Innlent

Slökkviliðið kallað að raðhúsi í nótt

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að raðhúsi í borginni í nótt þar sem óttast var að kviknað hefði í einhverju í kjallara hússins.

Í ljós kom að lítilsháttar reyk lagði frá þurrkara í vaskahúsinu og var engin hætta á ferðum. Slökkvibílum, sem voru á leiðinni á vettvang, var því snúið til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×