Fleiri fréttir

Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi

Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson.

Ekkert bendir til gagnastulds

„Ég hef bæði haft samband við ríkislögreglustjóra og embætti saksóknara, rætt við menn og leitað ráða. Svo ætla ég að hafa samband við kínverska sendiráðið og láta þá vita að ég hafi ekki ásakað þá um neinar njósnir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE.

Enginn tilgangur með kæru

„Hann getur auðvitað kært konurnar fyrir rangar sakagiftir, en það hefur engan tilgang,“ segir Brynjar Níelsson lögfræðingur. Gunnar Þorsteinsson leitaði til Brynjars um ráð vegna ásakana um kynferðislega áreitni. „Konurnar eru að lýsa upplifun sinni á löngu liðnum atburðum, sem verða ekki upplýstir með góðu móti í dag.“

Ágreiningur um hernaðaryfirbragð

Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington.

Wikileaks: Vildu sópa Kjúklingastræti undir teppið

Fjallað er um harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004 í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins. Þar urðu íslenskir friðargæsluliðar fyrir árás sem kostaði tvo vegfarendur lífið.

Danir hafa áhyggjur af námskostnaði

Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna.

Margir eru enn látnir hverfa

„Þvinguð mannshvörf eru eitt það skelfilegasta sem getur komið fyrir fjölskyldur,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Ný götumynd birtist senn í Kirkjustræti

Nú þegar Skúlahús er farið úr Vonarstræti og komið á nýjan grunn á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu er fátt sem bendir til að götumyndin þar verði fyllt út frekar á næstunni.

Sjái til þess að kjörin skerðist ekki

Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að kjör sjómanna skerðist ekki þó að sjómannaafslátturinn verði afnuminn.Þetta kemur fram í ályktun nýafstaðins þings Sjómannasambands Íslands.

Þyrla Gæslunnar sótti veikan dreng

TF LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út klukkan hálfsjö í kvöld eftir að læknir í Stykkishólmi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja slasaðan dreng á spítala í Reykjavík.

Gamlar glæður valda vandræðum á Facebook

Ein athugasemd getur valdið misskilningi sem leiðir á endanum til skilnaðar. Samkvæmt könnun meðal bandarískra skilnaðarlögfræðinga er hægt að rekja fimmtung allra skilnaða beint til Facebook- og Twitter-notkunar. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og fengust í breskri könnun nýverið.

Bankamenn blekktu sjálfa sig

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki hafa borið ábyrgð á því að hafa eftirlit með bönkunum eða gera tillögur um það hvernig ætti að bregðast við þeirri stöðu sem var komin upp þegar í ljós kom að starfsemi bankanna byggðist á blekkingu. Árni var gestur Kastljóssins á RÚV í kvöld.

Sýndarmennska að skipa starfshóp um fangaflug

Starfshópur sem sagður var eiga að kanna fangaflug CIA í íslenskri lofthelgi var sýndarmennska ein, samkvæmt Wikileaks-skjali úr bandaríska sendiráðinu. Raunverulegt hlutverk hópsins hafi verið að koma höggi á Steingrím J. Sigfússon og láta líta út fyrir að stjórnvöld væru eitthvað að aðhafst.

Icesave-niðurstaða vonandi fyrir lok vikunnar

Forsætisráðherra segir að aðeins standi tvö til þrjú atriði út af í samningaviðræðum um Icesave. Þegar það verði klárað verði samningsdrög kynnt fyrir utanríkismálanefnd og gæti það orðið í lok þessarar viku. Af þessum sökum verður áliti ESA ekki svarað.

Ríkisstjórnin finnur upp nýjan skatt

Bönkum og lífeyrissjóðum verður ætlað með nýrri skattlagningu að fjármagna sérstakar vaxtaniðurgreiðslur, sem kveðið er á um í viljayfirlýsingu stjórnvalda um skuldavanda heimila.

Bílaeldsneyti framleitt úr borholureyk

Framkvæmdir eru hafnar í Svartsengi við fyrstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem framleiðir metanól úr koltvísýringsútblæstri. Áætlað er að verksmiðjan verði komin í gagnið næsta vor.

Loðnan er fundin

Loðnuvertíðin er hafin og eru skip úr íslenska flotanum þegar farin að fiska. Tvö skipa HB Granda, Ingunn AK og Faxi RE, fóru til veiða í síðustu viku en auk þeirra hefur Börkur NK verið að veiðum. Ingunn var komin með um 600 tonna afla í morgun en áhöfnin á Faxa varð fyrir því óláni að nótin rifnaði illa í gær og var unnið að viðgerð á henni um borð í alla nótt.

Skulda 20 milljarða í meðlag

Karlkyns meðlagsgreiðendur skulduðu 20 milljarða króna í meðlagsgreiðslur í lok nóvember síðastliðins. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, ráðherra sveitastjórnarmála, við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Svarbréfið til ESA fer ekki í póst á morgun

Íslendingar munu ekki svara ESA, Eftirlitsstofnun EFTA vegna Icesave málsins á tilskyldum tíma. Frestur til að senda svör rennur út á miðnætti á morgun og sagði Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra að svörin verði ekki send fyrir þann tíma.

Ætlar ekki að bregðast við niðurstöðu umbótanefndar

„Ég sé ekki tilefni til þess að bregðast við niðurstöðunni,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, þegar hún var spurð álits á niðurstöðu flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem var haldinn á laugardaginn.

Samningur um þvinguð mannshvörf enn ekki fullgildur

Tuttugu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa nú fullgilt alþjóðlegan samning um þvinguð mannshvörf. Þvingað mannshvarf á sér stað þegar maður er handtekinn eða rænt fyrir hönd ríkisins. Yfirvöld neita þá að viðkomandi sé í haldi eða leyna dvalarstað hans og firra hann þannig allri lagavernd.

Enginn borgarstjóri í Bústaðakirkju þessa aðventuna

Frá því Bústaðakirkja var vígð fyrir 39 árum hefur nýr borgarstjóri verið viðstaddur aðventukvöld í kirkjunni á fyrsta sunnudag aðventu, með örfáum undantekningum. Til stóð að Jón Gnarr myndi halda hefðinni við en eftir veikindi hans nýverið þurfti að fækka verkefnum og var heimsókn á aðventukvöldið eitt af því sem tekið var af dagskrá borgarstjóra.

Disney matreiðslubókin uppseld hjá útgefanda - mest selda bók ársins

Stóra Disney matreiðslubókin er mest selda bók landsins 2010, samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda og er nú uppseld aftur hjá útgefanda, þrátt fyrir viðbótarupplag sem prentað var nýlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgefanda og er þess getið að bókin hafi nú verið prentuð í 13.000 eintökum, sem sé mesta upplag sem prentað hefur verið af íslenskri bók á þessu ári.

Innbrot tíðari á tekjulágum svæðum

Nokkur fylgni er milli fjölda brota og efnahagslegrar og félagslegrar stöðu eftir svæðum samkvæmt afbrotaskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2009.

Auðgunarbrotum fjölgar

Árið 2009 var um margt viðburðarríkt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar litið er til þróunar afbrota samkvæmt afbrotaskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2009.

Valgerður segir Guantanamó-áformin andvana fædd

Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt.

Áhyggjur af ungum þjófum

Ungur aldur búðarþjófa vakti athygli hjá Öryggismiðstöðinni um helgina. Í tilkyningu segja þeir að öryggisverðir á þeirra vegum hafi komið að nokkrum málum um helgina þar sem mjög ungir ólögráða einstaklingar voru staðnir að hnupli í verslunum, allt niður í 12-13 ára gamlir.

Kínverjar vísa á bandaríska sendiráðið vegna meintra njósna

Kínverska sendiráðið hér á landi vísar á bandaríska sendiráðið vegna frétta um meintar iðnnjósnir Kínverja hér á landi. Í þeim gögnum sem birtust á Wikileaks er sérstaklega talað um að grunur leiki á að meintar iðnjósnir hafi snúist um að komast yfir upplýsingar í erfðatækni og læknavísindum.

Brotist inn á lögreglustöðina á Eskifirði

Brotist var inn á lögreglustöðina á Eskifirði í síðustu viku. Yfirlögregluþjónn, sem Vísir ræddi við, sagði þjófinn hafa brotið stóra rúðu og farið þannig inn í húsakynni lögreglunnar.

Maðurinn með riffilinn látinn laus

Maðurinn, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrrinótt eftir að hann hafði verið á veitingahúsi, vopnaður riffli, var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi.

Fangar afhenda smákökur

Fangar af Litla-Hrauni munu afhenda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Jólaaðstoð-2010 um 36 þúsund smákökur í dag. Fangarnir bökuðu kökurnar sjálfir til styrktar Mæðrastyrksnefnd.

15 prósent kvenna í ofbeldissambandi

Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækara samfélagsmein en flestir gera sér grein fyrir, þar sem 15 prósent kvenna upplifa ofbeldi í núverandi sambandi.

Aðeins brot hefur verið birt

Á vefsíðunni Wikileaks hafa til þessa einungis verið birt 837 þeirra 251.287 leyniskjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni, sem boðuð hefur verið birting á.

Álfyrirtækin voru varin fyrir hækkun

Aldrei stóð til að setja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattsstund. Upphæðin var til viðmiðunar til að sjá um hvaða fjárhæðir væri að ræða, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Hún segir bandaríska sendiráðið hér á landi ekki hafa haft áhrif á að einnar krónu orkuskattur var lækkaður niður í tólf aura.

Sjá næstu 50 fréttir