Innlent

Alþingi rýmt vegna hrópa á þingpöllum

Valur Grettisson skrifar

Lögreglan rýmdi Alþingishúsið eftir að mótmælandi gerði hróp að þingforseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur.

Þingi var frestað samstundis en fjölmennt var á pöllum Alþingis þegar því var mótmælt að níumenningarnarnir voru handteknir og síðar ákærðir.

Lögreglan er með öfluga gæslu við þingið en leitað var á öllum mótmælendum sem fóru upp á pallana.

Eftir að mótmælendur voru reknir af pöllunum kom til stympinga á milli nokkurra mótmælenda og lögreglumanna. Enginn var þó handtekinn né fjarlægður.

Um 60 mótmælendur eru fyrir utan Alþingi. Þing hófst að nýju korter yfir þrjú.
Tengdar fréttir

Stuðningsmenn níumenninga fylltu þingpalla

Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Alþingi í dag til þess að sýna samstöðu með níumenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Fólk hafði verið hvatt til að mæta klukkan hálfþrjú og fylla þingpallana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.