Fleiri fréttir Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag Sumaráætlun Strætó tekur gildi næstkomandi sunnudag, 29. maí. Eins og undanfarin ár breytist tíðni strætóferða yfir sumartímann í samræmi við minni eftirspurn og felst breytingin í að fella niður 15 mínútna tíðni sem verið hefur á níu strætóleiðum yfir veturinn. Vagnar á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15 munu því aka á 30 mínútna tíðni í sumar í stað 15 mínútna. „Eftirspurnin eftir þjónustu Strætó er eðlilega minni á sumrin en á veturna. Þar munar mest um að skólastarf liggur niðri auk þess sem almenn sumarfrí hafa sitt að segja. Sumaráætlun Strætó tekur mið af þessu með því að fækka ferðum yfir hásumarið. Þeim verður svo að sjálfsögðu fjölgað aftur í haust þegar skólarnir byrja að nýju og sumarfríum lýkur," segir Bergdís I. Eggertsdóttir, verkefnastjóri Strætó bs. Nánari upplýsingar um sumaráætlunina er að finna á vefnum www.straeto.is <http://www.straeto.is> og í síma 540 2700. Nýjar leiðabækur eru fáanlegar á öllum sölustöðum. 24.5.2011 11:45 Ökumenn til fyrirmyndar á Háaleitisbrautinni Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Háaleitisbraut í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háaleitisbraut í vesturátt, við innkeyrslu að húsum nr. 15-17. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 271 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á löglegum hraða en þarna er 50 km hámarkshraði. 24.5.2011 10:40 Gæsluvélin að komast í gagnið Dash eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er að verða flughæf og getur væntanlega flogið með vísindamenn fyrir eldstöðvarnar í dag. Hún var biluð þegar gosið hófst og nauðsynlegur varhlutur komst ekki til landsins fyrr en í gærkvöldi, vegna flugbannsins. 24.5.2011 10:19 Hjálpa bændum við smölun á fé og öðrum búpeningi Um sextíu björgunarsveitamenn eru nú að störfum á öskufallssvæðinu fyrir austan og fjöldi verkefna liggur fyrir og felast þau flest í aðstoð við bændur við smölun á fé og öðrum búpeningi, segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. 24.5.2011 10:15 Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað. Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra. Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins. Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag. 24.5.2011 09:48 Iceland Express seinkar flugferðum Vélum Iceland Express til Kaupmannahafnar og London, sem fara áttu í morgun hefur verið seinkað vegna eldgossins í Grímsvötnum. 24.5.2011 09:16 Fjórðungur með háskólapróf Árið 2010 hafa rúmlega 56 þúsund manns á aldrinum 16-74 lokið háskólanámi, eða um fjórðungur íbúa á Íslandi á sama aldursbili. Háskólamenntuðum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 22% íbúa. Um 36% íbúa hafa lokið starfs- og framhaldsmenntun, það er lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, alls tæplega 81 þúsund manns. Þetta kemur fram í göngum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman. Þeir sem eingöngu hafa lokið styttra námi, það er grunnmenntun, eru tæplega 86 þúsund talsins. Það eru 39% íbúa og hefur fækkað úr 42% árið 2003. Mikill munur er á menntun íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 33% íbúa eingöngu lokið grunnmenntun en 30% hafa lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 49% íbúa aðeins lokið grunnmenntun og 16% lokið háskólamenntun. Yngri konur eru mun líklegri til að hafa lokið háskólanámi en yngri karlar. Rúmlega 41% 25-29 ára kvenna hafa lokið háskólamenntun en tæplega 23% karla á sama aldri. Að sama skapi hafa færri yngri konur en karlar eingöngu lokið grunnmenntun. Í elstu aldursflokkunum snýst dæmið hins vegar við og þar er hlutfall kvenna sem hefur aðeins lokið grunnmenntun mun hærra en hlutfall karla. 24.5.2011 09:02 Skyggni batnað til muna á Kirkjubæjarklaustri Skyggni hefur nú batnað til muna á Kirkjubæjarklaustri en þar fyrir austan er skyggni enn slæmt vegna öskufoks og er hringvegurinn enn lokaður. 24.5.2011 08:53 Vel hægt að fara út með hundinn Vel er hægt að fara út að ganga með hundinn og hleypa útiköttum út á flestum stöðum á landinu, utan þeirra svæða sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sif Traustadóttir dýralæknir sem var í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Að sögn Sifjar þarf að meta aðstæður á hverjum stað og þá mögulega hleypa gæludýrunum út í styttri tíma en ella. Þá þurfi að veita sérstaka athygli dýrum með öndunarfærasjúkdóma. Við Kirkjubæjarklaustur og á svæðinu þar um kring er hins vegar víða bókstaflega varla hundi út sigandi. Sif segir það víða tíðkast að hundar og kettir séu þá í útihúsum á bæjum, og fái þar skjól fyrir öskufallinu. Sindri Sindrason og Kolbrún Björnsdóttir Í Bítinu ræddu einnig við Sif um þá mýtu að dýr finni á sér þegar náttúruhamfarir eru vændum. Viðtalið hjá hlusta á í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan. 24.5.2011 08:45 Ófærð víða á Austfjörðum Vetrarríki og ófærð er víða á fjallvegum á Austfjörðum, en mokstur er víðast hvar hafinn. 24.5.2011 08:42 Icelandair frestar flugi - óvissa með Lundúnaflug Icelandair hefur frestað morgunflugi frá landinu til London, Manchester og Glasgow fram yfir hádegi vegna ösku á háloftunum og Iceland Express mun að líkindum fresta Lundúnafluginu. 24.5.2011 07:09 Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. 24.5.2011 07:00 Íbúar yfirgáfu gossvæðið Nokkrir íbúar Kirkjubæjarklausturs og þar úr grenndinni yfirgáfu svæðið í fylgd björgunarsveitarmanna í gærkvöldi og ætla að dvelja annarsstaðar fyrst um sinn. Vitað er nokkrar kindur og lömb hafa drepist, einkum í Landbroti, suður af eldstöðinni. 24.5.2011 06:56 Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst "Sem betur fer vorum við með grímu,“ segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja "Laugu frænku“. Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. "En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna.“ 24.5.2011 06:30 Ísinn er eins og fljótandi grjót Það var enginn blámi yfir Jökulsárlóni í gær. Ísjakarnir þar eru svartir og það var ekkert að gera, að sögn Einars Björns Einarssonar sem rekur ferðaþjónustuna Glacier Lagoon. 24.5.2011 05:00 Aska yfir Reykjavík Grunnskólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu héldu almennt börnum innandyra í gær vegna svifryksmengunar. Sama gilti um skóla fyrir austan fjall. 24.5.2011 04:00 Röskun á morgunflugi Flugi Icelandair til Lundúna og Manchester í fyrramálið hefur verið aflýst. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að staðan á flugi sé að öðru leyti nokkuð góð. Nokkrum flugferðum seinkar vegna öskufallsins. Þar á meðal má nefna morgunflug frá Ameríku sem er um tveimur tímum seinna en vanalega. 23.5.2011 22:17 Obama heimsótti Ölduselsskóla Sarah Obama, föðuramma Baraks Obama Bandaríkjaforseta, heimsótti nemendur í Ölduselsskóla í dag. Þar kynnti hún sér verk og listgreinar skólans. Hún fylgdist með leiklistaratriði hjá nemendum í sjötta bekk. Þá skellti hún sér í matreiðslutíma og þáði kakó og smákökur af nemendum. 23.5.2011 20:53 Sótsvartir jakar á Jökulsárlóni Þessar fallegu myndir af Jökulsárlóni tók Elva Björg Elvarsdóttir, fjórtán ára gömul stelpa í dag. Hún er stödd hjá ættingum sínum á Hestgerði við Höfn í Hornafirði og fór að lóninu í dag til að virða fyrir sér jakana, sem eru orðnir svartir af ösku eins og sést á myndunum. Þetta er flott, en ekki samt út af góðum ástæðum,“ segir Elva. Hún er búsett í Hveragerði, en kemst ekki heim vegna þess að leiðin austur hefur verið lokuð vegna gossins. Hún vonast þó til að komast heim á morgun. 23.5.2011 20:15 Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. 23.5.2011 19:09 Atvinnulausir og námsmenn fá vinnu á gossvæðunum Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. 23.5.2011 18:55 Ekki hundi út sigandi "Það er ekki hundi út sigandi,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í samtali við fréttastofu. Kristján Már Unnarsson ræddi við hana í heimabyggð, skammt frá gosinu, nú í kvöld. 23.5.2011 18:46 Allir flugvellir opnir Allir flugvellir á Íslandi hafa verið opnaðir. Þeir opnuðu rétt eftir klukkan sex í dag. Vélar eru á leið til Heathrow flugvallar í Lundúnum. Í kvöld er svo gert ráð fyrir að ein vél fari til Washington og að tvær vélar fari til Kaupmannahafnar. Allt millilandaflug hefur legið niðri frá því í gær vegna eldgossins. 23.5.2011 18:29 Birtir til á Kirkjubæjarklaustri Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag. 23.5.2011 16:55 Andlát konu í austurborginni: Eiginmaðurinn laus úr haldi Karl á sjötugsaldri, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí, er laus úr haldi lögreglu. 23.5.2011 16:27 Miklar sveiflur á mælingum loftgæða í Reykjavík Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast til borgarinnar í nótt þegar þau voru há. Reikna má með að mæligildi komi til með að sveiflast áfram. Öskufallið var samt ekkert í líkingu við það sem er fyrir austan fjall og á Suðurlandi. 23.5.2011 15:31 Engar bilanir hjá Mílu - viðbúnaður enn á hættustigi Engar bilanir eða truflanir hafa orðið í fjarskiptakerfi Mílu á gossvæðinu í Grímsvötnum. Þetta á einnig við um örbylgjusambönd, en öskufall virðist ekki hafa áhrif á þau. Áfram verður fylgst með styrk þeirra. Í tilkynningu frá Mílu segir að lokið hefur verið við að þétta loftinntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu. Verið er að yfirfara síur í tækjahúsum og verður það gert daglega. Mat neyðarstjórnar er að viðbúnaður Mílu sé enn á „Hættustigi" miðað við framvindu eldgoss Í Grímsvötnum. Neyðarstjórn fylgist með þróun mála og fundar eins oft þörf krefur 23.5.2011 14:15 Líklegt að flug á Bretlandseyjum fari úr skorðum á morgun Bresk flugmálayfirvöld búast við því að askan úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð á Bretlandseyjum á morgun. Nýjustu spár bresku veðurstofunnar gera ráð fyrir að öskuskýið nái til Skotlands og Írlands snemma í fyrramálið. Evrópskir ferðalangar og flugfélög bíða nú í ofvæni eftir því hvaða áhrif gosið muni hafa á ferðaplön milljóna manna á næstu dögum. Mönnum er enn í fersku minni áhrifin sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu þegar um 10 milljónir manna voru strandaglópar um víða veröld í marga daga. 23.5.2011 14:12 Tekist á við öskufallið Svartamyrkur hefur verið í morgun vegna öskufalls á svæðinu milli Mýrdalssands og Skeiðar-ár-sands og er allt athafnalíf þar meira og minna lamað af þeim sökum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 er á Kirkjubæjarklaustri og hann ræddi við Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra Skaftárhrepps og Adolf Árnason, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 13:57 Caribou tónleikar aftur á dagskrá Hljómleikum kanadísku sveitarinnar Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í gær hefur verið frestað til 28. júní. Eins og greint var frá í gær kom eldgosið í veg fyrir að liðsmenn kæmust til landsins. Miði á tónleikana í gær mun gilda á nýja dagsetningu en þeir miðakaupendur sem ekki geta notað miða sinn á tónleikana í júní fá endurgreiðslu með því að hafa samband við midi.is í síma 540-7800. Að sögn skipuleggjenda verða miðar endurgreiddir til og með mánudeginum 30. maí. 23.5.2011 13:37 Veginum lokað frá Höfn og til Djúpavogs Óveður er og ekkert ferðafæri á milli Hafnar og Djúpavogs. Að sögn lögreglunnar á Höfn hafa ökumenn verið missa framrúður úr bílum sínum í veðurhamnum og einn ökumaður missti allar rúður úr bíl sínum við Hvalnesskriður. Mikið sandfok er á þessu svæði og því er fólki ráðið frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. 23.5.2011 13:28 Ráðherrar ætla á gossvæðið Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ætla að fara á gossvæðið og kynna sér aðstæður um leið og samgönguleiðir opnast. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 23.5.2011 13:25 Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. 23.5.2011 13:07 Vestmannaeyjar: Fólki ráðlagt að halda sig inni Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. 23.5.2011 11:45 Krafturinn í eldgosinu svipaður og í gær Hæð gosmakkarins úr eldgosinu í Grímsvötnum hefur rokkað frá 8 til 10 kílómetrum í morgun en í gær var hann 10 til 15 kílómetra hár. Á laugardagskvöld þegar gosið byrjaði náði gosmökkurinn 20 kílómetra upp í loftið. 23.5.2011 11:22 Skyggnið ekkert - aðstæður eru hrikalegar Skyggnið við og á Kirkjubæjarklaustri er nánast ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamönnum fréttastofunnar sést varla út fyrir vélarhlíf bílsins. 23.5.2011 11:17 Loftgæðamælir í borginni bilaður Unnið er að viðgerðum á svifriksmæli sem mælir loftgæði í borginni. Niðurstöður mælinga er almennt hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar en sem stendur koma þar aðeins upp villuboð. Þegar fréttastofa hafði samband við Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki væri vitað um ástæðu þessa en unnið væri að því að koma mælinum í lag. Fjöldi fólk notar mælinn til að fá upplýsingar um loftgæðin, meðal annars starfsfólk grunnskóla og leikskóla þegar mat er lagt á hvort börn séu látin út að sofa og hvort þau fara út að leika. 23.5.2011 11:17 Barinn í höfuðið með járnstöngum - fíkniefnatengd árás Þrír menn réðust inn á heimili við Presthúsabraut á Akranesi á föstudagskvöldið og börðu húsráðanda með járnstöngum, meðal annars í höfuðið. Ung kona sem einnig var á staðnum var sömuleiðis barin. Lögregla var kölluð á staðinn um klukkan hálf tíu á föstudagskvöldið. Húsráðandinn og konan voru flutt á sjúkrahús til skoðunar, og maðurinn lagður inn til frekari rannsóknar. Tveir menn voru fljótlega handteknir vegna málsins og sá þriðji um hádegi á laugardag. Þeir voru yfirheyrðir og játuðu verknaðinn. Allir höfðu þeir verið vopnaðir járnbareflum sem þeir notuð við að berja á húsráðandanum. Ástæða árásarinnar er á reiki, en mun vera tengd fíkniefnum. Árásarmennirnir voru allir látnir lausir á laugardagskvöld eftir skýrslutökur og er málið talið upplýst 23.5.2011 11:04 Úrslitaleikurinn sýndur í 3D í Smárabíó Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sem fer fram á laugardaginn verður sýndur í hágæða þrívídd í Smárabíó. Þetta er í fyrsta skiptið á Íslandi sem slík útsending fer fram. Það er Smárabíó sem stendur yfir útsendingunni í samstarfi við Stöð 2 Sport. 23.5.2011 10:58 Enginn skóli á Kirkjubæjarklaustri alla vikuna „Ég er ekki mjög bjartsýnn á framhaldið, það er bara kolniðamyrkur hérna og ég sé varla ljósastaurana hérna fyrir utan skólann,“ segir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 10:37 Öskufall í Grímsey Íbúar Grímseyjar á Norðurlandi hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls. 23.5.2011 10:26 Aukaflug til London og Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur á alla áfangastaði sína eftir hádegi í dag um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður. Flognar verða aukaferðir til Kaupmannahafnar og London. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. 23.5.2011 10:23 Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning "Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. 23.5.2011 10:03 Aukaflug til Norðurlandanna Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur. Í tilkynningu frá Icelandair segir að þessi flug hafi verið sett upp til þess að koma til móts við þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna aflýstra fluga á síðasta sólarhringnum. Sérstök athygli er vakin á því að breytingar á tímasetningum og áætlun getur orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. 23.5.2011 10:02 Fíkniefnamisferli á Eskifirði Lögreglan á Eskifirði handtók ungan mann í Fjarðabyggð í fyrrakvöld, grunaðan um fíkniefnamisferli. 23.5.2011 09:24 Sjá næstu 50 fréttir
Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag Sumaráætlun Strætó tekur gildi næstkomandi sunnudag, 29. maí. Eins og undanfarin ár breytist tíðni strætóferða yfir sumartímann í samræmi við minni eftirspurn og felst breytingin í að fella niður 15 mínútna tíðni sem verið hefur á níu strætóleiðum yfir veturinn. Vagnar á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15 munu því aka á 30 mínútna tíðni í sumar í stað 15 mínútna. „Eftirspurnin eftir þjónustu Strætó er eðlilega minni á sumrin en á veturna. Þar munar mest um að skólastarf liggur niðri auk þess sem almenn sumarfrí hafa sitt að segja. Sumaráætlun Strætó tekur mið af þessu með því að fækka ferðum yfir hásumarið. Þeim verður svo að sjálfsögðu fjölgað aftur í haust þegar skólarnir byrja að nýju og sumarfríum lýkur," segir Bergdís I. Eggertsdóttir, verkefnastjóri Strætó bs. Nánari upplýsingar um sumaráætlunina er að finna á vefnum www.straeto.is <http://www.straeto.is> og í síma 540 2700. Nýjar leiðabækur eru fáanlegar á öllum sölustöðum. 24.5.2011 11:45
Ökumenn til fyrirmyndar á Háaleitisbrautinni Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Háaleitisbraut í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háaleitisbraut í vesturátt, við innkeyrslu að húsum nr. 15-17. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 271 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á löglegum hraða en þarna er 50 km hámarkshraði. 24.5.2011 10:40
Gæsluvélin að komast í gagnið Dash eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er að verða flughæf og getur væntanlega flogið með vísindamenn fyrir eldstöðvarnar í dag. Hún var biluð þegar gosið hófst og nauðsynlegur varhlutur komst ekki til landsins fyrr en í gærkvöldi, vegna flugbannsins. 24.5.2011 10:19
Hjálpa bændum við smölun á fé og öðrum búpeningi Um sextíu björgunarsveitamenn eru nú að störfum á öskufallssvæðinu fyrir austan og fjöldi verkefna liggur fyrir og felast þau flest í aðstoð við bændur við smölun á fé og öðrum búpeningi, segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. 24.5.2011 10:15
Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað. Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra. Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins. Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag. 24.5.2011 09:48
Iceland Express seinkar flugferðum Vélum Iceland Express til Kaupmannahafnar og London, sem fara áttu í morgun hefur verið seinkað vegna eldgossins í Grímsvötnum. 24.5.2011 09:16
Fjórðungur með háskólapróf Árið 2010 hafa rúmlega 56 þúsund manns á aldrinum 16-74 lokið háskólanámi, eða um fjórðungur íbúa á Íslandi á sama aldursbili. Háskólamenntuðum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 22% íbúa. Um 36% íbúa hafa lokið starfs- og framhaldsmenntun, það er lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, alls tæplega 81 þúsund manns. Þetta kemur fram í göngum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman. Þeir sem eingöngu hafa lokið styttra námi, það er grunnmenntun, eru tæplega 86 þúsund talsins. Það eru 39% íbúa og hefur fækkað úr 42% árið 2003. Mikill munur er á menntun íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 33% íbúa eingöngu lokið grunnmenntun en 30% hafa lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 49% íbúa aðeins lokið grunnmenntun og 16% lokið háskólamenntun. Yngri konur eru mun líklegri til að hafa lokið háskólanámi en yngri karlar. Rúmlega 41% 25-29 ára kvenna hafa lokið háskólamenntun en tæplega 23% karla á sama aldri. Að sama skapi hafa færri yngri konur en karlar eingöngu lokið grunnmenntun. Í elstu aldursflokkunum snýst dæmið hins vegar við og þar er hlutfall kvenna sem hefur aðeins lokið grunnmenntun mun hærra en hlutfall karla. 24.5.2011 09:02
Skyggni batnað til muna á Kirkjubæjarklaustri Skyggni hefur nú batnað til muna á Kirkjubæjarklaustri en þar fyrir austan er skyggni enn slæmt vegna öskufoks og er hringvegurinn enn lokaður. 24.5.2011 08:53
Vel hægt að fara út með hundinn Vel er hægt að fara út að ganga með hundinn og hleypa útiköttum út á flestum stöðum á landinu, utan þeirra svæða sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sif Traustadóttir dýralæknir sem var í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Að sögn Sifjar þarf að meta aðstæður á hverjum stað og þá mögulega hleypa gæludýrunum út í styttri tíma en ella. Þá þurfi að veita sérstaka athygli dýrum með öndunarfærasjúkdóma. Við Kirkjubæjarklaustur og á svæðinu þar um kring er hins vegar víða bókstaflega varla hundi út sigandi. Sif segir það víða tíðkast að hundar og kettir séu þá í útihúsum á bæjum, og fái þar skjól fyrir öskufallinu. Sindri Sindrason og Kolbrún Björnsdóttir Í Bítinu ræddu einnig við Sif um þá mýtu að dýr finni á sér þegar náttúruhamfarir eru vændum. Viðtalið hjá hlusta á í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan. 24.5.2011 08:45
Ófærð víða á Austfjörðum Vetrarríki og ófærð er víða á fjallvegum á Austfjörðum, en mokstur er víðast hvar hafinn. 24.5.2011 08:42
Icelandair frestar flugi - óvissa með Lundúnaflug Icelandair hefur frestað morgunflugi frá landinu til London, Manchester og Glasgow fram yfir hádegi vegna ösku á háloftunum og Iceland Express mun að líkindum fresta Lundúnafluginu. 24.5.2011 07:09
Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. 24.5.2011 07:00
Íbúar yfirgáfu gossvæðið Nokkrir íbúar Kirkjubæjarklausturs og þar úr grenndinni yfirgáfu svæðið í fylgd björgunarsveitarmanna í gærkvöldi og ætla að dvelja annarsstaðar fyrst um sinn. Vitað er nokkrar kindur og lömb hafa drepist, einkum í Landbroti, suður af eldstöðinni. 24.5.2011 06:56
Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst "Sem betur fer vorum við með grímu,“ segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja "Laugu frænku“. Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. "En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna.“ 24.5.2011 06:30
Ísinn er eins og fljótandi grjót Það var enginn blámi yfir Jökulsárlóni í gær. Ísjakarnir þar eru svartir og það var ekkert að gera, að sögn Einars Björns Einarssonar sem rekur ferðaþjónustuna Glacier Lagoon. 24.5.2011 05:00
Aska yfir Reykjavík Grunnskólar og leikskólar á höfuðborgarsvæðinu héldu almennt börnum innandyra í gær vegna svifryksmengunar. Sama gilti um skóla fyrir austan fjall. 24.5.2011 04:00
Röskun á morgunflugi Flugi Icelandair til Lundúna og Manchester í fyrramálið hefur verið aflýst. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að staðan á flugi sé að öðru leyti nokkuð góð. Nokkrum flugferðum seinkar vegna öskufallsins. Þar á meðal má nefna morgunflug frá Ameríku sem er um tveimur tímum seinna en vanalega. 23.5.2011 22:17
Obama heimsótti Ölduselsskóla Sarah Obama, föðuramma Baraks Obama Bandaríkjaforseta, heimsótti nemendur í Ölduselsskóla í dag. Þar kynnti hún sér verk og listgreinar skólans. Hún fylgdist með leiklistaratriði hjá nemendum í sjötta bekk. Þá skellti hún sér í matreiðslutíma og þáði kakó og smákökur af nemendum. 23.5.2011 20:53
Sótsvartir jakar á Jökulsárlóni Þessar fallegu myndir af Jökulsárlóni tók Elva Björg Elvarsdóttir, fjórtán ára gömul stelpa í dag. Hún er stödd hjá ættingum sínum á Hestgerði við Höfn í Hornafirði og fór að lóninu í dag til að virða fyrir sér jakana, sem eru orðnir svartir af ösku eins og sést á myndunum. Þetta er flott, en ekki samt út af góðum ástæðum,“ segir Elva. Hún er búsett í Hveragerði, en kemst ekki heim vegna þess að leiðin austur hefur verið lokuð vegna gossins. Hún vonast þó til að komast heim á morgun. 23.5.2011 20:15
Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. 23.5.2011 19:09
Atvinnulausir og námsmenn fá vinnu á gossvæðunum Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. 23.5.2011 18:55
Ekki hundi út sigandi "Það er ekki hundi út sigandi,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í samtali við fréttastofu. Kristján Már Unnarsson ræddi við hana í heimabyggð, skammt frá gosinu, nú í kvöld. 23.5.2011 18:46
Allir flugvellir opnir Allir flugvellir á Íslandi hafa verið opnaðir. Þeir opnuðu rétt eftir klukkan sex í dag. Vélar eru á leið til Heathrow flugvallar í Lundúnum. Í kvöld er svo gert ráð fyrir að ein vél fari til Washington og að tvær vélar fari til Kaupmannahafnar. Allt millilandaflug hefur legið niðri frá því í gær vegna eldgossins. 23.5.2011 18:29
Birtir til á Kirkjubæjarklaustri Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag. 23.5.2011 16:55
Andlát konu í austurborginni: Eiginmaðurinn laus úr haldi Karl á sjötugsaldri, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí, er laus úr haldi lögreglu. 23.5.2011 16:27
Miklar sveiflur á mælingum loftgæða í Reykjavík Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast til borgarinnar í nótt þegar þau voru há. Reikna má með að mæligildi komi til með að sveiflast áfram. Öskufallið var samt ekkert í líkingu við það sem er fyrir austan fjall og á Suðurlandi. 23.5.2011 15:31
Engar bilanir hjá Mílu - viðbúnaður enn á hættustigi Engar bilanir eða truflanir hafa orðið í fjarskiptakerfi Mílu á gossvæðinu í Grímsvötnum. Þetta á einnig við um örbylgjusambönd, en öskufall virðist ekki hafa áhrif á þau. Áfram verður fylgst með styrk þeirra. Í tilkynningu frá Mílu segir að lokið hefur verið við að þétta loftinntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu. Verið er að yfirfara síur í tækjahúsum og verður það gert daglega. Mat neyðarstjórnar er að viðbúnaður Mílu sé enn á „Hættustigi" miðað við framvindu eldgoss Í Grímsvötnum. Neyðarstjórn fylgist með þróun mála og fundar eins oft þörf krefur 23.5.2011 14:15
Líklegt að flug á Bretlandseyjum fari úr skorðum á morgun Bresk flugmálayfirvöld búast við því að askan úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð á Bretlandseyjum á morgun. Nýjustu spár bresku veðurstofunnar gera ráð fyrir að öskuskýið nái til Skotlands og Írlands snemma í fyrramálið. Evrópskir ferðalangar og flugfélög bíða nú í ofvæni eftir því hvaða áhrif gosið muni hafa á ferðaplön milljóna manna á næstu dögum. Mönnum er enn í fersku minni áhrifin sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu þegar um 10 milljónir manna voru strandaglópar um víða veröld í marga daga. 23.5.2011 14:12
Tekist á við öskufallið Svartamyrkur hefur verið í morgun vegna öskufalls á svæðinu milli Mýrdalssands og Skeiðar-ár-sands og er allt athafnalíf þar meira og minna lamað af þeim sökum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 er á Kirkjubæjarklaustri og hann ræddi við Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra Skaftárhrepps og Adolf Árnason, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 13:57
Caribou tónleikar aftur á dagskrá Hljómleikum kanadísku sveitarinnar Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í gær hefur verið frestað til 28. júní. Eins og greint var frá í gær kom eldgosið í veg fyrir að liðsmenn kæmust til landsins. Miði á tónleikana í gær mun gilda á nýja dagsetningu en þeir miðakaupendur sem ekki geta notað miða sinn á tónleikana í júní fá endurgreiðslu með því að hafa samband við midi.is í síma 540-7800. Að sögn skipuleggjenda verða miðar endurgreiddir til og með mánudeginum 30. maí. 23.5.2011 13:37
Veginum lokað frá Höfn og til Djúpavogs Óveður er og ekkert ferðafæri á milli Hafnar og Djúpavogs. Að sögn lögreglunnar á Höfn hafa ökumenn verið missa framrúður úr bílum sínum í veðurhamnum og einn ökumaður missti allar rúður úr bíl sínum við Hvalnesskriður. Mikið sandfok er á þessu svæði og því er fólki ráðið frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. 23.5.2011 13:28
Ráðherrar ætla á gossvæðið Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ætla að fara á gossvæðið og kynna sér aðstæður um leið og samgönguleiðir opnast. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 23.5.2011 13:25
Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. 23.5.2011 13:07
Vestmannaeyjar: Fólki ráðlagt að halda sig inni Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. 23.5.2011 11:45
Krafturinn í eldgosinu svipaður og í gær Hæð gosmakkarins úr eldgosinu í Grímsvötnum hefur rokkað frá 8 til 10 kílómetrum í morgun en í gær var hann 10 til 15 kílómetra hár. Á laugardagskvöld þegar gosið byrjaði náði gosmökkurinn 20 kílómetra upp í loftið. 23.5.2011 11:22
Skyggnið ekkert - aðstæður eru hrikalegar Skyggnið við og á Kirkjubæjarklaustri er nánast ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamönnum fréttastofunnar sést varla út fyrir vélarhlíf bílsins. 23.5.2011 11:17
Loftgæðamælir í borginni bilaður Unnið er að viðgerðum á svifriksmæli sem mælir loftgæði í borginni. Niðurstöður mælinga er almennt hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar en sem stendur koma þar aðeins upp villuboð. Þegar fréttastofa hafði samband við Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki væri vitað um ástæðu þessa en unnið væri að því að koma mælinum í lag. Fjöldi fólk notar mælinn til að fá upplýsingar um loftgæðin, meðal annars starfsfólk grunnskóla og leikskóla þegar mat er lagt á hvort börn séu látin út að sofa og hvort þau fara út að leika. 23.5.2011 11:17
Barinn í höfuðið með járnstöngum - fíkniefnatengd árás Þrír menn réðust inn á heimili við Presthúsabraut á Akranesi á föstudagskvöldið og börðu húsráðanda með járnstöngum, meðal annars í höfuðið. Ung kona sem einnig var á staðnum var sömuleiðis barin. Lögregla var kölluð á staðinn um klukkan hálf tíu á föstudagskvöldið. Húsráðandinn og konan voru flutt á sjúkrahús til skoðunar, og maðurinn lagður inn til frekari rannsóknar. Tveir menn voru fljótlega handteknir vegna málsins og sá þriðji um hádegi á laugardag. Þeir voru yfirheyrðir og játuðu verknaðinn. Allir höfðu þeir verið vopnaðir járnbareflum sem þeir notuð við að berja á húsráðandanum. Ástæða árásarinnar er á reiki, en mun vera tengd fíkniefnum. Árásarmennirnir voru allir látnir lausir á laugardagskvöld eftir skýrslutökur og er málið talið upplýst 23.5.2011 11:04
Úrslitaleikurinn sýndur í 3D í Smárabíó Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sem fer fram á laugardaginn verður sýndur í hágæða þrívídd í Smárabíó. Þetta er í fyrsta skiptið á Íslandi sem slík útsending fer fram. Það er Smárabíó sem stendur yfir útsendingunni í samstarfi við Stöð 2 Sport. 23.5.2011 10:58
Enginn skóli á Kirkjubæjarklaustri alla vikuna „Ég er ekki mjög bjartsýnn á framhaldið, það er bara kolniðamyrkur hérna og ég sé varla ljósastaurana hérna fyrir utan skólann,“ segir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 10:37
Öskufall í Grímsey Íbúar Grímseyjar á Norðurlandi hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls. 23.5.2011 10:26
Aukaflug til London og Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur á alla áfangastaði sína eftir hádegi í dag um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður. Flognar verða aukaferðir til Kaupmannahafnar og London. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. 23.5.2011 10:23
Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning "Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. 23.5.2011 10:03
Aukaflug til Norðurlandanna Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur. Í tilkynningu frá Icelandair segir að þessi flug hafi verið sett upp til þess að koma til móts við þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna aflýstra fluga á síðasta sólarhringnum. Sérstök athygli er vakin á því að breytingar á tímasetningum og áætlun getur orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. 23.5.2011 10:02
Fíkniefnamisferli á Eskifirði Lögreglan á Eskifirði handtók ungan mann í Fjarðabyggð í fyrrakvöld, grunaðan um fíkniefnamisferli. 23.5.2011 09:24