhrif á atvinnustig í bæjarfélaginu. Fleiri tugir starfa munu glatast verði breytingarnar að veruleika. Atvinnuástand á Suðurnesjum er vel þekkt og má samfélagið ekki við því að höggin verði skörð í þá atvinnuvegi sem þó standa styrkum stoðum á svæðinu og skapa hundruði starfa. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á Alþingi Íslendinga að vega ekki að hagsmunum sjávarbyggða með þessum hætti, heldur hafa það að markmiði við endurskoðun þeirra reglna sem gilda í sjávarútvegi að þær styrki sjávarútveginn í heild sinni," segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Grindavíkur. 9.6.2011 08:54 Vopnaðist sporjárni til að drepa Tæplega þrítugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa hótað fimm lögreglumönnum og lækni lífláti. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 22. júní. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn í gær. 9.6.2011 08:30 Ævintýraheimur að fæðast "Ég get fullyrt að völlurinn okkar verður hafður í hávegum af íslenskum kylfingum. Hér er að verða til ævintýraland fyrir golfáhugafólk,“ segir Páll Erlingsson, formaður Golfklúbbs Grindavíkur sem fagnar 30 ára afmæli í sumar. Nú hillir undir að teknar verði í notkun fimm nýjar holur og langþráður draumur um fullvaxta átján holu völl verði að veruleika hjá Grindvíkingum. 9.6.2011 08:00 Verulegur niðurskurður á grásleppuveiðum framundan Í miðjum fögnuði sjómanna með aukinn þorskkvóta á næsta fiskveiðiári, horfa grásleppusjómenn fram á verulegan niðurskurð í grásleppuveiðum á næstu vertíð. 9.6.2011 07:47 Evrópuþingmaður kallar Íslendinga sjóræningja Skoski Evrópuþingmaðurinn Struan Stevenson hefur gagnrýnt harðlega makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga og segir að þjóðirnar tvær hagi sér eins og hverjir aðrir sjóræningjar þegar kemur að þessum veiðum. 9.6.2011 07:40 Sex fjölveiðiskip leita að makríl Að minnsta kosti sex íslensk fjölveiðiskip eru nú komin inn í færeysku lögsöguna að leita að makríl, en ekki hafa borist fréttir af árangri. 9.6.2011 07:29 Starfsmenn Norðuráls boðaðir á áríðandi fund Verkalýðsfélag Akraness hefur boðað starfsmenn Norðuráls á Grundartanga til áríðandi fundar í kvöld, eins og það er orðað. 9.6.2011 07:25 Enginn sáttafundur boðaður í deilu flugvirkja Enginn sáttafundur hefur verið boðaður í deilu flugvirkja hjá Icelandair við Samtök atvinnulífsins og hófst annað skyndiverkfall flugvirkjanna klukkan sex í morgun og stendur í fjórar klukkusutndir. 9.6.2011 07:23 Áfram snjóar fyrir norðan Vaðlaheiðin, gengt Akureyri, gránaði niður í miðjar hlíðar í nótt og hitastigið í bænum fór niður í tvær gráður. 9.6.2011 07:16 Stefna VG harðlega gagnrýnd Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í utanríkismálum var harðlega gagnrýnd á Alþingi í gær í utandagskrárumræðu um stuðning Íslands við aðgerðir Nató í Líbíu. Athygli vakti að hvorki Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, né Ögmundur Jónasson, sem oft hefur tjáð sig um álíka efni, sáu ástæðu til að taka þátt í umræðunni. 9.6.2011 07:00 15 til 30% minni utanvegaakstur Vísbendingar eru um að aðgerðir stofnana á vegum umhverfisráðuneytisins til að draga úr utanvegaakstri hafi borið árangur, að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. 9.6.2011 07:00 Þorskkvóti aukinn merkjanlega vegna stækkandi stofns Hafrannsóknastofnunin leggur til að þorskkvóti verði aukinn úr 160 þúsund tonnum í 177 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Stofnunin kynnti í gær tillögur sínar um hámarksafla um þrjátíu fiskistofna á næsta fiskveiðiári. 9.6.2011 06:15 Engir fundir í kjaradeilunni Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að kalla samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair saman til funda í gær. Kjaradeila þeirra í millum er því í hnút. 9.6.2011 06:00 Kynntu rafknúna jeppa í Hörpu Rafbílar þurfa ekki endilega að vera litlir og kraftlausir, að sögn forsvarsmanna Northern Lights Energy (NLE), sem kynntu rafknúna jeppa til sögunnar í tónlistarhúsinu Hörpu í gær. 9.6.2011 06:00 Áhrifin líklega mikil á smádýr Gróður mun víðast hvar ná sér á strik á láglendi þrátt fyrir verulegt öskufall vegna Grímsvatnagossins. Það mun þó fara eftir tíðarfari á komandi vikum, að mati Erlings Ólafssonar skordýrafræðings og Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings, sem fóru í skoðunarferð fyrir Náttúrufræðistofnun um öskusvæðið í lok maí. Þeir könnuðu öskufall eftir gosið og gróður, smádýralíf og fuglalíf. 9.6.2011 06:00 127 milljarðar í skattaskuldum Heildarfjárhæð áfallina skatta í vanskilum í lok mars árið 2011 nam 127,1 milljarði króna. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. 9.6.2011 05:00 Ragna Árnadóttir formaður Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og skrifstofustjóri, er nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. 9.6.2011 05:00 Bönd í blöðrum oft varasöm Bönd í blöðrum geta verið varasöm fyrir börn. Neytendastofa vill benda foreldrum á að nú þegar 17. júní og fleiri hátíðarhöld fara að ganga í garð, að huga vel að öryggi barna sinna. 9.6.2011 04:45 NATO með æfingu í Helguvík Hluti af varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Norður-Víkingi, fór fram í höfninni í Helguvík í dag. Í verkefninu taka þátt um fjögur hundruð og fimmtíu manns frá Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku og Íslandi. 8.6.2011 19:33 Neytendur geta brátt keypt mjólk utan "samráðshringja“ Íslenskir neytendur geta nú keypt sér jógúrt sem er framleidd utan við það sem Samkeppniseftirlitið kallar samráðshring mjólkuriðnaðarins, en fyrirtækið Vesturmjólk þiggur enga ríkisstyrki. Og brátt munu þeir geta keypt fituskerta mjólk sem er framleidd án allra styrkja. 8.6.2011 19:00 Læknar fái aðgang að upplýsingum um fíkniefnabakgrunn sjúklinga Landlæknir segir að verið sé að skoða möguleika á að læknar fái aðgang að upplýsingum um bakgrunn sjúklinga í fíkniefnaneyslu til að minnka framboð af rítalíni ávísað af læknum meðal fíkniefnaneytenda. 8.6.2011 18:45 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Það gengur friðarspillir laus á Alþingi Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra á Alþingi í dag um að koma í veg fyrir að sátt næðist um minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Málið var afgreitt með miklum ágreiningi úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í morgun. 8.6.2011 18:37 Ferðaþjónustan hefur miklar áhyggjur af þróun mála Vinnustöðvun flugvirkja tafði brottfarir níu flugvéla Icelandair í morgun. Samskonar aðgerðir eru boðaðar í fyrramálið og verkfall vofir yfir síðar í mánuðinum. Ferðaþjónustan hefur miklar áhyggjur af þróun mála. 8.6.2011 18:36 Reiðhjólamaður datt af hjólinu á Reykjanesbraut Fjölmargir sjúkrabílar og lögreglubílar voru kallaðir að Vogaafleggjara á Reykjanesbrautinni nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var útkallið á þann veg að ekið hefði verið á reiðhjólamann og væri hann mikið slasaður. Þegar lögreglu- og sjúkraflutningamenn komu á staðinn reyndist reiðhjólamaðurinn einungis hafa dottið af hjólinu. Ekki var ekið á hann og er hann ekki talinn vera alvarlega slasaður. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. 8.6.2011 18:24 Varð undir lyftara á Sauðárkróki Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur með flugvél til Reykjavíkur í gær eftir að lyftari féll á hann úr eins og hálfs metra hæð. Maðurinn var að vinna undir lyftaranum sem var uppi á lyftu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki. 8.6.2011 17:43 22 prósent fanga erlendir ríkisborgarar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að hlutfall erlendra fanga í íslenskum fangelsum þann 1. maí síðastliðinn hafi verið 19 prósent og 22 prósent þann 13. maí. Árið 2001 voru 8 prósent fanga í íslenskum fangelsum erlendir ríkisborgarar. 8.6.2011 17:27 Eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld - Jóhanna talar ekki Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan tíu mínútur fyrir átta. Þær fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur í síðustu umferð. Formenn allra flokka á þingi taka til máls í umræðunni að Jóhönnu Sigurðardóttur undanskilinni. 8.6.2011 16:48 Jussanam fær ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis leggur til að tónlistarkonan brasilíska, Jussanam Da Silva, fái ríkisborgararétt. Nefndin lagði í dag fram frumvarp með nöfnum fimmtíu einstakling sem hún leggur til að verði veittur ríkisborgararéttur. 8.6.2011 15:56 Áfram í gæsluvarðhaldi til að verja aðra gegn árásum Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni vegna líflátshótana í garðlögreglumanna og læknis. Maðurinn var í síðasta mánuði dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hóta lögreglumönnunum en ekki er komið að afplánun. Samkvæmt framburði vitnis sagðist maðurinn ætla að drepa annan lögreglumanninn með sporjárni. Þá segist maðurinn vera smitaður af lifrarbólgu C og HIV og hefur hótað því að smita lögreglumennina af þessum ólæknandi sjúkdómum. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum mannsins. Maðurinn hefur verið í samfelldri brotastarfsemi frá árinu 2000 og margoft farið í fangelsi á síðustu ellefu árum. Síðast fór hann í fangelsi í desember 2010, losnaði úr í maí, en byrjaði svo til strax aftur í alvarlegri brotastarfsemi. Þann 10. maí var maðurinn dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglumannanna. Áfrýjunarfrestur rann út þann 7. Júní en ekki er hægt að láta kærða byrja af afplána dóminn fyrr en ákærufrestur er liðinn og að dómur Hæstaréttar hafi gengið eftir áfrýjun. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 22. júní og staðfestir Hæstiréttur þann úrskurð. 8.6.2011 14:29 Sprækir kópar í selalauginni Þrír sprækir kópar fylgja nú mæðrum sínum í selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Allar þrjár landselsurtur garðsins hafa nú kæpt. "Móðurástin er mjög áberandi hjá urtum sem láta vel að kópum sínum og gefa þeim orkuríka mjólk fyrstu fjórar til sex vikurnar," segir í tilkynningu. 8.6.2011 14:12 Ræddu um fundarstjórn í rúmar 40 mínútur Þingmenn ræddu um fundarstjórn forseta Alþingis í meira en 40 mínútur á þingfundi í hádeginu. Margir þeirra töluðu um svokallað minna kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og málsferðina í kringum málið. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagðist telja að þingmenn þyrftu að reyna að jafna ágreining á fundum en ekki í þingsal því slíkt væri Alþingi ekki til framdráttar. 8.6.2011 13:57 Nú þarf að leggja pinnið á minnið Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar. 8.6.2011 13:00 Unglingur hætti að taka lyf við ADHD og byrjaði að neyta kannabis Faðir ungs manns sem hætti að taka lyf við ADHD og fór í dagneyslu á kannabisefnum, segir erfitt að hafa horft upp á son sinn dofinn af fíkniefnum. Í dag hefur sonurinn farið í meðferð og er aftur byrjaður að taka lyfin sín, með jákvæðum árangri. 8.6.2011 13:00 Össur afléttir trúnaði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mun aflétta trúnaði af gögnum utanríkisráðuneytisins til utanríkismálanefndar varðandi stuðning Íslands við aðgerðir Nató í Líbíu. Þetta gerði hann í kjölfar áskorunar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í dag sem Bjarni var málshefjandi að. 8.6.2011 12:58 Fallið frá því að láta hlutfall af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga Verulegar breytingar voru gerðar á minna kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar málið var afgreitt með ágreiningi úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í morgun. Fallið hefur verið frá áformum um að láta fimmtán prósent af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga. Minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær til breytinga sem eiga taka gildi á næsta fiskveiðiári. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu þegar málið var afgreitt úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í morgun en ríkisstjórnin leggur áherslu að klára málið á yfirstandandi þingi. Fallið hefur verið frá áformum um að búa til nýjan flokk smábáta í strandveiðikerfinu og var þá tekin út grein er varðar viðbótarkvóta í keilu og löngu. Stærsta breytingin snýr að ráðstöfun veiðigjalds en upphaflega var gert ráð fyrir því að fimmtán prósent af veiðigjaldi rynni til sveitarfélaga. Þessi grein var felld út og bíður nánari útfærslu í haust. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa gagnrýnt frumvarpið harkalega og enginn sátt náðist um afgreiðslu málsins á fundi nefndarinnar í morgun. Sjálfstæðismenn ætla að skila sérálti sem og framsóknarmenn. 8.6.2011 12:17 ASÍ á móti "litla" kvótafrumarpinu ASÍ getur ekki mælt með samþykkt "litla" kvótafrumvarpsins en leggur þess í stað til að sumarið verði nýtt til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu í víðtæku samráði. Í umsögn ASÍ segir að í núverandi mynd veiki frumvarpið rekstrargrundvöll sjávarútvegsins, það veiki stöðu þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu auk þess að ýta undir leigubrask og mismunun. 8.6.2011 12:10 Lionsklúbburinn Ásbjörn færir lögreglunni hjartastuðtæki Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær hjartastuðtæki sem verður til taks í útkallsbíl lögreglunnar í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar en það var Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti gjöfinni viðtöku. 8.6.2011 11:57 Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8.6.2011 11:54 Pétur Blöndal sprakk úr hlátri í ræðustól Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti erfitt með að haldi andliti í umræðum um fundarstjórn forseta á þingfundi rétt fyrir miðnætti í gærkvöld þegar fram fór umræða um gjaldeyrismál og tollalög. 8.6.2011 11:42 Sjá næstu 50 fréttir
Deilt á bæjarfulltrúa í stríði um götuskilti „Það er óþolandi að bæjarfulltrúi geti að sínum geðþótta kallað út starfsmenn bæjarins á laugardegi til að rífa niður skilti frá samkeppnisaðilum,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, eigandi FAB Travel á Akureyri. 9.6.2011 10:00
Útboð á viðhaldi fasteigna ríkisins - tækifæri fyrir verktaka Viðhald á fasteignum ríkisins um allt land verður boðið út á næstunni. Um er að ræða tækifæri fyrir verktaka að komast í rammasamning ríkisins um viðhaldsþjónustu. Nýtt rammasamningsútboð á þjónustu verktaka í iðnaði nær til viðhaldsverkefna á fasteignum ríkisins um allt land. Útboðið tekur til fjölda iðngreina og þjónustuaðila, svo sem blikksmiða og annarra málmiðnaðarmanna, málara, múrara, pípulagningamanna, rafiðnaðarmanna og trésmiða. Sú breyting hefur verið gerð frá síðasta útboði að nú er boðið út á landsvísu í stað eingöngu á höfuðborgarsvæðinu áður og þjónustu dúkara og skrúðgarðyrkjumanna hefur verið bætt við þannig að samningurinn ætti að geta þjónað þörfum ríkisins um viðhald jafnt á fasteignum sem lóðum. Viðhaldsverk í iðnaði, það er þjónusta iðnaðarmanna á fasteignum ríkisins eru boðin út með það að leiðarljósi að auka úrval á þjónustu fyrir ríkið og gefa nýjum aðilum kost á að bjóða fram þjónustu sína, öllum til hagsbóta. Ríkiskaup hafa nú þegar kynnt útboðið fyrir fjölmörgum iðn- og meistarafélögum. Áhugasamir bjóðendur geta haft samband við Ríkiskaup og fengið leiðbeiningar í tilboðsgerð sem auðveldar þátttakendum að gera sín tilboð sem best úr garði. Í tilkynningu frá Ríkiskaupum er lögð áhersla að verktakar kynni sér útboðið, tímafresti og útboðsgögn vel og vandi tilboðsgerðina þar sem ógilt tilboð eða það að bjóða alls ekki þýðir að viðkomandi verði ekki með í þessum samningi sem gerður er til tveggja ára. Útboðið er auglýst á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is <http://www.rikiskaup.is> og þar geta bjóðendur sótt útboðslýsingu og nálgast allar upplýsingar um útboðið á útboðstíma. 9.6.2011 09:53
Tveir verktakar í ráðuneyti Jóns Tveir verktakar eru starfandi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, að því er fram kemur í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Vigdís Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún beindi samskonar fyrirspurnum til annarra ráðherra í síðasta mánuði. Svör hafa borist frá Jóni og Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra. 9.6.2011 09:40
Hundrað störf í viðbót hjá Kópavogsbæ - 710 ungmenni fá vinnu Um hundrað ungmenni í Kópavogi frá átján ára aldri fá vinnu við skógræktarverkefni í bænum í sumar en það er liður í atvinnuátaki Kópavogsbæjar, Skógræktarfélags Íslands, Skógræktarfélags Kópavogs og Vinnumálastofnunar. Þar með getur bærinn ráðið mun fleiri ungmenni til starfa í sumar en áður var ráðgert. Öll þau ungmenni, sem var synjað um sumarvinnu en sóttu síðan um í atvinnuátakinu, voru ráðin. Alls fá því um 710 ungmenni í Kópavogi vinnu hjá bænum í sumar. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ var samningur um verkefnið undirritaður í Guðmundarlundi í Kópavogi í gær af þeim Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, Magnúsi Gunnarssyni, formanni Skógræktarfélags Íslands og Braga Michaelssyni,formanni Skógræktarfélags Kópavogs. Ungmennin munu starfa á svæðum Skógræktarfélags Kópavogs, meðal annars við gróðursetningu, uppgræðslu, hreinsun og fleira. Vinnunni er skipt í tvö tímabil. Fyrri hópurinn hóf störf í fyrradag og starfar í fimm vikur en þá tekur síðari hópurinn við sem mun starfa í jafn langan tíma. Vinnutíminn er frá átta til hálf fjögur á daginn. 9.6.2011 09:20
Barnarverndarstofa ekki ástæða breytinga Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu (BVS), segir umræðu um hert eftirlit með meðferðarstofnunum ekki tengjast BVS beint. Innra eftirlit BVS hafi aldrei verið gagnrýnt, heldur bendir hann á að Árbótarmálið og Götusmiðjan séu dæmi um að kerfið skili góðum árangri. „Við erum mjög stolt af því að hafa gripið inn í starfsemi þeirra,“ segir hann. 9.6.2011 09:00
Kalt vor og klakabönd á þingi Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki sammála um margt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Eitt gátu þeir þó komið sér saman um: Að nú um stundir væri kalt á Íslandi. 9.6.2011 09:00
Bæjarstjórn Grindavíkur ályktar gegn minna kvótafrumvarpinu Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýnir þau vinnubrögð Alþingis vegna minna kvótafrumvarpsins svonefnda. Bæjarstjórnin fundaði í gær og samþykkti ályktun þar sem skorað er á Alþingi að keyra ekki svo viðkvæmt og umdeilt mál í gegnum þingið á síðustu klukkustundunum í ágreiningi, heldur gefa sér meiri tíma til að ná almennri sátt um málið. „Flutningur veiðiheimilda í byggðakvóta og strandveiði frá Grindavík mun hafa mjög neikvæð áhrif á atvinnustig í bæjarfélaginu. Fleiri tugir starfa munu glatast verði breytingarnar að veruleika. Atvinnuástand á Suðurnesjum er vel þekkt og má samfélagið ekki við því að höggin verði skörð í þá atvinnuvegi sem þó standa styrkum stoðum á svæðinu og skapa hundruði starfa. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á Alþingi Íslendinga að vega ekki að hagsmunum sjávarbyggða með þessum hætti, heldur hafa það að markmiði við endurskoðun þeirra reglna sem gilda í sjávarútvegi að þær styrki sjávarútveginn í heild sinni," segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Grindavíkur. 9.6.2011 08:54
Vopnaðist sporjárni til að drepa Tæplega þrítugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa hótað fimm lögreglumönnum og lækni lífláti. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 22. júní. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn í gær. 9.6.2011 08:30
Ævintýraheimur að fæðast "Ég get fullyrt að völlurinn okkar verður hafður í hávegum af íslenskum kylfingum. Hér er að verða til ævintýraland fyrir golfáhugafólk,“ segir Páll Erlingsson, formaður Golfklúbbs Grindavíkur sem fagnar 30 ára afmæli í sumar. Nú hillir undir að teknar verði í notkun fimm nýjar holur og langþráður draumur um fullvaxta átján holu völl verði að veruleika hjá Grindvíkingum. 9.6.2011 08:00
Verulegur niðurskurður á grásleppuveiðum framundan Í miðjum fögnuði sjómanna með aukinn þorskkvóta á næsta fiskveiðiári, horfa grásleppusjómenn fram á verulegan niðurskurð í grásleppuveiðum á næstu vertíð. 9.6.2011 07:47
Evrópuþingmaður kallar Íslendinga sjóræningja Skoski Evrópuþingmaðurinn Struan Stevenson hefur gagnrýnt harðlega makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga og segir að þjóðirnar tvær hagi sér eins og hverjir aðrir sjóræningjar þegar kemur að þessum veiðum. 9.6.2011 07:40
Sex fjölveiðiskip leita að makríl Að minnsta kosti sex íslensk fjölveiðiskip eru nú komin inn í færeysku lögsöguna að leita að makríl, en ekki hafa borist fréttir af árangri. 9.6.2011 07:29
Starfsmenn Norðuráls boðaðir á áríðandi fund Verkalýðsfélag Akraness hefur boðað starfsmenn Norðuráls á Grundartanga til áríðandi fundar í kvöld, eins og það er orðað. 9.6.2011 07:25
Enginn sáttafundur boðaður í deilu flugvirkja Enginn sáttafundur hefur verið boðaður í deilu flugvirkja hjá Icelandair við Samtök atvinnulífsins og hófst annað skyndiverkfall flugvirkjanna klukkan sex í morgun og stendur í fjórar klukkusutndir. 9.6.2011 07:23
Áfram snjóar fyrir norðan Vaðlaheiðin, gengt Akureyri, gránaði niður í miðjar hlíðar í nótt og hitastigið í bænum fór niður í tvær gráður. 9.6.2011 07:16
Stefna VG harðlega gagnrýnd Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í utanríkismálum var harðlega gagnrýnd á Alþingi í gær í utandagskrárumræðu um stuðning Íslands við aðgerðir Nató í Líbíu. Athygli vakti að hvorki Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, né Ögmundur Jónasson, sem oft hefur tjáð sig um álíka efni, sáu ástæðu til að taka þátt í umræðunni. 9.6.2011 07:00
15 til 30% minni utanvegaakstur Vísbendingar eru um að aðgerðir stofnana á vegum umhverfisráðuneytisins til að draga úr utanvegaakstri hafi borið árangur, að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. 9.6.2011 07:00
Þorskkvóti aukinn merkjanlega vegna stækkandi stofns Hafrannsóknastofnunin leggur til að þorskkvóti verði aukinn úr 160 þúsund tonnum í 177 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Stofnunin kynnti í gær tillögur sínar um hámarksafla um þrjátíu fiskistofna á næsta fiskveiðiári. 9.6.2011 06:15
Engir fundir í kjaradeilunni Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að kalla samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair saman til funda í gær. Kjaradeila þeirra í millum er því í hnút. 9.6.2011 06:00
Kynntu rafknúna jeppa í Hörpu Rafbílar þurfa ekki endilega að vera litlir og kraftlausir, að sögn forsvarsmanna Northern Lights Energy (NLE), sem kynntu rafknúna jeppa til sögunnar í tónlistarhúsinu Hörpu í gær. 9.6.2011 06:00
Áhrifin líklega mikil á smádýr Gróður mun víðast hvar ná sér á strik á láglendi þrátt fyrir verulegt öskufall vegna Grímsvatnagossins. Það mun þó fara eftir tíðarfari á komandi vikum, að mati Erlings Ólafssonar skordýrafræðings og Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings, sem fóru í skoðunarferð fyrir Náttúrufræðistofnun um öskusvæðið í lok maí. Þeir könnuðu öskufall eftir gosið og gróður, smádýralíf og fuglalíf. 9.6.2011 06:00
127 milljarðar í skattaskuldum Heildarfjárhæð áfallina skatta í vanskilum í lok mars árið 2011 nam 127,1 milljarði króna. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. 9.6.2011 05:00
Ragna Árnadóttir formaður Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og skrifstofustjóri, er nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. 9.6.2011 05:00
Bönd í blöðrum oft varasöm Bönd í blöðrum geta verið varasöm fyrir börn. Neytendastofa vill benda foreldrum á að nú þegar 17. júní og fleiri hátíðarhöld fara að ganga í garð, að huga vel að öryggi barna sinna. 9.6.2011 04:45
NATO með æfingu í Helguvík Hluti af varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Norður-Víkingi, fór fram í höfninni í Helguvík í dag. Í verkefninu taka þátt um fjögur hundruð og fimmtíu manns frá Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku og Íslandi. 8.6.2011 19:33
Neytendur geta brátt keypt mjólk utan "samráðshringja“ Íslenskir neytendur geta nú keypt sér jógúrt sem er framleidd utan við það sem Samkeppniseftirlitið kallar samráðshring mjólkuriðnaðarins, en fyrirtækið Vesturmjólk þiggur enga ríkisstyrki. Og brátt munu þeir geta keypt fituskerta mjólk sem er framleidd án allra styrkja. 8.6.2011 19:00
Læknar fái aðgang að upplýsingum um fíkniefnabakgrunn sjúklinga Landlæknir segir að verið sé að skoða möguleika á að læknar fái aðgang að upplýsingum um bakgrunn sjúklinga í fíkniefnaneyslu til að minnka framboð af rítalíni ávísað af læknum meðal fíkniefnaneytenda. 8.6.2011 18:45
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Það gengur friðarspillir laus á Alþingi Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra á Alþingi í dag um að koma í veg fyrir að sátt næðist um minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Málið var afgreitt með miklum ágreiningi úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í morgun. 8.6.2011 18:37
Ferðaþjónustan hefur miklar áhyggjur af þróun mála Vinnustöðvun flugvirkja tafði brottfarir níu flugvéla Icelandair í morgun. Samskonar aðgerðir eru boðaðar í fyrramálið og verkfall vofir yfir síðar í mánuðinum. Ferðaþjónustan hefur miklar áhyggjur af þróun mála. 8.6.2011 18:36
Reiðhjólamaður datt af hjólinu á Reykjanesbraut Fjölmargir sjúkrabílar og lögreglubílar voru kallaðir að Vogaafleggjara á Reykjanesbrautinni nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var útkallið á þann veg að ekið hefði verið á reiðhjólamann og væri hann mikið slasaður. Þegar lögreglu- og sjúkraflutningamenn komu á staðinn reyndist reiðhjólamaðurinn einungis hafa dottið af hjólinu. Ekki var ekið á hann og er hann ekki talinn vera alvarlega slasaður. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. 8.6.2011 18:24
Varð undir lyftara á Sauðárkróki Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur með flugvél til Reykjavíkur í gær eftir að lyftari féll á hann úr eins og hálfs metra hæð. Maðurinn var að vinna undir lyftaranum sem var uppi á lyftu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki. 8.6.2011 17:43
22 prósent fanga erlendir ríkisborgarar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að hlutfall erlendra fanga í íslenskum fangelsum þann 1. maí síðastliðinn hafi verið 19 prósent og 22 prósent þann 13. maí. Árið 2001 voru 8 prósent fanga í íslenskum fangelsum erlendir ríkisborgarar. 8.6.2011 17:27
Eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld - Jóhanna talar ekki Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan tíu mínútur fyrir átta. Þær fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur í síðustu umferð. Formenn allra flokka á þingi taka til máls í umræðunni að Jóhönnu Sigurðardóttur undanskilinni. 8.6.2011 16:48
Jussanam fær ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis leggur til að tónlistarkonan brasilíska, Jussanam Da Silva, fái ríkisborgararétt. Nefndin lagði í dag fram frumvarp með nöfnum fimmtíu einstakling sem hún leggur til að verði veittur ríkisborgararéttur. 8.6.2011 15:56
Áfram í gæsluvarðhaldi til að verja aðra gegn árásum Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni vegna líflátshótana í garðlögreglumanna og læknis. Maðurinn var í síðasta mánuði dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hóta lögreglumönnunum en ekki er komið að afplánun. Samkvæmt framburði vitnis sagðist maðurinn ætla að drepa annan lögreglumanninn með sporjárni. Þá segist maðurinn vera smitaður af lifrarbólgu C og HIV og hefur hótað því að smita lögreglumennina af þessum ólæknandi sjúkdómum. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum mannsins. Maðurinn hefur verið í samfelldri brotastarfsemi frá árinu 2000 og margoft farið í fangelsi á síðustu ellefu árum. Síðast fór hann í fangelsi í desember 2010, losnaði úr í maí, en byrjaði svo til strax aftur í alvarlegri brotastarfsemi. Þann 10. maí var maðurinn dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglumannanna. Áfrýjunarfrestur rann út þann 7. Júní en ekki er hægt að láta kærða byrja af afplána dóminn fyrr en ákærufrestur er liðinn og að dómur Hæstaréttar hafi gengið eftir áfrýjun. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 22. júní og staðfestir Hæstiréttur þann úrskurð. 8.6.2011 14:29
Sprækir kópar í selalauginni Þrír sprækir kópar fylgja nú mæðrum sínum í selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Allar þrjár landselsurtur garðsins hafa nú kæpt. "Móðurástin er mjög áberandi hjá urtum sem láta vel að kópum sínum og gefa þeim orkuríka mjólk fyrstu fjórar til sex vikurnar," segir í tilkynningu. 8.6.2011 14:12
Ræddu um fundarstjórn í rúmar 40 mínútur Þingmenn ræddu um fundarstjórn forseta Alþingis í meira en 40 mínútur á þingfundi í hádeginu. Margir þeirra töluðu um svokallað minna kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og málsferðina í kringum málið. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagðist telja að þingmenn þyrftu að reyna að jafna ágreining á fundum en ekki í þingsal því slíkt væri Alþingi ekki til framdráttar. 8.6.2011 13:57
Nú þarf að leggja pinnið á minnið Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar. 8.6.2011 13:00
Unglingur hætti að taka lyf við ADHD og byrjaði að neyta kannabis Faðir ungs manns sem hætti að taka lyf við ADHD og fór í dagneyslu á kannabisefnum, segir erfitt að hafa horft upp á son sinn dofinn af fíkniefnum. Í dag hefur sonurinn farið í meðferð og er aftur byrjaður að taka lyfin sín, með jákvæðum árangri. 8.6.2011 13:00
Össur afléttir trúnaði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mun aflétta trúnaði af gögnum utanríkisráðuneytisins til utanríkismálanefndar varðandi stuðning Íslands við aðgerðir Nató í Líbíu. Þetta gerði hann í kjölfar áskorunar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í dag sem Bjarni var málshefjandi að. 8.6.2011 12:58
Fallið frá því að láta hlutfall af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga Verulegar breytingar voru gerðar á minna kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar málið var afgreitt með ágreiningi úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í morgun. Fallið hefur verið frá áformum um að láta fimmtán prósent af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga. Minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær til breytinga sem eiga taka gildi á næsta fiskveiðiári. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu þegar málið var afgreitt úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í morgun en ríkisstjórnin leggur áherslu að klára málið á yfirstandandi þingi. Fallið hefur verið frá áformum um að búa til nýjan flokk smábáta í strandveiðikerfinu og var þá tekin út grein er varðar viðbótarkvóta í keilu og löngu. Stærsta breytingin snýr að ráðstöfun veiðigjalds en upphaflega var gert ráð fyrir því að fimmtán prósent af veiðigjaldi rynni til sveitarfélaga. Þessi grein var felld út og bíður nánari útfærslu í haust. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa gagnrýnt frumvarpið harkalega og enginn sátt náðist um afgreiðslu málsins á fundi nefndarinnar í morgun. Sjálfstæðismenn ætla að skila sérálti sem og framsóknarmenn. 8.6.2011 12:17
ASÍ á móti "litla" kvótafrumarpinu ASÍ getur ekki mælt með samþykkt "litla" kvótafrumvarpsins en leggur þess í stað til að sumarið verði nýtt til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu í víðtæku samráði. Í umsögn ASÍ segir að í núverandi mynd veiki frumvarpið rekstrargrundvöll sjávarútvegsins, það veiki stöðu þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu auk þess að ýta undir leigubrask og mismunun. 8.6.2011 12:10
Lionsklúbburinn Ásbjörn færir lögreglunni hjartastuðtæki Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær hjartastuðtæki sem verður til taks í útkallsbíl lögreglunnar í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar en það var Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti gjöfinni viðtöku. 8.6.2011 11:57
Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8.6.2011 11:54
Pétur Blöndal sprakk úr hlátri í ræðustól Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti erfitt með að haldi andliti í umræðum um fundarstjórn forseta á þingfundi rétt fyrir miðnætti í gærkvöld þegar fram fór umræða um gjaldeyrismál og tollalög. 8.6.2011 11:42