Innlent

Níu óku fullir og fjórir dópaðir

Nokkuð rólegt var hjá lögreglu víðast hvar á landinu í gærkvöld og nótt. Þó voru 9 handteknir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um ölvunarakstur og fjórir til viðbótar vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, flest þessara mála komu upp eftir miðnætti. Einnig komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í gærkvöld.

Á sjötta tímanum í morgun var brotist inn í verslun í miðborginni og sýningarmunum var stolið úr versluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×