Danir hafa áhyggjur af námskostnaði 7. desember 2010 06:00 Fjölmargir háskólanemar frá Norðurlöndum sækja sér menntun í Árósum. Kostnaður danska ríkisins vegna norrænna nema vex mörgum í augum. Fréttablaðið/Þorgils Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira