Innlent

Ársreikningar Glitnis gáfu kolranga mynd af raunverulegri stöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skýrslan var gerð fyrir sérstakan saksóknara. Mynd/ Anton Brink.
Skýrslan var gerð fyrir sérstakan saksóknara. Mynd/ Anton Brink.
Bókhald Glitnis var í molum fyrir hrun og gaf falska mynd af stöðu bankans, samkvæmt franskri rannsókn sem unnin var fyrir Sérstakan saksóknara.

Glitnir banki uppfyllti ekki skilyrði sem honum voru sett fyrir starfsleyfi í árslok 2007. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem franskur rannsóknaraðili gerði fyrir Sérstakan saksóknara. Samkvæmt frásögn RÚV komst franska fyrirtækið, COFISYS, að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að bókhald og ársreikningar Glitnis misserin fyrir hrun hafi gefið kolranga mynd af raunverulegri stöðu bankans. Ýmsar lykilupplýsingar hafi aðeins verið að finna á Excel skjölum, en ekki inni í bókhaldskerfi bankans, áhætta vegna lána var vanmetin og tengdir aðilar, ekki síst eigendur bankans, voru ekki skilgreindir sem slíkir.

Niðurstaða rannsakenda er að endurskoðendurnir, sem voru PricewaterhouseCoopers, hafi brugðist og vinnubrögðin ekki verið í takti við alþjóðleg viðmið. Endurskoðendurnir hafi haft skjöl undir höndum um raunverulega stöðu og ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum sem augljóslega vantaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×