15 prósent kvenna í ofbeldissambandi 6. desember 2010 06:45 Varpa ljósi á ofbeldi gegn konum Erla Kolbrún Svavarsdóttir ritstýrir bók um birtingarmyndir ofbeldis gegn konum. Fréttablaðið/Stefán Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækara samfélagsmein en flestir gera sér grein fyrir, þar sem 15 prósent kvenna upplifa ofbeldi í núverandi sambandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók, Ofbeldi - Margvísleg birtingarmynd, sem er ritstýrt af Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Þar er ljósi varpað á reynslu íslenskra kvenna og áhrif ofbeldis á heilsu þeirra, en í samtali við Fréttablaðið segir Erla að bókin samanstandi af fjórum rannsóknum sem voru gerðar hér á landi þar sem um þrjú þúsund konur um allt land svöruðu spurningum. „Í raun og veru má því segja að þar birtist rödd um 3000 kvenna," segir Erla. Hún segir að það sem komi einna mest á óvart í rannsóknunum er hversu hátt hlutfall kvenna sem leita á bráðamóttöku eða sækja miðstöð mæðraverndar vegna áhættumeðgöngu, hafa upplifað kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. „Konur í þessum hópum eru að upplifa miklu alvarlegra og tíðara ofbeldi en konur almennt, samkvæmt niðurstöðunum. Þar kemur fram að 20 prósent kvenna á slysa- og bráðamóttöku hafa einhvern tíma verið beittar kynferðislegu ofbeldi og sama tíðni á við um konur í áhættumeðgöngu." Rannsóknin lýtur einnig að því að skoða hvaða áhrif ofbeldi hefur á heilsu kvenna og líðan þeirra. „Heilsa þeirra og vellíðan er marktækt lakari ef þær lifa við langvarandi ofbeldi eða hafa upplifað ofbeldi á ævi sinni. Þær glíma við andlega sjúkdóma eins og þunglyndi, misnotkun fíkniefna, kvíða og skerta sjálfsmynd." Ofbeldi getur meðal annars haft efnahagsleg áhrif þar sem þolendur eiga oft erfiðara með að fóta sig á vinnumarkaði. Erla segir að þau vilji opna augu fólks fyrir þessum víðtæku áhrifum sem ofbeldi hefur á þolendur, en ekki síður benda á hvernig megi bregðast við. „Við leggjum fram klínískar leiðbeiningar sem eiga að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk, og aðra sem sinna sálgæslu, við að greina ofbeldi. Svo bendum við líka á hvernig fyrstu viðbrögð fagaðila eigi að vera því það er ekki nóg að greina vandamálið, heldur verðum við að hafa úrræði. Það erum við líka að kynna í bókinni, svo heilbrigðisstarfsfólk hafi úrræði ef til þeirra kemur kona sem býr við ofbeldi. Til dæmis hvert á að vísa viðkomandi, hvort sem það er til stofnana eða meðferðaraðila." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækara samfélagsmein en flestir gera sér grein fyrir, þar sem 15 prósent kvenna upplifa ofbeldi í núverandi sambandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók, Ofbeldi - Margvísleg birtingarmynd, sem er ritstýrt af Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Þar er ljósi varpað á reynslu íslenskra kvenna og áhrif ofbeldis á heilsu þeirra, en í samtali við Fréttablaðið segir Erla að bókin samanstandi af fjórum rannsóknum sem voru gerðar hér á landi þar sem um þrjú þúsund konur um allt land svöruðu spurningum. „Í raun og veru má því segja að þar birtist rödd um 3000 kvenna," segir Erla. Hún segir að það sem komi einna mest á óvart í rannsóknunum er hversu hátt hlutfall kvenna sem leita á bráðamóttöku eða sækja miðstöð mæðraverndar vegna áhættumeðgöngu, hafa upplifað kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. „Konur í þessum hópum eru að upplifa miklu alvarlegra og tíðara ofbeldi en konur almennt, samkvæmt niðurstöðunum. Þar kemur fram að 20 prósent kvenna á slysa- og bráðamóttöku hafa einhvern tíma verið beittar kynferðislegu ofbeldi og sama tíðni á við um konur í áhættumeðgöngu." Rannsóknin lýtur einnig að því að skoða hvaða áhrif ofbeldi hefur á heilsu kvenna og líðan þeirra. „Heilsa þeirra og vellíðan er marktækt lakari ef þær lifa við langvarandi ofbeldi eða hafa upplifað ofbeldi á ævi sinni. Þær glíma við andlega sjúkdóma eins og þunglyndi, misnotkun fíkniefna, kvíða og skerta sjálfsmynd." Ofbeldi getur meðal annars haft efnahagsleg áhrif þar sem þolendur eiga oft erfiðara með að fóta sig á vinnumarkaði. Erla segir að þau vilji opna augu fólks fyrir þessum víðtæku áhrifum sem ofbeldi hefur á þolendur, en ekki síður benda á hvernig megi bregðast við. „Við leggjum fram klínískar leiðbeiningar sem eiga að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk, og aðra sem sinna sálgæslu, við að greina ofbeldi. Svo bendum við líka á hvernig fyrstu viðbrögð fagaðila eigi að vera því það er ekki nóg að greina vandamálið, heldur verðum við að hafa úrræði. Það erum við líka að kynna í bókinni, svo heilbrigðisstarfsfólk hafi úrræði ef til þeirra kemur kona sem býr við ofbeldi. Til dæmis hvert á að vísa viðkomandi, hvort sem það er til stofnana eða meðferðaraðila." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira