Hugsaði um Guð og jörðina áður en hann steyptist í hafið Valur Grettisson skrifar 6. desember 2010 13:00 Eins og sést á myndinni þá hefði þetta getað farið heldur illa. Mynd/ Albert Kemp „Ég held að hugurinn hafi frosið. Maður hugsaði bara um guð og jörð," segir Hilmir Arnarson, sem var hætt kominn í gær þegar hann missti stjórn á jepplingi sem hann ók og endaði í sjónum nálægt Fáskrúðsfirði. Hilmir, sem vinnur í álverinu á Reyðarfirði, var að koma frá Egilsstöðum þegar hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn var afturhjóladrifinn og virðist hafa spólað á hálkubletti sem breytti stefnu bílsins mjög skyndilega. Hilmir lýsir óhappinu þannig að hann hafi í raun verið strax kominn út af veginum og þá tók við grýtt fjara. „Ég veit að ef ég hefði náð að beygja þá hefði bíllinn sennilega oltið," segir Hilmir sen var verulega brugðið þegar hann geystist stjórnlaust í áttina að hafinu. Hann segist feginn að bíllinn hafi ekki oltið enda staddur í miðri fjörunni. Bíllinn steyptist síðan ofan í sjóinn, „og þá var fjörið búið," sagði Hilmir. Hann segist hafa setið í nokkrar sekúndur í bílnum í sjónum og velti því fyrir sér hvað hann ætti að gera. Aðspurður hvort sjórinn hafi flætt inn í bílinn á sama tíma svararði Hilmir því til að það hafi verið ótrúlegt hvað bíllinn hélt vatni. „Ég skrúfaði svo niður rúðuna og sem betur fer hélt rafmagnið," sagði Hilmir sem greip bakpokann sinn, síðan togaði hann sig upp á húdd bílsins. Þá voru þrír metrar í land. „Ég stökk þá í sjóinn en var ekki ofan í honum í meira en nokkrar sekúndur," sagði Hilmir sem átti þá allnokkra gönguferð eftir. Hann segist hafa gengið rösklega í sjoppuna á Fáskrúðsfirði sem var um 60 metrum frá slysstaðnum. Þegar hann var kominn þangað bað hann starfsmann verslunarinnar að hringja á lögregluna og dráttarbíl. Lögreglan kom stuttu síðar og unnið var að því að koma bílnum á þurrt land. Hilmir segir bílinn heldur illa farinn að það eigi eftir að skoða hann betur. Spurður hvernig honum líði eftir óhappið svaraði Hilmir: „Maður veit að ef það kemur eitthvað uppá, þá borgar sig að hugsa og framkvæma á fljótan hátt. En ekki flýta sér um of. Maður gerir sér líka grein fyrir því núna að í daglegu amstri þá er hættan alltaf til staðar. En menn hafa nú lent í meiri hættu svosem." Hilmir segist feginn að hann hafi farið út af veginum þarna en ekki á varhugaverðari köflum vegarins á leiðinni frá Egilsstöðum. Hann áréttar að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrakinn né kaldur eftir óhappið, í raun slapp hann furðu vel. „En þetta fær mann til þess að hugsa," sagði Hilmir að lokum. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
„Ég held að hugurinn hafi frosið. Maður hugsaði bara um guð og jörð," segir Hilmir Arnarson, sem var hætt kominn í gær þegar hann missti stjórn á jepplingi sem hann ók og endaði í sjónum nálægt Fáskrúðsfirði. Hilmir, sem vinnur í álverinu á Reyðarfirði, var að koma frá Egilsstöðum þegar hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn var afturhjóladrifinn og virðist hafa spólað á hálkubletti sem breytti stefnu bílsins mjög skyndilega. Hilmir lýsir óhappinu þannig að hann hafi í raun verið strax kominn út af veginum og þá tók við grýtt fjara. „Ég veit að ef ég hefði náð að beygja þá hefði bíllinn sennilega oltið," segir Hilmir sen var verulega brugðið þegar hann geystist stjórnlaust í áttina að hafinu. Hann segist feginn að bíllinn hafi ekki oltið enda staddur í miðri fjörunni. Bíllinn steyptist síðan ofan í sjóinn, „og þá var fjörið búið," sagði Hilmir. Hann segist hafa setið í nokkrar sekúndur í bílnum í sjónum og velti því fyrir sér hvað hann ætti að gera. Aðspurður hvort sjórinn hafi flætt inn í bílinn á sama tíma svararði Hilmir því til að það hafi verið ótrúlegt hvað bíllinn hélt vatni. „Ég skrúfaði svo niður rúðuna og sem betur fer hélt rafmagnið," sagði Hilmir sem greip bakpokann sinn, síðan togaði hann sig upp á húdd bílsins. Þá voru þrír metrar í land. „Ég stökk þá í sjóinn en var ekki ofan í honum í meira en nokkrar sekúndur," sagði Hilmir sem átti þá allnokkra gönguferð eftir. Hann segist hafa gengið rösklega í sjoppuna á Fáskrúðsfirði sem var um 60 metrum frá slysstaðnum. Þegar hann var kominn þangað bað hann starfsmann verslunarinnar að hringja á lögregluna og dráttarbíl. Lögreglan kom stuttu síðar og unnið var að því að koma bílnum á þurrt land. Hilmir segir bílinn heldur illa farinn að það eigi eftir að skoða hann betur. Spurður hvernig honum líði eftir óhappið svaraði Hilmir: „Maður veit að ef það kemur eitthvað uppá, þá borgar sig að hugsa og framkvæma á fljótan hátt. En ekki flýta sér um of. Maður gerir sér líka grein fyrir því núna að í daglegu amstri þá er hættan alltaf til staðar. En menn hafa nú lent í meiri hættu svosem." Hilmir segist feginn að hann hafi farið út af veginum þarna en ekki á varhugaverðari köflum vegarins á leiðinni frá Egilsstöðum. Hann áréttar að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrakinn né kaldur eftir óhappið, í raun slapp hann furðu vel. „En þetta fær mann til þess að hugsa," sagði Hilmir að lokum.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira