Fleiri fréttir Fékk 900 tölvupósta Júlíus Már Baldursson landnámshænuræktandi missti allar hænur sínar þegar útihúsin við bæinn Tjörn á Vatnsnesi brunnu til kaldakola 28. mars síðastliðinn. „Ég er bara í áfalli og enn að átta mig á þessu," sagði Júlíus í samtali við Fréttablaðið en í húsunum voru 250 landnámshænur, fjórir heimiliskettir og um þúsund egg með lifandi ungum, sem áttu að klekjast út á næstu fjórum dögum. 1.1.2011 16:45 Stjórnlagaþingmaður sendir forsetanum sneið Illugi Jökulsson, stjórnlagaþingmaður, segir að hvorki stjórnmálamenn, forsetar né aðrir eigi að reyna að eigna sér stjórnlagaþingið eða veita því ráðgjöf. Vísar Illugi þar til nýársávarps Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem fjallaði meðal annars um stjórnlagaþingið. Ólafur Ragnar sagði brýnt að allir þeir sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið hafi í huga að þeir væru þjónar þjóðarinnar og að það væri almenningur í landinu sem færi með æðsta valdið. „Stjórnarskrá er ekki bara safn reglna, lýsing á formi. Hún er fyrst og fremst sáttmáli þjóðar við sjálfa sig,“ sagði forsetinn ennfremur. 1.1.2011 16:15 Kryddsíld á Vísi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna gerðu árið upp í Kryddsíldinni á gamlársdag eins og venja er. Umræðurnar voru hárbeittar, en það var nýstirnið í pólitíkinni, Jón Gnarr, sem var valinn maður ársins. Eins og flest annað sjónvarpsefni sem Stöð 2 framleiðir er Kryddsíldin nú komin á Vísi. 1.1.2011 16:09 Fréttaárið 2010: Tvö eldgos með skömmu millibili Ein af ástæðunum fyrir því að 2010 var eitt viðburðarríkasta fréttaár í manna minnum var að sjálfsögðu að sú að við fengum tvö eldgos með skömmu millibili. Það fyrra, í Fimmvörðuhálsi, var kallað ferðamannagos, því það laðaði að ferðamenn hvaðanæva að, en það sama verður ekki sagt um það síðara. Eldgosið í Eyjafjallajökli verður skráð í sögubækurnar eftir að hafa næstum lamað flugsamgöngur í heiminum í nokkra daga. Andri Ólafsson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir, rifjar upp þessar hamfarir í samantekt sem hægt er að skoða hér. 1.1.2011 15:42 Fréttaárið 2010: Stjórnmál Það var enginn skortur á stórum fréttum úr heimi stjórnmálanna á árinu 2010, sem byrjaði með pólitískum hvelli þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í aðalhlutverki. Óróleiki var á stjórnarheimilinu og nánast ríkt fullkominn fjandskapur milli stjórnar og stjórnaranstöðu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt sem Heimir Már Pétursson tók saman og birtist í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær. Hægt er að horfa samantekina hér. 1.1.2011 15:21 Bó fékk Fálkaorðuna Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi 12 einstaklinga heiðursmerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Björgvin fékk riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. 1.1.2011 15:12 Árásarmannsins enn leitað Karlmaður á fertugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega áverka á höfði eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsrás í miðborg Reykjavíkur í morgun. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn þó ekki í öndunarvél. Maðurinn lenti í átökum við annan karlmann í Hafnarstræti um hálf átta leytið í morgun sem lauk með því að sparkað var í höfuð mannsins. 1.1.2011 15:06 Fylgist vel með Haítí Halldór Elías Guðmundsson djákni var staddur á Haítí þegar stærðar jarðskjálfti reið yfir eyjuna 12. janúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að 200 þúsund manns létust og mörg hundruð þúsund urðu heimilislaus. Hann var í námsferðalagi á Haítí og hafði einungis dvalist á eynni í 36 tíma þegar skjálftinn reið yfir. Halldór Elías segist oft hugsa til fólksins sem hann hitti þar úti, en hann komst til Dómíníska lýðveldisins nokkrum dögum eftir skjálftann. 1.1.2011 14:15 Skaupið í beittari kantinum „Mér fannst hann og aðrir leikarar standa sig ljómandi vel,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem kom nokkrum sinnum fyrir í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Líkt og á síðasta ári var það Steinn Ármann Magnússon sem túlkaði Ólaf. „Mér fannst Skaupið nokkuð gott. Það var í beittari kantinum en mér finnst ekkert af því. 1.1.2011 14:04 Forseti Íslands: Útrýmum biðröðum eftir mat „Efnahagskreppan, hrunið sem við nefnum svo, hefur þrengt svo að þúsundum Íslendinga að í viku hverri bíður fjöldi í röðum eftir matargjöfum. Fátækt hefur að vísu fylgt okkur lengi en nú hefur fjárhagsvandi margra, biðraðirnar eftir mat, orðið að smánarbletti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu þar sem hann beindi meðal annars athyglinni að fátækt hér á landi. 1.1.2011 13:19 Skartgripaþjófar ófundnir Skartgriparánið sem framið var í Vestmannaeyjum í fyrrinótt er enn óupplýst. Þjófarnir brutu rúðu í skartgripaverslun og hreinsuðu allt úr sýningarglugganum en þar voru skartgripir og úr. Að sögn lögreglu var um töluvert magn ræða en ekki liggur fyrir andvirði þýfsins er. Meðal þess sem lögregla kannar nú eru upptökur úr vefmyndavél á Ráðhúsi Vestmannaeyja. 1.1.2011 12:59 "Ullaði á sjálfa mig og samdi lög“ Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmist opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. 1.1.2011 12:55 Í tísku að tala niður Alþingi Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í tísku að tala niður Alþingi. Hann telur þó að sú gagnrýni sem beinist að stjórnmálastéttinni eigi að sumu leyti rétt á sér. 1.1.2011 12:14 Össur líkir Lilju við hryssu Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lýsir Lilju Mósesdóttur sem burðugri hryssu með strok í genum í viðtali sem DV tók við ráðherrann að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Össur kvaðst ekki láta framgöngu þremenninganna sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga raska ró sinni og orðrétt um stöðu Lilju Mósesdóttur sagði Össur: ,,Í öllum góðum stóðum eru burðugar hryssur með strok í genum og sjálfstæðan vilja. Hún er öflugur þingmaður en ræður sínum næturstað. Það mun ekki hafa áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó folaldið fylgi.“ 1.1.2011 12:01 26 létust af slysförum á nýliðnu ári Á nýliðnu ári létust 26 einstaklingar af slysförum hér á landi, sem er einum fleiri en árið 2009. Heldur dró úr banaslysum í umferðinni en 8 einstaklingar fórust á árinu á móti 17 árið á undan. Sex íslendingar létust erlendis á árinu. 1.1.2011 11:39 Fyrsta barn ársins Fyrsta barn ársins á höfuðborgarsvæðinu, fæddist á Landspítalanum í Reykjavík rúmlega hálf tvö í nótt. Það var drengur sem mældist um 12 merkur og heilsast honum og fjölskyldunni vel. 1.1.2011 11:28 Lilja Móses: Flokkurinn ekki í fyrsta sæti Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist vera ánægð með fengið góða kosningu í annað sætið í vali á manni ársins á Rás 2 í gær. Hún segist á Facebook síðu sinni líta á kosninguna sem stuðning við þingmenn sem líta ekki á stefnumál sem skiptimynt og setja fólk í fyrsta sæti en ekki flokkinn. 1.1.2011 11:20 Dópsali handtekinn Fjögur fíkniefnamál komu upp á höfuborgarsvæðinu í nótt og í einu þeirra er grunur um sölu og dreifingu. Lögreglumenn lögðu hald á annan tug gramma af ætluðum fíkniefnum sem og peninga sem lögregla telur að sé ágóði af sölunni. Hinn meinti dópsali verður yfirheyrður síðar í dag þegar runnin verður af honum víman, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 1.1.2011 11:16 Unglingapartí í iðnaðarhúsnæði leyst upp Laust fyrir klukkan tvö hafði lögregla afskipti af gleðskap í iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi í Kópavogi en þar var kominn mikill hópur unglinga. Lögreglumenn rýmdu húsnæðið þar sem ekkert leyfi hafði fengist fyrir samkvæminu og húsnæðið er auk þess ekki hannað fyrir samkvæmi líkt og þett, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 1.1.2011 11:06 Á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás Karlmaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsrás í miðborg Reykjavíkur í morgun. Maðurinn sem er fæddur árið 1976 lenti í átökum við annan karlmenn í Hafnarstræti um hálf átta leytið. Átökunum lauk með því að sparkað var í höfuð mannsins með þeim afleiðingum að hann liggur nú sem fyrr segir á gjörgæsludeild. Árásarmaðurinn er ófundinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hún lýsingu á manninum undir höndum og vinnur nú að því að hafa uppi á honum. 1.1.2011 10:55 Hálkublettir á Hellisheiði Vegir á Suðurlandi eru víðast hvar auðir þó eru hálkublettir á Hellisheiði og í uppsveitum. Á Vesturlandi er snjóþekja í Staðarsveit og hálkublettir á Fróðárheiði og frá Ólafsvík að Grundarfirði. Hálka er á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 1.1.2011 10:46 Brenndist á hendi Kona á þrítugsaldri var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði í nótt eftir að hún brenndist á hendi. Konan var töluvert kvalin, að sögn varðstjóra en hún hélt á handblysi þegar slysið varð. Þá var kveikt í ruslagámi en nóttin gekk að öðru leyti vel samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Ísafirði. 1.1.2011 10:43 Annasöm nótt hjá slökkviliðsmönnum Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt. Dælubílar fóru í 16 útköll og þá voru 46 sjúkraflutningar. 1.1.2011 10:17 Grunsamlegur gluggagægir tekinn í Grafarvogi Grunsamlegur gluggagægir var á ferð í Grafarvogi upp úr klukkan sjö í morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn upp úr klukkan hálfsjö og handtók hann. Á honum fannst varningur sem lögreglan telur að sé þýfi, en þó er ekki talið að hann hafi náð að brjótast inn í hús á svæðinu. 31.12.2010 22:19 Jón Gnarr er maður ársins Jón Gnarr borgarstjóri er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr var oddviti Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Besti flokkurinn var nýtt framboð sem hlaut sex menn kjörna af fimmtán. Jón Gnarr var svo kjörinn borgarstjóri á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir kosningarnar. 31.12.2010 15:14 Kveikt í brennum klukkan hálf níu Kveikt verður í áramótabrennum í Reykjavík kl. 20:30 í kvöld. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar eru borgarbúar hvattir til að fjölmenna á brennur og hafa gjarnan með sér stjörnuljós, en skilja skotelda eftir heima. 31.12.2010 17:30 Fóru í 440 sjúkraflug á árinu Fjöldi sjúkrafluga ársins 2010 er nú kominn í 440 og hafa 468 sjúklingar verið fluttir með flugvélum Mýflugs. Á síðasta ári voru flugin 396 talsins að því er fram kemur á heimasíðu Mýflugs. 31.12.2010 16:40 Fengu verðlaun í litagetraun Þessir hressu krakkar unnu til verðlauna í litagetraun Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Krakkarnir lituðu myndir í flugeldablað hjálparsveitarinnar. Þau voru svo leyst út með vinningunum í dag. 31.12.2010 16:28 Íslendingar þreyttu árlegt áramótasund í Sönderborg Árlegt áramótasund Íslendinga í Sönderborg var þreytt í dag. Sjórinn við strendur Sönderborgar, er eftir langvarandi frosthörkur í Danmörku afskaplega kaldur með tilheyrandi klakarönd í flæðarmálinu og hitastigi við 0 gráðurnar. „Það hjálpaði til að sól skein skært á sundmennina enda heiðskýrt og logn í Sönderborg í dag,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. 31.12.2010 16:26 Tveir stjórnmálaleiðtogar gengu í hjónaband Tveir leiðtogar íslenskra stjórnmálaflokka gengu í hjónaband á árinu sem nú er að líða undir lok. Um er að ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. 31.12.2010 16:04 Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31.12.2010 15:04 Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31.12.2010 15:01 Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31.12.2010 14:15 Jeppamenn lentu í vandræðum í Eyjafjarðardal Tveir jeppamenn lentu í vandræðum í Eyjafjarðardal í gærkvöld. Hjálparsveitinni Dalbjörgu barst ósk um aðstoð vegna mannanna á ellefta tímanum í gærkvöld. 31.12.2010 13:20 Öryrki týndi 100 þúsund krónum Hingað á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hringdi Ólafur Árnason öryrki, sem sagðist hafa orðið fyrir því óláni að tapa umslagi með 100 þúsund krónum í morgun. Ólafur veit ekki nákvæmlega hvar hann tapaði umslaginu en hann var staddur í Lágmúlanum í morgun og fór líka í N1 upp á Höfða. 31.12.2010 12:47 Flugeldarnir á miðnætti í beinni á Vísi Vísir verður með beina útsendingu frá myndavél á þaki Orkuveitunnar þegar nýja árið gengur í garð. Íslendingar taka flestum þjóðum fram í því að skjóta upp flugeldum um áramót og þeir sem ekki eiga kost á að virða fyrir sér hamaganginn með eigin augum geta séð herlegheitin á Vísi. Útsendingin hefst um klukkan hálf tólf og stendur til klukkan hálf eitt. 31.12.2010 12:30 Ekki færri banaslys síðan 1968 Átta manns hafa látist í banaslysum í umferðinni á þessu ári en leita þarf aftur til ársins 1968 til að finna jafnfá banaslys á einu ári. 31.12.2010 12:14 Ríkisráðsfundur: Segja ríkisstjórnina standa föstum fótum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að ríkisstjórnin standi traustum fótum og muni sitja út kjörtímabilið. Ríkisráðsfundur fór að venju fram á Bessastöðum í morgun. 31.12.2010 12:09 Varað við svifryksmengun í höfuðborginni Styrkur svifryks er iðulega hár í Reykjavík fyrstu klukkustund nýs árs og oft nýársnóttina alla ef veður er stillt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að 1. janúar á þessu ári sem er að líða hafi verið fyrsti „svifryksdagur ársins“. 31.12.2010 11:53 Dró úr afbrotum á árinu á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2010. Þrátt fyrir að um bráðabirgatölur sé að ræða segir lögreglustjóri í tilkynningu að upplýsingarnar gefi þó góða innsýn í hvert stefnir. 31.12.2010 11:47 Þórður Guðnason maður ársins á Bylgjunni Þórður Guðnason, björgunarsveitarmaður á Akranesi, sigraði með yfirburðum í vali á manni ársins á Bylgjunni en tilkynnt var um úrslitin í dag. 31.12.2010 11:26 Farið yfir árið í Kryddsíld Stöðvar 2 Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Í Kryddsíldinni fara stjórnmálaleiðtogar landsins yfir árið sem er að líða og ræða það sem hæst bar auk þess sem rætt verður um árið sem senn rennur upp. 31.12.2010 11:21 Jóhanna: Ísland fyrirmynd annarra þjóða Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að neita að skila grein í Morgunblaðið, en formenn stjórnmálaflokkanna gera upp árið með skrifum í blaðið í dag. Hún segir rætin og lágkúruleg skrif ritstjóra blaðsins í garð sinn ekki eiga sér hliðstæðu í síðari tíma blaðasögu. Í grein sinni segir Jóhanna Íslendinga hafa nýtt síðustu tvö ár svo vel, að ýmsir tali um kraftaverk í því sambandi og nefnir nokkur dæmi um efnahagsbata landsins. Í stað þess að Ísland sé nefnt sem víti til varnaðar segir Jóhanna alþjóðasamfélagið horfa til Íslands sem fyrirmyndar vegna árangurs í endurreisnarstarfinu. 31.12.2010 10:39 Ökumenn fari varlega við brennur Umferðarstofa og lögreglan vilja minna ökumenn á að sýna sérstaka aðgæslu í nágrenni við brennurnar 17 sem veitt hefur verið leyfi fyrir á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. „Þetta á einkum við þar sem stofnbrautir og stærri vegir skilja að brennurnar og íbúðahverfi,“ segir í tilkynningu frá Umferðarstofu en dæmi um slíkt eru við Fylkisbrennuna við vesturenda Rauðavatns þar sem þarf að fara yfir Suðurlandsveginn frá nærliggjandi íbúðahverfum. 31.12.2010 09:54 Eldur í járnblendinu í gærkvöldi Eldur kom upp í járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga í gærkvöldi um klukkan hálftíu. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var ekki um mikinn eld að ræða en erfiðlega gekk að slökkva hann. Glóð hljóp í duft í einu sílóa verskmiðjunnar og þurftu slökkviliðsmenn að moka glóðinni upp úr sílóinu til þess að slökkva hana. Slökkvistörfum lauk um klukkan hálfeitt í nótt. Eldsupptök eru ókunn. 31.12.2010 09:47 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk 900 tölvupósta Júlíus Már Baldursson landnámshænuræktandi missti allar hænur sínar þegar útihúsin við bæinn Tjörn á Vatnsnesi brunnu til kaldakola 28. mars síðastliðinn. „Ég er bara í áfalli og enn að átta mig á þessu," sagði Júlíus í samtali við Fréttablaðið en í húsunum voru 250 landnámshænur, fjórir heimiliskettir og um þúsund egg með lifandi ungum, sem áttu að klekjast út á næstu fjórum dögum. 1.1.2011 16:45
Stjórnlagaþingmaður sendir forsetanum sneið Illugi Jökulsson, stjórnlagaþingmaður, segir að hvorki stjórnmálamenn, forsetar né aðrir eigi að reyna að eigna sér stjórnlagaþingið eða veita því ráðgjöf. Vísar Illugi þar til nýársávarps Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem fjallaði meðal annars um stjórnlagaþingið. Ólafur Ragnar sagði brýnt að allir þeir sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið hafi í huga að þeir væru þjónar þjóðarinnar og að það væri almenningur í landinu sem færi með æðsta valdið. „Stjórnarskrá er ekki bara safn reglna, lýsing á formi. Hún er fyrst og fremst sáttmáli þjóðar við sjálfa sig,“ sagði forsetinn ennfremur. 1.1.2011 16:15
Kryddsíld á Vísi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna gerðu árið upp í Kryddsíldinni á gamlársdag eins og venja er. Umræðurnar voru hárbeittar, en það var nýstirnið í pólitíkinni, Jón Gnarr, sem var valinn maður ársins. Eins og flest annað sjónvarpsefni sem Stöð 2 framleiðir er Kryddsíldin nú komin á Vísi. 1.1.2011 16:09
Fréttaárið 2010: Tvö eldgos með skömmu millibili Ein af ástæðunum fyrir því að 2010 var eitt viðburðarríkasta fréttaár í manna minnum var að sjálfsögðu að sú að við fengum tvö eldgos með skömmu millibili. Það fyrra, í Fimmvörðuhálsi, var kallað ferðamannagos, því það laðaði að ferðamenn hvaðanæva að, en það sama verður ekki sagt um það síðara. Eldgosið í Eyjafjallajökli verður skráð í sögubækurnar eftir að hafa næstum lamað flugsamgöngur í heiminum í nokkra daga. Andri Ólafsson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir, rifjar upp þessar hamfarir í samantekt sem hægt er að skoða hér. 1.1.2011 15:42
Fréttaárið 2010: Stjórnmál Það var enginn skortur á stórum fréttum úr heimi stjórnmálanna á árinu 2010, sem byrjaði með pólitískum hvelli þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í aðalhlutverki. Óróleiki var á stjórnarheimilinu og nánast ríkt fullkominn fjandskapur milli stjórnar og stjórnaranstöðu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt sem Heimir Már Pétursson tók saman og birtist í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær. Hægt er að horfa samantekina hér. 1.1.2011 15:21
Bó fékk Fálkaorðuna Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi 12 einstaklinga heiðursmerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Björgvin fékk riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. 1.1.2011 15:12
Árásarmannsins enn leitað Karlmaður á fertugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega áverka á höfði eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsrás í miðborg Reykjavíkur í morgun. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn þó ekki í öndunarvél. Maðurinn lenti í átökum við annan karlmann í Hafnarstræti um hálf átta leytið í morgun sem lauk með því að sparkað var í höfuð mannsins. 1.1.2011 15:06
Fylgist vel með Haítí Halldór Elías Guðmundsson djákni var staddur á Haítí þegar stærðar jarðskjálfti reið yfir eyjuna 12. janúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að 200 þúsund manns létust og mörg hundruð þúsund urðu heimilislaus. Hann var í námsferðalagi á Haítí og hafði einungis dvalist á eynni í 36 tíma þegar skjálftinn reið yfir. Halldór Elías segist oft hugsa til fólksins sem hann hitti þar úti, en hann komst til Dómíníska lýðveldisins nokkrum dögum eftir skjálftann. 1.1.2011 14:15
Skaupið í beittari kantinum „Mér fannst hann og aðrir leikarar standa sig ljómandi vel,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem kom nokkrum sinnum fyrir í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Líkt og á síðasta ári var það Steinn Ármann Magnússon sem túlkaði Ólaf. „Mér fannst Skaupið nokkuð gott. Það var í beittari kantinum en mér finnst ekkert af því. 1.1.2011 14:04
Forseti Íslands: Útrýmum biðröðum eftir mat „Efnahagskreppan, hrunið sem við nefnum svo, hefur þrengt svo að þúsundum Íslendinga að í viku hverri bíður fjöldi í röðum eftir matargjöfum. Fátækt hefur að vísu fylgt okkur lengi en nú hefur fjárhagsvandi margra, biðraðirnar eftir mat, orðið að smánarbletti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu þar sem hann beindi meðal annars athyglinni að fátækt hér á landi. 1.1.2011 13:19
Skartgripaþjófar ófundnir Skartgriparánið sem framið var í Vestmannaeyjum í fyrrinótt er enn óupplýst. Þjófarnir brutu rúðu í skartgripaverslun og hreinsuðu allt úr sýningarglugganum en þar voru skartgripir og úr. Að sögn lögreglu var um töluvert magn ræða en ekki liggur fyrir andvirði þýfsins er. Meðal þess sem lögregla kannar nú eru upptökur úr vefmyndavél á Ráðhúsi Vestmannaeyja. 1.1.2011 12:59
"Ullaði á sjálfa mig og samdi lög“ Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmist opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. 1.1.2011 12:55
Í tísku að tala niður Alþingi Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í tísku að tala niður Alþingi. Hann telur þó að sú gagnrýni sem beinist að stjórnmálastéttinni eigi að sumu leyti rétt á sér. 1.1.2011 12:14
Össur líkir Lilju við hryssu Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lýsir Lilju Mósesdóttur sem burðugri hryssu með strok í genum í viðtali sem DV tók við ráðherrann að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Össur kvaðst ekki láta framgöngu þremenninganna sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga raska ró sinni og orðrétt um stöðu Lilju Mósesdóttur sagði Össur: ,,Í öllum góðum stóðum eru burðugar hryssur með strok í genum og sjálfstæðan vilja. Hún er öflugur þingmaður en ræður sínum næturstað. Það mun ekki hafa áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó folaldið fylgi.“ 1.1.2011 12:01
26 létust af slysförum á nýliðnu ári Á nýliðnu ári létust 26 einstaklingar af slysförum hér á landi, sem er einum fleiri en árið 2009. Heldur dró úr banaslysum í umferðinni en 8 einstaklingar fórust á árinu á móti 17 árið á undan. Sex íslendingar létust erlendis á árinu. 1.1.2011 11:39
Fyrsta barn ársins Fyrsta barn ársins á höfuðborgarsvæðinu, fæddist á Landspítalanum í Reykjavík rúmlega hálf tvö í nótt. Það var drengur sem mældist um 12 merkur og heilsast honum og fjölskyldunni vel. 1.1.2011 11:28
Lilja Móses: Flokkurinn ekki í fyrsta sæti Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist vera ánægð með fengið góða kosningu í annað sætið í vali á manni ársins á Rás 2 í gær. Hún segist á Facebook síðu sinni líta á kosninguna sem stuðning við þingmenn sem líta ekki á stefnumál sem skiptimynt og setja fólk í fyrsta sæti en ekki flokkinn. 1.1.2011 11:20
Dópsali handtekinn Fjögur fíkniefnamál komu upp á höfuborgarsvæðinu í nótt og í einu þeirra er grunur um sölu og dreifingu. Lögreglumenn lögðu hald á annan tug gramma af ætluðum fíkniefnum sem og peninga sem lögregla telur að sé ágóði af sölunni. Hinn meinti dópsali verður yfirheyrður síðar í dag þegar runnin verður af honum víman, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 1.1.2011 11:16
Unglingapartí í iðnaðarhúsnæði leyst upp Laust fyrir klukkan tvö hafði lögregla afskipti af gleðskap í iðnaðarhúsnæði á Smiðjuvegi í Kópavogi en þar var kominn mikill hópur unglinga. Lögreglumenn rýmdu húsnæðið þar sem ekkert leyfi hafði fengist fyrir samkvæminu og húsnæðið er auk þess ekki hannað fyrir samkvæmi líkt og þett, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 1.1.2011 11:06
Á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás Karlmaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsrás í miðborg Reykjavíkur í morgun. Maðurinn sem er fæddur árið 1976 lenti í átökum við annan karlmenn í Hafnarstræti um hálf átta leytið. Átökunum lauk með því að sparkað var í höfuð mannsins með þeim afleiðingum að hann liggur nú sem fyrr segir á gjörgæsludeild. Árásarmaðurinn er ófundinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hún lýsingu á manninum undir höndum og vinnur nú að því að hafa uppi á honum. 1.1.2011 10:55
Hálkublettir á Hellisheiði Vegir á Suðurlandi eru víðast hvar auðir þó eru hálkublettir á Hellisheiði og í uppsveitum. Á Vesturlandi er snjóþekja í Staðarsveit og hálkublettir á Fróðárheiði og frá Ólafsvík að Grundarfirði. Hálka er á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 1.1.2011 10:46
Brenndist á hendi Kona á þrítugsaldri var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði í nótt eftir að hún brenndist á hendi. Konan var töluvert kvalin, að sögn varðstjóra en hún hélt á handblysi þegar slysið varð. Þá var kveikt í ruslagámi en nóttin gekk að öðru leyti vel samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Ísafirði. 1.1.2011 10:43
Annasöm nótt hjá slökkviliðsmönnum Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt. Dælubílar fóru í 16 útköll og þá voru 46 sjúkraflutningar. 1.1.2011 10:17
Grunsamlegur gluggagægir tekinn í Grafarvogi Grunsamlegur gluggagægir var á ferð í Grafarvogi upp úr klukkan sjö í morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn upp úr klukkan hálfsjö og handtók hann. Á honum fannst varningur sem lögreglan telur að sé þýfi, en þó er ekki talið að hann hafi náð að brjótast inn í hús á svæðinu. 31.12.2010 22:19
Jón Gnarr er maður ársins Jón Gnarr borgarstjóri er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr var oddviti Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Besti flokkurinn var nýtt framboð sem hlaut sex menn kjörna af fimmtán. Jón Gnarr var svo kjörinn borgarstjóri á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir kosningarnar. 31.12.2010 15:14
Kveikt í brennum klukkan hálf níu Kveikt verður í áramótabrennum í Reykjavík kl. 20:30 í kvöld. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar eru borgarbúar hvattir til að fjölmenna á brennur og hafa gjarnan með sér stjörnuljós, en skilja skotelda eftir heima. 31.12.2010 17:30
Fóru í 440 sjúkraflug á árinu Fjöldi sjúkrafluga ársins 2010 er nú kominn í 440 og hafa 468 sjúklingar verið fluttir með flugvélum Mýflugs. Á síðasta ári voru flugin 396 talsins að því er fram kemur á heimasíðu Mýflugs. 31.12.2010 16:40
Fengu verðlaun í litagetraun Þessir hressu krakkar unnu til verðlauna í litagetraun Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Krakkarnir lituðu myndir í flugeldablað hjálparsveitarinnar. Þau voru svo leyst út með vinningunum í dag. 31.12.2010 16:28
Íslendingar þreyttu árlegt áramótasund í Sönderborg Árlegt áramótasund Íslendinga í Sönderborg var þreytt í dag. Sjórinn við strendur Sönderborgar, er eftir langvarandi frosthörkur í Danmörku afskaplega kaldur með tilheyrandi klakarönd í flæðarmálinu og hitastigi við 0 gráðurnar. „Það hjálpaði til að sól skein skært á sundmennina enda heiðskýrt og logn í Sönderborg í dag,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. 31.12.2010 16:26
Tveir stjórnmálaleiðtogar gengu í hjónaband Tveir leiðtogar íslenskra stjórnmálaflokka gengu í hjónaband á árinu sem nú er að líða undir lok. Um er að ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. 31.12.2010 16:04
Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31.12.2010 15:04
Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31.12.2010 15:01
Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31.12.2010 14:15
Jeppamenn lentu í vandræðum í Eyjafjarðardal Tveir jeppamenn lentu í vandræðum í Eyjafjarðardal í gærkvöld. Hjálparsveitinni Dalbjörgu barst ósk um aðstoð vegna mannanna á ellefta tímanum í gærkvöld. 31.12.2010 13:20
Öryrki týndi 100 þúsund krónum Hingað á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hringdi Ólafur Árnason öryrki, sem sagðist hafa orðið fyrir því óláni að tapa umslagi með 100 þúsund krónum í morgun. Ólafur veit ekki nákvæmlega hvar hann tapaði umslaginu en hann var staddur í Lágmúlanum í morgun og fór líka í N1 upp á Höfða. 31.12.2010 12:47
Flugeldarnir á miðnætti í beinni á Vísi Vísir verður með beina útsendingu frá myndavél á þaki Orkuveitunnar þegar nýja árið gengur í garð. Íslendingar taka flestum þjóðum fram í því að skjóta upp flugeldum um áramót og þeir sem ekki eiga kost á að virða fyrir sér hamaganginn með eigin augum geta séð herlegheitin á Vísi. Útsendingin hefst um klukkan hálf tólf og stendur til klukkan hálf eitt. 31.12.2010 12:30
Ekki færri banaslys síðan 1968 Átta manns hafa látist í banaslysum í umferðinni á þessu ári en leita þarf aftur til ársins 1968 til að finna jafnfá banaslys á einu ári. 31.12.2010 12:14
Ríkisráðsfundur: Segja ríkisstjórnina standa föstum fótum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að ríkisstjórnin standi traustum fótum og muni sitja út kjörtímabilið. Ríkisráðsfundur fór að venju fram á Bessastöðum í morgun. 31.12.2010 12:09
Varað við svifryksmengun í höfuðborginni Styrkur svifryks er iðulega hár í Reykjavík fyrstu klukkustund nýs árs og oft nýársnóttina alla ef veður er stillt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að 1. janúar á þessu ári sem er að líða hafi verið fyrsti „svifryksdagur ársins“. 31.12.2010 11:53
Dró úr afbrotum á árinu á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2010. Þrátt fyrir að um bráðabirgatölur sé að ræða segir lögreglustjóri í tilkynningu að upplýsingarnar gefi þó góða innsýn í hvert stefnir. 31.12.2010 11:47
Þórður Guðnason maður ársins á Bylgjunni Þórður Guðnason, björgunarsveitarmaður á Akranesi, sigraði með yfirburðum í vali á manni ársins á Bylgjunni en tilkynnt var um úrslitin í dag. 31.12.2010 11:26
Farið yfir árið í Kryddsíld Stöðvar 2 Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Í Kryddsíldinni fara stjórnmálaleiðtogar landsins yfir árið sem er að líða og ræða það sem hæst bar auk þess sem rætt verður um árið sem senn rennur upp. 31.12.2010 11:21
Jóhanna: Ísland fyrirmynd annarra þjóða Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að neita að skila grein í Morgunblaðið, en formenn stjórnmálaflokkanna gera upp árið með skrifum í blaðið í dag. Hún segir rætin og lágkúruleg skrif ritstjóra blaðsins í garð sinn ekki eiga sér hliðstæðu í síðari tíma blaðasögu. Í grein sinni segir Jóhanna Íslendinga hafa nýtt síðustu tvö ár svo vel, að ýmsir tali um kraftaverk í því sambandi og nefnir nokkur dæmi um efnahagsbata landsins. Í stað þess að Ísland sé nefnt sem víti til varnaðar segir Jóhanna alþjóðasamfélagið horfa til Íslands sem fyrirmyndar vegna árangurs í endurreisnarstarfinu. 31.12.2010 10:39
Ökumenn fari varlega við brennur Umferðarstofa og lögreglan vilja minna ökumenn á að sýna sérstaka aðgæslu í nágrenni við brennurnar 17 sem veitt hefur verið leyfi fyrir á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. „Þetta á einkum við þar sem stofnbrautir og stærri vegir skilja að brennurnar og íbúðahverfi,“ segir í tilkynningu frá Umferðarstofu en dæmi um slíkt eru við Fylkisbrennuna við vesturenda Rauðavatns þar sem þarf að fara yfir Suðurlandsveginn frá nærliggjandi íbúðahverfum. 31.12.2010 09:54
Eldur í járnblendinu í gærkvöldi Eldur kom upp í járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga í gærkvöldi um klukkan hálftíu. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var ekki um mikinn eld að ræða en erfiðlega gekk að slökkva hann. Glóð hljóp í duft í einu sílóa verskmiðjunnar og þurftu slökkviliðsmenn að moka glóðinni upp úr sílóinu til þess að slökkva hana. Slökkvistörfum lauk um klukkan hálfeitt í nótt. Eldsupptök eru ókunn. 31.12.2010 09:47