Hugsaði um Guð og jörðina áður en hann steyptist í hafið Valur Grettisson skrifar 6. desember 2010 13:00 Eins og sést á myndinni þá hefði þetta getað farið heldur illa. Mynd/ Albert Kemp „Ég held að hugurinn hafi frosið. Maður hugsaði bara um guð og jörð," segir Hilmir Arnarson, sem var hætt kominn í gær þegar hann missti stjórn á jepplingi sem hann ók og endaði í sjónum nálægt Fáskrúðsfirði. Hilmir, sem vinnur í álverinu á Reyðarfirði, var að koma frá Egilsstöðum þegar hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn var afturhjóladrifinn og virðist hafa spólað á hálkubletti sem breytti stefnu bílsins mjög skyndilega. Hilmir lýsir óhappinu þannig að hann hafi í raun verið strax kominn út af veginum og þá tók við grýtt fjara. „Ég veit að ef ég hefði náð að beygja þá hefði bíllinn sennilega oltið," segir Hilmir sen var verulega brugðið þegar hann geystist stjórnlaust í áttina að hafinu. Hann segist feginn að bíllinn hafi ekki oltið enda staddur í miðri fjörunni. Bíllinn steyptist síðan ofan í sjóinn, „og þá var fjörið búið," sagði Hilmir. Hann segist hafa setið í nokkrar sekúndur í bílnum í sjónum og velti því fyrir sér hvað hann ætti að gera. Aðspurður hvort sjórinn hafi flætt inn í bílinn á sama tíma svararði Hilmir því til að það hafi verið ótrúlegt hvað bíllinn hélt vatni. „Ég skrúfaði svo niður rúðuna og sem betur fer hélt rafmagnið," sagði Hilmir sem greip bakpokann sinn, síðan togaði hann sig upp á húdd bílsins. Þá voru þrír metrar í land. „Ég stökk þá í sjóinn en var ekki ofan í honum í meira en nokkrar sekúndur," sagði Hilmir sem átti þá allnokkra gönguferð eftir. Hann segist hafa gengið rösklega í sjoppuna á Fáskrúðsfirði sem var um 60 metrum frá slysstaðnum. Þegar hann var kominn þangað bað hann starfsmann verslunarinnar að hringja á lögregluna og dráttarbíl. Lögreglan kom stuttu síðar og unnið var að því að koma bílnum á þurrt land. Hilmir segir bílinn heldur illa farinn að það eigi eftir að skoða hann betur. Spurður hvernig honum líði eftir óhappið svaraði Hilmir: „Maður veit að ef það kemur eitthvað uppá, þá borgar sig að hugsa og framkvæma á fljótan hátt. En ekki flýta sér um of. Maður gerir sér líka grein fyrir því núna að í daglegu amstri þá er hættan alltaf til staðar. En menn hafa nú lent í meiri hættu svosem." Hilmir segist feginn að hann hafi farið út af veginum þarna en ekki á varhugaverðari köflum vegarins á leiðinni frá Egilsstöðum. Hann áréttar að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrakinn né kaldur eftir óhappið, í raun slapp hann furðu vel. „En þetta fær mann til þess að hugsa," sagði Hilmir að lokum. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
„Ég held að hugurinn hafi frosið. Maður hugsaði bara um guð og jörð," segir Hilmir Arnarson, sem var hætt kominn í gær þegar hann missti stjórn á jepplingi sem hann ók og endaði í sjónum nálægt Fáskrúðsfirði. Hilmir, sem vinnur í álverinu á Reyðarfirði, var að koma frá Egilsstöðum þegar hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn var afturhjóladrifinn og virðist hafa spólað á hálkubletti sem breytti stefnu bílsins mjög skyndilega. Hilmir lýsir óhappinu þannig að hann hafi í raun verið strax kominn út af veginum og þá tók við grýtt fjara. „Ég veit að ef ég hefði náð að beygja þá hefði bíllinn sennilega oltið," segir Hilmir sen var verulega brugðið þegar hann geystist stjórnlaust í áttina að hafinu. Hann segist feginn að bíllinn hafi ekki oltið enda staddur í miðri fjörunni. Bíllinn steyptist síðan ofan í sjóinn, „og þá var fjörið búið," sagði Hilmir. Hann segist hafa setið í nokkrar sekúndur í bílnum í sjónum og velti því fyrir sér hvað hann ætti að gera. Aðspurður hvort sjórinn hafi flætt inn í bílinn á sama tíma svararði Hilmir því til að það hafi verið ótrúlegt hvað bíllinn hélt vatni. „Ég skrúfaði svo niður rúðuna og sem betur fer hélt rafmagnið," sagði Hilmir sem greip bakpokann sinn, síðan togaði hann sig upp á húdd bílsins. Þá voru þrír metrar í land. „Ég stökk þá í sjóinn en var ekki ofan í honum í meira en nokkrar sekúndur," sagði Hilmir sem átti þá allnokkra gönguferð eftir. Hann segist hafa gengið rösklega í sjoppuna á Fáskrúðsfirði sem var um 60 metrum frá slysstaðnum. Þegar hann var kominn þangað bað hann starfsmann verslunarinnar að hringja á lögregluna og dráttarbíl. Lögreglan kom stuttu síðar og unnið var að því að koma bílnum á þurrt land. Hilmir segir bílinn heldur illa farinn að það eigi eftir að skoða hann betur. Spurður hvernig honum líði eftir óhappið svaraði Hilmir: „Maður veit að ef það kemur eitthvað uppá, þá borgar sig að hugsa og framkvæma á fljótan hátt. En ekki flýta sér um of. Maður gerir sér líka grein fyrir því núna að í daglegu amstri þá er hættan alltaf til staðar. En menn hafa nú lent í meiri hættu svosem." Hilmir segist feginn að hann hafi farið út af veginum þarna en ekki á varhugaverðari köflum vegarins á leiðinni frá Egilsstöðum. Hann áréttar að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrakinn né kaldur eftir óhappið, í raun slapp hann furðu vel. „En þetta fær mann til þess að hugsa," sagði Hilmir að lokum.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira