Hyggst reisa hæstu vindmyllu landsins 9. desember 2010 05:00 „Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sekúndu,“ segir Haraldur Magnússon bóndi sem hyggst reisa rúmlega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sú hæsta á landinu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd. Haraldur stefnir að því að vindmyllan verði komin í notkun í mars en um tvö ár eru síðan hann fór að vinna í henni. „Ég fékk veðurstöð í fimmtugsafmælisgjöf árið 2003 sem skráir allt veðurfar í tölvu. Þá fór ég að hugsa hvort hægt væri að nota vindinn til að búa til orku. Ég tók saman niðurstöðurnar og sendi Orkustofnun, sem fannst þetta álitlegar niðurstöður,“ segir Haraldur. „Ég fékk styrk úr Orkusjóði vorið 2008. Verkefnið fór í smá frost eftir bankahrun en svo fór allt á fullt.“ Haraldur segir að grunnurinn að því að reisa svona vindmyllu sé að notast við rannsóknarniðurstöður á vindstyrk. Hann leitaði á náðir Sigurðar Inga Friðleifssonar, í Orkusetrinu á Akureyri, en hann hefur verið að skoða möguleikann á því að setja upp vindmyllu við Sólheima í Grímsnesi. „Sigurði Inga fannst vindkúrfan hjá mér vera ákjósanleg. Hann benti mér á sænska framleiðandann Hannevind í Svíþjóð en það fyrirtæki framleiðir nokkuð hagstæðar vindmyllur að hans sögn. Nú er ég bara að bíða eftir staðfestingu á því hvenær ég fæ vindmylluna afgreidda frá fyrirtækinu og stefni á að koma henni upp í mars.“ Að ýmsu er að huga áður en vindmyllan verður reist. Haraldur þarf meðal annars byggingarleyfi sem hann vonast til að fá í vikunni. Allt stefnir í að vindmyllan hans Haraldar verði sú fyrsta sem framleiði orku sem fari inn á orkudreifingarkerfið. „Það var nú ekki stefnan í fyrstu en ef þessi áform ganga eftir verður hún fyrsta vindmyllan sem framleiðir rafmagn inn á dreifikerfið,“ segir Haraldur. En eitthvað hlýtur vindmyllan að kosta? „Kostnaðurinn við hana er um tíu milljónir með eigin vinnu. En auk styrksins úr Orkusjóði fékk ég framlag úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem hefur verið að styrkja smærri bændavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir. Vindmyllan féll í sama flokk og þær,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit. kristjan@frettabladid.is Vindmyllan Vindmyllan sem Haraldur stefnir á að reisa er framleidd af sænska fyrirtækinu Hannevind og á að geta framleitt allt að 30 kílóvött.Mynd/hannevind Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
„Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sekúndu,“ segir Haraldur Magnússon bóndi sem hyggst reisa rúmlega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sú hæsta á landinu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd. Haraldur stefnir að því að vindmyllan verði komin í notkun í mars en um tvö ár eru síðan hann fór að vinna í henni. „Ég fékk veðurstöð í fimmtugsafmælisgjöf árið 2003 sem skráir allt veðurfar í tölvu. Þá fór ég að hugsa hvort hægt væri að nota vindinn til að búa til orku. Ég tók saman niðurstöðurnar og sendi Orkustofnun, sem fannst þetta álitlegar niðurstöður,“ segir Haraldur. „Ég fékk styrk úr Orkusjóði vorið 2008. Verkefnið fór í smá frost eftir bankahrun en svo fór allt á fullt.“ Haraldur segir að grunnurinn að því að reisa svona vindmyllu sé að notast við rannsóknarniðurstöður á vindstyrk. Hann leitaði á náðir Sigurðar Inga Friðleifssonar, í Orkusetrinu á Akureyri, en hann hefur verið að skoða möguleikann á því að setja upp vindmyllu við Sólheima í Grímsnesi. „Sigurði Inga fannst vindkúrfan hjá mér vera ákjósanleg. Hann benti mér á sænska framleiðandann Hannevind í Svíþjóð en það fyrirtæki framleiðir nokkuð hagstæðar vindmyllur að hans sögn. Nú er ég bara að bíða eftir staðfestingu á því hvenær ég fæ vindmylluna afgreidda frá fyrirtækinu og stefni á að koma henni upp í mars.“ Að ýmsu er að huga áður en vindmyllan verður reist. Haraldur þarf meðal annars byggingarleyfi sem hann vonast til að fá í vikunni. Allt stefnir í að vindmyllan hans Haraldar verði sú fyrsta sem framleiði orku sem fari inn á orkudreifingarkerfið. „Það var nú ekki stefnan í fyrstu en ef þessi áform ganga eftir verður hún fyrsta vindmyllan sem framleiðir rafmagn inn á dreifikerfið,“ segir Haraldur. En eitthvað hlýtur vindmyllan að kosta? „Kostnaðurinn við hana er um tíu milljónir með eigin vinnu. En auk styrksins úr Orkusjóði fékk ég framlag úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem hefur verið að styrkja smærri bændavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir. Vindmyllan féll í sama flokk og þær,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Melasveit. kristjan@frettabladid.is Vindmyllan Vindmyllan sem Haraldur stefnir á að reisa er framleidd af sænska fyrirtækinu Hannevind og á að geta framleitt allt að 30 kílóvött.Mynd/hannevind
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira