Fleiri fréttir Nýr forstjóri Baugs Gunnar Sigurðsson nýr forstjóri Baugs var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Hann kippir sér lítið upp við uppnefni eins og Baugsstjórn og segist ætla að láta aðra um pólitík. 13.6.2007 20:03 Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. 13.6.2007 19:28 Höft á innflutningi afar forneskjuleg Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á ostum fyrir næsta kvótaár verða opnuð næstkomandi mánudag. Tollkvótarnir nú nema rösklega 100 tonnum af erlendum osti. Innflytjendur á þessari vöru telja að höft á innflutningi séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni mest á neytendum. 13.6.2007 19:25 Háskólaskýrslunni breytt í lokavinnslu Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. 13.6.2007 19:21 Ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála Tveggja vikna sumarþingi Alþingis lauk nú síðdegis með samþykkt frumvarpa um afnám tekjutengingar á atvinnutekjum aldraðra og um sameiningu ráðuneyta. Stjórnarandstaðan segir þingstörfin hafa leitt í ljós að landsmenn búa við ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála. 13.6.2007 18:43 Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. 13.6.2007 18:37 Barist í Drangey Barist var í Drangey í gær í fyrsta sinn í síðan Grettir Ásmundarson var þar veginn árið 1031 en þá lögðu á fimmta tug víkinga undir sig eyjuna. 13.6.2007 18:31 Allt niður í þriggja ára börn á torfæruhjólum Hægt er að fá bensíndrifin torfæruhjól fyrir allt niður í þriggja ára börn sem komast á allt að fjörtíu kílómetra hraða. Fimmtán ára piltur hlaut í gærkvöldi opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á torfæruhjóli innanbæjar í Hveragerði. 13.6.2007 18:23 Stefnumótun Orkuveitunnar fyrir útivistarsvæði Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með og almenningur nýtir sér. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, verulegur hluti hinna vinsælu útivistarsvæða við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. 13.6.2007 18:15 Eimskip styrkir Fjöltækniskólann Eimskip og Fjöltækniskólinn hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslumála. Samningurinn felur í sér að Eimskip styrkir Fjöltækniskólann að fjárhæð kr. 1.000.000 og styrkir nokkra útvalda nemendur hans á hverju ári. 13.6.2007 17:44 Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði Greiðslukortavelta jókst í maí frá fyrri mánuði og var svipuð hækkun á kredit- og debetkortaveltu. Debetkortavelta jókst um 7,7% milli mánaða og var í maí 35 milljarðar króna. 13.6.2007 17:05 Dóms að vænta í Baugsmálinu í lok mánaðar Málsflutningi í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dóms er að vænta fyrir næstu mánaðamót. 13.6.2007 16:38 Kosið í bankaráð Seðlabankans á Alþingi Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi nú fyrir stundu. Sjálfstæðisflokkur tilnefndi Halldór Blöndal, Ernu Gísladóttir og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrir hönd Samfylkingar sitja í ráðinu Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson. Framsóknarflokkur tilnefndi Jónas Hallgrímsson og Vinstri grænir Ragnar Arnalds. 13.6.2007 16:35 Vill efla baráttuna gegn mansali Mikilvægt er að aðildarríki Eystrasaltsráðsins vinni náið saman í baráttunni gegn mansali og ráðist sameiginlega gegn efnhagslegum og félagslegum rótum vandamálsins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, á fundi utanríkisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins í Malmö í Svíþjóð í dag. Á fundinum ræddur ráðherrarnir meðal annars efnhags- og viðskiptamál og mannréttindi og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars. 13.6.2007 16:18 Heimildirnar féllu úr gildi 2004 Heimildir sem Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum til yfirflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli í tengslum við innrásina í Írak runnu út vorið 2004. Grétar Þór Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að heimildirnar hafi runnið út þegar innrásinni lauk og fjölþjóðaherlið tók við í Írak. 13.6.2007 15:37 Varðhald yfir byssumanni í Hnífsdal framlengt Héraðsdómur Vestfjarða hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manninum sem olli umsátursástandi í Hnífsdal á laugardaginn var þegar hann hleypti af haglabyssu með þeim afleiðingum að kona hans særðist í andliti. Hann skal sæta varðhaldi til 3. júlí næstkomandi. 13.6.2007 15:00 Fá ekki pláss í leikskóla sökum þess að erlend börn hafa forgang Dæmi eru um að börn íslenskra foreldra fái ekki pláss í leikskólum í Hafnarfirði þar sem erlend börn ganga fyrir. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir æskilegast að börn af erlendum uppruna komist sem fyrst inn í leikskóla til að flýta fyrir aðlögun að íslensku samfélagi. 13.6.2007 14:57 Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. 13.6.2007 14:31 Níu sóttu um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. september næskomandi til fimm ára. 13.6.2007 13:49 700 sjóliðar á vegum NATO væntanlegir til Reykjavíkur Herskip á vegum NATO munu leggjast að bryggju í Sundahöfn og á Miðbakka í fyrramálið. Um er að ræða skip frá bandaríska flotanum, USS Normandy, eitt frá Spáni, SPS Patino og þýska skipið FGS Sachsen. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. 13.6.2007 13:48 Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25 Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21 Staða barna og unglinga styrkt með aðgerðaáætlun Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var samþykkt óbreytt á Alþingi í dag með 47 samhljóða atkvæðum. 13.6.2007 13:19 Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. 13.6.2007 12:49 Tekist á um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Tekist var á um hvort arðsamt hafi verið að reisa Kárahnjúkavirkjun á fundi Framtíðarlandsins í morgun. Fulltrúi Landsvirkjunar og fulltrúi Framtíðarlandsins sem sátu fyrir svörum voru þó sammála um að réttast væri að einkavæða fyrirtækið 13.6.2007 12:13 Guðni segir Samfylkingu henda handsprengjum Samfylkingarþingmenn eru hver og einn með handsprengjur í vösum sem þeir henda hiklaust á ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í morgun þegar upplýst var um einn eitt átakamálið sem stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um. 13.6.2007 12:02 Vatnstjón í húsnæði Elko við Smáratorg Söluvörur skemmdust í verslun Elko við Smáratorg í nótt þegar einn krani í úðarakerfi verslunarinnar fór í gang. Verslunarstjóri segir skemmdirnar óverulegar og tjónið ekki mikið í krónum talið. 13.6.2007 11:44 Nicholas Burns kemur í kvöld Nicholas Burns, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í kvöld í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 13.6.2007 11:38 Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01 Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45 Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19 Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57 Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01 Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53 Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19 Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18 Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13 Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09 Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06 Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59 Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57 Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53 Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50 Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44 Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. 12.6.2007 16:55 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr forstjóri Baugs Gunnar Sigurðsson nýr forstjóri Baugs var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Hann kippir sér lítið upp við uppnefni eins og Baugsstjórn og segist ætla að láta aðra um pólitík. 13.6.2007 20:03
Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. 13.6.2007 19:28
Höft á innflutningi afar forneskjuleg Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á ostum fyrir næsta kvótaár verða opnuð næstkomandi mánudag. Tollkvótarnir nú nema rösklega 100 tonnum af erlendum osti. Innflytjendur á þessari vöru telja að höft á innflutningi séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni mest á neytendum. 13.6.2007 19:25
Háskólaskýrslunni breytt í lokavinnslu Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. 13.6.2007 19:21
Ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála Tveggja vikna sumarþingi Alþingis lauk nú síðdegis með samþykkt frumvarpa um afnám tekjutengingar á atvinnutekjum aldraðra og um sameiningu ráðuneyta. Stjórnarandstaðan segir þingstörfin hafa leitt í ljós að landsmenn búa við ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála. 13.6.2007 18:43
Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. 13.6.2007 18:37
Barist í Drangey Barist var í Drangey í gær í fyrsta sinn í síðan Grettir Ásmundarson var þar veginn árið 1031 en þá lögðu á fimmta tug víkinga undir sig eyjuna. 13.6.2007 18:31
Allt niður í þriggja ára börn á torfæruhjólum Hægt er að fá bensíndrifin torfæruhjól fyrir allt niður í þriggja ára börn sem komast á allt að fjörtíu kílómetra hraða. Fimmtán ára piltur hlaut í gærkvöldi opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á torfæruhjóli innanbæjar í Hveragerði. 13.6.2007 18:23
Stefnumótun Orkuveitunnar fyrir útivistarsvæði Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með og almenningur nýtir sér. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, verulegur hluti hinna vinsælu útivistarsvæða við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. 13.6.2007 18:15
Eimskip styrkir Fjöltækniskólann Eimskip og Fjöltækniskólinn hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslumála. Samningurinn felur í sér að Eimskip styrkir Fjöltækniskólann að fjárhæð kr. 1.000.000 og styrkir nokkra útvalda nemendur hans á hverju ári. 13.6.2007 17:44
Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði Greiðslukortavelta jókst í maí frá fyrri mánuði og var svipuð hækkun á kredit- og debetkortaveltu. Debetkortavelta jókst um 7,7% milli mánaða og var í maí 35 milljarðar króna. 13.6.2007 17:05
Dóms að vænta í Baugsmálinu í lok mánaðar Málsflutningi í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dóms er að vænta fyrir næstu mánaðamót. 13.6.2007 16:38
Kosið í bankaráð Seðlabankans á Alþingi Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi nú fyrir stundu. Sjálfstæðisflokkur tilnefndi Halldór Blöndal, Ernu Gísladóttir og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrir hönd Samfylkingar sitja í ráðinu Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson. Framsóknarflokkur tilnefndi Jónas Hallgrímsson og Vinstri grænir Ragnar Arnalds. 13.6.2007 16:35
Vill efla baráttuna gegn mansali Mikilvægt er að aðildarríki Eystrasaltsráðsins vinni náið saman í baráttunni gegn mansali og ráðist sameiginlega gegn efnhagslegum og félagslegum rótum vandamálsins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, á fundi utanríkisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins í Malmö í Svíþjóð í dag. Á fundinum ræddur ráðherrarnir meðal annars efnhags- og viðskiptamál og mannréttindi og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars. 13.6.2007 16:18
Heimildirnar féllu úr gildi 2004 Heimildir sem Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum til yfirflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli í tengslum við innrásina í Írak runnu út vorið 2004. Grétar Þór Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að heimildirnar hafi runnið út þegar innrásinni lauk og fjölþjóðaherlið tók við í Írak. 13.6.2007 15:37
Varðhald yfir byssumanni í Hnífsdal framlengt Héraðsdómur Vestfjarða hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manninum sem olli umsátursástandi í Hnífsdal á laugardaginn var þegar hann hleypti af haglabyssu með þeim afleiðingum að kona hans særðist í andliti. Hann skal sæta varðhaldi til 3. júlí næstkomandi. 13.6.2007 15:00
Fá ekki pláss í leikskóla sökum þess að erlend börn hafa forgang Dæmi eru um að börn íslenskra foreldra fái ekki pláss í leikskólum í Hafnarfirði þar sem erlend börn ganga fyrir. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir æskilegast að börn af erlendum uppruna komist sem fyrst inn í leikskóla til að flýta fyrir aðlögun að íslensku samfélagi. 13.6.2007 14:57
Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. 13.6.2007 14:31
Níu sóttu um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. september næskomandi til fimm ára. 13.6.2007 13:49
700 sjóliðar á vegum NATO væntanlegir til Reykjavíkur Herskip á vegum NATO munu leggjast að bryggju í Sundahöfn og á Miðbakka í fyrramálið. Um er að ræða skip frá bandaríska flotanum, USS Normandy, eitt frá Spáni, SPS Patino og þýska skipið FGS Sachsen. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. 13.6.2007 13:48
Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25
Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21
Staða barna og unglinga styrkt með aðgerðaáætlun Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var samþykkt óbreytt á Alþingi í dag með 47 samhljóða atkvæðum. 13.6.2007 13:19
Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. 13.6.2007 12:49
Tekist á um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Tekist var á um hvort arðsamt hafi verið að reisa Kárahnjúkavirkjun á fundi Framtíðarlandsins í morgun. Fulltrúi Landsvirkjunar og fulltrúi Framtíðarlandsins sem sátu fyrir svörum voru þó sammála um að réttast væri að einkavæða fyrirtækið 13.6.2007 12:13
Guðni segir Samfylkingu henda handsprengjum Samfylkingarþingmenn eru hver og einn með handsprengjur í vösum sem þeir henda hiklaust á ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í morgun þegar upplýst var um einn eitt átakamálið sem stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um. 13.6.2007 12:02
Vatnstjón í húsnæði Elko við Smáratorg Söluvörur skemmdust í verslun Elko við Smáratorg í nótt þegar einn krani í úðarakerfi verslunarinnar fór í gang. Verslunarstjóri segir skemmdirnar óverulegar og tjónið ekki mikið í krónum talið. 13.6.2007 11:44
Nicholas Burns kemur í kvöld Nicholas Burns, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í kvöld í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 13.6.2007 11:38
Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01
Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45
Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19
Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57
Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01
Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53
Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19
Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18
Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13
Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09
Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06
Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59
Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57
Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53
Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50
Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44
Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. 12.6.2007 16:55