Fleiri fréttir

Taldi að hagsmunum vera stefnt í hættu

Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, ráðlagði stjórnvöldum í Bandaríkjunum eindregið að verða við ósk Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, sem sett var fram í bréfi frá Davíð seint í október árið 2008, um stórt lán í tengslum við aðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi.

Ímynd Bandaríkjanna talin í hættu

Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007.

Pólitískur skáldskapur

Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur sent Fréttablaðinu athugasemd vegna umfjöllunar blaðsins á laugardaginn um minnisblað úr bandaríska sendiráðinu. Athugsemdin er hér í heild sinni:

Auglýsandi krefst nafnleyndar

Sá sem stendur á bak við auglýsingar á flettiskiltum í höfuðborginni gegn Evrópusambandsaðild Íslendinga vill ekki að nafn hans komi fram. Vegfarendur í Reykjavík hafa undanfarna mánuði rekið augun í auglýsingar á flettiskiltum borgarinnar þar sem birtur er íslenski fáninn og fáni Evrópusambandsins með orðinu NEI. Margir hafa velt því fyrir sér hver standi á bak við herferðina. Þær upplýsingar fengust hjá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, að auglýsingin væri ekki á þeirra vegum.

DeCode vill lögreglurannsókn á meintum njósnum Kínverja

Íslensk erfðagreining ætlar að óska eftir því að ríkislögreglustjóri rannsaki sérstaklega hvort Kínverjar hafi njósnað skipulega um starfsemi fyrirtækisins. Ekkert bendir þó til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í gagnagrunna fyrirtækisins.

Vel gengur að flytja Vonarstræti 12

Vel hefur gengið að flytja húsið sem áður stóð við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkinu er nánast lokið en það tafðist eftir að í ljós kom að húsið var 25 tonnum þyngra en áætlað var í upphafi. Þriðja krananum var bætt við og nýjum keðjum komið fyrir til að lyfta húsinu.

Fáfróðir um íslensk stjórnmál

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tekur ekki undir áhyggjur bandarískra sendiráðsstarfsmanna um að Kínverjar stundi iðnaðarnjósnir hér á landi. Hann segir að Wikileaks skjölin opinberi vanþekkingu Bandaríkjamanna á íslensku stjórnmálum.

Alþingi hugsanlega vanhæft

Þingmenn Hreyfingarinnar óttast að Alþingi ætli breyta tillögum stjórnlagaþings áður en þjóðin fær að kjósa um þær. Fulltrúi á stjórnlagaþingi segir að Alþingi verði hugsanlega vanhæft til að fjalla um tillögur þingsins.

Skýrslan ekki dauðadómur yfir Samfylkingunni

„Mér finnst þessi skýrsla sýna styrkleika flokksins sem er tilbúinn til að fara með opinskáum hætti yfir þennan vanda sem flokkurinn hefur verið að takast á við,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Skýrsla umbótanefndar Samfylkingarinnar sé ekki dauðadómur yfir flokknum.

Fangar hjálpa fátækum: Baka mörg þúsund smákökur

„Margir hérna koma frá brotnum heimilum og fjölskyldum sem hafa haft lítið á milli handanna þannig að það eru margir hérna sem þekkja þetta. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað en það er ekki mikið sem við getum gert verandi í öryggisfangelsi,“ segir fanginn Jónas Árni Lúðvíksson í samtali við fréttastofu.

Varðberg lagt niður

Félögin Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál verða lögð niður í núverandi mynd næstkomandi fimmtudag. Félögin hafa verið starfrækt í áratugi en til stendur að stofna nýtt félag á grunni SVS og Varðbergs.

Grunur um salmonellu

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til telur fyrirtækið rétt að innkalla vöruna. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerum (Rlnr.) 011-10-43-2-25. Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð. Í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins og í samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur verið unnið að innköllun vörunar, að því er fram kemur í tilkynningu.

Vilja ráðherra út af þingi

Af 25 fulltrúum stjórnlagaþings sem kemur saman í febrúar á næsta ári eru 20 frekar eða mjög mótfallnir því að ráðherrar haldi sætum sínum á Alþingi. Meirihluti fulltrúanna vill þannig að ráðherrarnir víki sæti á Alþingi þegar taka við ráðherradómi. Aðeins tveir af fulltrúunum eru þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi að sitja áfram á þingi.

Unnu saman að listsköpun

Listnemar unnu að listsköpun í samstarfi við fólk sem upplifir fátækt eða félagslega einangrun og er hægt að sjá afraksturinn á ljósmyndasýningu sem opnaði í gær. Verkefnið er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun en auk þeirra komu Hlutverkasetur, Hjálparstofnun kirkjunnar og Kvennasmiðjan að framkvæmd verkefnisins.

Vandræðagangur Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur gengið illa að fjármagna Búðarhálsvirkjun og á meðan eru framkvæmdum haldið í lágmarki. Forstjóri fyrirtækisins segir að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar verði lokið öðru hvoru megin við áramótin en í febrúar sagði hann að henni yrði lokið fyrir mitt árið.

Áfellisdómur yfir starfsháttum Samfylkingarinnar

Skýrsla umbótanefndar Samfylkingarinnar er áfellisdómur yfir starfsháttum flokksins að mati Dags. B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Flokkurinn bað íslensku þjóðina afsökunar í gær á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins.

Drög að Icesave samkomulagi kynnt

Drög að nýju Icesave samkomulagi hafa verið kynnt þingflokkum stjórnarandstöðunnar. Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands stefna að því að ljúka við gerð samnings sem allra fyrst.

Jón Ásgeir sagður ræningi

Í greinaflokki sænska viðskiptafréttavefsins E24 um helstu fjárglæframenn og svindlara efnahagskreppunnar er Jón Ásgeir Jóhannesson sagður hafa breyst úr glaumgosa í ræningja. Í greinaflokknum hefur áður m.a. verið fjallað um fjársvikamál bandaríska kaupsýslumannsins Bernard Madoff.

Hvort á sinni öldinni

„Ég hef aldrei verið mikil 20. aldar kona. Mér finnst stundum eins og allt það merkilegasta hafi gerst á 19. öldinni en menn halda náttúrulega með „sínum“ öldum. Ég þekki eiginlega ekkert annað en að hugsa út frá 19. öldinni, mitt sjónarhorn er litað af þeirri söguskoðun og ég horfi alltaf einhvern veginn á samtíðina úr fortíðinni. Og mig langaði að opna þessa öld fyrir breiðum og nýjum lesendahópi með því að fjalla um þennan kvennaheim 19. aldar,“ segir Sigrún Pálsdóttir, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Þóra biskups.

Æfðu rústabjörgun

Það er ekki alltaf sem björgunarsveitarfólki gefst kostur á að æfa rústabjörgun við sem raunverulegustu aðstæður. Það gerðist þó í gær. Til stóð að rífa hús á Laugarvatni um helgina og gafst rústabjörgunarsveitinni Ársæli í samvinnu við Björgunarsveitina Ingunni tækifæri til að nýta húsið til rústabjörgunar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá björgunarsveitarmönnum gekk æfingin framar vonum í samvinnu við veðurguðina.

Skíðasvæði opin

Opið er í Bláfjöllum, skíðasvæðinu í Tindastól og í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Í Bláfjöllum er opið frá tíu til fimm. Þar er veður gott, mínus hálf gráða, heiðskýrt og fallegt veður. Skíðasvæðið í Tindastól opnar klukkan 11 og lokar klukkann 16 en þar er fimm stiga frost og hægviðri. Í tilkynningu frá Skagafirði segir að sést hafi til tófu að rölta í samkeppni við rjúpnaveiðimenn þannig að dýralífið sé ágætt og aðstæður á svæðinu hinar bestu. Hlíðarfjall á Akureyri opnar nú klukkan 10 og er opið til 16.

Ríkisstjórnin lækki ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna

Ríkisstjórnin verður að breyta lögum og lækka ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna hyggist hún lækka kostnað vegna félagslegs húsnæðis. Standi það ekki til er ríkisstjórnin að gefa falsvonir með yfirlýsingum sínum. Þetta segir Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunarsviðs Íbúðalánasjóðs á bloggi sínu.

Útsvarshækkun ógnar sérstöðu Seltjarnarnesbæjar

Ungir sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi mótmæla harðlega fyrirhuguðum útsvarshækkunum bæjarstjórnar Seltjarnarnes og telur þær með öllu óréttlætanlegar. Hækkunin ógni sérstöðu Seltjarnarnesbæjar sem fyrirmyndar bæjarfélags og hún sé auk þess ekki í takt við þau kosningarloforð sem gefin hafi verið fyrr á árinu.

Unglingapartí fór úr böndunum

Lögregla var kölluð að húsi í Salahverfi í Kópavogi á miðnætti en þar hafði ungmenni misst stjórn á samkvæmi. Lögreglumenn rýmdu húsnæðið en mikill fjöldi manns var í því og stór hluti fólksins var óvelkomin, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu.

Ógnaði fólki með hnífi

Laust eftir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um karlmann sem ógnaði fólki með hnífi fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Lögreglumenn fóru á vettvang og handtóku manninn sem er um þrítugt. Hann var undir áhrifum áfengis og verður yfirheyrður síðar í dag.

Handtekinn með hlaðinn riffil á skemmtistað

Karlmaður var handtekinn með hlaðinn riffil og nokkurt magn skotfæra á skemmtistað í miðborginni í nótt. Einnig fundust á manninum nokkurt magn fíkniefna sem lögregla telur að hann hafi ætlað að selja.

Litið á íslensk stjórnvöld sem alvöru viðsemjendur

„Þið eruð með samsteypustjórn eins og við Bretar. Flokkarnir í ríkisstjórninni okkar eru ósammála um Evrópu líka þótt þeir virðist ætla að fara frekar vel með það. Þeir eru ósammála sín á milli en þegar þeir fara til Brussel fylgja þeir sameiginlegri línu ríkisstjórnarinnar," segir Graham Avery, heiðursframkvæmdastjóri ESB, í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins.

Tilraun til heilaþvottar

Fimm manna fjölskylda í 80 fermetra blokkaríbúð í Hafnarfirði telur sig engu bættari eftir að stjórnvöld og fjármálakerfið gáfu sitt lokasvar í skuldamálum heimilanna. Þetta segir móðirin, sem kallar útspil gærdagsins tilraun til heilaþvottar.

Wikileaks: Er oft með krosslagðar hendur

Hún hefur sterkar skoðanir, á auðvelt með að gera málamiðlanir, er náin Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og er oft með krosslagðar hendur í upphafi funda. Svona er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, lýst í skýrslu sendiherra Bandaríkjanna hér á landi til Condoleezzu Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Gerir ekki athugasemdir við yfirlýsingar Ólafs Ragnars

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að forseta Íslands sé frjálst að opinbera sínar skoðanir í erlendum fjölmiðlum jafnvel þótt þær séu að mörgu leyti á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda.

„Það væri gaman að tala í talstöð en ég bara get það ekki“

Loftið var spennu þrungið á bensínstöð í efri byggðum Reykjavíkur í bítið þar sem 16 jeppar og tugir manna biðu þess óþreyjufullir að leggja á Langjökul. Þrátt fyrir spennu voru hvorki hlátrasköll né mannalæti á bensínstöðinni, eins og ætla mætti þar sem hópur jeppakarla og kerlinga kemur saman í upphafi ferðar.

Nýtt samkomulag nánast tilbúið

Margframlengdur frestur stjórnvalda til að skila svari til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave rennur út á þriðjudag. Mikið er þrýst á þingmenn stjórnarandstöðunnar að veita drögum að nýjum Icesavesamningi blessun sína, svo komast megi hjá því að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn.

Wikileaks: Veikindi Ingibjargar og undarlegt sinnuleysi stjórnvalda

Bandaríkjamenn töldu ljóst í október 2008 að veikindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þáverandi utanríkisráðherra væru alvarlegri en gefið væri upp opinberlega og að óljóst væri hve stórt hlutverk hún gæti leikið í baráttunni við efnahagshrunið. Þetta kemur fram í skeyti frá Carol Van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Þá segir að veikindi Ingibjargar og Grétars Márs Sigurðssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu hafi haft mikil áhrif á viðbrögð íslenskra stjórnvalda í hruninu sem hún segir hafa einkennst af „undarlegu sinnuleysi.“

Vann 11 milljónir í lottóinu

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann tæpum 11 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 8, 18, 23, 27 og 38. Vinningshafinn var með tölurnar í áskrift.

Wikileaks: Vildi þvinga Icesave fyrir dómstóla

Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi í bandaríska sendiráðinu í fyrra að best væri fyrir íslensku þjóðina að Icesave samningarnir yrðu felldir og málið þvingað fyrir dómstóla. Töf á lausn málsins myndi hins vegar tefja endurreisn efnahagslífsins.

Borg og sveit eru systur

Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaþingsfulltrúi, segir það ekki áhyggjuefni þótt 101 Reykjavík eigi fleiri fulltrúa á þinginu en landsbyggðin. 25 fulltrúar voru kosnir um síðustu helgi til setu á stjórnlagaþingi. Nýkjörnir stjórnlagaþingsfulltrúar funduðu með stjórnlaga- og undirbúningsnefnd á Grand Hóteli í dag en það hefur gagnrýnt að landsbyggðin skuli einungis eiga þrjá fulltrúa á þinginu.

„Við vorum ekki fórnarlömb óheillaþróunar“

Andvaraleysi og afneitun einkenndi afstöðu Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum að mati umbótanefndar flokksins. Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar í dag á mistökum sem flokkurinn gerði í aðdraganda hrunsins.

Segir forsetann tala fyrir einangrun

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mæla fyrir einangrun. Forsetinn virðist tala gegn lausn á Icesavemálinu en dekri í staðinn við aukin efnahagsleg tengsl við „nútímanýlenduherra í Kína og í Rússlandi Pútíns.“

Tillaga um afsökunarbeiðni samþykkt

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem Samfylkingin biður íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig.

Tilkynnt um eld í báti við Látraröst

Vörður, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag þegar tilkynnt var í eld í báti við Látraröst. Tveir skipsverjar eru um borð í bátnum sem er yfirbyggður plastbátur og hafa þeir náð að slökkva eldinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Wikileaks: Vaxandi útlendingahatur á Íslandi

Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir í skeyti sem hún sendi í maí árið 2008 að ákvörðun Íslendinga um að taka við 30 flóttamönnum frá Palestínu hafi afhjúpað vaxandi útlendingahatur í landinu. Hún fer yfir málið og bendir meðal annars á að undirskriftum hafi verið safnað á Akranesi gegn hugmyndinni, en þangað fóru flóttamennirnir. Hún ræðir einnig sérstaklega um andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þáverandi varaformanns Frjálslynda flokksins og varabæjarfulltrúa á Akranesi.

Ingibjörg Sólrún á meðal fundarmanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var meðal fundargesta á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Hótel Loftleiðum í dag. Megin umfjöllunarefni fundarins eru tillögur umbótanefndar flokksins en nefndin var skipuð í aprílmánuði til að fara yfir starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg tók ekki til máls á fundinum en hún hefur nú yfirgefið samkunduna.

Samfylkingin biðji þjóðina afsökunar

Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún beri ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnfram heitir flokkurinn því að hlusta með opnum huga á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. Þetta kemur fram í ályktun sem liggur fyrir flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á hótel Loftleiðum í dag og verður væntanlega samþykkt síðdegis.

Sjá næstu 50 fréttir