Fleiri fréttir

Þúsundir missa afslátt í sund

Afsláttur sundlauga Reykjavíkur fyrir eldri borgara verður frá áramótum miðaður við 70 ár í stað 67 ára áður.

Tekinn við bruggun, kannabisrækt og dópsölu

Karlmaður um fertugt var handtekinn í heimahúsi við Stórholt í Reykjavík í nótt, staðinn að bruggun áfengis, ræktkun kannabisplantna og grunaður um sölu á amfetamíni eða kókaíni.

Námslok verða tryggð hjá nemendum

Menntamálaráðuneytið endurskoðar nú framtíð samstarfsins við Menntaskólann Hraðbraut, en þjónustusamningur við skólann rennur út sumarið 2011.

Hátt í 20 þúsund fá aðstoð við jólahaldið

Hátt í tuttugu þúsund Íslendingar fá aðstoð við að halda jól þetta árið, er mat talsmanna hjálparsamtaka. Sjö þúsund manns hið minnsta leituðu til samtakanna á síðustu dögum. Stór hópur þarf aðstoð en þiggur hana ekki, af ýmsum ástæðum.

Háðir því að þingmenn breyti lögum

Áformað er að 20 nemendur hefji nám í Lögregluskóla ríkisins í byrjun febrúar. Til að svo megi verða þarf Alþingi að samþykkja frumvarp um breytingar á náminu eftir að þingmenn koma úr jólafríi um miðjan janúar, segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans.

Bækur seljast fyrir fimm milljarða í ár

„Við sjáum engin merki þess að bókasala sé að minnka,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, um söluna í ár. Gert er ráð fyrir því að velta bókaársins verði í samræmi við síðustu ár, í kringum 4,7 til 4,8 milljarðar króna.

Leyfa útsýnispall sem má ekki sjást

Rangárþing eystra hyggst setja upp útsýnispall ofan og austan við Skógafoss. Jafnframt á að koma fyrir göngutröppu við Seljalandsfoss.

Hafnar ásökun um misnotkun kirkju

Bjarki Steingrímsson, stjórnarmaður í VR, segir Stefán Einar Stefánsson, siðfræðing og forstöðumann Hins íslenska Biblíufélags, nota skrifaðstöðu í Hallgrímskirkju til sinna eigin afnota.

Einmanaleiki og kvíði á jólunum

Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi.

Gunnar Rúnar gæti sloppið fyrr

Líkur eru á Gunnar Rúnar Sigurþórsson sleppi fyrr en ella út í samfélagið verði hann úrskurðaður ósakhæfur. Þetta er reynslan í nágrannalöndum okkar. Stysti tíminn sem einstaklingur hefur þurft að dvelja á Sogni er tvö ár.

Ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn

„Níumenningarnir eru ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn," segir málsvari þeirra. Hann segir að ákæruvaldið hafi farið offfari í málinu. Dómsmálaráðherra tók við áskorun frá 1000 manns í dag sem vilja að hann beiti sér fyrir því að saksókn í málinu verði felld niður.

Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa

Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum.

Beltið bjargaði ökumanninum

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hádeginu í dag á Eyjafjarðarbraut vestri við bæinn Espihól, með þeim afleiðingum að bíllinn valt eina veltu.

Lögreglan varar við Þórsmerkuleið við Gígjökul

Nokkuð hefur borið á því að ekið sé inn gamla lónsstæðið við Gígjökul á Þórsmerkurleið. En við gosið í Eyjafjallajökli s.l. vor kom flóð niður með Gígjökli með miklum klaka og aurburði og fyllti upp í gamla lónsstæðið.

Bæjarstjórinn: „Ódýrara að vera með börn í Garðabæ“

„Það er ódýrara að vera með börn í Garðabæ en víðast annars staðar," segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að þegar miðað er við þær heildargreiðslur sem falla á foreldra barna frá því börnin eru níu mánaða til fimm ára gömul, sé einna hagstæðast fyrir barnafólk að búa í Garðabæ.

Transfitusýrulög undirrituð í dag

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifaði í dag undir reglugerð um hámarksmagn transfitusýra í matvælum.

Íslendingar almennt ánægðir með veðrið, vinnuna og nágranna

Íslendingar eru almennt ánægðir með veðrið, vinnuna og nágranna sína samkvæmt könnun MMR. Mikill meirihluti eða 93,4% landsmanna segjast ánægð með nágranna sína, 90,3% segjast ánægð með vinnuna sína og 85,5% eru ánægð með veðrið að undanförnu.

Jólaumferð í kirkjugörðunum

Búast má við talsverðri umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.

Allt að 122% verðmunur á hamborgarhrygg

Allt að 122% verðmunur var á hamborgarhrygg með beini þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 7 lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum í Reykjavík og Akureyri á mánudag. Kannað var verð á 46 algengum matvörum sem eru til í eldhúsum landsmanna yfir hátíðarnar.

Starfsfólk Skinneyjar-Þinganess: Niðurlægjandi jólagjöf

„Þetta er bara mjög niðurlægjandi jólagjöf,“ segir starfsmaður útgerðarinnar Skinneyjar-Þinganess en starfsfólk þar fékk forláta sjópoka úr gúmmíi. Pokinn er dökkblár og 60 lítrar, merktur Skinney-Þinganes.

Gamlir en vinalegir vitleysingar á topplistanum

Fortíðarþráin virðist ríkjandi hjá kaupendum barnaefnis fyrir þessi jólin og sjást þess merki vel á listum yfir mest seldu mynddiskana. Klaufabárðarnir, vitleysingarnir vinalegu sem urðu góðkunningjar hverrar fjölskyldu fyrir um þrjátíu árum, verma þrjú sæti á lista Eymundsson yfir mest selda barnaefnið í desember.

100% hækkun á umframvistun í Garðabæ

Gjald fyrir vistun barna á leikskóla í Garðabæ, umfram átta klukkustundir, hækkar um hundrað prósent þann 1. janúar. Auka klukkustund kostar frá þeim tíma 6400 krónur á mánuði, auka hálftími 3200 krónur og greiða þarf 1600 krónur fyrir auka korter.

Icelandair með aukaflug til Boston

Eftir miklar tafir síðustu daga virðist vera mikil þörf á flugi frá Bandaríkjunum til Evrópu. Icelandair setti á aukaflug til Boston í dag til að ferja 60 strandaglópa vestur og flugið til baka er að fyllast.

Búist við tugþúsundum í kirkju

Þjóðkirkjan býst við að tugþúsundir Íslendinga sæki jólamessur yfir hátíðarnar. Að sögn kirkjunnar felst boðskapur jólanna í voninni.

Var ekki að sinna skyldustörfum

Ríkislögreglustjóri vék lögreglumanni úr starfi í október síðastliðnum eftir að ríkissaksóknari ákvað að höfða sakamál á heundur manninum sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Glæsilegar sigurmyndir í tunglmyrkvakeppni

Sveinn Bjarki Brynjarsson, sextán ára Árbæingur, bar sigur úr býtum í keppni Fréttablaðsins og Vísis um bestu ljósmyndina af tunglmyrkvanum. Sigurmyndin var birt á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Lögreglumanni vikið úr starfi vegna meints kynferðisbrots

„Það er rétt að lögreglumanni hefur verið vikið úr starfi tímabundið en ég tjái mig ekki um hitt,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttavef DV þá hefur lögreglumaður verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingsstúlku á Norðurlandi.

Breytingar á akstri Strætó yfir hátíðirnar

Breytingar verða á akstri Strætó bs. um jól og áramót, eins og jafnan á stórhátíðum. Hér er yfirlit yfir akstur strætó yfir hátíðirnar auk helstu breytinga: Á Þorláksmessu, fimmtudaginn 23. desember, verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun á virkum degi.

Hættulegir smáhundar í umferð

Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem starfsmenn furða sig á því hversu algengt það sé að ökumenn aki með smávaxna hunda í fanginu.

Kartöflupokakisurnar eru ennþá í Kattholti

Kisurnar níu sem fundust í kartöflupoka í Heiðmörk á fimmtudaginn eru nú allar í umsjón dýravinanna í Kattholti. Dýrin voru svo illa haldin eftir meðferð fyrri eiganda að þau eru enn þá hvekkt og bregðast illa við þegar reynt er að láta vel að þeim.

Eldur í íbúðarhúsi á Ísafirði

Eldur kviknaði í íbúð á annari hæð í tvílyftu gömlu timburhúsi við Aðalstræti á Ísafirði upp úr klukkan fimm í nótt.

Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á Hafnarfjarðarvegi á milli Kópavogs og Garðabæjar um klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega þeir eru slasaðir, en bílarnir eru mikið skemmdir.

Fækkar mest á Vestfjörðum

Íslendingum hefur fjölgað um 643 milli ára, og eru nú 318.236 talsins. Fjölgunin er um 0,2 prósent milli ára. Fólki hefur fækkað umtalsvert víða á landsbyggðinni. Mest er fólksfækkunin á Vestfjörðum, 3,2 prósent á einu ári, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu

Hrina innbrota var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og náðist þjófurinn í einu tilfellinu. Fyrst var bortist inn í vínbúðina við Skútuvog um klukkan hálf ellefu og nokkrum áfensgisflöskum stolið. Síðan inn í tölvuverslun við Langholtsveg á tólfta tímanum, þaðan sem fartölvu var stolið.

Vörubílsdekk skall framan á smábíl - bíllinn gjörónýtur

Ökumaður og farþegi í litlum fólksbíl, sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, eftir að dekk og felga losnuðu undan stórum vörubíl, sem þau voru að mæta rétt norðan við Hvalfjarðargöngin um níu leitið í gærkvöldi, og þeyttist á fullri ferð beint framan á bíl þeirra.

Löndunarbann ESB er innantóm hótun

Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt.

Sjá næstu 50 fréttir