Fleiri fréttir

Farþegar Hafsúlunnar voru ekki óttaslegnir

Ferðamenn sem voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni urðu nær ekkert skelkaðir þegar eldur kom þar upp í gær og virtust hafa gaman að því þegar björgunarsveitir Landsbjargar og þyrla landhelsigæslunnar komu á staðinn. 75 manns voru um borð í bátnum en engan sakaði.

Kemur á óvart hversu dýr hver ferð er

Ekkert bólar enn á aukaferðum Herjólfs á milli lands og Eyja sem samgönguráðherra lofaði í vor að teknar yrðu upp á álagstímum. Samgönguráðherra segir hafa komið á óvart hversu dýr hver ferð er.

Hitafundur með íbúum Flóahrepps í gær

Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja urriðafossvirkjun á aðalskipulag svæðisins. Oddviti hreppsins segir Landsvirkjun hafa boðið ýmis atriði sem vert hafi verið að skoða. Hitafundur var haldinn með íbúum hreppsins í gær.

Nico Rosberg keyrir Williams-bílinn í dag

Tuttugu manna teymi vann að því hörðum höndum að setja saman Williams formúlubíl í vetrargarðinum í Smáralindinni í gær. Þýski formúluökumaðurinn Nico Rosberg hyggst svo keyra bílinn síðdegis í dag fyrir gesti og gangandi.

Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sér enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér af því hvernig Landsvirkjun svarar ósk Alcan um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík. Ráðherrann segir þetta mál fyrirtækjanna. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum.

Ófullkominn bruni í gasísskáp olli tjaldvagnaslysi

Ófullkominn bruni í gasísskáp varð til þess að eldri hjón misstu meðvitund í tjaldvagni sínum í Djúpadal í Barðastrandarsýslu í upphafi mánaðarins. Þetta er niðurstaða í rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins.

Ölfusárbrú lokuð í kvöld

Ölfusárbrú verður lokað í kvöld frá klukkan 21 til tvö í nótt vegna framkvæmda við hringtorgið við brúna á Selfossi. Vegagerðin bendir vegfarendum á Hringveginum á að fara um Ölfusárósabrú á Eyrarbakkavegi meðan á lokun stendur.

Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglukonu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu. Maðurinn réðst gegn konunni í anddyri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík í lok árs 2005 og kýldi hana í brjóstkassann þannig að hún marðist.

Gengið gegn umferðarslysum á þremur stöðum

Gengið verður gegn umferðarslysum á þremur stöðum á landinu í dag og hefjast göngurnar klukkan 17. Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum standa fyrir göngu í Reykjavík þar sem gengið verður frá sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hringbraut og að þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi.

Dreng bjargað í Sundlaug Akureyrar

Líðan sex ára gamals drengs sem bjargað var frá drukknun í Sundlaug Akureyrar í dag er stöðug. Hann er kominn til meðvitundar og verður á gjörgæslu í nótt til eftirlits, að sögn vakthafandi læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Mosaeldur kviknaði út frá sígarettustubbi

Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem kviknaði við þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Eldurinn náði ekki að breiða mikið úr sér og aðeins eru um 12 til 14 fermetrar brunnir. Lögreglan á Hvolsvelli segir að hins vegar hefði getað farið verr en slóði sem varð á vegi eldsins og lítil gola sáu til þess að hann náði ekki að breiða úr sér.

Fomúlubíll í Smáralind

Formúlubíllinn sem Nico Rosberg ekur við Smáralind á morgun, þriðjudag, er kominn til Íslands og hefur verið settur upp í Vetrargarði Smáralindar. Í tilkynningu kemur fram að bílnum, sem vegur um 600 kg, fylgi 20 manna starfslið ásamt tæplega 8 tonnum af búnaði. Þetta er 2007 útgáfa Williams sem notuð er í tilraunaakstri Williams liðsins á brautum um allan heim.

Skerðing þorkskvóta getur jafngilt lokun frystihúsa

Verði að öllu farið að tillögu Hafró um skerðingu þorskvótans getur það jafngilt því að loka þurfi fimmtán til tuttugu frystihúsum. Þetta er mat Starfsgreinasambandsins en fulltrúar þeirra funduðu með sjávarútvegsráðherra í dag.

Bylting í heyskap

Bændur á Suðurlandi eru sumir farnir að ráða verktaka í heyskapinn. Mikill sparnaður, segir bóndinn á Heiði í Biskupstungum.

Fjölgun hjólhýsa og stærri bílafloti hér á landi eru merki um velmegun

Stærri bílafloti, fjölgun hjólhýsa og tjaldvagna og betri vegir eru allt merki um aukna velmegun í íslensku samfélagi segir prófessor í félagsfræði. Lögreglan í Reykjavík segir umferðarteppuna á þjóðveginum í gær sjaldan hafa verið eins mikla. Stóraukinn fjöldi hjólhýsa og tjaldvagna á vegunum sé meginástæðan.

Sökkva Hagavatni

Sökkva ætti leirunum við Hagavatn til draga mjög úr moldroki eins og verið hefur í þurrkum á Suðurlandi aðundanförnu, að mati landverndarsérfræðings hjá Landgræslu ríkisins. Hann segir að rík þjóð eins og Íslendingar ætti að vera leiðandi í uppgræðslu á landi.

Alcan bíður svars frá Landsvirkjun

Væntanlegt svar Landsvirkjunar við ósk Alcan um framlengingu raforkusamnings gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum og verður þannig prófsteinn á stjóriðjustefnu nýrrar ríkisstjórnar. Forstjóri Alcan vonar að stjórnmálamenn reyni ekki að bregða fæti fyrir áform fyrirtækisins.

Eldur slökktur um borð í Hafsúlunni

Eldur kom upp í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni rétt fyrir klukkan hálf sex. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tókst skipverjum að ráða niðurlögum eldsins og er báturinn kominn til hafnar. 75 manns voru um borð í bátnum úti fyrir Lundey í Skerjafirði þegar eldurinn kviknaði.

Vilja að virkjun í Hverfisfljóti fari í umhverfismat

Landvernd hefur sent umhverfisráðherra bréf þar sem farið er fram á að ráðherra ógildi úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi virkjun í Hverfisfljóti í Hnútu í Skaftárhreppi. Stofnunin komst að því að þessi 2,5 megavatta virkjun þyrfti ekki að fara í umhverfismat.

Alvarlegum umferðarslysum fjölgar um 60 prósent milli ára

Alvarlegum umferðarslysum fjölgaði um 60 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2007 miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta sýna tölur Umferðarstofu. Alls slösuðust 52 alvarlega í 48 slysum á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra voru þeir 33 í 30 slysum.

Embætti borgarritara og borgarlögmanns endurvakin

Embætti borgarritara og borgarlögmanns verða endurvakin samkvæmt nýsamþykktum breytingum á stjórnkerfi og skipuriti Reykjavíkurborgar. Það var gert á borgarstjórnarfundi í síðustu viku eftir tillögu Vilhálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra.

Kyndill aðstoðar við slökkvilstarf í Skaftárhreppi

Allt tiltækt slökkvilið á Kirkjubæjarklaustri ásamt björgunarsveit úr bænum hafa verið kölluð út til þess að slökkva í mosa sem logar rétti við vegamót þjóðvegar eitt og vegar sem liggur í Skaftártungu.

Dýr valda deilum í Húnavatnshreppi

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á karl og konu um sextugt vegna deilna þeirra um dauð lömb og hunda.

Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu hass

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sinni vörslu nærri sjö hundruð grömm af hassi. Lögreglan fann efnin við leit í bifreið mannsins í Hörgárbyggð í febrúar síðastliðnum en efnin hafði hann flutt með sér frá Reykjavík.

Kynna aðalskipulagstillögur vegna Urriðafossvirkjunar

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á Flóamenn að styðja við hreppsnefnd Flóahrepps í því að standa við nýja skipulagstillögu þar sem ekki er gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Skipulagstillögur með og án virkjunarinnar verða kynntar á íbúafundi í Flóanum í kvöld.

Rækjuvinnslu hætt hjá Miðfelli á Ísafirði

Rækjuvinnslu fyrirtækisins Miðfells á Ísafirði hefur verið hætt ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá Elíasi Oddssyni, framkvæmdastjóra Miðfells, sem segir að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en tugir manna vinna hjá fyrirtækinu.

Enn í öndunarvél eftir líkamsárás

Karlmanni á fertugsaldri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild eftir átök á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfaranótt sunnudags.

Léleg laxveiði vegna þurrka

Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna langvarandi þurrka.

Starfsgreinasambandið fundar með sjávarútvegsráðherra

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands ætla að funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag um ástands þorskstofnsins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar. Fari svo að dregið verði verulega úr þorskkvóta næsta fiskveiðiárið hefur það mikil áhrif á félagsmenn sambandsins sem meðal annars starfa í fiskvinnslu.

Þurrkar ógna afréttum á Suðurlandi

Langvarandi þurrkatíð ógnar afréttum sunnanlands og Landgræðslan hefur verulegar áhyggjur af svæðum víða um land. Mikið mold- og sandfok var um helgina og barst það yfir byggðir Árnessýslu einkum af svæðum sunnan Langjökuls.

Lést í vinnuslysi í Fljótsdalsstöð

Portúgalskur starfsmaður fyrirtækisins VA-Tech lést í morgun af völdum áverka sem hann fékk við nokkurra metra fall niður á steingólf í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Slysið átti sér stað um hálfníu í morgun þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu.

Umfangsmiklar hvalatalningar að hefjast

Umfangsmestu hvalatalningar sögunnar hefjast í dag á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila. Eftir því sem fram kemur á vef Hafró stendur leiðangurinn yfir í einn mánuð nær yfir 1600 þúsund fermílna svæði.

Rannsaka fiskveiðibrot færeysks báts á Kötlugrunni

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvort áhöfn á færeyskum fiskibáti hafi gerst brotleg við íslenska fiskveiðilöggjöf um helgina. Landhelgisgæslan vísaði bátnum til hafnar í Þorlákshöfn á laugardag og er skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni.

Vinnuslys í stöðvarhúsi Fljótsdal

Maður að störfum í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fjótsdal er talinn hafa slasast alvarlega þegar hann féll niður nokkra metra í stöðvarhúsinu á níunda tímanum í morgun.

Missti bílaleigubíl út í árfarveg í Ísafirði

Bílaleigubíll skemmdist mikið þegar erlendur ferðamaður misst hann út af veginum og niður í árfarveg við Laugaból í Ísafirði í gær. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum slasaðist ökumaðurinn lítið.

Ók á ljósastaur við Straumsvík

Umferðarslysið sem átti sér stað við álverið í Straumsvík varð með þeim hætti að ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur. Fyrstu fregnir hermdu að um árekstur tveggja bíla hefði verið að ræða en það reyndist ekki á rökum reist. Farþegi í bílnum slasaðist á höfði og voru hann og ökumaðurinn fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Sjá næstu 50 fréttir