Fleiri fréttir

Stjórnir lífeyrissjóða þarf að endurskoða sem fyrst

Það er sorgleg staðreynd að lítil sem engin breyting hafi orðið á stjórnum sex stærstu lífeyrissjóða landsins eftir efnahagshrunið segir Eygló Harðardóttir þingmaður framsóknar. Val á stjórnarmönnum í lífeyrissjóðina sé ólýðræðislegt og það þurfi að endurskoða sem fyrst.

Unglingar keyptu tóbak í 32% tilvika

Unglingar gátu keypt tóbak í 32% tilvika þegar látið var á það reyna í nýrri könnun meðal sölustaða bókas í Hafnarfirði. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa sígarettur. 7 sölustaðir seldu unglingunum tóbak af 22 mögulegum. Ekki var farið inn á staði með vínveitingaleyfi þar sem tóbak er selt.

Einar K: Varla trúir Jóhanna eigin vitleysu

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en ánægður með þá yfirlýsingu forsætisráðherra að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engan áhuga á að koma í veg fyrir undanskot á skatti. Hann segir að flokkurinn vilji ekki standa vörð um skattsvik.

Stýrivextir lækka of hægt

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stýrivextir lækki of hægt. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um hálf prósentur. Stýrivextir eru nú níu prósent.

Grunur um íkveikju í Sandgerði

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í gömlu fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði í nótt og logaði þar talsverður eldur þegar slökkvilið Sandgerðis kom á vettvang. Óskað var eftir liðsstyrk frá stöðinni í Keflavík, sem sendi mannskap og tvo bíla.

Skýrsla um eða eftir páskana

Stjórnsýsla Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að vænta um eða eftir páska, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Tuttugu einkaherþotur undirbúa lendingu á Miðnesheiði

Íslensk stjórnvöld hafa dregið að taka pólitíska ákvörðun um að skrá hér á landi um tuttugu flugvélar hollensk/bandaríska fyrirtækisins E.C.A. Programs, segir Melville ten Cate, forstjóri hollenska fyrirtækisins E.C.A. Programs.

Bankastjóri Landsbankans fær minnst

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, eru bæði með rúmar 1,7 milljónir króna í laun á mánuði en Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, með rúma 1,1 milljón krónur, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Blix aðstoði við rannsóknina

Steinunn Valdís Óskarsdóttir vinnur nú að því að fá Hans Blix til landsins til skrafs og ráðagerða vegna rannsóknar á stuðningi Íslendinga við innrásina í Írak. Steinunn er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rannsóknina. Tillagan er enn í nefnd, en er væntanlega þaðan á næstunni. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins styðja hana.

Deila um viðræðugrundvöll

Enn hafa engir fundir verið haldnir á milli íslensku samninganefndarinnar um Icesave og Breta og Hollendinga. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að erfiðlega hafi gengið að afmarka grundvöllinn fyrir áframhaldandi viðræðum. Ekki standi á Íslendingum.

Útlit á göngum stöðvarinnar verði óbreytt

„Fyrstu athuganir á mögulegum breytingum á húsnæðinu og kostnaði benda til að þær eru innan þeirra marka að áhugi er fyrir hendi að láta reyna á þessar hugmyndir um hótelrekstur í húsnæðinu,“ segir Sigurður Hallgrímsson arkitekt í bréfi sem hann sendir fyrir hönd Icelandair Hotels til borgaryfirvalda um Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg.

Breytti áætlun vegna snjóleysis

„Það lá alltaf fyrir að það myndi ráðast af snjólögum hversu langt ég kæmist,“ segir Einar Stefánsson, sem kom til byggða í gærkvöldi eftir fimmtán daga á hálendinu. Hann lagði upp frá Öxi á Austurlandi og ætlaði á þremur vikum að fara á gönguskíðum yfir Ísland endilangt og enda för sína í Hrafnsfirði á Vestfjörðum.

Spyr um bónuskerfi bankanna

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hyggst kalla fulltrúa bankanna og bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar til að spyrja þá út í hugmyndir sem uppi eru innan bankanna um að taka á ný upp bónuskerfi. Þá mun hún einnig lýsa skoðun nefndarinnar á málinu.

Ólík viðbrögð við vanskilum

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa mjög mismunandi hátt á varðandi það hvernig þau nýta þjónustu innheimtufyrirtækja til að sækja vangoldna skatta og gjöld til íbúa sinna.

Stöðva enn nýsmíði Hrafns í Laugarnesi

Framkvæmdir við ný mannvirki á og við lóð Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndaleikstjóra í Laugarnesi, hafa verið stöðvaðar. Starfsmaður byggingarfulltrúans í Reykjavík fór í vettvangskönnun í Laugarnesið um miðjan febrúar eftir að athugasemd barst embættinu um að hús hefði verið steypt upp í fjöruborðinu neðan við hús Hrafns í Laugarnestanga 65.

Engar skattahækkanir áætlaðar í þriggja ára áætlun borgarinnar

Engar skattahækkanir eru áætlaðar í þriggja ára áætlun borgarstjórnar sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykktu á borgarstjórnarfundi í dag. Þá segir í tilkynningu frá borgarstjórn að hvorki er gert ráð fyrir hækkun útsvars né fasteignaskatta en haldið verður uppi atvinnustigi eins og kostur er í höfuðborginni.

Bjóða ferðamönnum upp á selaskoðun

Selaskoðun af sjó er það nýjasta í ferðaþjónustu. Tveir menn á Hvammstanga bregðast við verkefnaskorti með því að breyta gömlum rækjubáti í selaskoðunarbát.

Fundað vegna Icesave á þriðjudaginn

Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis munu að öllum líkindum eiga fund um Icesave með utanríkismálanefnd breska þingsins í Lundúnum á þriðjudag í næstu viku. Árni Þór Sigurðsson formaður nefndarinnar staðfesti þetta við fréttastofu í dag.

Bótasvikasveit sparar ríkinu á fjórða hundrað milljónir

Hópur sem vinnur að því að uppræta bótasvik sparaði Vinnumálastofnun útgjöld sem nema á fjórða hundrað milljónum króna á um 3 mánaða tímabili. Tugir mála vegna ofgreiddra bóta verða sendir til innheimtu á næstu vikum.

Vilja mansalsathvarf

Unnið er að því að koma á fót svo kölluðum mansalsathvörfum þar sem hægt að er vernda fórnarlömb skipulagðrar glæpstarfsemi. Hildur Jónsdóttir, formaður samhæfingarhóps gegn mansali, segir afar brýnt að koma hugsanlegum fórnarlömbum í öruggt skjól.

Mottuvefurinn hrundi vegna álags

Fyrir helgi hrundi vefurinn karlmennogkrabbamein.is vegna gríðarlegs álags og þurfti að flytja hann á nýjan vefþjón sem hannaður er fyrir stærri vefi. Ástæðan var einfaldlega þær miklu vinsældir sem átakið nýtur en það sem af er mánaðar hefur vefurinn fengið yfir milljón flettingar.

Enn skelfur í Eyjafjallajökli

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli en skjálftarnir eru ekki stórir. Þar hafa mælst 30 til 40 skjálftar á klukkustund og var sá snarpasti 2,4 á Richter. Flestir voru þó um og innan við tveir á Richter. Upptök skjálftanna eru á stærra svæði en áður.

Flugvél nefnd eftir Alfreð Elíassyni

Þess var minnst með athöfn á Reykjavíkurflugvelli síðdegis að Alfreð Elíasson, stofnandi Loftleiða, hefði orðið níræður í dag. Flugakademía Keilis heiðraði minningu Alfreðs með því að nefna flaggskip flugflota síns eftir honum en það var Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs, sem afhjúpaði nafnið. Meðal viðstaddra voru samgönguráðherra, gamlir Loftleiðamenn, fjölskylda Alfreðs og helstu forystumenn íslenskra flugmála.

Allar greinar smábátaútgerðanna með í úttekt

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hélt fund í morgun með Arthuri Bogasyni, formanni Landssambands smábátaeigenda ásamt Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra Matís ohf. og Sigurjóni Arasyni, verkfræðingi Matís ohf. Þar varð samkomulag um að Matís ohf. ynni greiningu á nýtingar- og gæðamálum smábátaútgerðanna í samvinnu við Landsamband smábátaeigenda. Markmiðið er skýrt og það er að komið sé með allan afla að landi og jafnframt að ná fram hámarks nýtingu og gæðum hráefnisins að öðru leyti, að fram kemur í fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Dagur: Ráðhúsið orðið eitt helsta vígi frjálshyggjunnar

Ráðhús Reykjavíkur er orðið eitt helsta vígi frjálshyggjunnar eftir hrun, að mati Dags B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann segir að í þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að 11% atvinnuleysi haldist óbreytt til 2013 og að athygli veki að borgastjóri boði engin viðbrögð heldur einungis 70% niðurskurði í framkvæmdum borgarinnar næstu þrjú árin.

Þrír teknir undir áhrifum fíkniefna

Um helgina voru þrír ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlar, 19-35 ára, en í bíl eins þeirra fundust fíkniefni. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptir ökuleyfi.

Forystumenn bankanna kallaðir á fund vegna bónuskerfa

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar, ætlar að boða fulltrúa bankanna á fund viðskiptanefndar til að ræða hugmyndir um bónusgreiðslur til bankastarfsmanna. Lilja sagði á þingfundi í dag að ótímabært væri að innleiða slíkt kerfi á nýjan leik.

Brýnt að aðskilja sýslumenn og lögreglu

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, telur brýnt að lögregluumdæmum verði fækkað og að þau verði skilin frá embættum sýslumanna. Þetta kom fram í máli ráðherrans í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um þjónustu- og öryggisstig löggæslu á Íslandi.

Landið verði eitt kjördæmi

Nítján þingmenn úr öllum flokkum, utan Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um að landið verði gert að einu kjördæmi. Fyrsti flutningsmaður er Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Frumvarpinu verður dreift á Alþingi í dag og mælt fyrir því í á næstu dögum, að fram kemur í tilkynningu.

Lögðu hald á 120 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í austurborginni í gær. Við húsleit fundust 120 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Flugumferðastjórar aflýstu verkfalli aftur

Félag íslenskra flugumferðastjóra hefur aflýst boðuðum verkföllum flugumferðastjóra á morgun og á föstudaginn. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag lagði Félag íslenskra flugumferðarstjóra fyrir viðsemjendur sína tillögu að lausn yfirstandandi kjaradeilu.

Bónuskerfi bankastarfsmanna verði skattlagt upp í rjáfur

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að berjast gegn því að bónuskerfi verði tekin upp í bönkunum. Hann segir eðlilegt að slíkt kerfi verði skattlagt upp í rjáfur. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag.

Vill vita um kostnað við hrunið

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fjármálaráðherra á Alþingi í gær um kostnað við bankahrunið.

Sett verði þak á auglýsingakostnað í kosningabaráttunni

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að leggja til við að aðra flokka að sett verði þak á auglýsingakostnað fyrir kosningabaráttuna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Þetta var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar í gær eftir að Samfylkingin í Reykjavík beindi málinu til stjórnarinnar, að fram kemur á vef flokksins.

Geta sótt um frystingu hjá LÍN

Þeir sem eiga í verulegum fjárhagsörðugleikum geta nú sótt um þriggja ára frystingu á greiðslu afborgana námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Til að fá frystinguna þarf viðkomandi að vera með öll sín bankalán í frystingu, vera í skuldaaðlögun eða með mat frá Ráðgjafastofu heimilanna um að greiðslugeta viðkomandi sé mjög slæm.

Funda með Buchheit

Forystufólk stjórnar og stjórnarandstöðu situr nú í hádeginu fund með Lee Buchheit formanni samninganefndar Íslands í Icesave deilunni í fjármálaráðuneytinu.

Gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar í deilu flugumferðarstjóra

Aðalritari Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins lýsir þungum áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um að stöðva fyrirhugað verkfall flugumferðarstjóra með lögum. Hann hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, bréf í tilefni af deilu Flugstoða og flugumferðarstjóra.

Sjá næstu 50 fréttir