Fleiri fréttir Fluttu inn löglegt fíkniefni og voru sýknaðir Tveir einstaklingar voru sýknaðir í dag af innfluttningi á tæplega fjórum kílóum af efninu 4-flúoróamfetamín í desember á síðasta ári. Efnið er náskylt amfetamíni en Rannsóknarstofa Háskóla Íslands telur efnið mega flokka sem ávana- og fíkniefni. 9.12.2010 16:25 Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9.12.2010 16:25 Bónusinn skipti engu máli - Ríkharður fær 21 milljón Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að launakrafa Ríkharðs Daðasonar, hjá Kaupþingi, væri forgangskrafa. Ríkharður krafðist þess að honum yrðu greiddar tæplega 27 milljónir króna vegna vangoldinna launa og launa á uppsagnafresti. 9.12.2010 15:42 Bandarískum ferðamönnum fjölgar - Bretum fækkar Alls fóru 21.240 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði en um er að ræða svipaðan fjölda gesta og í nóvembermánuði á síðasta ári að því er fram kemur í tilkynningu frá ferðamálastofu. Veruleg aukning hefur verið í fjölda gesta frá N-Ameríku eða um 20%. „Gestum frá Mið- og Suður Evrópu fjölgar um tæp 7%, Norðurlandabúar standa í stað og lítilsháttar fjölgun (3,2%) er frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað",“ segir ennfremur um leið og þess er getið að Bretum fækkar um um tæp 16%. 9.12.2010 15:40 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9.12.2010 15:00 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9.12.2010 14:18 Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi „Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. 9.12.2010 14:11 Jón Gnarr opnar Jólabæinn í dag Jón Gnarr borgarstjóri mun opna Jólabæinn á Hljómalindarreit með sérstakri athöfn klukkan þrjú í dag. 9.12.2010 14:04 Engin árás verið gerð á Visa á Íslandi Engin árás hefur verið gerð á tölvukerfi Vísa á Íslandi sem fyrirtækið Valitor sér um. Að sögn forstjóra Valitor hafa einhverjar fyrirspurnir borist frá viðskiptavinum um ákvörðun Vísa erlendis að loka á viðskipti við Wikileaks, en viðskiptavinir hafi verið upplýstir um að Valitor á Íslandi sé ekki aðili að þeirri ákvörðun. 9.12.2010 13:39 Ásmundur sammála Lilju - fjárlögin rædd áfram í dag Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd, hefur áhyggjur af þeim mikla niðurskurði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu. Hann tekur því undir með Lilju Mósesdóttur, þingmanni Vinstri grænna og formanni viðskiptanefndar, um að niðurskurðarhugmyndir séu mögulega of miklar miðað við spár um dræman hagvöxt. 9.12.2010 12:13 Íslendingar gætu verið að einangrast í makrílmálinu Fulltrúar Norðmanna, Evrópusambandsins og Færeyinga eru að hefja viðræður í Kaupmannahöfn um skiptingu makrílkvóta í norðurhöfum á næsta ári, án þáttöku Íslendinga. Nái þessir þrír samkomulagi, einangrast Ísland í vissum skilningi. 9.12.2010 12:03 Icesave: Blaðamannafundur í beinni á Vísi og Bylgjunni Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Iðnó klukkan 18:00 í dag þar sem afrakstur Icesave-viðræðnanna verður kynntur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og á Bylgjunni. 9.12.2010 11:45 Stjórnarþingmaður styður ekki fjárlagafrumvarpið Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að sitja hjá þegar þingmenn greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið. „Ég er núna búin að velta fyrir mér í margar vikur hvort ég geti sannfæringar minnar vegna samþykkt þessi fjárlög sem núna eru til umfjöllunar í þinginu," segir Lilja. 9.12.2010 10:30 Grunaður um að landa framhjá vigt Lögreglumenn úr Borgarnesi stöðvuðu í morgun bíl, að beiðni Fiskistofu, þar sem grunur leikur á að hann hafi verið að flytja fisk, sem landað hafi verið framhjá vigt á Arnarstapa snemma í morgun. 9.12.2010 09:52 Eyðum minna í félagsvernd en nágrannalöndin Útgjöld til félagsverndar á Íslandi árið 2008 námu 325,6 milljörðum króna eða 21,8% af landsframleiðslu. Þetta er hlutfallslega minna en hjá nágrannalöndum okkar. Í Danmörku er þetta hlutfall 28,9%, í Svíþjóð 28,8%, í Noregi 24% og í Færeyjum og Finnlandi 25,6%. Um 40% útgjaldanna á Íslandi árið 2008 voru vegna heilbrigðismála, en það samsvarar 8,8% af landsframleiðslu. 9.12.2010 09:08 Neytendasamtökin fordæma slæma meðferð á dýrum „Neytendasamtökin telja með öllu óeðlilegt að svín séu gelt án deyfingar og kýr látnar vera inni allan sólarhringinn allan ársins hring svo dæmi séu tekin. Jafnframt er ástæða til að minna á að við státum okkur af því að hér á landi sé stundaður landbúnaður sem sé til fyrirmyndar og sem við getum verið stolt af. Þau dæmi sem fram hafa komið í fjölmiðlum benda þó síður en svo til þess.“ 9.12.2010 08:27 Félögum múslima gert að sameinast um eina mosku Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. 9.12.2010 06:45 Líf á öðrum hnöttum þykir sífellt líklegra Nýverið hefur verið upplýst að lífvænlegar plánetur eru mun fleiri en áður var talið. Þá hefur verið sýnt fram að að líf finnst í umhverfi sem talið var baneitrað. Vísindamenn telja því öll rök hníga í þá átt að líklegra sé að jörðin sé ekki eina plánetan þar sem líf hafi orðið til. 9.12.2010 06:00 Ákærðir fyrir sprengjuárás á lögreglustöð Tveir ungir menn, átján og nítján ára, hafa verið ákærðir fyrir tilraun til brennu og brots gegn valdstjórninni fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Þeir voru handteknir í Borgarnesi í lok nóvember í fyrra eftir að hafa kastað bensínsprengjum í lögreglustöð bæjarins til að reyna að frelsa vin sinn úr haldi. 9.12.2010 06:00 Síðari greiðslan samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í fyrrakvöld fjáraukalög næsta árs og þar með greiðslu síðari hluta bótanna til Árbótarhjóna. Fyrri hlutinn, tólf milljónir, var greiddur úr sjóðum Barnaverndarstofu nú í haust en Barnaverndarstofa fær aukafjárveitingu úr ríkissjóði á næsta ári til að greiða seinni átján milljónirnar. 9.12.2010 06:00 Bæturnar byggðar á óljósri skuldastöðu Eigendur meðferðarheimilsins Árbótar hafa síðan 2001 greitt sjálfum sér um 150 milljónir að núvirði í húsaleigu. Þrjátíu milljóna króna bætur stjórnvalda til þeirra grundvölluðust að miklu leyti á skuldum vegna framkvæmda á staðnum. Skuldirnar liggja í félagi sem sinnir ekki bara meðferðarheimilinu. Viðsemjendur fengu aldrei reikninga þess í hendur. 9.12.2010 05:00 Hyggst reisa hæstu vindmyllu landsins „Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sekúndu,“ segir Haraldur Magnússon bóndi sem hyggst reisa rúmlega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sú hæsta á landinu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd. 9.12.2010 05:00 Frábær veiði og verð hrogna hátt Heildarafli á grásleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum. Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði, eins og kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, enda hátt verð á hrognunum. 9.12.2010 05:00 Yngstu börnin færð og félagsmiðstöðin líka Uppi eru ráðagerðir í Árborg um að leggja niður skólahald í elsta starfandi grunnskólahúsnæði Selfoss og leigja húsið út. Vallaskóli á Selfossi hefur síðustu ár verið starfræktur í tveimur aðskildum skólum, Sandvíkurskóla þar sem eru nemendur frá fyrsta og upp í fjórða bekk, og Sólvallaskóla fyrir nemendur frá fimmta og upp í tíunda bekk. 9.12.2010 04:00 Hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt Starfandi heimilislæknum fer fækkandi, meðalaldur starfandi heimilislækna er að hækka og ekki tekst að fylla allar þær námsstöður í heimilislækningum sem standa til boða hér á landi. Skortur á heimilislæknum er sá flöskuháls sem helst tefur uppbyggingu heilsugæslunnar hér á landi. 9.12.2010 04:00 Ríkið tekur æ stærri skerf af bensínverði Hver er hlutur ríkisins af hverjum seldum bensínlítra? Þegar litið er aftur til desember 2008 á meðfylgjandi skýringarmynd má sjá að ríkið tók til sín 70 krónur af hverjum seldum lítra, og hefur því aukið sinn hlut um 34 krónur á lítrann, sem er nær 50 prósenta aukning. 9.12.2010 03:30 Hringakstri sagt stríð á hendur í Vatnsleysu „Ég tel þetta vera innrás inn á mitt land,“ segir Virgill Scheving Einarsson, jarðeigandi á Vatnsleysuströnd sem kom fyrir vegartálma á landi sínu sem bæjaryfirvöld í Vogum létu fjarlægja á þriðjudag. 9.12.2010 03:15 Vinaleikur Vísis: Flatskjárinn dreginn út á föstudag Nú fer hver að verða síðastur ætli hann að eiga möguleika á því að vinna flatskjá af flottustu gerð í Vinaleik Vísis á Facebook. 8.12.2010 13:34 Ekkert gagn unnið með hrópum á þingmenn Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að standa vörð um störf og starfsfrið Alþingis, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á facebooksíðu sinni í kvöld. 8.12.2010 21:12 Konur skipta sköpum fyrir atvinnulífið Íslendingar eiga langa sögu um sterkar, hugrakkar og sjálfstæðar konur allt frá víkingaöld, sagði Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, í fyrirlestri hjá TedWomen. í fyrirlestrinum fjallar hún um fimm feminísk gildi sem hún segir mikilvægt að hafa í huga í atvinnulífinu. 8.12.2010 20:29 Ársreikningar Glitnis gáfu kolranga mynd af raunverulegri stöðu Bókhald Glitnis var í molum fyrir hrun og gaf falska mynd af stöðu bankans, samkvæmt franskri rannsókn sem unnin var fyrir Sérstakan saksóknara. 8.12.2010 20:03 Handboltahetja hvatti unga nemendur til dáða Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður flutti nemendum 10. bekkja í Reykjavík hvatningarkveðju daginn áður en Pisa-könnunin var gerð hér á landi. Jafnframt ákvað menntaráð að bjóða nemendum í morgunmat á „Pisadaginn". Hjá Reykjavíkurborg telja menn að niðurstöður nýrrar 8.12.2010 19:47 Pukur á nefndarfundi Alþingis Fundur utanríkismálanefndar er að hefjast á nefndarsviði Alþingis nú klukkan sjö. Kvikmyndatökumönnum og blaðaljósmyndurum var meinaður aðgangur að húsnæði nefndarsviðs í aðdraganda fundarins. 8.12.2010 19:02 Leggst gegn starfsemi ECA á Suðurnesjum Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, leggst gegn því að ECA hefji rekstur flugþjónustu fyrir herflugvélar hér á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Ögmundur sagði að undirbúningur þess að auðvelda ECA, að hefja hér starfsemi myndi kosta umtalsverða fjármuni úr ríkissjóði. 8.12.2010 17:38 Jón Gnarr veitti styrki til forvarnarverkefna Jón Gnarr borgarstjóri úthlutaði níu styrkjum úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag. Heildarupphæð styrkja nemur um 6.750 þúsund krónum að þessu sinni. 8.12.2010 17:14 Almannavarnastig vegna Eyjafjallajökuls lækkað Í ljósi þess að langur tími er nú liðinn án gosvirkni í Eyjafjallajökli og vísindamenn fullyrða að nýr atburður í jöklinum hefði greinilegan fyrirvara, hefur verið ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á óvissustig samkvæmt tilkynningu frá almannavardeild ríkislögreglustjóra. 8.12.2010 16:32 Seldi eiturlyf með barnið í bílnum Tveir fíkniefnasalar voru handteknir í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en við aðgerðina var jafnframt lagt hald á tæplega hálft kíló af marijúana samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 8.12.2010 15:58 Borgarísjakarnir hærri en Hallgrímskirkja | Myndir Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í gær í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu gæslunnar. Þar kemur fram að þeir fundu íssjaka sem er talsvert hærri en Hallgrímskirkja. 8.12.2010 15:42 Undarleg skilaboð úr ráðuneytinu um kjúklingakjöt „Þau eru undarleg skilaboðin sem berast frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í fjölmiðlum þessa dagana," segir í pistli á vef Neytendasamtakanna sem ber einfaldlega yfirskriftina: „Undarleg skilaboð." 8.12.2010 15:37 Alþingi rýmt vegna hrópa á þingpöllum Lögreglan rýmdi Alþingishúsið eftir að mótmælandi gerði hróp að þingforseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. 8.12.2010 15:10 Gáfu 100 hamborgarhryggi til hjálparstarfs „Við tökum ofan fyrir því fólki sem hefur staðið að óeigingjörnu hjálparstarfi í áravís og viljum leggja málefninu lið. Það er því miður ekki vanþörf á" sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu á 100 hamborgarhryggjum til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ, nú í vikunni. 8.12.2010 15:07 Stuðningsmenn níumenninga fylltu þingpalla Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Alþingi í dag til þess að sýna samstöðu með níumenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Fólk hafði verið hvatt til að mæta klukkan hálfþrjú og fylla þingpallana. 8.12.2010 14:51 Vítisenglar bjóða í jólahlaðborð - engir erlendir gestir í ár Vélhjólaklúbburinn MC Iceland, sem hefur sótt um inngöngu í Hells Angels og náð stöðunni prospect, hyggst halda jólahlaðborð næstu helgi í Hafnarfirðinum. Meðal annars verður boðið upp á London lamb og hangikjöt. Þá verður einnig boðið upp á kalt hlaðborð. 8.12.2010 14:02 LÍÚ: Allt eftirlit með sjávarútvegi flutt í ríkisforsjá Matvælastofnun, MAST, tilkynnti skoðunarstofum þann 23. nóvember sl. að stofnunin muni ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávarútvegsfyrirtækjum frá og með 1. mars 2011. Með ákvörðun sinni hafa stjórnvöld hafnað vilja LÍÚ, SF og SA, og tilmælum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, um að viðhalda ætti núverandi skoðunarstofufyrirkomulagi í sjávarútvegi og ákveðið að snúa alfarið til ríkisrekins eftirlits. 8.12.2010 12:55 Tillögum um eflingu heilsugæslunnar skilað Nefnd sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í mars síðastliðinn og átti að leita leiða til að efla heilsugæsluna í landinu hefur skilað af sér. Nefndin leggur meðal annars til að námstöðum í heimilislækningum verði fjölgað, sveigjanleg tilvísanaskylda verði tekin upp og forsendur skoðaðar fyrir flutningi verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaga. 8.12.2010 11:41 Sjá næstu 50 fréttir
Fluttu inn löglegt fíkniefni og voru sýknaðir Tveir einstaklingar voru sýknaðir í dag af innfluttningi á tæplega fjórum kílóum af efninu 4-flúoróamfetamín í desember á síðasta ári. Efnið er náskylt amfetamíni en Rannsóknarstofa Háskóla Íslands telur efnið mega flokka sem ávana- og fíkniefni. 9.12.2010 16:25
Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9.12.2010 16:25
Bónusinn skipti engu máli - Ríkharður fær 21 milljón Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að launakrafa Ríkharðs Daðasonar, hjá Kaupþingi, væri forgangskrafa. Ríkharður krafðist þess að honum yrðu greiddar tæplega 27 milljónir króna vegna vangoldinna launa og launa á uppsagnafresti. 9.12.2010 15:42
Bandarískum ferðamönnum fjölgar - Bretum fækkar Alls fóru 21.240 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði en um er að ræða svipaðan fjölda gesta og í nóvembermánuði á síðasta ári að því er fram kemur í tilkynningu frá ferðamálastofu. Veruleg aukning hefur verið í fjölda gesta frá N-Ameríku eða um 20%. „Gestum frá Mið- og Suður Evrópu fjölgar um tæp 7%, Norðurlandabúar standa í stað og lítilsháttar fjölgun (3,2%) er frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað",“ segir ennfremur um leið og þess er getið að Bretum fækkar um um tæp 16%. 9.12.2010 15:40
Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9.12.2010 15:00
Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9.12.2010 14:18
Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi „Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. 9.12.2010 14:11
Jón Gnarr opnar Jólabæinn í dag Jón Gnarr borgarstjóri mun opna Jólabæinn á Hljómalindarreit með sérstakri athöfn klukkan þrjú í dag. 9.12.2010 14:04
Engin árás verið gerð á Visa á Íslandi Engin árás hefur verið gerð á tölvukerfi Vísa á Íslandi sem fyrirtækið Valitor sér um. Að sögn forstjóra Valitor hafa einhverjar fyrirspurnir borist frá viðskiptavinum um ákvörðun Vísa erlendis að loka á viðskipti við Wikileaks, en viðskiptavinir hafi verið upplýstir um að Valitor á Íslandi sé ekki aðili að þeirri ákvörðun. 9.12.2010 13:39
Ásmundur sammála Lilju - fjárlögin rædd áfram í dag Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd, hefur áhyggjur af þeim mikla niðurskurði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu. Hann tekur því undir með Lilju Mósesdóttur, þingmanni Vinstri grænna og formanni viðskiptanefndar, um að niðurskurðarhugmyndir séu mögulega of miklar miðað við spár um dræman hagvöxt. 9.12.2010 12:13
Íslendingar gætu verið að einangrast í makrílmálinu Fulltrúar Norðmanna, Evrópusambandsins og Færeyinga eru að hefja viðræður í Kaupmannahöfn um skiptingu makrílkvóta í norðurhöfum á næsta ári, án þáttöku Íslendinga. Nái þessir þrír samkomulagi, einangrast Ísland í vissum skilningi. 9.12.2010 12:03
Icesave: Blaðamannafundur í beinni á Vísi og Bylgjunni Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Iðnó klukkan 18:00 í dag þar sem afrakstur Icesave-viðræðnanna verður kynntur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og á Bylgjunni. 9.12.2010 11:45
Stjórnarþingmaður styður ekki fjárlagafrumvarpið Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að sitja hjá þegar þingmenn greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið. „Ég er núna búin að velta fyrir mér í margar vikur hvort ég geti sannfæringar minnar vegna samþykkt þessi fjárlög sem núna eru til umfjöllunar í þinginu," segir Lilja. 9.12.2010 10:30
Grunaður um að landa framhjá vigt Lögreglumenn úr Borgarnesi stöðvuðu í morgun bíl, að beiðni Fiskistofu, þar sem grunur leikur á að hann hafi verið að flytja fisk, sem landað hafi verið framhjá vigt á Arnarstapa snemma í morgun. 9.12.2010 09:52
Eyðum minna í félagsvernd en nágrannalöndin Útgjöld til félagsverndar á Íslandi árið 2008 námu 325,6 milljörðum króna eða 21,8% af landsframleiðslu. Þetta er hlutfallslega minna en hjá nágrannalöndum okkar. Í Danmörku er þetta hlutfall 28,9%, í Svíþjóð 28,8%, í Noregi 24% og í Færeyjum og Finnlandi 25,6%. Um 40% útgjaldanna á Íslandi árið 2008 voru vegna heilbrigðismála, en það samsvarar 8,8% af landsframleiðslu. 9.12.2010 09:08
Neytendasamtökin fordæma slæma meðferð á dýrum „Neytendasamtökin telja með öllu óeðlilegt að svín séu gelt án deyfingar og kýr látnar vera inni allan sólarhringinn allan ársins hring svo dæmi séu tekin. Jafnframt er ástæða til að minna á að við státum okkur af því að hér á landi sé stundaður landbúnaður sem sé til fyrirmyndar og sem við getum verið stolt af. Þau dæmi sem fram hafa komið í fjölmiðlum benda þó síður en svo til þess.“ 9.12.2010 08:27
Félögum múslima gert að sameinast um eina mosku Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. 9.12.2010 06:45
Líf á öðrum hnöttum þykir sífellt líklegra Nýverið hefur verið upplýst að lífvænlegar plánetur eru mun fleiri en áður var talið. Þá hefur verið sýnt fram að að líf finnst í umhverfi sem talið var baneitrað. Vísindamenn telja því öll rök hníga í þá átt að líklegra sé að jörðin sé ekki eina plánetan þar sem líf hafi orðið til. 9.12.2010 06:00
Ákærðir fyrir sprengjuárás á lögreglustöð Tveir ungir menn, átján og nítján ára, hafa verið ákærðir fyrir tilraun til brennu og brots gegn valdstjórninni fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Þeir voru handteknir í Borgarnesi í lok nóvember í fyrra eftir að hafa kastað bensínsprengjum í lögreglustöð bæjarins til að reyna að frelsa vin sinn úr haldi. 9.12.2010 06:00
Síðari greiðslan samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í fyrrakvöld fjáraukalög næsta árs og þar með greiðslu síðari hluta bótanna til Árbótarhjóna. Fyrri hlutinn, tólf milljónir, var greiddur úr sjóðum Barnaverndarstofu nú í haust en Barnaverndarstofa fær aukafjárveitingu úr ríkissjóði á næsta ári til að greiða seinni átján milljónirnar. 9.12.2010 06:00
Bæturnar byggðar á óljósri skuldastöðu Eigendur meðferðarheimilsins Árbótar hafa síðan 2001 greitt sjálfum sér um 150 milljónir að núvirði í húsaleigu. Þrjátíu milljóna króna bætur stjórnvalda til þeirra grundvölluðust að miklu leyti á skuldum vegna framkvæmda á staðnum. Skuldirnar liggja í félagi sem sinnir ekki bara meðferðarheimilinu. Viðsemjendur fengu aldrei reikninga þess í hendur. 9.12.2010 05:00
Hyggst reisa hæstu vindmyllu landsins „Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sekúndu,“ segir Haraldur Magnússon bóndi sem hyggst reisa rúmlega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sú hæsta á landinu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd. 9.12.2010 05:00
Frábær veiði og verð hrogna hátt Heildarafli á grásleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum. Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði, eins og kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, enda hátt verð á hrognunum. 9.12.2010 05:00
Yngstu börnin færð og félagsmiðstöðin líka Uppi eru ráðagerðir í Árborg um að leggja niður skólahald í elsta starfandi grunnskólahúsnæði Selfoss og leigja húsið út. Vallaskóli á Selfossi hefur síðustu ár verið starfræktur í tveimur aðskildum skólum, Sandvíkurskóla þar sem eru nemendur frá fyrsta og upp í fjórða bekk, og Sólvallaskóla fyrir nemendur frá fimmta og upp í tíunda bekk. 9.12.2010 04:00
Hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt Starfandi heimilislæknum fer fækkandi, meðalaldur starfandi heimilislækna er að hækka og ekki tekst að fylla allar þær námsstöður í heimilislækningum sem standa til boða hér á landi. Skortur á heimilislæknum er sá flöskuháls sem helst tefur uppbyggingu heilsugæslunnar hér á landi. 9.12.2010 04:00
Ríkið tekur æ stærri skerf af bensínverði Hver er hlutur ríkisins af hverjum seldum bensínlítra? Þegar litið er aftur til desember 2008 á meðfylgjandi skýringarmynd má sjá að ríkið tók til sín 70 krónur af hverjum seldum lítra, og hefur því aukið sinn hlut um 34 krónur á lítrann, sem er nær 50 prósenta aukning. 9.12.2010 03:30
Hringakstri sagt stríð á hendur í Vatnsleysu „Ég tel þetta vera innrás inn á mitt land,“ segir Virgill Scheving Einarsson, jarðeigandi á Vatnsleysuströnd sem kom fyrir vegartálma á landi sínu sem bæjaryfirvöld í Vogum létu fjarlægja á þriðjudag. 9.12.2010 03:15
Vinaleikur Vísis: Flatskjárinn dreginn út á föstudag Nú fer hver að verða síðastur ætli hann að eiga möguleika á því að vinna flatskjá af flottustu gerð í Vinaleik Vísis á Facebook. 8.12.2010 13:34
Ekkert gagn unnið með hrópum á þingmenn Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að standa vörð um störf og starfsfrið Alþingis, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á facebooksíðu sinni í kvöld. 8.12.2010 21:12
Konur skipta sköpum fyrir atvinnulífið Íslendingar eiga langa sögu um sterkar, hugrakkar og sjálfstæðar konur allt frá víkingaöld, sagði Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, í fyrirlestri hjá TedWomen. í fyrirlestrinum fjallar hún um fimm feminísk gildi sem hún segir mikilvægt að hafa í huga í atvinnulífinu. 8.12.2010 20:29
Ársreikningar Glitnis gáfu kolranga mynd af raunverulegri stöðu Bókhald Glitnis var í molum fyrir hrun og gaf falska mynd af stöðu bankans, samkvæmt franskri rannsókn sem unnin var fyrir Sérstakan saksóknara. 8.12.2010 20:03
Handboltahetja hvatti unga nemendur til dáða Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður flutti nemendum 10. bekkja í Reykjavík hvatningarkveðju daginn áður en Pisa-könnunin var gerð hér á landi. Jafnframt ákvað menntaráð að bjóða nemendum í morgunmat á „Pisadaginn". Hjá Reykjavíkurborg telja menn að niðurstöður nýrrar 8.12.2010 19:47
Pukur á nefndarfundi Alþingis Fundur utanríkismálanefndar er að hefjast á nefndarsviði Alþingis nú klukkan sjö. Kvikmyndatökumönnum og blaðaljósmyndurum var meinaður aðgangur að húsnæði nefndarsviðs í aðdraganda fundarins. 8.12.2010 19:02
Leggst gegn starfsemi ECA á Suðurnesjum Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, leggst gegn því að ECA hefji rekstur flugþjónustu fyrir herflugvélar hér á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Ögmundur sagði að undirbúningur þess að auðvelda ECA, að hefja hér starfsemi myndi kosta umtalsverða fjármuni úr ríkissjóði. 8.12.2010 17:38
Jón Gnarr veitti styrki til forvarnarverkefna Jón Gnarr borgarstjóri úthlutaði níu styrkjum úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag. Heildarupphæð styrkja nemur um 6.750 þúsund krónum að þessu sinni. 8.12.2010 17:14
Almannavarnastig vegna Eyjafjallajökuls lækkað Í ljósi þess að langur tími er nú liðinn án gosvirkni í Eyjafjallajökli og vísindamenn fullyrða að nýr atburður í jöklinum hefði greinilegan fyrirvara, hefur verið ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á óvissustig samkvæmt tilkynningu frá almannavardeild ríkislögreglustjóra. 8.12.2010 16:32
Seldi eiturlyf með barnið í bílnum Tveir fíkniefnasalar voru handteknir í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en við aðgerðina var jafnframt lagt hald á tæplega hálft kíló af marijúana samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 8.12.2010 15:58
Borgarísjakarnir hærri en Hallgrímskirkja | Myndir Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í gær í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu gæslunnar. Þar kemur fram að þeir fundu íssjaka sem er talsvert hærri en Hallgrímskirkja. 8.12.2010 15:42
Undarleg skilaboð úr ráðuneytinu um kjúklingakjöt „Þau eru undarleg skilaboðin sem berast frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í fjölmiðlum þessa dagana," segir í pistli á vef Neytendasamtakanna sem ber einfaldlega yfirskriftina: „Undarleg skilaboð." 8.12.2010 15:37
Alþingi rýmt vegna hrópa á þingpöllum Lögreglan rýmdi Alþingishúsið eftir að mótmælandi gerði hróp að þingforseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. 8.12.2010 15:10
Gáfu 100 hamborgarhryggi til hjálparstarfs „Við tökum ofan fyrir því fólki sem hefur staðið að óeigingjörnu hjálparstarfi í áravís og viljum leggja málefninu lið. Það er því miður ekki vanþörf á" sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu á 100 hamborgarhryggjum til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ, nú í vikunni. 8.12.2010 15:07
Stuðningsmenn níumenninga fylltu þingpalla Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Alþingi í dag til þess að sýna samstöðu með níumenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Fólk hafði verið hvatt til að mæta klukkan hálfþrjú og fylla þingpallana. 8.12.2010 14:51
Vítisenglar bjóða í jólahlaðborð - engir erlendir gestir í ár Vélhjólaklúbburinn MC Iceland, sem hefur sótt um inngöngu í Hells Angels og náð stöðunni prospect, hyggst halda jólahlaðborð næstu helgi í Hafnarfirðinum. Meðal annars verður boðið upp á London lamb og hangikjöt. Þá verður einnig boðið upp á kalt hlaðborð. 8.12.2010 14:02
LÍÚ: Allt eftirlit með sjávarútvegi flutt í ríkisforsjá Matvælastofnun, MAST, tilkynnti skoðunarstofum þann 23. nóvember sl. að stofnunin muni ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávarútvegsfyrirtækjum frá og með 1. mars 2011. Með ákvörðun sinni hafa stjórnvöld hafnað vilja LÍÚ, SF og SA, og tilmælum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, um að viðhalda ætti núverandi skoðunarstofufyrirkomulagi í sjávarútvegi og ákveðið að snúa alfarið til ríkisrekins eftirlits. 8.12.2010 12:55
Tillögum um eflingu heilsugæslunnar skilað Nefnd sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í mars síðastliðinn og átti að leita leiða til að efla heilsugæsluna í landinu hefur skilað af sér. Nefndin leggur meðal annars til að námstöðum í heimilislækningum verði fjölgað, sveigjanleg tilvísanaskylda verði tekin upp og forsendur skoðaðar fyrir flutningi verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaga. 8.12.2010 11:41