Ungar stúlkur kúgaðar með niðurlægjandi ljósmyndum Karen D. Kjartansdóttir skrifar 11. febrúar 2011 19:35 Glæpamenn nota niðurlægjandi ljósmyndir af ungum stúlkum sem kúgunartæki. Þetta fullyrða lögreglumenn, forstöðumaður Stuðla og Barnaheilla. Ungar stúlkur lendi í klóm glæpaklíka hér á landi rétt eins og í útlöndum og afar erfitt geti reynst að losna úr klóm þeirra. Óprúttnir aðilar nota netið til að kúga unglinga til fylgilags við sig með því að hóta að birta af þeim niðurlægjandi myndir á netinu. Myndirnar eru oft teknar þegar unglingarnir eru undir áhrifum vímuefna og í kynferðislegum athöfnum. Ríkislögreglustjóri, Barnaheill, Stígamót og aðrir sem láta sér annt um velferð ungmenna hafa beitt sér fyrir lokun síðna sem birta slíkar myndir, en samskonar síður spretta nánast samstundis upp aftur. Á ákveðni síðu sem fréttastofa skoðaði í dag eru myndir og nöfn ungra stúlkna og stundum gantast með nauðganir og annað gróft kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, hefur hefur reynt að styðja fórnarlömb í því að leita réttar síns. „Hinsvegar eru þessi mál ofboðslega erfið vegna þess að þessir óprúttnu aðilar svífast oft einskis. Þegar mynd er einu sinni komin á netið er oft mjög erfitt að ná henni til baka og það vita þær stúlkur sem hafa orðið fyrir þessu og þetta er notað sem kúgunartæki." DV hefur að undanförnu fjallað um málefni ungmenna sem lenda í klóm glæpamanna sem misnota þau kynferðislega, ógna þeim og sjá þeim fyrir fíkniefnum. Forstöðumaður og sálfræðingur hjá Stuðlum sagði í samtali við fréttastofu að ungmennin hafi oft orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Hótanir um myndbirtingu dragi úr líkum á að þau leiti réttar síns auk þess sem sjálfsmynd þeirra sé oft mölbrotin. Foreldrar reyni gjarnan að aðstoða þau en verði þá sjálf fyrir hótunum. Þekkt sé í útlöndum að glæpaklíkur vilji hafa ungar stúlkur til afnota og það sé ekkert öðruvísi hér á landi. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Glæpamenn nota niðurlægjandi ljósmyndir af ungum stúlkum sem kúgunartæki. Þetta fullyrða lögreglumenn, forstöðumaður Stuðla og Barnaheilla. Ungar stúlkur lendi í klóm glæpaklíka hér á landi rétt eins og í útlöndum og afar erfitt geti reynst að losna úr klóm þeirra. Óprúttnir aðilar nota netið til að kúga unglinga til fylgilags við sig með því að hóta að birta af þeim niðurlægjandi myndir á netinu. Myndirnar eru oft teknar þegar unglingarnir eru undir áhrifum vímuefna og í kynferðislegum athöfnum. Ríkislögreglustjóri, Barnaheill, Stígamót og aðrir sem láta sér annt um velferð ungmenna hafa beitt sér fyrir lokun síðna sem birta slíkar myndir, en samskonar síður spretta nánast samstundis upp aftur. Á ákveðni síðu sem fréttastofa skoðaði í dag eru myndir og nöfn ungra stúlkna og stundum gantast með nauðganir og annað gróft kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, hefur hefur reynt að styðja fórnarlömb í því að leita réttar síns. „Hinsvegar eru þessi mál ofboðslega erfið vegna þess að þessir óprúttnu aðilar svífast oft einskis. Þegar mynd er einu sinni komin á netið er oft mjög erfitt að ná henni til baka og það vita þær stúlkur sem hafa orðið fyrir þessu og þetta er notað sem kúgunartæki." DV hefur að undanförnu fjallað um málefni ungmenna sem lenda í klóm glæpamanna sem misnota þau kynferðislega, ógna þeim og sjá þeim fyrir fíkniefnum. Forstöðumaður og sálfræðingur hjá Stuðlum sagði í samtali við fréttastofu að ungmennin hafi oft orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Hótanir um myndbirtingu dragi úr líkum á að þau leiti réttar síns auk þess sem sjálfsmynd þeirra sé oft mölbrotin. Foreldrar reyni gjarnan að aðstoða þau en verði þá sjálf fyrir hótunum. Þekkt sé í útlöndum að glæpaklíkur vilji hafa ungar stúlkur til afnota og það sé ekkert öðruvísi hér á landi.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira