Fleiri fréttir

Vill ekki verða þræll í Nepal

Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur,“ segir Priyanka Thapa, 22 ára gamall Nepalbúi sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár.

Fljúga til Nuuk til að sækja sjúkling

Þessa stundina er sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, að leggja af stað frá Akureyri áleiðis til á Nuuk á vesturströnd Grænlands að sækja bráðveikan sjúkling. Ásamt flugmönnum Mýflugs eru læknir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar um borð í vélinni.

Handrukkaramál í Fossvogi

Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir á Bústaðarveginum, nærri Landspítalanum, þessa stundina. Fjöldi lögreglumanna er á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er um handrukkaramál að ræða en ekki fengust frekari upplýsingar um málavöxtu. Fjöldi lögreglubíla er á staðnum og sjúkrabíll.

Landspítalanum berast gjafir fyrir hundruð milljóna

Landspítalinn er að miklu leyti orðinn háður gjöfum félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til að hægt sé að viðhalda og endurnýja tæki og búnað spítalans, segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans á vef hans.

Aftansöngur í beinni á Stöð 2 og Vísi

Búist er við því að tugþúsundir manna sæki helgihald yfir jólahátíðina. Á milli sex og sjö hundruð helgistundir verða á vegum þjóðkirkjunnar um allt land um jól og áramót, auk þess sem messur verða á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar.

Gríðarlega hvasst undir Eyjafjöllum

Gríðarlega hvasst hefur verið undir Eyjafjöllum undanfarna klukkutíma og hefur vindstyrkurinn farið upp í allt að 35-40 metra á sekúndu í mestu hviðunum. Lögreglumaður á Hvolsvelli sem fréttastofa talaði við segir að sér sé ekki kunnugt um tjón af völdum óveðursins. Hins vegar sé töluvert grjót í fjallinu og við það sem geti fokið. Því sé rétt fyrir ökumenn að hafa varan á og fylgjast með upplýsingum á vef Vegagerðarinnar áður en það ákveður að ferðast.

Priyanka orðin ein af fjölskyldunni

Konan mín á tvö börn úr fyrra sambandi með Nepala. Sjálfur á ég tvö börn af fyrra sambandi og svo eru börn bróður konunnar að miklu leyti hjá okkur líka, þannig að allt í allt eru þetta fimm til sex börn sem eru á heimilinu hverju sinni,“ segir Þórólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Sagasystem.

Innbrot á þremur stöðum

Brotist var inn á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í fyrirtæki á Smiðjuvegi um miðja nótt, en ekki er sjáanlegt að neinu hafi verið stolið öðru en útvarpstæki. Lögreglan segir að þjófavarnarkerfi hafi farið í gang og það virðist hafa fælt þjófana í burtu.

Skap-Ofsi til ákæruvaldsins

Mál málningarslettumannsins sem kallað hefur sig Skap-Ofsa er komið til ákæruvalds lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður tekin ákvörðun um hvort maðurinn verður ákærður fyrir eignaspjöll eður ei.

Nemendur afar ósáttir við vinnubrögðin

Nemendum á útstillingabraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur verið tilkynnt bréflega að nám í greininni verði fellt niður frá og með áramótum.

Missti allt sitt á einum degi

Hundurinn Spotti, sem dvalið hefur á fósturheimili Dýrahjálpar frá því í ágúst, missti allt sem hann átti á einum degi. Tík sem var á heimili með honum, ári eldri en hann og besti félagi fékk krabbamein þegar flytja átti þau tvö á fósturheimilið. Það varð því að svæfa hana og sama dag varð Spotti að sjá á bak eiganda sínum frá upphafi og heimili sínu, því eigandinn þurfti að flytja til foreldra sinna, þar sem ekki var hægt að hafa hunda.

Ljósmyndakeppni Fréttablaðsins: Fékk myndavél í verðlaun

Sveinn Bjarki Brynjarsson, sextán ára ljósmyndari úr Árbæ, tók við verðlaunum fyrir bestu ljósmyndina af tunglmyrkvanum fyrr í vikunni í gær. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhenti Sveini verðlaunin, myndavél, í húsakynnum Fréttablaðsins.

Reykur úr kjallaraíbúð í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem kom út frá kjallaraíbúð í miðbæ Hafnarfjarðar. Tveir slökkviliðsbílar og einn sjúkrabíll voru sendir á staðinn.

Missti stjórn á bílnum og valt

Bíll valt á gatnamótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar klukkan korter yfir níu í kvöld. Einn maður var í bílnum og komst hann sjálfur út úr honum. Ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður en hann mun fara til læknisskoðunar til öryggis.

Spyr hvort hjásetan hafi verið þvingunaraðgerð

Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum

Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea

Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig.

Slegist um málverk

Mikil ásókn er í olíumálverk eftir Eggert Pétursson en það er nú í eigu þrotabús VBS fjárfestingabanka, sem hefur auglýst það til sölu. Verkið er metið á margar milljónir.

Einkavæðing áfram í skoðun

Áfram verður unnið að því að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum, segir þingmaður VG. Enginn afsláttur verði gefinn af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar. Gengið hefur verið að fullu frá kaupum Magma Energy á HS Orku.

NATÓ aðmíráli var synjað um skoðunarferð i Höfða

Reykjavíkurborg hafnaði ósk yfirmanns hjá NATÓ sem hér var í opinberum erindagjörðum um að fá að skoða Höfða. Jón Gnarr, borgarstjóri, var aldrei látinn vita, segir skrifstofustjóri borgarstjóra.

Færri fengu aðstoð en í fyrra

Í ár sóttu 4043 um jólaaðstoð fyrir jólin og 95% þeirra náðu í jólaaðstoð sína, eða 3845. Það eru færri heldur en í fyrra en þá náðu 3946 í aðstoðina, sem er 2,5% fækkun. Um 170 sóttu um aðstoð á Akureyri.

Stefán Haukur hættir sem sendiherra

Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni. Stefán Haukur Jóhannesson, sem hefur verið sendiherra í Brussel frá árinu 2005, flyst heim til starfa í ráðuneytinu 15. janúar næstkomandi og heldur áfram að gegna starfi aðalsamningamanns Íslands í aðildarviðræðum við ESB.

Vann 250 þúsund krónur í beinni útsendingu

„Ég er svo aldeilis hissa, þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Rósa Marta Guðnadóttir frá Eyrarbakka þegar Rúnar Róbertsson á Bylgjunni tilkynnti henni að hún hefði unnið 250 þúsund króna gjafabréf í Króuna.

Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja

„Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður.

Harður árekstur við Bröttubrekku - þrennt á slysadeild

Harður árekstur tveggja bifreiða varð við vegamót Vesturlandsvegar og Vestfjarðavegar við Bröttubrekku nú skömmu eftir hádegið. Þrennt slasaðist í árekstrinum og er þessa stundina á leið með sjúkrabíl á slysa- og bráðadeild Landspítalans. Ekki er vitað hvernig fólkið er slasað en það er ekki talið í lífshættu. Smávægilegar umferðartafir urðu við Bröttubrekku eftir að slysið varð en umferð gengur þar nú óhindrað.

Flugferðir að mestu á áætlun fyrir jólin

Flug véla Icelandair eru allt nokkurn veginn á áætlun þessa Þorláksmessuna. Einhverjum vélum hefur seinkað um hálftíma eða klukkustund en ekki er um neinar stórfelldar seinkanir að ræða.

Vefhetja ársins valin

Almenningur getur nú tilnefnt fólk og fyrirtæki til nýrra vefverðlauna sem afhent verða á sýningunni Netið Expo í Smáralind í mars.Verðlaunaflokkar eru tíu og hægt er að senda inn ábendingar um tilnefningar til 12. janúar en þá mun dómnefnd sem skipuð er sérfræðingum tilnefna fimm í hverjum flokki.

Myndir Ragnars á meðal þeirra bestu á árinu

Ljósmynd Ragnars Th Sigurðssonar hjá ARCTIC-IMAGES af eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur verið valin af vísindatímaritinu Nature sem ein af bestu ljósmyndum ársins. Myndin sýnir ótrúleg umbrot í jöklinum og eldingar sem lýsa upp gosmökkinn. Önnur mynd af eldgosinu eftir Ragnar er einnig á meðal bestu mynda ársins að mati bandaríska tímaritsins Time.

Vinnumálastofnun auglýsir eftir stærra húsnæði

„Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir Vinnumálastofnun Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 10 ára." Þannig hljómar auglýsing sem birt er á útboðsvef Ríkiskaupa.

Ásmundur skráði á vef en ekki hagsmunaskrá og lét lagfæra

Ásmundur Einar Daðason lét hjá líða að greina frá eign sinni í fyrirtæki sem rekur vefverslun með búvörur í hagsmunaskrá Alþingis, en minnist á fyrirtækið á ferilskrá sinni á vef þingsins. Hann kennir gleymsku um og segist hafa nú látið breyta hagsmunaskrá sinni og setja þar inn upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess.

Rúnar Róberts rausnarlegur á Bylgjunni

Rúnar Róbertsson útvarpsmaður verður rausnarlegur á Bylgjunni í dag milli kl. 15 og 16 þegar hann hringir út í vinningshafa í jólaleik Atlantsolíu og Bylgjunnar.

Húsgagnaverslun inn í Hörpu

Epal og rekstrarfélagið Ago ehf. undirrituðu á þriðjudaginn rekstrarleyfissamning til sjö ára. Samningurinn felur í sér að Epal verði með verslun með innlendar og erlendar hönnunar og gjafavörur í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsinu í Reykjavik samkvæmt tilkynningu frá versluninni.

Svafar Gestsson: Sáttur við sjópokann

„Jólagjafir ætla ég ekki að ræða hér en fagna því samt að á mínum tæplega 30 ára sjómannsferli að eignast loks góðan sjópoka,“ skrifar Svafar Gestsson, vélstjóri á Jónu Eðvalds og starfsmaður útgerðarinnar Skinneyjar-Þinganess.

Mölvaði rúður með hafnaboltakylfu í Reykjanesbæ

Íbúum Reykjanesbæjar var brugðið í morgun þegar ungur maður gekk berserksgang vopnaður hafnaboltakylfu í Njarðvík. Maðurinn var í annarlegu ástandi og tókst honum að brjóta rúður í fjórum bifreiðum og í íbúðarhúsi áður en lögreglumenn yfirbuguðu hann.

Vonskuveður víða á Suðurlandi

Vonskuveður brast á undir Eyjafjöllum, í Vetmannaeyjum og í Mýrdal í morgun og hefur vindhraðinn farði upp í 50 metra á sekúndu að bænum Steinum undir Eyjafjöllum.

Brenndu sænska jólageit við Ikea

Óprúttnir aðilar kveiktu í fimm metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins án nokkurra vandkvæða. Geitin stóð á lóð Ikea en nærliggjandi mannvirki voru ekki í hættu vegna eldsins.

Bæjarstjórn: Vegtollur hrein og klár svik

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmælir alfarið öllum hugmyndum um vegtoll á Reykjanesbraut en í skoðun er að setja vegtolla á stofnbrautir út frá Reykjavíkurborg. „Í aðdraganda framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar var margoft rætt um mögulega vegatolla en slíkum hugmyndum var ávallt mótmælt af íbúum Suðurnesja,“ benda bæjarfulltrúarnir á en þeir eru einróma í þessari skoðunn sinni.

Sjá næstu 50 fréttir