Hyggst reisa hæstu vindmyllu landsins 9. desember 2010 05:00 „Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sekúndu,“ segir Haraldur Magnússon bóndi sem hyggst reisa rúmlega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sú hæsta á landinu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd. Haraldur stefnir að því að vindmyllan verði komin í notkun í mars en um tvö ár eru síðan hann fór að vinna í henni. „Ég fékk veðurstöð í fimmtugsafmælisgjöf árið 2003 sem skráir allt veðurfar í tölvu. Þá fór ég að hugsa hvort hægt væri að nota vindinn til að búa til orku. Ég tók saman niðurstöðurnar og sendi Orkustofnun, sem fannst þetta álitlegar niðurstöður,“ segir Haraldur. „Ég fékk styrk úr Orkusjóði vorið 2008. Verkefnið fór í smá frost eftir bankahrun en svo fór allt á fullt.“ Haraldur segir að grunnurinn að því að reisa svona vindmyllu sé að notast við rannsóknarniðurstöður á vindstyrk. Hann leitaði á náðir Sigurðar Inga Friðleifssonar, í Orkusetrinu á Akureyri, en hann hefur verið að skoða möguleikann á því að setja upp vindmyllu við Sólheima í Grímsnesi. „Sigurði Inga fannst vindkúrfan hjá mér vera ákjósanleg. Hann benti mér á sænska framleiðandann Hannevind í Svíþjóð en það fyrirtæki framleiðir nokkuð hagstæðar vindmyllur að hans sögn. Nú er ég bara að bíða eftir staðfestingu á því hvenær ég fæ vindmylluna afgreidda frá fyrirtækinu og stefni á að koma henni upp í mars.“ Að ýmsu er að huga áður en vindmyllan verður reist. Haraldur þarf meðal annars byggingarleyfi sem hann vonast til að fá í vikunni. Allt stefnir í að vindmyllan hans Haraldar verði sú fyrsta sem framleiði orku sem fari inn á orkudreifingarkerfið. „Það var nú ekki stefnan í fyrstu en ef þessi áform ganga eftir verður hún fyrsta vindmyllan sem framleiðir rafmagn inn á dreifikerfið,“ segir Haraldur. En eitthvað hlýtur vindmyllan að kosta? „Kostnaðurinn við hana er um tíu milljónir með eigin vinnu. En auk styrksins úr Orkusjóði fékk ég framlag úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem hefur verið að styrkja smærri bændavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir. Vindmyllan féll í sama flokk og þær,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit. kristjan@frettabladid.is Vindmyllan Vindmyllan sem Haraldur stefnir á að reisa er framleidd af sænska fyrirtækinu Hannevind og á að geta framleitt allt að 30 kílóvött.Mynd/hannevind Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sekúndu,“ segir Haraldur Magnússon bóndi sem hyggst reisa rúmlega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sú hæsta á landinu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd. Haraldur stefnir að því að vindmyllan verði komin í notkun í mars en um tvö ár eru síðan hann fór að vinna í henni. „Ég fékk veðurstöð í fimmtugsafmælisgjöf árið 2003 sem skráir allt veðurfar í tölvu. Þá fór ég að hugsa hvort hægt væri að nota vindinn til að búa til orku. Ég tók saman niðurstöðurnar og sendi Orkustofnun, sem fannst þetta álitlegar niðurstöður,“ segir Haraldur. „Ég fékk styrk úr Orkusjóði vorið 2008. Verkefnið fór í smá frost eftir bankahrun en svo fór allt á fullt.“ Haraldur segir að grunnurinn að því að reisa svona vindmyllu sé að notast við rannsóknarniðurstöður á vindstyrk. Hann leitaði á náðir Sigurðar Inga Friðleifssonar, í Orkusetrinu á Akureyri, en hann hefur verið að skoða möguleikann á því að setja upp vindmyllu við Sólheima í Grímsnesi. „Sigurði Inga fannst vindkúrfan hjá mér vera ákjósanleg. Hann benti mér á sænska framleiðandann Hannevind í Svíþjóð en það fyrirtæki framleiðir nokkuð hagstæðar vindmyllur að hans sögn. Nú er ég bara að bíða eftir staðfestingu á því hvenær ég fæ vindmylluna afgreidda frá fyrirtækinu og stefni á að koma henni upp í mars.“ Að ýmsu er að huga áður en vindmyllan verður reist. Haraldur þarf meðal annars byggingarleyfi sem hann vonast til að fá í vikunni. Allt stefnir í að vindmyllan hans Haraldar verði sú fyrsta sem framleiði orku sem fari inn á orkudreifingarkerfið. „Það var nú ekki stefnan í fyrstu en ef þessi áform ganga eftir verður hún fyrsta vindmyllan sem framleiðir rafmagn inn á dreifikerfið,“ segir Haraldur. En eitthvað hlýtur vindmyllan að kosta? „Kostnaðurinn við hana er um tíu milljónir með eigin vinnu. En auk styrksins úr Orkusjóði fékk ég framlag úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem hefur verið að styrkja smærri bændavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir. Vindmyllan féll í sama flokk og þær,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit. kristjan@frettabladid.is Vindmyllan Vindmyllan sem Haraldur stefnir á að reisa er framleidd af sænska fyrirtækinu Hannevind og á að geta framleitt allt að 30 kílóvött.Mynd/hannevind
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira