Fleiri fréttir Mikill samdráttur í áfengissölu Sala áfengis dróst saman um 6,4 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi. Áfengisverð var hálfri prósentu hærra nú en þá. 12.2.2011 07:00 Ætla að semja fyrst og tala svo við ríkið Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um að reyna að ljúka vinnu við kjarasamning til þriggja ára. Gangi það eftir taka launahækkanir gildi í marsmánuði. 12.2.2011 06:30 Matarkarfan ódýrust í Bónus Allt að tíu prósenta verðmunur er á matvörukörfu lágvöruverðsverslana samkvæmt nýjustu verðlagskönnun ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus, þar sem hún kostaði 12.881 krónu en dýrust í Nettó á 14.177 krónur. 12.2.2011 06:00 Bjargaði syni sínum Ólafur Guðnason var í gær valinn Skyndihjálparmaður ársins 2010 af Rauða krossi Íslands. Þetta er í tíunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Í gær var 112-dagurinn, neyðarlínudagur sem er haldinn í mörgum Evrópuríkjum. 12.2.2011 04:00 Tvö heimsmet í farteskinu Hafróðrarbáturinn Sara G kom til hafnar í St. Charles á Barbados hinn 8. febrúar. Um borð voru sex ánægðir ræðarar sem slegið höfðu heimsmetið í því að róa 5. 11.2.2011 22:30 Vel hægt að verja skólastarfið með endurskipulagningu „Ég er sannfærð um að margar þeirra hugmynda sem nú eru til skoðunar eru til mikilla bóta, jafnt faglega sem fjárhagslega,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menntaráðs. „Það er hægt að verja gott skólastarf með endurskipulagninu,“ segir Oddný í pistli á Eyjunni. Þar bendir hún að að skatttekjur borgarinnar hafi dregist saman að núvirði um 20% eftir bankahrunið. Fyrirvikið hafi núverandi meirihluti staðið frammi fyrir vanda upp á um 4,5 milljarða króna. 11.2.2011 21:46 Föstudagsviðtalið: Skemmtilegasta giggið hingað til Undanfarin fimmtán ár hefur Heiðrún Anna Björnsdóttir búið á Englandi og haslað sér völl sem lagahöfundur hjá útgáfurisanum Universal. Hún sagði Sigríði Björg Tómasdóttur frá tónlistarbransanum og samstarfinu við Simon Fuller. 11.2.2011 21:00 Ungar stúlkur kúgaðar með niðurlægjandi ljósmyndum Glæpamenn nota niðurlægjandi ljósmyndir af ungum stúlkum sem kúgunartæki. Þetta fullyrða lögreglumenn, forstöðumaður Stuðla og Barnaheilla. Ungar stúlkur lendi í klóm glæpaklíka hér á landi rétt eins og í útlöndum og afar erfitt geti reynst að losna úr klóm þeirra. 11.2.2011 19:35 Samkomulag við stjórnvöld forsenda kjarasamninga Skriður er kominn í viðræður Aþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins en samkomulag hefur náðst um að væntanlegir kjarasamningar verði til þriggja ára. Forsendan er að samkomulag náist við ríkisstjórn og Alþingi um tilteknar aðgerðir fyrir 1. júní. 11.2.2011 19:14 Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11.2.2011 18:53 3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. 11.2.2011 18:48 Farinn úr landi eftir 27 daga gæsluvarðhaldsvist Karlmaður sem sat í gæsluvarðhaldi í 27 daga grunaður um nauðgun á Kaffibarnum er farinn úr landi. Manninum var sleppt fyrir viku eftir að lífssýni sönnuð sakleysi hans. 11.2.2011 18:48 Kyrrstaðan rofin - forseti ASÍ bjartsýnn Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hafa í gær og í dag rætt mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings. Settur verður kraftur í viðræðurnar eftir helgi sem miðast við gerð samnings til þriggja ára. 11.2.2011 17:56 Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11.2.2011 16:59 Ögmundur óskar eftir ríkissaksóknara Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkissaksóknara. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl næstkomandi, en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum. 11.2.2011 16:43 Svafa Grönfeldt: Vissi ekki af þessum málum þá „Mér hefur borist bréf skilanefndar og slitastjórnar bankans, þar sem óskað er eftir sjónarmiðum mínum og skýringum varðandi tiltekin viðskipti sem ég hafði ekki vitneskju um að fram hefðu farið og voru aldrei borin undir mig, hvorki á fundum í bankaráði eða annars staðar," segir Svafa Grönfeldt í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um bréf sem skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hafa sent fyrrum stjórnarmönnum bankans. 11.2.2011 16:15 Dómur í máli níumenninganna á miðvikudaginn Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum, sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, á miðvikudaginn í næstu viku. Níumenningarnir eru sem kunnugt er ákærðir fyrir árás á Alþingi. 11.2.2011 16:01 Löndunarbann sett í Noregi Norsk verkalýðsfélög hafa sett löndunarbann á íslensk uppsjávarskip til að koma í veg fyrir að þau sigli til Noregs með loðnu hefjist verkfall í fiskimjölsverksmiðjum á þriðjudag. 11.2.2011 16:00 Össur fundar með litháískum ráðamönnum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er staddur í Vilníus í boði litháískra stjórnvalda í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti samhljóða að viðurkenna sjálfstæði Litháen hinn 11. febrúar árið 1991. Össur átti í dag fundi með Daliu Grybauskaite, forseta Litháen, og Audronius Azubalis utanríkisráðherra, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi. 11.2.2011 15:43 Kona kýldi aðra konu tvisvar á Nasa Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir að kýla konu á fimmtugsaldri í andlitið. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er yngri konan ákærð fyrir líkamsárás. 11.2.2011 15:00 Nýsköpunarsjóður efldur Ríkisstjórnin samþykkti tillögu mennta- og menningarmálaráðherra um tíu milljóna króna aukafjárveitingu til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. 11.2.2011 15:00 Skyndihjálparmaður ársins: Bjargaði lífi sonar síns Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem Skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Ólafur tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag klukkan tvö, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. 11.2.2011 14:53 Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11.2.2011 14:45 Um 20 skjálftar hafa mælst Um 20 jarðskjálftar hafa mælst vð Hellisheiðavirkjun, nálægt Henglinum, frá því um klukkan eitt í dag. Jarðvísindamaður á Veðurstofu Íslands segir þetta þó ekki merki um neina sérstakar frekari jarðhræringar. Líkleg ástæða gæti hins vegar verið sú að verið væri að dæla vatni upp úr borholum í dag. Það gæti oft valdið skjálfta af þessu tagi. 11.2.2011 14:43 Barnsfæðing á baðherbergi: „Ég kann ekkert á þetta!“ Hinn árlegi einn, einn, tveir dagur er í dag, en það er margsannað að neyðarverðir hjá Neyðarlínunni verða að vera við öllu búnir. 11.2.2011 14:00 Isavia-dómurinn gefur „fordæmi í jafnréttismálum“ „Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í grein þar sem hún reifar mikilvægi dóms í máli konu sem starfaði hjá Isavia og varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns síns. 11.2.2011 13:38 Þorleifur Örn með sýningu ársins í Þýskalandi, Austurríki og Sviss Uppsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar á Pétri Gaut við leikhúsið í Luzern hefur verið valin sýning ársins í hinum þýskumælandi heimi. 11.2.2011 13:15 Starfshópar um atvinnumál funda í þjóðmenningarhúsinu Forsætisráðherra hefur boðað fulltrúa í nýskipuðum starfshópum um atvinnumál og vinnumarkaðsúrræði og ráðherranefnd um atvinnumál til sameiginlegs fundar í þjóðmenningarhúsinu í dag. Fundurinn hefst kl. 15.00 og er sá fyrsti á samráðsvettvangi stjórnvalda, vinnumarkaðsaðila og allra þingflokka um atvinnu og vinnumarkaðsmál. 11.2.2011 13:04 Harður árekstur stöðvar umferð á Hafnarfjarðarvegi Harður árekstur á Hafnarfjarðarvegi á mótum Garðabæjar og Kópavogs hefur valdið því að umferð um veginn í átt til Reykjavíkur hefur stöðvast. 11.2.2011 13:00 Nöfn verðlaunahafa í Eldvarnargetrauninni Fjölmargir átta ára krakkar um allt land gleðjast í dag, á 112-daginn, þegar þeir fá afhent vegleg verðlaun fyrir réttar lausnir í Eldvarnagetrauninni 2010. 11.2.2011 13:00 Fundað með foreldrum Borgaryfirvöld hafa boðað til opins fundar með foreldrum leikskóla- og grunnskólabarna í Ráðhúsinu næstkomandi fimmtudag. 11.2.2011 13:00 Undirritun samninga um kísilver frestast Undirskrift samninga um kísilver í Helguvík, sem vonast var til að yrði í dag, frestast enn. Nú er stefnt að undirritun seinnipartinn í næstu viku og horfa menn til fimmtudagsins 17. febrúar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ástæða þessara tafa einkum sú að frágangur flókinna samninga hefur reynst tímafrekari en búist var við á endasprettinum. Stefnt er að því að framkvæmdir í Helguvík hefjist í maímánuði. 11.2.2011 12:37 Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11.2.2011 12:09 Sóttvarnarlæknir róaði íbúa fyrir austan Íbúafundur var haldinn í gærkvöldi á Kirkjubæjarklaustri vegna sorpbrennslustöðvarinnar í bænum en grunur leikur á að mengun frá henni kunni að ógna heilsu íbúanna. Til fundarins mætti Haraldur Briem sóttvarnarlæknir auk fulltrúa Matvæla- og Umhverfisstofnunnar. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segja að það hafi róað fólk mjög að heyra sóttvarnalækni fullyrða að lítil sem engin hætta safaði af brennslunni. 11.2.2011 12:08 Einn níumenninganna ákærður fyrir að hrækja á lögregluþjón Sunneva Ása Weisshappel hefur verið ákærð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglumanna og hindra þá í að sinna skyldustörfum sínum þegar þeir hugðust ræða við vin hennar, Snorra Pál Jónsson, á Laugavegi í maí 2009. 11.2.2011 12:02 Eygló vill fund í viðskiptanefnd um gamla Landsbankann Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi hjá viðskiptanefnd Alþingis vegna fréttar Viðskiptablaðsins um NBI og skuldabréf þess við gamla Landsbankann. Skuldabréfið er um 30% af eignum gamla Landsbankans og einn stærsti óvissuþátturinn í innheimtu eigna vegan Icesave. Hún óskaði eftir því að fulltrúar slitastjórnar, stjórnar NBI og Seðlabankinn kæmu til að fara yfir þessi mál með viðskiptanefnd. Jafnframt vakti hún athygli formanns fjárlaganefndar á fréttinni. 11.2.2011 11:41 Stal 900 Ritalin töflum Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða langt fangelsi fyrir ítrekuð brot, meðal annars innbrot í apótek, ítrekaðan akstur undir áhrifum áfengis og að framvísa fölsuðum lyfsseðlum til að fá afhent læknadóp. 11.2.2011 11:38 Nýr formaður Stúdentaráðs kjörinn í dag Lilja Dögg Jónsdóttir var kjörin oddviti Vöku á þriðjudag og mun væntanlega verða kjörin formaður Stúdentaráðs á skiptafundi þess sem fram fer í dag. Vaka vann hreinan meirihluta í stúdentaráðskosningum fyrir viku. 11.2.2011 11:11 Dýragjafir: Ól páskaunga upp í barnaherberginu „Minnisstæð er unga stúlkan sem fékk páskaunga að gjöf í gæludýraverslun og ól hann upp í pappakassa í herberginu sínu í Reykjavík. Henni þótti mjög vænt um hann. Unginn var orðinn að bústinni hænu eftir nokkra mánuði sem vappaði um íbúðina og verpti eggjum og dritaði á víð og dreif, sem sagt ekki stofuhæf. Þá leitaði stúlkan hjálpar, vildi koma vinunni sinni á lítið hænsabú, alls ekki á búravætt verksmiðjubú. Blessunarlega tókst það og stúlkan fékk hjálp frá foreldrum sínum við að flytja hænuna í ný heimkynni sem hentuðu henni betur." 11.2.2011 11:04 Stjórnlagaþing: Allir kostir eru enn á borðinu Starfshópur stjórnmálaflokkanna og forsætisráðherra um framhald stjórnlagaþingsmála hefur rætt og metið stöðuna á fjórum fundum. 11.2.2011 11:00 Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu,“ segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. 11.2.2011 11:00 Sjálfboðaliðar buðu sig fram Um 200 íbúar sóttu borgarafund á Kirkjubæjarklaustri í gær vegna mengunar frá sorpbrennslunni á staðnum. 11.2.2011 11:00 Stóri kanilsnúðadagurinn - uppskrift Stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur um helgina í IKEA. Markmiðið er að safna frjálsum framlögum fyrir Heilaheill, sem vinnur að hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa heilablóðfalls. 11.2.2011 10:42 Nemar í loðnuvinnslu í aðdraganda verkfalls Nokkrir nemendur í Framhaldsskóla Vestmannaeyja fá þessa dagana frí úr skólanum til þess að vinna við loðnufrystingu á vöktum. 11.2.2011 10:30 Neytendasamtökin óska eftir aðstoð frá leigjendum Neytendasamtökin hafa lengi furðað sig á því að ekki séu til neinar ábyggilegar upplýsingar um leiguverð á íbúðarhúsnæði. Samtökin hafa því ákveðið að gera könnun á húsaleigu. Án upplýsinga frá leigjendum sjálfum er þó ómögulegt að vinna slíka könnun. Neytendasamtökin óska því eftir upplýsingum frá sem flestum leigjendum svo könnunin gefi rétta mynd af þessum ógagnsæja markaði. 11.2.2011 10:14 Sjá næstu 50 fréttir
Mikill samdráttur í áfengissölu Sala áfengis dróst saman um 6,4 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi. Áfengisverð var hálfri prósentu hærra nú en þá. 12.2.2011 07:00
Ætla að semja fyrst og tala svo við ríkið Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um að reyna að ljúka vinnu við kjarasamning til þriggja ára. Gangi það eftir taka launahækkanir gildi í marsmánuði. 12.2.2011 06:30
Matarkarfan ódýrust í Bónus Allt að tíu prósenta verðmunur er á matvörukörfu lágvöruverðsverslana samkvæmt nýjustu verðlagskönnun ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus, þar sem hún kostaði 12.881 krónu en dýrust í Nettó á 14.177 krónur. 12.2.2011 06:00
Bjargaði syni sínum Ólafur Guðnason var í gær valinn Skyndihjálparmaður ársins 2010 af Rauða krossi Íslands. Þetta er í tíunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Í gær var 112-dagurinn, neyðarlínudagur sem er haldinn í mörgum Evrópuríkjum. 12.2.2011 04:00
Tvö heimsmet í farteskinu Hafróðrarbáturinn Sara G kom til hafnar í St. Charles á Barbados hinn 8. febrúar. Um borð voru sex ánægðir ræðarar sem slegið höfðu heimsmetið í því að róa 5. 11.2.2011 22:30
Vel hægt að verja skólastarfið með endurskipulagningu „Ég er sannfærð um að margar þeirra hugmynda sem nú eru til skoðunar eru til mikilla bóta, jafnt faglega sem fjárhagslega,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menntaráðs. „Það er hægt að verja gott skólastarf með endurskipulagninu,“ segir Oddný í pistli á Eyjunni. Þar bendir hún að að skatttekjur borgarinnar hafi dregist saman að núvirði um 20% eftir bankahrunið. Fyrirvikið hafi núverandi meirihluti staðið frammi fyrir vanda upp á um 4,5 milljarða króna. 11.2.2011 21:46
Föstudagsviðtalið: Skemmtilegasta giggið hingað til Undanfarin fimmtán ár hefur Heiðrún Anna Björnsdóttir búið á Englandi og haslað sér völl sem lagahöfundur hjá útgáfurisanum Universal. Hún sagði Sigríði Björg Tómasdóttur frá tónlistarbransanum og samstarfinu við Simon Fuller. 11.2.2011 21:00
Ungar stúlkur kúgaðar með niðurlægjandi ljósmyndum Glæpamenn nota niðurlægjandi ljósmyndir af ungum stúlkum sem kúgunartæki. Þetta fullyrða lögreglumenn, forstöðumaður Stuðla og Barnaheilla. Ungar stúlkur lendi í klóm glæpaklíka hér á landi rétt eins og í útlöndum og afar erfitt geti reynst að losna úr klóm þeirra. 11.2.2011 19:35
Samkomulag við stjórnvöld forsenda kjarasamninga Skriður er kominn í viðræður Aþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins en samkomulag hefur náðst um að væntanlegir kjarasamningar verði til þriggja ára. Forsendan er að samkomulag náist við ríkisstjórn og Alþingi um tilteknar aðgerðir fyrir 1. júní. 11.2.2011 19:14
Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11.2.2011 18:53
3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. 11.2.2011 18:48
Farinn úr landi eftir 27 daga gæsluvarðhaldsvist Karlmaður sem sat í gæsluvarðhaldi í 27 daga grunaður um nauðgun á Kaffibarnum er farinn úr landi. Manninum var sleppt fyrir viku eftir að lífssýni sönnuð sakleysi hans. 11.2.2011 18:48
Kyrrstaðan rofin - forseti ASÍ bjartsýnn Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hafa í gær og í dag rætt mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings. Settur verður kraftur í viðræðurnar eftir helgi sem miðast við gerð samnings til þriggja ára. 11.2.2011 17:56
Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11.2.2011 16:59
Ögmundur óskar eftir ríkissaksóknara Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkissaksóknara. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl næstkomandi, en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum. 11.2.2011 16:43
Svafa Grönfeldt: Vissi ekki af þessum málum þá „Mér hefur borist bréf skilanefndar og slitastjórnar bankans, þar sem óskað er eftir sjónarmiðum mínum og skýringum varðandi tiltekin viðskipti sem ég hafði ekki vitneskju um að fram hefðu farið og voru aldrei borin undir mig, hvorki á fundum í bankaráði eða annars staðar," segir Svafa Grönfeldt í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um bréf sem skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hafa sent fyrrum stjórnarmönnum bankans. 11.2.2011 16:15
Dómur í máli níumenninganna á miðvikudaginn Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum, sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, á miðvikudaginn í næstu viku. Níumenningarnir eru sem kunnugt er ákærðir fyrir árás á Alþingi. 11.2.2011 16:01
Löndunarbann sett í Noregi Norsk verkalýðsfélög hafa sett löndunarbann á íslensk uppsjávarskip til að koma í veg fyrir að þau sigli til Noregs með loðnu hefjist verkfall í fiskimjölsverksmiðjum á þriðjudag. 11.2.2011 16:00
Össur fundar með litháískum ráðamönnum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er staddur í Vilníus í boði litháískra stjórnvalda í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti samhljóða að viðurkenna sjálfstæði Litháen hinn 11. febrúar árið 1991. Össur átti í dag fundi með Daliu Grybauskaite, forseta Litháen, og Audronius Azubalis utanríkisráðherra, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi. 11.2.2011 15:43
Kona kýldi aðra konu tvisvar á Nasa Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir að kýla konu á fimmtugsaldri í andlitið. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er yngri konan ákærð fyrir líkamsárás. 11.2.2011 15:00
Nýsköpunarsjóður efldur Ríkisstjórnin samþykkti tillögu mennta- og menningarmálaráðherra um tíu milljóna króna aukafjárveitingu til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. 11.2.2011 15:00
Skyndihjálparmaður ársins: Bjargaði lífi sonar síns Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem Skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Ólafur tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag klukkan tvö, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. 11.2.2011 14:53
Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11.2.2011 14:45
Um 20 skjálftar hafa mælst Um 20 jarðskjálftar hafa mælst vð Hellisheiðavirkjun, nálægt Henglinum, frá því um klukkan eitt í dag. Jarðvísindamaður á Veðurstofu Íslands segir þetta þó ekki merki um neina sérstakar frekari jarðhræringar. Líkleg ástæða gæti hins vegar verið sú að verið væri að dæla vatni upp úr borholum í dag. Það gæti oft valdið skjálfta af þessu tagi. 11.2.2011 14:43
Barnsfæðing á baðherbergi: „Ég kann ekkert á þetta!“ Hinn árlegi einn, einn, tveir dagur er í dag, en það er margsannað að neyðarverðir hjá Neyðarlínunni verða að vera við öllu búnir. 11.2.2011 14:00
Isavia-dómurinn gefur „fordæmi í jafnréttismálum“ „Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í grein þar sem hún reifar mikilvægi dóms í máli konu sem starfaði hjá Isavia og varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns síns. 11.2.2011 13:38
Þorleifur Örn með sýningu ársins í Þýskalandi, Austurríki og Sviss Uppsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar á Pétri Gaut við leikhúsið í Luzern hefur verið valin sýning ársins í hinum þýskumælandi heimi. 11.2.2011 13:15
Starfshópar um atvinnumál funda í þjóðmenningarhúsinu Forsætisráðherra hefur boðað fulltrúa í nýskipuðum starfshópum um atvinnumál og vinnumarkaðsúrræði og ráðherranefnd um atvinnumál til sameiginlegs fundar í þjóðmenningarhúsinu í dag. Fundurinn hefst kl. 15.00 og er sá fyrsti á samráðsvettvangi stjórnvalda, vinnumarkaðsaðila og allra þingflokka um atvinnu og vinnumarkaðsmál. 11.2.2011 13:04
Harður árekstur stöðvar umferð á Hafnarfjarðarvegi Harður árekstur á Hafnarfjarðarvegi á mótum Garðabæjar og Kópavogs hefur valdið því að umferð um veginn í átt til Reykjavíkur hefur stöðvast. 11.2.2011 13:00
Nöfn verðlaunahafa í Eldvarnargetrauninni Fjölmargir átta ára krakkar um allt land gleðjast í dag, á 112-daginn, þegar þeir fá afhent vegleg verðlaun fyrir réttar lausnir í Eldvarnagetrauninni 2010. 11.2.2011 13:00
Fundað með foreldrum Borgaryfirvöld hafa boðað til opins fundar með foreldrum leikskóla- og grunnskólabarna í Ráðhúsinu næstkomandi fimmtudag. 11.2.2011 13:00
Undirritun samninga um kísilver frestast Undirskrift samninga um kísilver í Helguvík, sem vonast var til að yrði í dag, frestast enn. Nú er stefnt að undirritun seinnipartinn í næstu viku og horfa menn til fimmtudagsins 17. febrúar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ástæða þessara tafa einkum sú að frágangur flókinna samninga hefur reynst tímafrekari en búist var við á endasprettinum. Stefnt er að því að framkvæmdir í Helguvík hefjist í maímánuði. 11.2.2011 12:37
Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11.2.2011 12:09
Sóttvarnarlæknir róaði íbúa fyrir austan Íbúafundur var haldinn í gærkvöldi á Kirkjubæjarklaustri vegna sorpbrennslustöðvarinnar í bænum en grunur leikur á að mengun frá henni kunni að ógna heilsu íbúanna. Til fundarins mætti Haraldur Briem sóttvarnarlæknir auk fulltrúa Matvæla- og Umhverfisstofnunnar. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segja að það hafi róað fólk mjög að heyra sóttvarnalækni fullyrða að lítil sem engin hætta safaði af brennslunni. 11.2.2011 12:08
Einn níumenninganna ákærður fyrir að hrækja á lögregluþjón Sunneva Ása Weisshappel hefur verið ákærð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglumanna og hindra þá í að sinna skyldustörfum sínum þegar þeir hugðust ræða við vin hennar, Snorra Pál Jónsson, á Laugavegi í maí 2009. 11.2.2011 12:02
Eygló vill fund í viðskiptanefnd um gamla Landsbankann Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi hjá viðskiptanefnd Alþingis vegna fréttar Viðskiptablaðsins um NBI og skuldabréf þess við gamla Landsbankann. Skuldabréfið er um 30% af eignum gamla Landsbankans og einn stærsti óvissuþátturinn í innheimtu eigna vegan Icesave. Hún óskaði eftir því að fulltrúar slitastjórnar, stjórnar NBI og Seðlabankinn kæmu til að fara yfir þessi mál með viðskiptanefnd. Jafnframt vakti hún athygli formanns fjárlaganefndar á fréttinni. 11.2.2011 11:41
Stal 900 Ritalin töflum Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða langt fangelsi fyrir ítrekuð brot, meðal annars innbrot í apótek, ítrekaðan akstur undir áhrifum áfengis og að framvísa fölsuðum lyfsseðlum til að fá afhent læknadóp. 11.2.2011 11:38
Nýr formaður Stúdentaráðs kjörinn í dag Lilja Dögg Jónsdóttir var kjörin oddviti Vöku á þriðjudag og mun væntanlega verða kjörin formaður Stúdentaráðs á skiptafundi þess sem fram fer í dag. Vaka vann hreinan meirihluta í stúdentaráðskosningum fyrir viku. 11.2.2011 11:11
Dýragjafir: Ól páskaunga upp í barnaherberginu „Minnisstæð er unga stúlkan sem fékk páskaunga að gjöf í gæludýraverslun og ól hann upp í pappakassa í herberginu sínu í Reykjavík. Henni þótti mjög vænt um hann. Unginn var orðinn að bústinni hænu eftir nokkra mánuði sem vappaði um íbúðina og verpti eggjum og dritaði á víð og dreif, sem sagt ekki stofuhæf. Þá leitaði stúlkan hjálpar, vildi koma vinunni sinni á lítið hænsabú, alls ekki á búravætt verksmiðjubú. Blessunarlega tókst það og stúlkan fékk hjálp frá foreldrum sínum við að flytja hænuna í ný heimkynni sem hentuðu henni betur." 11.2.2011 11:04
Stjórnlagaþing: Allir kostir eru enn á borðinu Starfshópur stjórnmálaflokkanna og forsætisráðherra um framhald stjórnlagaþingsmála hefur rætt og metið stöðuna á fjórum fundum. 11.2.2011 11:00
Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu,“ segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. 11.2.2011 11:00
Sjálfboðaliðar buðu sig fram Um 200 íbúar sóttu borgarafund á Kirkjubæjarklaustri í gær vegna mengunar frá sorpbrennslunni á staðnum. 11.2.2011 11:00
Stóri kanilsnúðadagurinn - uppskrift Stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur um helgina í IKEA. Markmiðið er að safna frjálsum framlögum fyrir Heilaheill, sem vinnur að hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa heilablóðfalls. 11.2.2011 10:42
Nemar í loðnuvinnslu í aðdraganda verkfalls Nokkrir nemendur í Framhaldsskóla Vestmannaeyja fá þessa dagana frí úr skólanum til þess að vinna við loðnufrystingu á vöktum. 11.2.2011 10:30
Neytendasamtökin óska eftir aðstoð frá leigjendum Neytendasamtökin hafa lengi furðað sig á því að ekki séu til neinar ábyggilegar upplýsingar um leiguverð á íbúðarhúsnæði. Samtökin hafa því ákveðið að gera könnun á húsaleigu. Án upplýsinga frá leigjendum sjálfum er þó ómögulegt að vinna slíka könnun. Neytendasamtökin óska því eftir upplýsingum frá sem flestum leigjendum svo könnunin gefi rétta mynd af þessum ógagnsæja markaði. 11.2.2011 10:14