Fleiri fréttir Fólksbíll og rúta skullu saman Umferðarslys varð á Akureyri klukkan hálf átta í gærkvöld. Fólksbíll lenti þar framan á rútu sem kom úr gagnstæðri átt. 28.11.2010 10:42 Opið í Bláfjöllum í dag Í dag er opið í Bláfjöllum til klukkan fimm. Fyrir stundu var sex stiga frost á skíðasvæðinu, vindur var ekki mikill og á að draga úr honum þegar líður á daginn. Færið í brautum er sagt einstaklega gott og hvergi harðfenni. 28.11.2010 09:39 Heildarkjörsókn liggur fyrir í hádeginu Enn eru ekki komnar endanlegar tölur um kjörsókn í stjórnlagaþingskosningunum í gær, en búast má við að þær liggi fyrir um hádegisbilið. 28.11.2010 09:30 Náðu ekki 30 prósent kjörsókn Kjörsókn á Akureyri í kosningum til stjórnlagaþings í gær náði ekki 30 prósentum. 28.11.2010 09:17 Stálu skiptimynt Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en flest málin snéru að skemmtahaldi en engin alvarleg mál komu þó upp. Þrír voru handteknir vegna gruns um ölvun við akstur í nótt. Tvö fíkniefnamál komu upp en þau tengdust skemmtahaldinu. 28.11.2010 09:14 Vöfðu kúk inn í dagblöð og kveiktu í Lögreglan á Selfossi þurfti að sinna heldur óvenjulegu útkalli um sjö leytið í kvöld. Einhverjir óprúttnir aðilar kveiktu í dagblöðum á tröppum íbúðarhúss hjá íbúa á Selfossi. 27.11.2010 20:48 Fyrsti vinningur gekk ekki út Enginn var með réttar lottótölurnar en fyrsti vinningur að þessu sinni var rúmlega fimm milljónir króna. Tveir fengu bónusvinning og fékk hvor um sig rúmlega 100 þúsund krónur. 27.11.2010 20:19 Pakkajól í Smáralind Árleg Pakkajól Bylgjunnar verða við jólatréð í Smáralind á aðventunni í ár eins og fjölmörg undanfarin ár. 27.11.2010 20:05 Börn Gunnars í Krossinum: Telja ásakanirnar uppspuna Börn Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að vegið sé að æru og heiðri föður þeirra með óvægnum hætti. „Pabbi okkar er kærleiksríkur maður sem vill öllum vel." Þau segja jafnframt vita að faðir þeirra sé saklaus og biðla til fólks að fara varlega í sleggjudóma. „Þessi ásökun á pabba okkar er skelfileg því að bæði okkur og honum þykir það mesta viðurstyggð þegar brotið er á ungum stúlkum eða börnum.“ 27.11.2010 18:28 Lýst eftir Jakobi Inga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýsir eftir Jakobi Inga Ragnarssyni, fæddur 23.04.1995. En Jakobs er saknað síðan þann 24. Nóvember síðastliðinn. 27.11.2010 16:55 Jóhanna: Mikilvægt að þátttakan verði góð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kaus til stjórnlagaþings í Hagaskóla í dag. Hún gætti að jöfnu kynjahlutfalli í sinni kosningunni og sagði mikið úrval af góðu fólki í framboði. 27.11.2010 16:48 18 prósent kosningaþátttaka í Reykjavík Um átján prósent kjósenda í Reykjavík höfðu kosið í kosningum til Stjórnlagaþings klukkan fjögur. 27.11.2010 16:46 Lést í umferðarslysi Ekið var á gangandi konu í Borgarnesi um hádegisbilið í dag með þeim afleiðingum að hún lést. 27.11.2010 15:57 Færri kjósa til stjórnlagaþings en um Icesave Kjörsókn í Reykjavík er þó nokkru minni en á sama tíma í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og sveitarstjórnarkosningum. Klukkan 14 í dag var kjörsóknin 13 prósent. 27.11.2010 15:13 Átta þúsund Reykvíkingar kosið Klukkan 13 í dag höfðu 9,4 prósent kjósenda kosið til stjórnlagaþings í Reykjavík, eða samtals um 8 þúsund manns. Í Kópavogi var kjörsókn svipuð, þar höfðu 9,2 prósent kjósenda kosið á sama tíma. 27.11.2010 14:01 Jónína Ben stendur með eiginmanni sínum Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum, styður við bakið á eiginmanni sínum. Í gær sendi hún Gunnari kveðju á Facebook: „Gunnar minn, ég dáist að æðruleysi þínu. Ég elska þig." 27.11.2010 13:53 Starfshópur fer yfir málefni svínaræktar Afskipti fjármálastofnana af svínabúum á landinu hafa verið hroðaleg og haft mjög slæm áhrif á greinina. Þetta segir Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. Hann hefur skipað starfshóp sem á að fara yfir málefni svínaræktar svo sem út frá dýravernd. 27.11.2010 12:28 Öll yfirheyrsluherbergi full Öll yfirheyrsluherbergi sérstaks saksóknara voru í notkun í vikunni. Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem mætti til skýrslutöku. 27.11.2010 12:11 Tæplega 3700 hafa kosið í Reykjavík Tæplega 3700 voru búnir að kjósa í Reykjavík klukkan ellefu í morgun, sem er um 4,4% af heildarfjölda á kjörskrá. Tölur frá landskjörstjórn liggja ekki fyrir fyrr en í kvöld. Fólk er hvatt til að mæta vel undirbúið á kjörstað. 27.11.2010 11:52 Gleymdu hjálparkjörseðlum heima Í Reykjavík suður og norður höfðu 1443 kosið til stjórnlagaþings klukkan tíu í morgun en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Litlar sem engar biðraðir mynduðust og var fólk yfirhöfuð fljótt að kjósa. 27.11.2010 10:47 Heiðskírt og logn í Bláfjöllum Í dag er opið í Bláfjöllum kl. 10-17. Núna kl. 8:20 er blankalogn og heiðskýrt og -7°. Búast má við frábæru veðri í dag, segir í tilkynningu. 27.11.2010 09:33 Níu óku fullir og fjórir dópaðir Nokkuð rólegt var hjá lögreglu víðast hvar á landinu í gærkvöld og nótt. Þó voru 9 handteknir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um ölvunarakstur og fjórir til viðbótar vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, flest þessara mála komu upp eftir miðnætti. Einnig komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í gærkvöld. 27.11.2010 09:26 Stjórn Krossins mun funda um ásakanir Stjórn trúfélagsins Krossins mun koma saman um helgina til að ræða ásakanir um kynferðisbrot sem fimm konur hafa borið á Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins. Þetta staðfestir Björn Ingi Stefánsson, stjórnarmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um ásakanirnar á þessu stigi. 27.11.2010 08:45 Snjóflóðavarnir skapa störf Tvö stór og mannaflsfrek verkefni við uppbyggingu snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað og á Ísafirði fara án tafar í útboð. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að veita 350 milljónir króna úr Ofanflóðasjóði sem sérstaklega eru eyrnamerkt framkvæmdunum. 27.11.2010 08:30 ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. 27.11.2010 08:30 Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. 27.11.2010 07:45 Jón Ásgeir yfirheyrður Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í vikunni vegna rannsóknar embættisins á málefnum Glitnis. Hann mætti án Gests Jónssonar, lögmanns síns, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón vildi ekki tjá sig um málið við blaðið í gær. 27.11.2010 07:45 Stal úlpum fyrir fíkniefnum Lögreglan handsamaði í gær stúlku sem hafði stolið úlpum í fatahengi Valhúsaskóla. Það voru skólabörn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hlupu stúlkuna uppi og síðan var lögregla kölluð til. Stúlkan var þá að fara í skólann í annað sinn í vikunni til þess að stela úlpum. Á mánudag sást í öryggismyndavél skólans hvar stúlkan tók fimm úlpur úr fatahenginu. Þegar hún kom aftur í skólann í gær þekktu nemendur hana aftur. 27.11.2010 07:45 Eftirsóknarvert að halda hér jól Bandaríska fréttastöðin CNN telur að Reykjavík sé einn af tíu bestu stöðum í heiminum til að verja jólunum á. Frá þessu er greint á vef Ferðamálastofu. 27.11.2010 07:00 Þriðji geirinn er mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni Fræðasetur þriðja geirans svokallaða tók formlega til starfa í Háskóla Íslands (HÍ) í gær. Um er að ræða stofnun sem mun fjalla um þau félagasamtök eða stofnanir sem ekki eru reknar af opinberum aðilum og ekki í hagnaðarskyni. Að setrinu standa Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild HÍ ásamt samtökunum Almannaheill. 27.11.2010 06:45 Karl og kona hafa kært kynferðisbrot Karlmanni á fimmtugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn að minnsta kosti tveimur einstaklingum, þegar þeir voru börn, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í fyrradag. 27.11.2010 06:30 Leita að svigrúmi í lögunum Farið verður vandlega yfir nýjan dóm Hæstaréttar í máli þar sem banka var heimilað að ganga á ábyrgðarmenn lántaka sem fengið hafði greiðsluaðlögun, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 27.11.2010 06:15 Kosið til stjórnlagaþings í dag Fulltrúar verða kosnir á stjórnlagaþing um allt land í dag. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 en lýkur klukkan 22. Alls eru 522 einstaklingar í framboði en stjórnlagaþingið verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þeir verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. 27.11.2010 06:00 Auðlindarentan renni til þjóðarinnar Að þjóðin eigi náttúruauðlindir landsins er yfirmarkmið heildstæðrar stefnu stjórnvalda í orku- og auðlindamálum sem unnið er að. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á málþingi um eignarhald orkufyrirtækja í gær. 27.11.2010 06:00 Dorrit tendrar jólatréð í dag Dorrit Moussaieff forsetafrú mun tendra ljósin á jólatré Kringlunnar við hátíðlega áthöfn í dag klukkan 15. Á sama tíma hefst góðgerðasöfnun á jólapökkum undir jólatréð. 27.11.2010 05:00 Fundað um Árbót í þingnefndum Bæði félagsmálanefnd Alþingis og fjárlaganefnd hyggjast funda um málefni meðferðarheimilisins Árbótar í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins undanfarna viku. 27.11.2010 04:00 Grunur um fjárdrátt í fangelsi Forstöðumaður Kvíabryggju hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um að hann hafi misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um nokkurra mánaða skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. 27.11.2010 03:30 Ekki ráðlegt að ganga gegn þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vill ekkert segja um hvort hann telji að nýr samningur í Icesave-deilunni eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, en varar við því að gengið verði gegn vilja þjóðarinnar. 27.11.2010 03:15 Fjársvikamaður áfram inni Gæsluvarðhald Steingríms Þórs Ólafssonar var í gær framlengt í héraðsdómi til 10. desember. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum fyrr í mánuðinum. Steingrímur er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Um er að ræða svik á virðisaukaskatti upp á um 270 milljónir króna. 27.11.2010 03:15 Allir stöðvaðir Líkt undanfarin ár stendur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrir sérstöku átaki gegn ölvunarakstri nú í aðdraganda aðventunnar. Í kvöld stöðvaði lögreglan allar bifreiðar sem ekið var um Hringbraut skammt frá gatnamótunum við Snorrabraut. Jólunum fylgja mannfagnaðir og skemmtanir af ýmsu tagi svo sem tónleikar, jólaglögg og jólahlaðborð. 26.11.2010 21:48 Gunnar í Krossinum: Ég misnotaði ekki þessa konu „Ég hef aldrei misnotað þessa konu en iðulega átti ég, líkt og margir aðrir menn og unglingar jafnvel, fótum mínum fjör að launa,“ segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um ásakanir fyrrverandi mágkonu hans. 26.11.2010 19:22 Samstarfið gott Söngvarinn Friðrik Dór og sjónvarpsmaðurinn Steindi gáfu nýverið út nýtt lag saman. Þeir segja að samstarfið hafi gengið vel. Rætt var við þá í þættinum Ísland í dag að loknum fréttum í kvöld. 26.11.2010 21:31 Fjalli um geldingar á svínum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Hópnum er m.a. ætlað að fjalla um aðbúnað og meðferð svína. 26.11.2010 21:02 Þurfti að þola kynferðislegt káf Gunnars í Krossinum „Ég ætla ekki lengur að bera þessa skömm, því hún er ekki mín“, segir ein þeirra kvenna sem sakar Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Hún segir að brotin hafi byrjað þegar hún var 14 ára og að þau hafi staðið yfir í meira en tíu ár. 26.11.2010 18:49 Öflugir íþróttamenn á Seltjarnarnesi Nokkrir nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla gómuðu í dag skæðan úlpuþjóf sem hefur stundað það að koma í skólann og stela úlpum af nemendum. „Það eru miklir íþróttamenn á Seltjarnarnesi. Þeir stökkva bara af stað og fara létt með þetta,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla. 26.11.2010 20:38 Sjá næstu 50 fréttir
Fólksbíll og rúta skullu saman Umferðarslys varð á Akureyri klukkan hálf átta í gærkvöld. Fólksbíll lenti þar framan á rútu sem kom úr gagnstæðri átt. 28.11.2010 10:42
Opið í Bláfjöllum í dag Í dag er opið í Bláfjöllum til klukkan fimm. Fyrir stundu var sex stiga frost á skíðasvæðinu, vindur var ekki mikill og á að draga úr honum þegar líður á daginn. Færið í brautum er sagt einstaklega gott og hvergi harðfenni. 28.11.2010 09:39
Heildarkjörsókn liggur fyrir í hádeginu Enn eru ekki komnar endanlegar tölur um kjörsókn í stjórnlagaþingskosningunum í gær, en búast má við að þær liggi fyrir um hádegisbilið. 28.11.2010 09:30
Náðu ekki 30 prósent kjörsókn Kjörsókn á Akureyri í kosningum til stjórnlagaþings í gær náði ekki 30 prósentum. 28.11.2010 09:17
Stálu skiptimynt Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en flest málin snéru að skemmtahaldi en engin alvarleg mál komu þó upp. Þrír voru handteknir vegna gruns um ölvun við akstur í nótt. Tvö fíkniefnamál komu upp en þau tengdust skemmtahaldinu. 28.11.2010 09:14
Vöfðu kúk inn í dagblöð og kveiktu í Lögreglan á Selfossi þurfti að sinna heldur óvenjulegu útkalli um sjö leytið í kvöld. Einhverjir óprúttnir aðilar kveiktu í dagblöðum á tröppum íbúðarhúss hjá íbúa á Selfossi. 27.11.2010 20:48
Fyrsti vinningur gekk ekki út Enginn var með réttar lottótölurnar en fyrsti vinningur að þessu sinni var rúmlega fimm milljónir króna. Tveir fengu bónusvinning og fékk hvor um sig rúmlega 100 þúsund krónur. 27.11.2010 20:19
Pakkajól í Smáralind Árleg Pakkajól Bylgjunnar verða við jólatréð í Smáralind á aðventunni í ár eins og fjölmörg undanfarin ár. 27.11.2010 20:05
Börn Gunnars í Krossinum: Telja ásakanirnar uppspuna Börn Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að vegið sé að æru og heiðri föður þeirra með óvægnum hætti. „Pabbi okkar er kærleiksríkur maður sem vill öllum vel." Þau segja jafnframt vita að faðir þeirra sé saklaus og biðla til fólks að fara varlega í sleggjudóma. „Þessi ásökun á pabba okkar er skelfileg því að bæði okkur og honum þykir það mesta viðurstyggð þegar brotið er á ungum stúlkum eða börnum.“ 27.11.2010 18:28
Lýst eftir Jakobi Inga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýsir eftir Jakobi Inga Ragnarssyni, fæddur 23.04.1995. En Jakobs er saknað síðan þann 24. Nóvember síðastliðinn. 27.11.2010 16:55
Jóhanna: Mikilvægt að þátttakan verði góð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kaus til stjórnlagaþings í Hagaskóla í dag. Hún gætti að jöfnu kynjahlutfalli í sinni kosningunni og sagði mikið úrval af góðu fólki í framboði. 27.11.2010 16:48
18 prósent kosningaþátttaka í Reykjavík Um átján prósent kjósenda í Reykjavík höfðu kosið í kosningum til Stjórnlagaþings klukkan fjögur. 27.11.2010 16:46
Lést í umferðarslysi Ekið var á gangandi konu í Borgarnesi um hádegisbilið í dag með þeim afleiðingum að hún lést. 27.11.2010 15:57
Færri kjósa til stjórnlagaþings en um Icesave Kjörsókn í Reykjavík er þó nokkru minni en á sama tíma í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og sveitarstjórnarkosningum. Klukkan 14 í dag var kjörsóknin 13 prósent. 27.11.2010 15:13
Átta þúsund Reykvíkingar kosið Klukkan 13 í dag höfðu 9,4 prósent kjósenda kosið til stjórnlagaþings í Reykjavík, eða samtals um 8 þúsund manns. Í Kópavogi var kjörsókn svipuð, þar höfðu 9,2 prósent kjósenda kosið á sama tíma. 27.11.2010 14:01
Jónína Ben stendur með eiginmanni sínum Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum, styður við bakið á eiginmanni sínum. Í gær sendi hún Gunnari kveðju á Facebook: „Gunnar minn, ég dáist að æðruleysi þínu. Ég elska þig." 27.11.2010 13:53
Starfshópur fer yfir málefni svínaræktar Afskipti fjármálastofnana af svínabúum á landinu hafa verið hroðaleg og haft mjög slæm áhrif á greinina. Þetta segir Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. Hann hefur skipað starfshóp sem á að fara yfir málefni svínaræktar svo sem út frá dýravernd. 27.11.2010 12:28
Öll yfirheyrsluherbergi full Öll yfirheyrsluherbergi sérstaks saksóknara voru í notkun í vikunni. Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra sem mætti til skýrslutöku. 27.11.2010 12:11
Tæplega 3700 hafa kosið í Reykjavík Tæplega 3700 voru búnir að kjósa í Reykjavík klukkan ellefu í morgun, sem er um 4,4% af heildarfjölda á kjörskrá. Tölur frá landskjörstjórn liggja ekki fyrir fyrr en í kvöld. Fólk er hvatt til að mæta vel undirbúið á kjörstað. 27.11.2010 11:52
Gleymdu hjálparkjörseðlum heima Í Reykjavík suður og norður höfðu 1443 kosið til stjórnlagaþings klukkan tíu í morgun en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Litlar sem engar biðraðir mynduðust og var fólk yfirhöfuð fljótt að kjósa. 27.11.2010 10:47
Heiðskírt og logn í Bláfjöllum Í dag er opið í Bláfjöllum kl. 10-17. Núna kl. 8:20 er blankalogn og heiðskýrt og -7°. Búast má við frábæru veðri í dag, segir í tilkynningu. 27.11.2010 09:33
Níu óku fullir og fjórir dópaðir Nokkuð rólegt var hjá lögreglu víðast hvar á landinu í gærkvöld og nótt. Þó voru 9 handteknir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um ölvunarakstur og fjórir til viðbótar vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, flest þessara mála komu upp eftir miðnætti. Einnig komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í gærkvöld. 27.11.2010 09:26
Stjórn Krossins mun funda um ásakanir Stjórn trúfélagsins Krossins mun koma saman um helgina til að ræða ásakanir um kynferðisbrot sem fimm konur hafa borið á Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins. Þetta staðfestir Björn Ingi Stefánsson, stjórnarmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um ásakanirnar á þessu stigi. 27.11.2010 08:45
Snjóflóðavarnir skapa störf Tvö stór og mannaflsfrek verkefni við uppbyggingu snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað og á Ísafirði fara án tafar í útboð. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að veita 350 milljónir króna úr Ofanflóðasjóði sem sérstaklega eru eyrnamerkt framkvæmdunum. 27.11.2010 08:30
ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. 27.11.2010 08:30
Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. 27.11.2010 07:45
Jón Ásgeir yfirheyrður Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í vikunni vegna rannsóknar embættisins á málefnum Glitnis. Hann mætti án Gests Jónssonar, lögmanns síns, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón vildi ekki tjá sig um málið við blaðið í gær. 27.11.2010 07:45
Stal úlpum fyrir fíkniefnum Lögreglan handsamaði í gær stúlku sem hafði stolið úlpum í fatahengi Valhúsaskóla. Það voru skólabörn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hlupu stúlkuna uppi og síðan var lögregla kölluð til. Stúlkan var þá að fara í skólann í annað sinn í vikunni til þess að stela úlpum. Á mánudag sást í öryggismyndavél skólans hvar stúlkan tók fimm úlpur úr fatahenginu. Þegar hún kom aftur í skólann í gær þekktu nemendur hana aftur. 27.11.2010 07:45
Eftirsóknarvert að halda hér jól Bandaríska fréttastöðin CNN telur að Reykjavík sé einn af tíu bestu stöðum í heiminum til að verja jólunum á. Frá þessu er greint á vef Ferðamálastofu. 27.11.2010 07:00
Þriðji geirinn er mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni Fræðasetur þriðja geirans svokallaða tók formlega til starfa í Háskóla Íslands (HÍ) í gær. Um er að ræða stofnun sem mun fjalla um þau félagasamtök eða stofnanir sem ekki eru reknar af opinberum aðilum og ekki í hagnaðarskyni. Að setrinu standa Félagsráðgjafardeild og Stjórnmálafræðideild HÍ ásamt samtökunum Almannaheill. 27.11.2010 06:45
Karl og kona hafa kært kynferðisbrot Karlmanni á fimmtugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn að minnsta kosti tveimur einstaklingum, þegar þeir voru börn, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í fyrradag. 27.11.2010 06:30
Leita að svigrúmi í lögunum Farið verður vandlega yfir nýjan dóm Hæstaréttar í máli þar sem banka var heimilað að ganga á ábyrgðarmenn lántaka sem fengið hafði greiðsluaðlögun, segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 27.11.2010 06:15
Kosið til stjórnlagaþings í dag Fulltrúar verða kosnir á stjórnlagaþing um allt land í dag. Kjörfundur hefst klukkan 9.00 en lýkur klukkan 22. Alls eru 522 einstaklingar í framboði en stjórnlagaþingið verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þeir verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. 27.11.2010 06:00
Auðlindarentan renni til þjóðarinnar Að þjóðin eigi náttúruauðlindir landsins er yfirmarkmið heildstæðrar stefnu stjórnvalda í orku- og auðlindamálum sem unnið er að. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á málþingi um eignarhald orkufyrirtækja í gær. 27.11.2010 06:00
Dorrit tendrar jólatréð í dag Dorrit Moussaieff forsetafrú mun tendra ljósin á jólatré Kringlunnar við hátíðlega áthöfn í dag klukkan 15. Á sama tíma hefst góðgerðasöfnun á jólapökkum undir jólatréð. 27.11.2010 05:00
Fundað um Árbót í þingnefndum Bæði félagsmálanefnd Alþingis og fjárlaganefnd hyggjast funda um málefni meðferðarheimilisins Árbótar í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins undanfarna viku. 27.11.2010 04:00
Grunur um fjárdrátt í fangelsi Forstöðumaður Kvíabryggju hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um að hann hafi misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um nokkurra mánaða skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. 27.11.2010 03:30
Ekki ráðlegt að ganga gegn þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vill ekkert segja um hvort hann telji að nýr samningur í Icesave-deilunni eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, en varar við því að gengið verði gegn vilja þjóðarinnar. 27.11.2010 03:15
Fjársvikamaður áfram inni Gæsluvarðhald Steingríms Þórs Ólafssonar var í gær framlengt í héraðsdómi til 10. desember. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum fyrr í mánuðinum. Steingrímur er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Um er að ræða svik á virðisaukaskatti upp á um 270 milljónir króna. 27.11.2010 03:15
Allir stöðvaðir Líkt undanfarin ár stendur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrir sérstöku átaki gegn ölvunarakstri nú í aðdraganda aðventunnar. Í kvöld stöðvaði lögreglan allar bifreiðar sem ekið var um Hringbraut skammt frá gatnamótunum við Snorrabraut. Jólunum fylgja mannfagnaðir og skemmtanir af ýmsu tagi svo sem tónleikar, jólaglögg og jólahlaðborð. 26.11.2010 21:48
Gunnar í Krossinum: Ég misnotaði ekki þessa konu „Ég hef aldrei misnotað þessa konu en iðulega átti ég, líkt og margir aðrir menn og unglingar jafnvel, fótum mínum fjör að launa,“ segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um ásakanir fyrrverandi mágkonu hans. 26.11.2010 19:22
Samstarfið gott Söngvarinn Friðrik Dór og sjónvarpsmaðurinn Steindi gáfu nýverið út nýtt lag saman. Þeir segja að samstarfið hafi gengið vel. Rætt var við þá í þættinum Ísland í dag að loknum fréttum í kvöld. 26.11.2010 21:31
Fjalli um geldingar á svínum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Hópnum er m.a. ætlað að fjalla um aðbúnað og meðferð svína. 26.11.2010 21:02
Þurfti að þola kynferðislegt káf Gunnars í Krossinum „Ég ætla ekki lengur að bera þessa skömm, því hún er ekki mín“, segir ein þeirra kvenna sem sakar Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Hún segir að brotin hafi byrjað þegar hún var 14 ára og að þau hafi staðið yfir í meira en tíu ár. 26.11.2010 18:49
Öflugir íþróttamenn á Seltjarnarnesi Nokkrir nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla gómuðu í dag skæðan úlpuþjóf sem hefur stundað það að koma í skólann og stela úlpum af nemendum. „Það eru miklir íþróttamenn á Seltjarnarnesi. Þeir stökkva bara af stað og fara létt með þetta,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla. 26.11.2010 20:38
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent