Fleiri fréttir Sjávarútvegurinn stærsti ásteitingarsteinninn ,,Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins gætu náð saman um flest, en ekki kröfu samtakanna í sjávarútvegsmálum," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Viðræðum ASÍ og SA hefur verið slitið, en Gylfi segir aðildarfélög geta samið til skemmri tíma meðan leyst verði úr öðrum málum. 24.1.2011 18:21 Ekki vitað um Íslendinga á flugvellinum í Moskvu - Myndband Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar um að Íslendingar hafi verið staddir á Domodedovo flugvellinum í Moskvu þar sem sprengja sprakk í dag. Tala látinna hækkar stöðugt. 24.1.2011 17:25 Aftur heim - lagið hans Sjonna Lag tónlistarmannsins Sigurjóns Brinks, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu fyrir viku, hefur verið gert aðgengilegt á heimasíðu RÚV en lagið tekur þátt í undankeppni Eurovision. 24.1.2011 17:08 Fundi ASÍ og SA lokið án niðurstöðu Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands lauk upp úr klukkan hálf fjögur. Fundinum lauk án nokkurrar formlegrar niðurstöðu. Frekari fundarhöld hafa ekki verið ákveðin. 24.1.2011 16:23 Mjólkin hækkar um 4,56% í febrúar Verð á nýmjólk mun hækka um 4,56% þann 1. febrúar n.k. að því er segir í tilkynningu frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. 24.1.2011 15:24 Ný aðstaða til að rannsaka smitsjúkdóma í fiski Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun í Fræðasetrinu í Sandgerði í dag. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Sandgerðisbær. Undirbúningur og framkvæmdir hafa staðið yfir í um það bil eitt ár. 24.1.2011 15:17 Lýst eftir eiganda skartgripa sem fundust á víðavangi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi mynd en þeir fundust á víðavangi. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglustöðina á Krókhálsi í síma 444-1190 en nánari upplýsingar veitir Árni Pálsson rannsóknarlögreglumaður virka daga frá kl. 8-15. Tekið skal fram að afhending muna fer fram gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. 24.1.2011 14:30 Hrina vændismála inn á borð lögreglu „Upplýsingar um vændisstarfsemi virðist berast okkur í hrinum og það er eins og ein hrinan standi yfir núna," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 24.1.2011 14:08 Leikskólastarfsmaður sagðist á Facebook vilja kyrkja barn Ummæli á Facebook hafa orðið til þess að fólk hefur verið rekið úr starfi. Dæmi er um að starfsmaður á leikskóla hafi sagst vilja kyrkja barn og goldið fyrir það með starfinu. Einnig eru dæmi um að konur hafi upplýst um óléttu á Facebook og verið reknar áður en þær tilkynntu vinnuveitanda um það formlega. 24.1.2011 13:15 Greinir misrétti milli barna Misskipting milli íslenskra barna er í minna lagi í samanburði við önnur OECD-lönd að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ísland í næstefsta hópi ásamt Noregi, Svíþjóð og Írlandi, en í efsta hópnum eru Danmörk, Finnland, Holland og Sviss. 24.1.2011 13:00 Loðnukvótinn verður aukinn um 125.000 tonn Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er þetta 125 þúsund tonna aukning frá upphafskvótanum sem gefinn var út í fyrra. 24.1.2011 12:35 Verkfærum stolið Verkfærum var stolið um helgina úr húsnæði Selásbygginga sem er til húsa að Gagnheiði 37 á Selfossi. Þjófurinn braut sér leið inn í húsið með því að spenna upp hurð. 24.1.2011 11:57 Eftirlit með mengun talið vera óskilvirkt Er stóriðjufyrirtækjum treystandi til að gera eigin mengunarmælingar? Félagið Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skorar á Umhverfisstofnun að endurskoða starfsleyfi stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. „Þetta er með það fyrir augum að færa ábyrgð á framkvæmd mengunarmælinga frá stóriðjufyrirtækjunum til óháðra opinberra aðila,“ segir í yfirlýsingu. Félagið telur að mælingarnar séu ekki trúverðugar „ef hinn mengandi aðili“ sér sjálfur um þær. 24.1.2011 11:00 Illa haldin af Tourette - Bjartsýn á framtíðina „Ég hef ekkert heyrt, en það er ný vika og ég vona að það gerist eitthvað," segir Elva Dögg Gunnarsdóttir vongóð um framtíðina en hún er illa haldin af Tourette-heilkennunum. Raunar er hún svo illa haldin af Touretta að læknirinn hennar hefur ekki séð annað eins. 24.1.2011 10:42 Flóðin í Hvítá í rénum Flóðin í Hvítá á Suðurlandi eru farin að sjatna ofan til í ánni og er reiknað með að flóðið verði gengið til sjávar síðdegis. þó flæddi enn yfir heimreiðar að nokkrum sveitabæjum snemma í morgun, en eftir því sem næst verður komist hefur hvergi alvarlegt tjón hlotist af, líkt og varð í flóðum árið 2006. 24.1.2011 08:14 Fimm sprengjur í Bagdad Fimm bílasprengjur sprungu nærri Bagdad Í Írak í gær með þeim afleiðingum að sex létust og 29 særðust. Lögreglunni í Írak grunar að bílasprengjurnar tengist og sé samhæfð árás uppreisnarmanna. 24.1.2011 08:10 Ók á móti umferð Ökumenn, sem áttu leið um Reykjanesbraut upp úr klukkan níu í gærkvöldi, tilkynntu lögreglu um bíl, sem væri ekið á öfugum vegarhelmingi á móts við Vogaafleggjara, og stefndi hann í átt að Reykjavík. Hann sinnti ekki ljósablikki og flauti ökumannanna, sem komu á móti honum. Lögreglubílar voru sendir til móts við hann frá Reykjavík, en fundu hann ekki. 24.1.2011 08:00 Gamlar raflagnir sennilega orsök eldsvoða í Gufunesi Bryggjan við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi í Reykjavík stórskemmdist í eldi í gærkvöldi. Bryggjan er úr viði og logaði í henni á tuga metra kafla þegar slökkviliðið kom á vettvang. 24.1.2011 07:58 Brotist inn í Gerðuberg Tveir karlmenn, báðir innan við tvítugt, voru handteknir í nótt þegar þeir voru að brjótast inn í menningarmiðstöðina Gerðuberg í Breiðholti í Reykjavík. Vegfarandi lét lögreglu vita og náði hún öðrum á vettvangi, en hinn var hlaupinn uppi þegar hann reyndi að komast undan. Þeir gista nú fangageymslur. 24.1.2011 07:52 Barnshafandi konum sagt upp eftir stöðufærslur á Facebook Nokkur dæmi eru um það að konur hafi misst vinnuna eftir að hafa tilkynnt að þær væru barnshafandi á Facebook-síðum sínum áður en þær tilkynntu vinnuveitendum sínum það formlega. Vinnuveitendurnir hafi í kjölfarið sagt þeim upp störfum. 24.1.2011 06:30 Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. 24.1.2011 05:00 Tveir af þremur vilja halda ESB-umsóknarferli áfram Könnun Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og samningur lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmur þriðjungur vill að umsóknin verði dregin til baka. 24.1.2011 00:01 Ísland í tólfta sæti Ísland er í tólfta sæti á lista yfir þau lönd sem búa við mesta velmegun. Listinn, sem var nýlega birtur, ber titilinn 2010 Prosperity Index. Á honum er 110 ríkjum raðað í röð eftir velmegun. 23.1.2011 23:22 Fréttir vikunnar: Alvarleg líkamsárás og bankamenn yfirheyrðir Það var ýmislegt sem vakti athygli í síðustu viku. Ellefu manns voru fluttir á spítala eftir tvö slys á Reykjanesbrautinni á laugardaginn fyrir viku. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega. 23.1.2011 21:45 Skortir sérfræðinga til að sinna börnum Á hverju ári greinast um 10 til 14 börn með alvarlegan gigtarsjúkdóm en aðeins einn sérfræðingur hefur sinnt þessum börnum hér á landi en sá nálgast eftirlaunaaldur. Gigtarfélagið hefur þungar áhyggjur af stöðu þessara barna og fundaði í mánuðinum með stjórendum Landspítalans. 23.1.2011 18:35 Um 50 björgunarsveitamenn leituðu konu Um 50 björgunarsveitamenn leituðu konu sem villtist á leið sinni upp á Helgafell í kvöld. Konan fannst við topp fjallsins um sjöleytið í kvöld og björgunarmenn eru að fylgja henni niður. Ástæða þess að konan villtist uppi á fjallinu er mikil þoka sem er þar núna. 23.1.2011 19:47 Nota hafnsögubát við slökkvistarfið „Við erum komnir með hafnsögubát með stórar og miklar dælur sem er að sprauta á eldinn. Við erum líka að sprauta frá landi,“ segir slökkviliðsmaður við bryggjuna í Gufunesi í samtali við Vísi. 23.1.2011 19:20 Eldur í bryggjunni í Gufunesi Eldur kviknaði á bryggjunni í Gufunesi nú undir kvöld, tvær stöðvar eru á staðnum og mikinn reyk leggur frá bryggjunni yfir í Grafarvoginn. Íbúar í Grafarvogi mega því eiga von á því að reyk muni leggja yfir hverfið þeirra. Segjum nánar frá þessu síiðar í kvöld. 23.1.2011 18:45 Enn alvarlega veik á gjörgæslu vegna svínaflensu Ástand konunnar sem lögð var inn á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu fyrir helgi er svipað og það var fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild. Ástand hennar er stöðugt en hún er ennþá alvarlega veik. 23.1.2011 16:30 Lögreglan leitar ökufants Lögreglan leitar nú ökumanns BMW bifreiðar sem ók utan í vegrið við Arnarnesbrúna laust eftir klukkan ellefu í morgun. Ökumaðurinn yfirgaf vettvang eftir óhappið og ekki er vitað hvað varð um hann. Lögreglan telur sig þó vita hver hann er. 23.1.2011 15:07 Nafn mannsins sem lést Karlmaður sem lést á Eyjafjarðarbraut síðastliðinn fimmtudag hét Gísli Ólafur Ólafsson til heimilis að Vættagili 21 á Akureyri. 23.1.2011 14:46 Varað við vatnavöxtum í Hvítá Veðurstofan varaði í morgun við Vatnavöxtum í Hrunamannahreppi, nánar tiltekið á vatnasviði Hvítár. Hlýtt hefur verið á hálendinu og mikið rigning á suðvesturhluta þess. Rennslið hefur því vaxið töluvert í ánni. 23.1.2011 13:51 Súlubyggðin í Eldey vekur athygli Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgjast með henni á Netinu. Myndavélum hefur verið komið fyrir í Eynni og því er hægt að fylgjast með fuglunum dag og nótt. Eldey er um 77 metra hár klettadrangur um 15 kílómetrum suðvestan við Reykjanes. Alfræðivefurinn Wikipedia segir að þar sé ein af stærri súlubyggðum heims, með um 14.000 - 18.000 súlupör sem verpa þar á hverju ári. 23.1.2011 13:25 Hefur efasemdir um stofnun atvinnuvegaráðuneytis Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að rétt sé að gera frekari breytingar á stjórnsýslunni. Sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis annars vegar og iðnaðarráðuneytis hins vegar hefur verið fyrirhuguð frá því að vinstristjórnin tók við völdum fyrir um tveimur árum síðan. Þegar hafa fjögur ráðuneyti verið sameinuð í velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti. 23.1.2011 11:02 Passið ykkur á hreindýrunum Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vilja vara vegfarendur sem leið eiga um Austurland við mikilli umferð hreindýra, sérstaklega á Fagradal. Hætta á árekstrum við hreindýr er mest í skammdeginu og þegar hálka og skafrenningur gera aðstæður erfiðar. 23.1.2011 10:00 Segir umræður um njósnatölvuna hjákátlegar Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að hún hafi oft tengt tölvu sína með sama hætti og svokölluð njósnatölva var tengd við netið. Í tilkynningu sem hún setti á vefsíðu sína í morgun segir hún að að sér þyki hjákátlegt að hafa fylgst með fréttum af aðskotatölvunni sem fanst í skriftstofuhúsnæði Alþingis í febrúar í fyrra, á hæð þar sem Hreyfingin og Sjálfstæðisflokkur deila. 23.1.2011 09:54 Hnífamaður gekk laus Fólki í miðborg Reykjavíkur var brugðið þegar að það sá ungan mann sveifla hnífi um eittleytið í nótt. Þegar lögreglan hafði afskipti af manninum reyndi hann að komast undan. Hann var handtekinn í Lækjargötu og hnífurinn fannst þá í annarri buxnaskálminni hans. 23.1.2011 09:37 Lag Sigurjóns verður áfram í keppninni Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu á mánudag, var einn þeirra lagahöfunda sem áttu lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Sigurjón hafði skilað inn upptöku af laginu, þar sem hann syngur sjálfur, en eiginkona hans Þórunn Erna Clausen samdi textann. 23.1.2011 09:24 Tekinn á tvöföldum hámarkshraða Karlmaður var tekinn á 102 kílómetra hraða að Laugarvatni rétt fyrir miðnætti í gær, en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn gaf öndunarsýni og var færður á stöð. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og má búast við því að fá sekt fyrir hraðaaksturinn. 23.1.2011 09:18 Hófu framkvæmdir án leyfis frá ráðherra Iðnaðarráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnargarðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlkun stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki. 23.1.2011 08:00 Stálu stórum gaskútum við Ellingsen Rúða var brotin í bifreið í Hraunbæ í dag og hljómflutningstæki og skólataska tekin úr bílnum. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrotið um áttaleytið en þjófurinn er ófundinn. Þá var hengilás slitinn við Ellingssen á Granda og fjórum tíulítra gaskútum stolið. Um var að ræða svokallaða smellugaskúta sem hafa notið töluverða vinsælda upp á síðkastið. 22.1.2011 20:37 Leg verða grædd í konur Allt bendir til að hægt verði að græða leg í konur innan tíðar. Prófessor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans segir undirbúning að slíkri aðgerð hafinn í Svíþjóð og sennilega verði gerð tilraun til ígræðslu þessu ári. Gæfi það góða raun þyrftu færri konur að leita til staðgöngumæðra. 22.1.2011 19:14 Halldór laus úr farbanni Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, losnaði úr farbanni í gær. Halldór kom til landsins síðastliðinn sunnudag. Hann var úrskurðaður í farbann í þágu rannsóknar málsins að beiðni sérstaks 22.1.2011 18:14 Missti meðvitund þegar band hertist um hálsinn Dansarinn sem slasaðist við æfingar hjá Íslenska dansflokknum í gær heitir Steve Lorenz. Hann er þýskur ríkisborgari en hefur verið búsettur hér á landi ásamt sambýliskonu sinni sem einnig er dansari við flokkinn. 22.1.2011 16:26 Vann 17 milljónir í lottó Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins. Hann er rúmum 17,2 milljónum króna ríkari fyrir vikið. Vinningsmiðinn var seldur í Tvistinum í Vestmannaeyjum. 22.1.2011 19:37 Sjá næstu 50 fréttir
Sjávarútvegurinn stærsti ásteitingarsteinninn ,,Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins gætu náð saman um flest, en ekki kröfu samtakanna í sjávarútvegsmálum," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Viðræðum ASÍ og SA hefur verið slitið, en Gylfi segir aðildarfélög geta samið til skemmri tíma meðan leyst verði úr öðrum málum. 24.1.2011 18:21
Ekki vitað um Íslendinga á flugvellinum í Moskvu - Myndband Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar um að Íslendingar hafi verið staddir á Domodedovo flugvellinum í Moskvu þar sem sprengja sprakk í dag. Tala látinna hækkar stöðugt. 24.1.2011 17:25
Aftur heim - lagið hans Sjonna Lag tónlistarmannsins Sigurjóns Brinks, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu fyrir viku, hefur verið gert aðgengilegt á heimasíðu RÚV en lagið tekur þátt í undankeppni Eurovision. 24.1.2011 17:08
Fundi ASÍ og SA lokið án niðurstöðu Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands lauk upp úr klukkan hálf fjögur. Fundinum lauk án nokkurrar formlegrar niðurstöðu. Frekari fundarhöld hafa ekki verið ákveðin. 24.1.2011 16:23
Mjólkin hækkar um 4,56% í febrúar Verð á nýmjólk mun hækka um 4,56% þann 1. febrúar n.k. að því er segir í tilkynningu frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. 24.1.2011 15:24
Ný aðstaða til að rannsaka smitsjúkdóma í fiski Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun í Fræðasetrinu í Sandgerði í dag. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Sandgerðisbær. Undirbúningur og framkvæmdir hafa staðið yfir í um það bil eitt ár. 24.1.2011 15:17
Lýst eftir eiganda skartgripa sem fundust á víðavangi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi mynd en þeir fundust á víðavangi. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglustöðina á Krókhálsi í síma 444-1190 en nánari upplýsingar veitir Árni Pálsson rannsóknarlögreglumaður virka daga frá kl. 8-15. Tekið skal fram að afhending muna fer fram gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. 24.1.2011 14:30
Hrina vændismála inn á borð lögreglu „Upplýsingar um vændisstarfsemi virðist berast okkur í hrinum og það er eins og ein hrinan standi yfir núna," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 24.1.2011 14:08
Leikskólastarfsmaður sagðist á Facebook vilja kyrkja barn Ummæli á Facebook hafa orðið til þess að fólk hefur verið rekið úr starfi. Dæmi er um að starfsmaður á leikskóla hafi sagst vilja kyrkja barn og goldið fyrir það með starfinu. Einnig eru dæmi um að konur hafi upplýst um óléttu á Facebook og verið reknar áður en þær tilkynntu vinnuveitanda um það formlega. 24.1.2011 13:15
Greinir misrétti milli barna Misskipting milli íslenskra barna er í minna lagi í samanburði við önnur OECD-lönd að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ísland í næstefsta hópi ásamt Noregi, Svíþjóð og Írlandi, en í efsta hópnum eru Danmörk, Finnland, Holland og Sviss. 24.1.2011 13:00
Loðnukvótinn verður aukinn um 125.000 tonn Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er þetta 125 þúsund tonna aukning frá upphafskvótanum sem gefinn var út í fyrra. 24.1.2011 12:35
Verkfærum stolið Verkfærum var stolið um helgina úr húsnæði Selásbygginga sem er til húsa að Gagnheiði 37 á Selfossi. Þjófurinn braut sér leið inn í húsið með því að spenna upp hurð. 24.1.2011 11:57
Eftirlit með mengun talið vera óskilvirkt Er stóriðjufyrirtækjum treystandi til að gera eigin mengunarmælingar? Félagið Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skorar á Umhverfisstofnun að endurskoða starfsleyfi stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. „Þetta er með það fyrir augum að færa ábyrgð á framkvæmd mengunarmælinga frá stóriðjufyrirtækjunum til óháðra opinberra aðila,“ segir í yfirlýsingu. Félagið telur að mælingarnar séu ekki trúverðugar „ef hinn mengandi aðili“ sér sjálfur um þær. 24.1.2011 11:00
Illa haldin af Tourette - Bjartsýn á framtíðina „Ég hef ekkert heyrt, en það er ný vika og ég vona að það gerist eitthvað," segir Elva Dögg Gunnarsdóttir vongóð um framtíðina en hún er illa haldin af Tourette-heilkennunum. Raunar er hún svo illa haldin af Touretta að læknirinn hennar hefur ekki séð annað eins. 24.1.2011 10:42
Flóðin í Hvítá í rénum Flóðin í Hvítá á Suðurlandi eru farin að sjatna ofan til í ánni og er reiknað með að flóðið verði gengið til sjávar síðdegis. þó flæddi enn yfir heimreiðar að nokkrum sveitabæjum snemma í morgun, en eftir því sem næst verður komist hefur hvergi alvarlegt tjón hlotist af, líkt og varð í flóðum árið 2006. 24.1.2011 08:14
Fimm sprengjur í Bagdad Fimm bílasprengjur sprungu nærri Bagdad Í Írak í gær með þeim afleiðingum að sex létust og 29 særðust. Lögreglunni í Írak grunar að bílasprengjurnar tengist og sé samhæfð árás uppreisnarmanna. 24.1.2011 08:10
Ók á móti umferð Ökumenn, sem áttu leið um Reykjanesbraut upp úr klukkan níu í gærkvöldi, tilkynntu lögreglu um bíl, sem væri ekið á öfugum vegarhelmingi á móts við Vogaafleggjara, og stefndi hann í átt að Reykjavík. Hann sinnti ekki ljósablikki og flauti ökumannanna, sem komu á móti honum. Lögreglubílar voru sendir til móts við hann frá Reykjavík, en fundu hann ekki. 24.1.2011 08:00
Gamlar raflagnir sennilega orsök eldsvoða í Gufunesi Bryggjan við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi í Reykjavík stórskemmdist í eldi í gærkvöldi. Bryggjan er úr viði og logaði í henni á tuga metra kafla þegar slökkviliðið kom á vettvang. 24.1.2011 07:58
Brotist inn í Gerðuberg Tveir karlmenn, báðir innan við tvítugt, voru handteknir í nótt þegar þeir voru að brjótast inn í menningarmiðstöðina Gerðuberg í Breiðholti í Reykjavík. Vegfarandi lét lögreglu vita og náði hún öðrum á vettvangi, en hinn var hlaupinn uppi þegar hann reyndi að komast undan. Þeir gista nú fangageymslur. 24.1.2011 07:52
Barnshafandi konum sagt upp eftir stöðufærslur á Facebook Nokkur dæmi eru um það að konur hafi misst vinnuna eftir að hafa tilkynnt að þær væru barnshafandi á Facebook-síðum sínum áður en þær tilkynntu vinnuveitendum sínum það formlega. Vinnuveitendurnir hafi í kjölfarið sagt þeim upp störfum. 24.1.2011 06:30
Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. 24.1.2011 05:00
Tveir af þremur vilja halda ESB-umsóknarferli áfram Könnun Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og samningur lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmur þriðjungur vill að umsóknin verði dregin til baka. 24.1.2011 00:01
Ísland í tólfta sæti Ísland er í tólfta sæti á lista yfir þau lönd sem búa við mesta velmegun. Listinn, sem var nýlega birtur, ber titilinn 2010 Prosperity Index. Á honum er 110 ríkjum raðað í röð eftir velmegun. 23.1.2011 23:22
Fréttir vikunnar: Alvarleg líkamsárás og bankamenn yfirheyrðir Það var ýmislegt sem vakti athygli í síðustu viku. Ellefu manns voru fluttir á spítala eftir tvö slys á Reykjanesbrautinni á laugardaginn fyrir viku. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega. 23.1.2011 21:45
Skortir sérfræðinga til að sinna börnum Á hverju ári greinast um 10 til 14 börn með alvarlegan gigtarsjúkdóm en aðeins einn sérfræðingur hefur sinnt þessum börnum hér á landi en sá nálgast eftirlaunaaldur. Gigtarfélagið hefur þungar áhyggjur af stöðu þessara barna og fundaði í mánuðinum með stjórendum Landspítalans. 23.1.2011 18:35
Um 50 björgunarsveitamenn leituðu konu Um 50 björgunarsveitamenn leituðu konu sem villtist á leið sinni upp á Helgafell í kvöld. Konan fannst við topp fjallsins um sjöleytið í kvöld og björgunarmenn eru að fylgja henni niður. Ástæða þess að konan villtist uppi á fjallinu er mikil þoka sem er þar núna. 23.1.2011 19:47
Nota hafnsögubát við slökkvistarfið „Við erum komnir með hafnsögubát með stórar og miklar dælur sem er að sprauta á eldinn. Við erum líka að sprauta frá landi,“ segir slökkviliðsmaður við bryggjuna í Gufunesi í samtali við Vísi. 23.1.2011 19:20
Eldur í bryggjunni í Gufunesi Eldur kviknaði á bryggjunni í Gufunesi nú undir kvöld, tvær stöðvar eru á staðnum og mikinn reyk leggur frá bryggjunni yfir í Grafarvoginn. Íbúar í Grafarvogi mega því eiga von á því að reyk muni leggja yfir hverfið þeirra. Segjum nánar frá þessu síiðar í kvöld. 23.1.2011 18:45
Enn alvarlega veik á gjörgæslu vegna svínaflensu Ástand konunnar sem lögð var inn á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu fyrir helgi er svipað og það var fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild. Ástand hennar er stöðugt en hún er ennþá alvarlega veik. 23.1.2011 16:30
Lögreglan leitar ökufants Lögreglan leitar nú ökumanns BMW bifreiðar sem ók utan í vegrið við Arnarnesbrúna laust eftir klukkan ellefu í morgun. Ökumaðurinn yfirgaf vettvang eftir óhappið og ekki er vitað hvað varð um hann. Lögreglan telur sig þó vita hver hann er. 23.1.2011 15:07
Nafn mannsins sem lést Karlmaður sem lést á Eyjafjarðarbraut síðastliðinn fimmtudag hét Gísli Ólafur Ólafsson til heimilis að Vættagili 21 á Akureyri. 23.1.2011 14:46
Varað við vatnavöxtum í Hvítá Veðurstofan varaði í morgun við Vatnavöxtum í Hrunamannahreppi, nánar tiltekið á vatnasviði Hvítár. Hlýtt hefur verið á hálendinu og mikið rigning á suðvesturhluta þess. Rennslið hefur því vaxið töluvert í ánni. 23.1.2011 13:51
Súlubyggðin í Eldey vekur athygli Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgjast með henni á Netinu. Myndavélum hefur verið komið fyrir í Eynni og því er hægt að fylgjast með fuglunum dag og nótt. Eldey er um 77 metra hár klettadrangur um 15 kílómetrum suðvestan við Reykjanes. Alfræðivefurinn Wikipedia segir að þar sé ein af stærri súlubyggðum heims, með um 14.000 - 18.000 súlupör sem verpa þar á hverju ári. 23.1.2011 13:25
Hefur efasemdir um stofnun atvinnuvegaráðuneytis Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að rétt sé að gera frekari breytingar á stjórnsýslunni. Sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis annars vegar og iðnaðarráðuneytis hins vegar hefur verið fyrirhuguð frá því að vinstristjórnin tók við völdum fyrir um tveimur árum síðan. Þegar hafa fjögur ráðuneyti verið sameinuð í velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti. 23.1.2011 11:02
Passið ykkur á hreindýrunum Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vilja vara vegfarendur sem leið eiga um Austurland við mikilli umferð hreindýra, sérstaklega á Fagradal. Hætta á árekstrum við hreindýr er mest í skammdeginu og þegar hálka og skafrenningur gera aðstæður erfiðar. 23.1.2011 10:00
Segir umræður um njósnatölvuna hjákátlegar Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að hún hafi oft tengt tölvu sína með sama hætti og svokölluð njósnatölva var tengd við netið. Í tilkynningu sem hún setti á vefsíðu sína í morgun segir hún að að sér þyki hjákátlegt að hafa fylgst með fréttum af aðskotatölvunni sem fanst í skriftstofuhúsnæði Alþingis í febrúar í fyrra, á hæð þar sem Hreyfingin og Sjálfstæðisflokkur deila. 23.1.2011 09:54
Hnífamaður gekk laus Fólki í miðborg Reykjavíkur var brugðið þegar að það sá ungan mann sveifla hnífi um eittleytið í nótt. Þegar lögreglan hafði afskipti af manninum reyndi hann að komast undan. Hann var handtekinn í Lækjargötu og hnífurinn fannst þá í annarri buxnaskálminni hans. 23.1.2011 09:37
Lag Sigurjóns verður áfram í keppninni Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu á mánudag, var einn þeirra lagahöfunda sem áttu lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Sigurjón hafði skilað inn upptöku af laginu, þar sem hann syngur sjálfur, en eiginkona hans Þórunn Erna Clausen samdi textann. 23.1.2011 09:24
Tekinn á tvöföldum hámarkshraða Karlmaður var tekinn á 102 kílómetra hraða að Laugarvatni rétt fyrir miðnætti í gær, en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn gaf öndunarsýni og var færður á stöð. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og má búast við því að fá sekt fyrir hraðaaksturinn. 23.1.2011 09:18
Hófu framkvæmdir án leyfis frá ráðherra Iðnaðarráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnargarðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlkun stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki. 23.1.2011 08:00
Stálu stórum gaskútum við Ellingsen Rúða var brotin í bifreið í Hraunbæ í dag og hljómflutningstæki og skólataska tekin úr bílnum. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrotið um áttaleytið en þjófurinn er ófundinn. Þá var hengilás slitinn við Ellingssen á Granda og fjórum tíulítra gaskútum stolið. Um var að ræða svokallaða smellugaskúta sem hafa notið töluverða vinsælda upp á síðkastið. 22.1.2011 20:37
Leg verða grædd í konur Allt bendir til að hægt verði að græða leg í konur innan tíðar. Prófessor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans segir undirbúning að slíkri aðgerð hafinn í Svíþjóð og sennilega verði gerð tilraun til ígræðslu þessu ári. Gæfi það góða raun þyrftu færri konur að leita til staðgöngumæðra. 22.1.2011 19:14
Halldór laus úr farbanni Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, losnaði úr farbanni í gær. Halldór kom til landsins síðastliðinn sunnudag. Hann var úrskurðaður í farbann í þágu rannsóknar málsins að beiðni sérstaks 22.1.2011 18:14
Missti meðvitund þegar band hertist um hálsinn Dansarinn sem slasaðist við æfingar hjá Íslenska dansflokknum í gær heitir Steve Lorenz. Hann er þýskur ríkisborgari en hefur verið búsettur hér á landi ásamt sambýliskonu sinni sem einnig er dansari við flokkinn. 22.1.2011 16:26
Vann 17 milljónir í lottó Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins. Hann er rúmum 17,2 milljónum króna ríkari fyrir vikið. Vinningsmiðinn var seldur í Tvistinum í Vestmannaeyjum. 22.1.2011 19:37