Gamlar glæður valda vandræðum á Facebook 6. desember 2010 21:00 Á Facebook eru það einna helst gamlar ástir sem eru eitur í beinum makans, segir Hafliði Kristinsson, fjölskyldu-og hjónabandsráðgjafi. „Jú, ég hef heyrt það á mínu fólki að Facebook og þessi netsamskipti hafi valdið því að slitnað hafi upp úr samböndum," segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Samkvæmt könnun meðal bandarískra skilnaðarlögfræðinga er hægt að rekja fimmtung allra skilnaða beint til Facebook- og Twitter-notkunar. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og fengust í breskri könnun nýverið. Þeir skilnaðarlögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu vissulega heyrt af Facebook-vandræðum í hjónaböndum og samböndum en voru ekki reiðubúnir til að kvitta upp á neina tölfræði í þeim efnum. Einn reyndur skilnaðarlögfræðingur sem vildi ekki koma fram undir nafni sagðist hafa komið að skilnaði þar sem Facebook var beinilínis nefnd sem meginorsök. Umræddur lögfræðingur sagði að sér virtist sem fólk átti sig ekki nægilega á Fésbókinni, að efnið sé þar fyrir allra augum. Jafnframt sagði hann að þess séu dæmi að Fésbókin sé notuð þegar fólk standi í skilnaði. Þá komi annar aðilinn til að mynda með útprent af síðunni þar sem sýnt er fram á að hinn aðilinn hafi ekki verið allur þar sem hann er séður.Hafliði Kristinsson, fjölskyldu-og hjónabandsráðgjafi, hefur hins vegar oft heyrt minnst á samskiptavefinn Facebook í samtölum sínum við skjólstæðinga. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja Facebook ábyrga fyrir skilnaði og sambandsslitum en hún er vissulega áhrifavaldur," segir Hafliði og nefnir þar sérstaklega sambönd sem ekki eru komin langt á veg. „Yfirleitt eru það gamlar kærustur eða gamlir kærastar sem valda óöryggi hjá hinum aðilanum og fólk veit ekki alveg hver tengslin eru við fortíðina," segir Hafliði og bætir því jafnframt við að rótgróin sambönd séu ekkert síður í hættu. Hafliði bendir á að Facebook sé tiltölulega nýtt samskiptaform og að hún hafi eiginlega opnað sambandið upp á gátt. Allt sé opið fyrir allra augum og vinabeiðni eða athugasemd geti valdið misskilningi. „Fólk á kannski að fara yfir vinahópinn og semja umferðarreglurnar saman," segir Hafliði. Vigfús Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, segir að netið í heild, hafi haft mikil áhrif og hann viti um skilnaði sem megi rekja beint til netnotkunar. „Makinn hefur kannski opnað tölvuna, rekist þar á mjög náin samtöl hins aðilans við einhvern utanaðkomandi og þá hefur allt sprungið," segir Vigfús en áréttar að netið sé yfirleitt bara kornið sem fylli mælinn. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
„Jú, ég hef heyrt það á mínu fólki að Facebook og þessi netsamskipti hafi valdið því að slitnað hafi upp úr samböndum," segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Samkvæmt könnun meðal bandarískra skilnaðarlögfræðinga er hægt að rekja fimmtung allra skilnaða beint til Facebook- og Twitter-notkunar. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og fengust í breskri könnun nýverið. Þeir skilnaðarlögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu vissulega heyrt af Facebook-vandræðum í hjónaböndum og samböndum en voru ekki reiðubúnir til að kvitta upp á neina tölfræði í þeim efnum. Einn reyndur skilnaðarlögfræðingur sem vildi ekki koma fram undir nafni sagðist hafa komið að skilnaði þar sem Facebook var beinilínis nefnd sem meginorsök. Umræddur lögfræðingur sagði að sér virtist sem fólk átti sig ekki nægilega á Fésbókinni, að efnið sé þar fyrir allra augum. Jafnframt sagði hann að þess séu dæmi að Fésbókin sé notuð þegar fólk standi í skilnaði. Þá komi annar aðilinn til að mynda með útprent af síðunni þar sem sýnt er fram á að hinn aðilinn hafi ekki verið allur þar sem hann er séður.Hafliði Kristinsson, fjölskyldu-og hjónabandsráðgjafi, hefur hins vegar oft heyrt minnst á samskiptavefinn Facebook í samtölum sínum við skjólstæðinga. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja Facebook ábyrga fyrir skilnaði og sambandsslitum en hún er vissulega áhrifavaldur," segir Hafliði og nefnir þar sérstaklega sambönd sem ekki eru komin langt á veg. „Yfirleitt eru það gamlar kærustur eða gamlir kærastar sem valda óöryggi hjá hinum aðilanum og fólk veit ekki alveg hver tengslin eru við fortíðina," segir Hafliði og bætir því jafnframt við að rótgróin sambönd séu ekkert síður í hættu. Hafliði bendir á að Facebook sé tiltölulega nýtt samskiptaform og að hún hafi eiginlega opnað sambandið upp á gátt. Allt sé opið fyrir allra augum og vinabeiðni eða athugasemd geti valdið misskilningi. „Fólk á kannski að fara yfir vinahópinn og semja umferðarreglurnar saman," segir Hafliði. Vigfús Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, segir að netið í heild, hafi haft mikil áhrif og hann viti um skilnaði sem megi rekja beint til netnotkunar. „Makinn hefur kannski opnað tölvuna, rekist þar á mjög náin samtöl hins aðilans við einhvern utanaðkomandi og þá hefur allt sprungið," segir Vigfús en áréttar að netið sé yfirleitt bara kornið sem fylli mælinn. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira