Fleiri fréttir

Símaskráin hækkar verðið um 246%

Skráningar í símaskrá hafa hækkað mikið milli ára. Athugull greiðandi vakti athygli Skessuhorns á þessu. Gjald fyrir hverja aukalínu í símaskrá fór úr 491,25 krónum í 1.210 krónur og á ja.is, sem er um 246% hækkun. Viðkomandi greiðandi sem rekur fyrirtæki á Akranesi hafði 16 línur skráðar í símaskrá, greiddi í fyrra 7.856 krónur fyrir þetta en 19.360 krónur í ár.

Kim Larsen með tónleika á Íslandi í haust

Íslandsvinurinn Kim Larsen og hljómsveit hans Kjukken koma hingað til lands í haust og halda tónleika í Vodafone-höllinni, nýrri höll Valsmanna. Tónleikarnir fara fram þann 24. nóvember en þetta er í fjórða sinn sem Larsen sækir Ísland heim.

Samvinnutryggingar styrkja Bifröst

Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar veitti í dag Háskólanum á Bifröst 20 milljóna króna styrk og hvatti til þess að önnur fyritæki sýndu menntastofnunum stuðning með svipuðum hætti.

Íslenski refurinn

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum, en útbreiðslan er takmörkuð við svæði norðan og ofan barrskóga- og birkibeltisins.

Fær bætur vegna slyss við kúasmölun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þess að greiða 19 ára stúlku nærri tvær milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hún varð fyrir við kúasmölun hjá manninum.

Framkvæmdastjóraskipti hjá Viðskiptaráði

Dr. Finnur Oddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og tekur hann við starfinu af Höllu Tómasdóttur sem lætur af störfum í haust til að stofna eigið fyrirtæki.

Ellefu ára piltur undir stýri

Selfosslögregla stöðvaði í gær bifreið á sandinum vestan við Óseyrarbrú eftir að hún hafði veitt ökumanni bílsins athygli. Fram kemur á fréttavefnum Suðurland.is að ellefu ára gamall piltur hafi setið undir stýri en forráðamaður hans sat í aftursætinu og leiðbeindi honum við aksturinn.

Asparglytta herjar á íslensk tré

Meindýrið asparglytta sem herjar á tré hefur í fyrsta sinn fundist hér á landi að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Asparglytta ber latneska heitið Phratora vitellinae og er bjalla en hún er vel þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu.

Athygli vakin á pyndingaraðferðum á Austurvelli

Íslandsdeild Amnesty International efnir til uppákomu á Austurvelli Laugardaginn 30. júní til að vekja athygli á þeim pyndingaraðferðum sem eiga sér stað í "stríðinu gegn hryðjuverkum". Uppákoman stendur yfir frá 13-17 og eru það ungir Amnesty-félagar sem standa fyrir henni.

Björn áfram formaður Þingvallanefndar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður áfram formaður Þingvallanefndar en hann var kosinn til starfans á fyrsta fundi nýrrar Þingvallanefndar í gær.

Ólöglegum innflytjanda bjargað um borð í Búðafell við Möltu

Ólöglegum innflytjanda var bjargað um borð í togarann Búðafell úti fyrir ströndum Möltu í síðustu viku. Aðrir þrír björguðu sér með því að hanga á fleka sem skipið dró á eftir sér. Talið er að tuttugu félagar mannanna hafi drukknað þegar lítilli bátskænu þeirra hvolfdi.

Kostnaður við nýja Grímseyjarferju yfir 400 milljónir

Nýja Grímseyjarferjan er komin á flot. Samgönguráðherra vonast til að hún verði komin í áætlunarsiglingar eftir þrjá mánuði. Forstjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar segir deilur um endurbætur nánast leystar. Heildarkostnaður er 130 milljónum meira en áætlað var og fer yfir 400 milljónir króna.

Lithái kominn af gjörgæslu

Lithái sem höfuðkúpubrotnaði í samkvæmi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags var útskrifaður af gjörgæslu í gær. Hann liggur nú á heila og taugadeild. Annar maður sem hlaut stungusár í sama samkvæmi reyndist ekki alvarlega slasaður.

Ellý kjörin forseti bæjarstjórnar í stað Gunnars

Ellý Erlingsdóttir var einróma kjörin forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á fundi í gær. Hún tekur við af Gunnari Svavarssyni sem gengt hefur stöðunni til þriggja ára en hann sóttist ekki eftir endurkjöri þar sem hann hefur tekið sætið á Alþingi.

Hjörtur fagnar úrskurði siðanefndar

Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur telst ekki hafa brotið siðareglur Prestafélags Íslands með ummælum sínum um Þjóðkirkjuna. Hjörtur fagnar úrskurðinum og því að deiluaðilar eru hvattir af siðanefndinni til að takast á opinberlega.

Ný sjónvarpsstöð kynnt í hádeginu

Ný sjónvarpsstöð verður formlega kynnt í hádeginu í dag. Sjónvarpsstöðin, sem fengið hefur nafnið Sýn 2, mun nánast eingöngu sýna efni tengt enska boltanum. Fyrirferðarmest verða beinar útsendingar úr ensku Úrvalsdeildinni, en einnig verða sendar út beinar útsendingar frá leikjum úr 1. deildinni.

Tyrkir vilja samvinnu í orkumálum

Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða. Þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum.

Meirihluti trúir á kraft Snæfellsjökuls

Liðlega helmingur lesenda fréttavefjarins Skessuhorns á Vesturlandi telur að sérstakur kraftur búi í Snæfellsjökli samkvæmt óformlegri könnun gerð var á vefnum.

Lansbjörg hvetur til aðgæslu í sundi

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna tíðra slysa í sundlaugum undanfarið. Félagið vill með því minna á öryggisatriði varðandi sundferðir.

Ökumaður bifhjóls keyrði útaf við Hvalfjarðargöng

Bifhjól fór útaf Vesturlandsvegi við Hvalfjarðargöngin um hálfátta leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er óljóst um orsakir þess að hjólið fór útaf veginum en meiðsli ökumanns munu hafa verið minniháttar.

Kópavogsbær neitar að svara Mannlífi

Kópavogsbær hefur synjað beiðni tímaritsins Mannlífs um upplýsingar vegna viðskipta bæjarins við verktakafyrirtæki blaðið segir með ýmsum hætti tengjast Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. Þetta kemur fram á heimasíðu tímaritsins.

Þúsundir fylgdust með Rosberg í Smáralind

Á sjötta þúsund manns horfðu á Nico Rosberg, formúluökumann hjá Williams liðinu, aka formúlubíl sínum í blíðskaparveðri við Smáralind í dag. Mikil öryggisgæsla var á staðnum til að tryggja öryggi áhorfenda enda náði bíllinn allt að 160 km hraða á tímabili.

Hringferð á fjarstýrðum bíl lokið

Leiðangursmenn sem óku fjarstýrðum bíl hringinn í kringum landið hafa lokið ferðinni en þeir komu í Tómstundahúsið klukkan hálf átta í kvöld. Sex manns voru í hópnum sem fylgdi bílnum og var lagt af stað klukkan hálf þrjú aðfararnótt sunnudagsins síðasta. Hringferðin tókst vonum framar að sögn bílstjóra bílsins.

Heilsast vel eftir slys í Sundlaug Akureyrar

Sex ára dreng var bjargað með miklu snarræði frá drukknun af sundlaugargestum í sundlaug Akureyrar í gær. Drengnum heilsast nú vel. Sjúkraflutningamaður sem kom að björguninni segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með börnum sínum í sundi.

Faðir gagnrýnir stjórnvöld í minningargrein um dóttur sína

Rúmlega tvítug kona, sem lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af fíkniefnum, var borin til grafar í dag. Faðir konunnar segir í minningargrein um hana að langbrýnasta verkefni samfélagsins sé að sporna gegn eiturlyfjasölu.

Hjúkrunarfræðingar flýja álag á spítölunum

Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut í allt að fjóra sólarhringa vegna skorts á öðrum úrræðum. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem þar hefur starfaði í á sjötta ár en hefur nú sagt upp störfum eftir að hafa fengið nóg af því erfiða ástandi sem ríkir á bráðadeildinni.

Biðlistum Greiningastöðvarinnar eytt á tveimur árum

Eftir tvö ár verður búið að eyða biðlistum barna hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hefja aðgerðir til að tryggja styttri biðtíma eftir greiningu en hann er nú allt að þrjú ár.

Þjóðhagslega hagkvæmt að draga úr þorskveiðum

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þjóðhagslega hagkvæmt að draga verulega úr þorskveiðum á næsta ári. Minni þorskveiði mun koma harðast niður á Vestfirðingum, þar sem þorskveiðar vega mikið í atvinnumálum heimamanna.

Rafmagnsbruni á Nesvöllum

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í nýju fjölbýlishúsi sem er í byggingu fyrir eldri borgara á Nesvöllum í Reykjanesbæ nú síðdegis. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, kom upp bilun í rafmagnstöflu við götuinntak með þeim afleiðingum lagnir brunnu.

Landsvirkjun sögð hóta og múta sveitarstjórn Flóahrepps

Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun Þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag. Landsvirkjun vísar þessum ásökunum alfarið á bug og segir viðræðum við hreppsnefndina ekki hafa verið lokið .

Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það málefni Landsvirkjunar hvernig ósk Alcan um endurnýjun raforkusamnings verður svarað og telur ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að því. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum.

Löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á strætisvagnaþjónustu

Ákveðið hefur verið að hefja viðræður um að ríkið taki þátt í kostnaði við rekstur Strætó bs. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Strætó segir löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á þjónustu strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Eðlilegt sé að ríkið taki þátt í kostnaði við almenningssamgöngur.

Á fimmta þúsund manns í göngu gegn umferðarslysum

Góð þáttaka er í göngum sem farnar eru til þess að mótmæla umferðarslysum. Gengið er í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Hátt á þriðja þúsund manns taka þátt í göngunni í Reykjavík og á Akureyri telur lögregla að um 250 manns hafi tekið þátt.

Beit lögreglumann í lærið

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón og bíta hann í lærið. Atvikið átti sér stað fyrir skemmtistaðinn Áttuna í Hafnarfirði í nóvember í fyrra.

Fimm aukaferðir verði farnar á næstu tveimur vikum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur óskað eftir því við Vegagerðina og Eimskip, sem rekur Herjólf, að skipið sigli þær fimm aukaferðir sem kveðið er á um í gildandi samningum á næstu tveimur vikum. Næstu tvær vikur verði svo nýttar til þess að ná samkomulagi um 20 aukaferðir sem ríkisstjórnin hafi lofað í vor.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Hann var ákræður fyrir að falsað undirskrift bróður síns á yfirlýsingu vegna veðskuldabréfs tengdu bíl.

Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum stofnuð

Samningur um stofnun rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum við Kennaraháskóla Íslands var undirritaður í gær. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hanna Ragnarsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands. Í stjórn rannsóknastofunnar eru auk Hönnu, Elsa Sigríður Jónsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands og Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.

Verðbólgumarkmið næst ekki fyrr en í lok árs 2009, segir Glitnir

Greiningardeild Glitnis býst ekki við að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu fyrr en undir lok árs 2009. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga lækki úr fjórum prósentum í 3,3 á milli júní og júlí og fari svo undir þrjú prósent í ágúst en hækki svo aftur fram á vor.

Ráðherra hvetur fólk til þátttöku í göngu gegn umferðarslysum

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fagnar frumkvæði hjúkrunarfræðinganna Bríetar Birgisdóttur, Önnu I. Arnarsdóttur og Soffíu Eiríksdóttur sem skipulagt hafa göngu gegn alvarlegum umferðarslysum í dag. Hann hvetur fólk til þátttöku.

FME hefur sambærileg úrræði og á þróuðustu mörkuðum Evrópu

Fjármálaeftirlitið hefur sambærileg úrræði til að framfylgja reglum á verðbréfamarkaði og tíðkast á þróuðust fjármálamörkuðum Evrópu. Þetta kemur fram í könnunum sem Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum gerði á síðasta ári.

Umferðarslys á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar

Umferðarslys varð á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar nú á þriðja tímanum og eru lögregla og sjúkrabíll komin á vettvang. Samkvæmt fyrstu fregnum er einn sagður slasaður en ekki liggur fyrir hvort hann er alvarlega slasaður eða ekki.

Sjá næstu 50 fréttir