Fleiri fréttir Ólafur sakaður um kafbátahernað Það stefnir í formannsslag í Landssambandi eldri borgara um næstu helgi. Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í vetur að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formennsku en hefur nú skipt um skoðun. Þetta segir Helgi Hjálmsson sem er formannsefni kjörnefndar. Hann sakar Ólaf um kafbátahernað. 28.5.2007 13:01 Auka þarf sýnilega löggæslu Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. 28.5.2007 12:00 Skíðafæri fyrir norðan Það er hægt að bregða sér á skíði í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan tvö. Skíðafærið er gott og nægur snjór. Þetta er síðasta skíðahelgin nyrðra svo framalega sem sumarið sé handan við hornið. 28.5.2007 11:32 Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. 28.5.2007 11:22 Við það að renna út í Jökulsárlón Minnstu munaði að bíll færi út í Jökulsárlón í gær þegar eigandinn brá sér út til þess að smella myndum af lóninu. Hann gleymdi að setja bílinn í handbremsu og rann hann af stað og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini á bakka lónsins. 28.5.2007 10:30 Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með fíkniefni innvortis sem smygla átti á Litla-Hraun. Í Borgarnesi fann lögreglan svo 45 grömm af kókaíni við keimlíkar aðstæður. 28.5.2007 09:54 Deep Purple lofar dúndurfjöri Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld. 27.5.2007 20:00 Ræðismaður Portúgals fer væntanlega á Kárahnjúka Helga Lára Guðmundsdóttir ræðismaður Portúgals á Íslandi, mun kanna til hlítar ásakanir um að portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka sæti harðræði. 27.5.2007 19:25 Verndartollar á landbúnaðarvörum ekki ástæðan fyrir háu matarverði Nýr landbúnaðarráðherra segir verndartolla á íslenskum landbúnaðarafurðum ekki ástæðuna fyrir háu matarverði hér á landi. Hann segist ekki ætla að rústa íslenskum landbúnaði með því að hefja innflutning á erlendri matvöru. 27.5.2007 19:05 Fjögurra leitað og einn í yfirheyrslu Mennirnir tveir, sem fluttir voru meðvitundarlausir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fólskulegar líkamsárásir í Reykjavík, eru báðir á batavegi. Tveggja árásarmanna er enn leitað og sömuleiðis tveggja, sem tengjast ráni í nótt. 27.5.2007 19:02 Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. 27.5.2007 18:56 Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til 27.5.2007 18:49 Snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu. 27.5.2007 18:23 Lugovoi staðhæfir að hann sé saklaus Maðurinn sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko hefur ítrekað sakleysi sitt. Hann segist hafa talað við Litvinenko á dánarbeðinu. Mynd um Litvinenko var frumsýnd í gær á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27.5.2007 16:19 Sluppu ómeiddar úr bílveltu Bíll fór út af veginum á leiðinni til Þingvalla skammt frá Nesjavallaafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Bíllinn fór tvær til þrjár en þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann fór út á vegöxlina og lenti í lausamöl. 27.5.2007 15:03 Ráðuneyti sameinuð, en þó ekki að öllu leyti Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að sameining ráðuneytanna tveggja sé fyrirhuguð á kjörtímabilinu en þó ekki að öllu leyti. Hugmyndir séu um að allur skólaþáttur landbúnaðarráðuneytisins færist yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðsla verði færð annað. 27.5.2007 12:52 Rændur í húsasundi við Laugaveg Eldri maður var rændur og barinn á Laugaveginum um klukkan fjögur í nótt. Ung kona tældi hann inn í húsasund, en þar beið karlkyns félagi hennar og gekk í skrokk á manninum. Hann rændi hann veski og farsíma, en að því búnu sló hann manninn niður og sparkaði í hann. Ræningjarnir komust undan. 27.5.2007 10:07 Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og á Siglufirði verða bæði opin í dag. Í Hlíðarfjalli opnaði svæðið klukkan átta í morgun og verður það opið til klukkan tvö síðdegis. Á Siglufirði verður skíðasvæðið opið frá klukkan eitt til fimm í dag. Nægur snjór er á svæðinu og færið gott enda búið að vera kalt í veðri undanfarið. 27.5.2007 10:03 Ráðist á dyravörð í Reykjanesbæ Æði rann á ölvaðan mann á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og veittist hann að barþjóni. Dyravörður kom honum til hjálpar og veitti hinn ölvaði harða mótspyrnu , þannig að dyravörðurinn hlaut áverka af, en þó ekki alvarlegan. Lögregla yfirbugaði manninn og vistaði hann í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum í dag. 27.5.2007 09:58 Uriah Heep enn í fullu fjöri Tvöfaldur skammtur Íslandsvina stígur á stokk í Laugardalshöllinni annað kvöld, hljómsveitirnar Deep Purple og Uriah Heep, tvær af goðsögnum rokksögunnar. Þótt Uriah Heep hafi rokkað í hartnær fjóra áratugi sýnir sveitin á sér lítil ellimerki. 26.5.2007 20:30 „Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð“, segir fyrrverandi vistmaður Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð, segir þrítug kona sem lögð var inn á spítalann í vetur vegna geðsjúkdóms. Hún segir mikla fordóma gagnvart vistmönnum Klepps í samfélaginu. 26.5.2007 19:22 Flest ungmenni sem beita önnur börn kynferðisofbeldi hafa sjálf verið misnotuð Nær flest ungmenni undir átján ára aldri sem misnota börn kynferðislega, hafa sjálf verið misnotuð eða lifað við einhverskonar ofbeldi í uppvexti sínum. Þetta segir Robert E. Lango bandarískur meðferðarsérfræðingur. 26.5.2007 19:08 Bátar í eigu Kambs seldir frá Flateyri Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. 26.5.2007 18:58 Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. 26.5.2007 18:45 Eldur í timburhúsi á Sólheimum Stórt timburhús á Sólheimum í Grímsnesi logar nú glatt og leggur svartan reyk yfir nágrennið. Slökkvilið vinnur að því að ná tökum á eldinum og eru slökkvibílar frá Selfossi, Laugarvatni og Reykholti á staðnum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni í húsinu. Það er að hruni komið en slökkvilið reynir einnig að slökkva sinuelda sem kviknað hafa í norðanvindinum. 26.5.2007 18:40 Síðasta reykingahelgi Íslands Síðasta reykingahelgin er runnin upp á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Hópur veitingamanna í miðborg Reykjavíkur fór nýverið til Stokkhólms til að kynna sér lausnir þarlendra veitingamanna á reykingabanninu. 26.5.2007 18:30 Mikil hætta vegna kappakstur í Garðabæ Mikil hætta skapaðst á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ nú á þriðja tímanum þegar tveir ökumenn voru að spyrna skammt frá Olís. Hámarkshraði þar eru 80 km á klukkustund, en mennirnir voru báðir á 170 km hraða þegar þeir voru mældir. Um var að ræða karlmann um tvítugt, og annan á þrítugsaldri. Þeir voru stöðvaðir til móts við Stórás í Garðabæ og fluttir á svæðisstöðina í Hafnarfirði þar sem þeir voru sviptir ökuleyfi. 26.5.2007 14:53 Opið í Hlíðarfjalli um helgina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið um helgina. Veður er hið besta, en hiti rétt við frostmark. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns eru um 100 manns í brekkunum í dag. Hann þakkar kuldakasti síðustu daga og vikna fyrir að hægt sé að hafa opið þessa helgi. 26.5.2007 13:20 Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins Einn af vorboðunum sigldi inn Reykjavíkurhöfn í morgun. Það var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, MS Fram, sem liggur við Miðbakkann í dag. 26.5.2007 12:37 Kona sem greindist með berkla á batavegi Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum sem greindist nýlega með berkla og var send á Landspítala Háskólasjúkrahús til nánari rannsókna er á batavegi að sögn vakthafandi læknis á smitsjúkdómadeild. 26.5.2007 12:22 Hvetur til að hvítasunna verði þjóðahátíð Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar. Þar verði útlendingum og aðkomufólki boðið að lesa texta Postulasögunnar á sínu eigin tungumáli. 26.5.2007 12:19 Ásókn í lóðir á Urriðaholti Tilboð bárust í allar þær fjörutíu og sjö lóðir sem opnað var fyrir í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Í boði voru lóðir undir fjölbýli, raðhús, parhús og sérbýli. Þar á meðal voru sex óvenju stórar einbýlishúsalóðir sem standa næst Urriðavatni og er heimilt að reisa allt að 900 fermetra hús á þeim. 26.5.2007 11:03 Hjólað 10,5 hringi í kringum hnöttinn Rösklega sexþúsund og fimm hundruð manns tóku þátt í fyrirtækjaleiknum Hjólað í vinnuna og voru farnir vel yfir 400 þúsund kílómetra - sem eru um 10,4 hringir í kringum jörðina. Tæplega tveir þriðju hjóluðu og þriðjungur gekk. Sigurvegararnar fengu sigurlaunin afhent í húsdýragarðinum í gær. Öll fyrri met voru slegin að þessu sinni. 26.5.2007 10:59 Jóhanna Vala er Ungfrú Ísland 2007 Jóhanna Vala Jónsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2007 á Broadway í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. Jóhanna er tvítug og býr í Reykjavík. Í öðru sæti hafnaði Katrín Dögg Sigurðardóttir, 21 árs frá Seltjarnarnesi. Ungfrú Reykjavík Fanney Lára Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti. Hún er tvítug og býr í Kópavogi. 26.5.2007 10:47 Kleppur 100 ára Í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala um helgina verður haldin viðamikil dagskrá á spítalanum í dag. Hún hefst klukkan ellefu með hugvekju séra Sigfinns Þorleifssonar. Að því loknu afhendir Reykjavíkurborg Kleppi listaverkið Pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson. 26.5.2007 10:30 Um 200 manns á leið á Hvannadalshnjúk Árleg Hvítasunnuganga Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnjúk stendur nú yfir. Um 200 manns eru á leið upp á þennan hæsta tind landsins í blíðskaparveðri. Ferðafélagar lögðu af stað klukkan fimm í morgun. Þeir áætla að verða níu tíma á leiðinni upp á topp og fimm tíma niður. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara er veður sérlega gott, blankandi logn, sól og hiti. 26.5.2007 09:57 Sætaskipan á ríkisstjórnarfundum ekki tilviljunum háð Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í dag sátu þau Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlið við hlið. Þetta mun hafa vakið þó nokkra athygli enda ekki langt síðan þau tvö börðust hart um völdin í Reykjavíkurborg. Þarna mun tilviljun ein þó ekki hafa ráðið. 25.5.2007 23:51 Kona í haldi fyrir stórfelld fjársvik Lögreglan í Reykjavík handtók í kvöld konu sem grunuð er um stórfelld fjársvik. Konan mun hafa tekið út af krítarkorti í óleyfi hátt í tvær milljónir króna. 25.5.2007 23:32 Tilboð í lóðir á Urriðaholti opnuð í dag Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar Urriðaholts í Garðabæ voru opnuð í dag. Alls stóðu til boða 47 lóðaeiningar fyrir 100 íbúðir og bárust tilboð í þær allar. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Tilboð bárust í fimm óvenju stórar einbýlishúsalóðir en aðeins einu þeirra var tekið. 25.5.2007 23:06 Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák Héðinn Steingrímsson skákmaður er orðinn stórmeistari í skák. Héðinn teflir nú á Capo d’Orso mótinu og á hann eina skák eftir en á morgun mætir hann skoska stórmeistaranum Jonathan Rowson. Árangur héðins hingað til í mótinu, en hann er efstur með sjö vinninga, þýðir að skákin á morgun skiptir ekki höfuðmáli því stórmeistaranafnbótin er í höfn. 25.5.2007 21:54 Álverið í Helguvík: Fyrsta skóflustunga fyrir lok þessa árs Logan Kruger, forstjóri Century Aluminium álfyrirtækisins er bjartsýnn á framtíð álvers í Helguvík og segir að það verði eitt það umhverfisvænasta í heiminum. Páll Ketilsson,ritstjóri Víkurfrétta, hitti Logan að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um væntanlegt álver í Helguvík. 25.5.2007 21:00 Kristrún aðstoðar Ingibjörgu Kristrún Heimisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Kristrún, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, er lögfræðingur að mennt og 35 ára gömul. 25.5.2007 20:32 Vatnsmeðferðir stundaðar í lækningaskyni fyrstu árin á Kleppi Fyrstu meðferðir fyrir geðfatlaða á Kleppi fyrir hundrað árum voru svokallaðar vatnsmeðferðir sem fólust í að setja sjúklingana í heit og köld böð í lækningaskyni. Þá voru sumir þeirra látnir lifa einungis á vatni í nokkrar vikur. Bylting varð í meðhöndlun geðfatlaðra þegar geðlyfin komu um miðja seinustu öld. 25.5.2007 19:38 Strandsiglingar hefjast Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna. Til þess hefur verið keypt rúmlega þrjú þúsund tonna fjölnota flutningaskip sem siglt verður hingað frá Lettlandi eftir helgi. 25.5.2007 19:30 Samverustundir foreldra og ungmenna besta vímuefnaforvörnin Vímuefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðasta áratug og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu, sem sækjast nú eftir því að kynnast íslenskum forvarnaraðferðum. Samverustundir ungmenna og foreldra, eftirlit með samkvæmum og skipulagt tómstundastarf eru lykillinn að velgengni Íslendinga í forvarnarmálum. 25.5.2007 19:13 Sjá næstu 50 fréttir
Ólafur sakaður um kafbátahernað Það stefnir í formannsslag í Landssambandi eldri borgara um næstu helgi. Ólafur Ólafsson lýsti því yfir í vetur að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formennsku en hefur nú skipt um skoðun. Þetta segir Helgi Hjálmsson sem er formannsefni kjörnefndar. Hann sakar Ólaf um kafbátahernað. 28.5.2007 13:01
Auka þarf sýnilega löggæslu Dóttir tæplega sjötugs manns sem ráðist var á við Laugaveg síðast liðið laugardagskvöld, telur þörf á aukinni sýnilegri löggæslu í miðborginni. Maðurinn er með þrjá skurði á höfði, er nefbrotinn og rifbeinsbrotinn. 28.5.2007 12:00
Skíðafæri fyrir norðan Það er hægt að bregða sér á skíði í dag. Opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan tvö. Skíðafærið er gott og nægur snjór. Þetta er síðasta skíðahelgin nyrðra svo framalega sem sumarið sé handan við hornið. 28.5.2007 11:32
Árásarmanni sleppt að lokinni skýrslutöku Maðurinn sem handtekinn var vegna árásar á annan mann á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs hefur verið látinn laus. Ekki þótti ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. 28.5.2007 11:22
Við það að renna út í Jökulsárlón Minnstu munaði að bíll færi út í Jökulsárlón í gær þegar eigandinn brá sér út til þess að smella myndum af lóninu. Hann gleymdi að setja bílinn í handbremsu og rann hann af stað og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini á bakka lónsins. 28.5.2007 10:30
Fundu fíkniefni innvortis í þremur stúlkum í gær Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær bíl við venjubundið eftirlit. Ökumaðurinn var próflaus og undir áhrifum vímuefma. Með í för var 17 ára stúlka og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var með fíkniefni innvortis sem smygla átti á Litla-Hraun. Í Borgarnesi fann lögreglan svo 45 grömm af kókaíni við keimlíkar aðstæður. 28.5.2007 09:54
Deep Purple lofar dúndurfjöri Stórtónleikar í Laugardalshöll verða haldnir í Laugardalshöll þar sem Íslandsvinirnir í Uriah Heep og Deep Purple ætla að leika öll sín frægustu lög. Bassaleikari Deep Purple lofar óvæntri uppákomu í kvöld. 27.5.2007 20:00
Ræðismaður Portúgals fer væntanlega á Kárahnjúka Helga Lára Guðmundsdóttir ræðismaður Portúgals á Íslandi, mun kanna til hlítar ásakanir um að portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka sæti harðræði. 27.5.2007 19:25
Verndartollar á landbúnaðarvörum ekki ástæðan fyrir háu matarverði Nýr landbúnaðarráðherra segir verndartolla á íslenskum landbúnaðarafurðum ekki ástæðuna fyrir háu matarverði hér á landi. Hann segist ekki ætla að rústa íslenskum landbúnaði með því að hefja innflutning á erlendri matvöru. 27.5.2007 19:05
Fjögurra leitað og einn í yfirheyrslu Mennirnir tveir, sem fluttir voru meðvitundarlausir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fólskulegar líkamsárásir í Reykjavík, eru báðir á batavegi. Tveggja árásarmanna er enn leitað og sömuleiðis tveggja, sem tengjast ráni í nótt. 27.5.2007 19:02
Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. 27.5.2007 18:56
Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til 27.5.2007 18:49
Snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjóflóð féll í Hlíðarfjalli á Akureyri upp úr klukkan eitt í dag. Skíðasvæðið var opið þegar flóðið féll en engin slys urðu á fólki og engar skemmdir á lyftum, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Flóðið sem mun ekki hafa verið stórt í sniðum, rann um 200 metra en stöðvaðist áður en það komst í námunda við lyftur og önnur mannvirki á svæðinu. 27.5.2007 18:23
Lugovoi staðhæfir að hann sé saklaus Maðurinn sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko hefur ítrekað sakleysi sitt. Hann segist hafa talað við Litvinenko á dánarbeðinu. Mynd um Litvinenko var frumsýnd í gær á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27.5.2007 16:19
Sluppu ómeiddar úr bílveltu Bíll fór út af veginum á leiðinni til Þingvalla skammt frá Nesjavallaafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Bíllinn fór tvær til þrjár en þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann fór út á vegöxlina og lenti í lausamöl. 27.5.2007 15:03
Ráðuneyti sameinuð, en þó ekki að öllu leyti Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að sameining ráðuneytanna tveggja sé fyrirhuguð á kjörtímabilinu en þó ekki að öllu leyti. Hugmyndir séu um að allur skólaþáttur landbúnaðarráðuneytisins færist yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðsla verði færð annað. 27.5.2007 12:52
Rændur í húsasundi við Laugaveg Eldri maður var rændur og barinn á Laugaveginum um klukkan fjögur í nótt. Ung kona tældi hann inn í húsasund, en þar beið karlkyns félagi hennar og gekk í skrokk á manninum. Hann rændi hann veski og farsíma, en að því búnu sló hann manninn niður og sparkaði í hann. Ræningjarnir komust undan. 27.5.2007 10:07
Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og á Siglufirði verða bæði opin í dag. Í Hlíðarfjalli opnaði svæðið klukkan átta í morgun og verður það opið til klukkan tvö síðdegis. Á Siglufirði verður skíðasvæðið opið frá klukkan eitt til fimm í dag. Nægur snjór er á svæðinu og færið gott enda búið að vera kalt í veðri undanfarið. 27.5.2007 10:03
Ráðist á dyravörð í Reykjanesbæ Æði rann á ölvaðan mann á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og veittist hann að barþjóni. Dyravörður kom honum til hjálpar og veitti hinn ölvaði harða mótspyrnu , þannig að dyravörðurinn hlaut áverka af, en þó ekki alvarlegan. Lögregla yfirbugaði manninn og vistaði hann í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum í dag. 27.5.2007 09:58
Uriah Heep enn í fullu fjöri Tvöfaldur skammtur Íslandsvina stígur á stokk í Laugardalshöllinni annað kvöld, hljómsveitirnar Deep Purple og Uriah Heep, tvær af goðsögnum rokksögunnar. Þótt Uriah Heep hafi rokkað í hartnær fjóra áratugi sýnir sveitin á sér lítil ellimerki. 26.5.2007 20:30
„Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð“, segir fyrrverandi vistmaður Kleppur er ekki endastöð heldur endurhæfingarstöð, segir þrítug kona sem lögð var inn á spítalann í vetur vegna geðsjúkdóms. Hún segir mikla fordóma gagnvart vistmönnum Klepps í samfélaginu. 26.5.2007 19:22
Flest ungmenni sem beita önnur börn kynferðisofbeldi hafa sjálf verið misnotuð Nær flest ungmenni undir átján ára aldri sem misnota börn kynferðislega, hafa sjálf verið misnotuð eða lifað við einhverskonar ofbeldi í uppvexti sínum. Þetta segir Robert E. Lango bandarískur meðferðarsérfræðingur. 26.5.2007 19:08
Bátar í eigu Kambs seldir frá Flateyri Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. 26.5.2007 18:58
Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. 26.5.2007 18:45
Eldur í timburhúsi á Sólheimum Stórt timburhús á Sólheimum í Grímsnesi logar nú glatt og leggur svartan reyk yfir nágrennið. Slökkvilið vinnur að því að ná tökum á eldinum og eru slökkvibílar frá Selfossi, Laugarvatni og Reykholti á staðnum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni í húsinu. Það er að hruni komið en slökkvilið reynir einnig að slökkva sinuelda sem kviknað hafa í norðanvindinum. 26.5.2007 18:40
Síðasta reykingahelgi Íslands Síðasta reykingahelgin er runnin upp á veitinga- og skemmtistöðum landsins. Hópur veitingamanna í miðborg Reykjavíkur fór nýverið til Stokkhólms til að kynna sér lausnir þarlendra veitingamanna á reykingabanninu. 26.5.2007 18:30
Mikil hætta vegna kappakstur í Garðabæ Mikil hætta skapaðst á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ nú á þriðja tímanum þegar tveir ökumenn voru að spyrna skammt frá Olís. Hámarkshraði þar eru 80 km á klukkustund, en mennirnir voru báðir á 170 km hraða þegar þeir voru mældir. Um var að ræða karlmann um tvítugt, og annan á þrítugsaldri. Þeir voru stöðvaðir til móts við Stórás í Garðabæ og fluttir á svæðisstöðina í Hafnarfirði þar sem þeir voru sviptir ökuleyfi. 26.5.2007 14:53
Opið í Hlíðarfjalli um helgina Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið um helgina. Veður er hið besta, en hiti rétt við frostmark. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns eru um 100 manns í brekkunum í dag. Hann þakkar kuldakasti síðustu daga og vikna fyrir að hægt sé að hafa opið þessa helgi. 26.5.2007 13:20
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins Einn af vorboðunum sigldi inn Reykjavíkurhöfn í morgun. Það var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, MS Fram, sem liggur við Miðbakkann í dag. 26.5.2007 12:37
Kona sem greindist með berkla á batavegi Portúgölsk kona, starfsmaður á Kárahnjúkum sem greindist nýlega með berkla og var send á Landspítala Háskólasjúkrahús til nánari rannsókna er á batavegi að sögn vakthafandi læknis á smitsjúkdómadeild. 26.5.2007 12:22
Hvetur til að hvítasunna verði þjóðahátíð Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hvetur presta til að gera messu hvítasunnunnar að þjóðahátíð kirkjunnar. Þar verði útlendingum og aðkomufólki boðið að lesa texta Postulasögunnar á sínu eigin tungumáli. 26.5.2007 12:19
Ásókn í lóðir á Urriðaholti Tilboð bárust í allar þær fjörutíu og sjö lóðir sem opnað var fyrir í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Í boði voru lóðir undir fjölbýli, raðhús, parhús og sérbýli. Þar á meðal voru sex óvenju stórar einbýlishúsalóðir sem standa næst Urriðavatni og er heimilt að reisa allt að 900 fermetra hús á þeim. 26.5.2007 11:03
Hjólað 10,5 hringi í kringum hnöttinn Rösklega sexþúsund og fimm hundruð manns tóku þátt í fyrirtækjaleiknum Hjólað í vinnuna og voru farnir vel yfir 400 þúsund kílómetra - sem eru um 10,4 hringir í kringum jörðina. Tæplega tveir þriðju hjóluðu og þriðjungur gekk. Sigurvegararnar fengu sigurlaunin afhent í húsdýragarðinum í gær. Öll fyrri met voru slegin að þessu sinni. 26.5.2007 10:59
Jóhanna Vala er Ungfrú Ísland 2007 Jóhanna Vala Jónsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2007 á Broadway í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. Jóhanna er tvítug og býr í Reykjavík. Í öðru sæti hafnaði Katrín Dögg Sigurðardóttir, 21 árs frá Seltjarnarnesi. Ungfrú Reykjavík Fanney Lára Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti. Hún er tvítug og býr í Kópavogi. 26.5.2007 10:47
Kleppur 100 ára Í tilefni af aldarafmæli Kleppsspítala um helgina verður haldin viðamikil dagskrá á spítalanum í dag. Hún hefst klukkan ellefu með hugvekju séra Sigfinns Þorleifssonar. Að því loknu afhendir Reykjavíkurborg Kleppi listaverkið Pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson. 26.5.2007 10:30
Um 200 manns á leið á Hvannadalshnjúk Árleg Hvítasunnuganga Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnjúk stendur nú yfir. Um 200 manns eru á leið upp á þennan hæsta tind landsins í blíðskaparveðri. Ferðafélagar lögðu af stað klukkan fimm í morgun. Þeir áætla að verða níu tíma á leiðinni upp á topp og fimm tíma niður. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara er veður sérlega gott, blankandi logn, sól og hiti. 26.5.2007 09:57
Sætaskipan á ríkisstjórnarfundum ekki tilviljunum háð Á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar í dag sátu þau Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlið við hlið. Þetta mun hafa vakið þó nokkra athygli enda ekki langt síðan þau tvö börðust hart um völdin í Reykjavíkurborg. Þarna mun tilviljun ein þó ekki hafa ráðið. 25.5.2007 23:51
Kona í haldi fyrir stórfelld fjársvik Lögreglan í Reykjavík handtók í kvöld konu sem grunuð er um stórfelld fjársvik. Konan mun hafa tekið út af krítarkorti í óleyfi hátt í tvær milljónir króna. 25.5.2007 23:32
Tilboð í lóðir á Urriðaholti opnuð í dag Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar Urriðaholts í Garðabæ voru opnuð í dag. Alls stóðu til boða 47 lóðaeiningar fyrir 100 íbúðir og bárust tilboð í þær allar. Tilboðum var tekið í rúmlega helming lóðanna. Tilboð bárust í fimm óvenju stórar einbýlishúsalóðir en aðeins einu þeirra var tekið. 25.5.2007 23:06
Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák Héðinn Steingrímsson skákmaður er orðinn stórmeistari í skák. Héðinn teflir nú á Capo d’Orso mótinu og á hann eina skák eftir en á morgun mætir hann skoska stórmeistaranum Jonathan Rowson. Árangur héðins hingað til í mótinu, en hann er efstur með sjö vinninga, þýðir að skákin á morgun skiptir ekki höfuðmáli því stórmeistaranafnbótin er í höfn. 25.5.2007 21:54
Álverið í Helguvík: Fyrsta skóflustunga fyrir lok þessa árs Logan Kruger, forstjóri Century Aluminium álfyrirtækisins er bjartsýnn á framtíð álvers í Helguvík og segir að það verði eitt það umhverfisvænasta í heiminum. Páll Ketilsson,ritstjóri Víkurfrétta, hitti Logan að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um væntanlegt álver í Helguvík. 25.5.2007 21:00
Kristrún aðstoðar Ingibjörgu Kristrún Heimisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. Kristrún, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, er lögfræðingur að mennt og 35 ára gömul. 25.5.2007 20:32
Vatnsmeðferðir stundaðar í lækningaskyni fyrstu árin á Kleppi Fyrstu meðferðir fyrir geðfatlaða á Kleppi fyrir hundrað árum voru svokallaðar vatnsmeðferðir sem fólust í að setja sjúklingana í heit og köld böð í lækningaskyni. Þá voru sumir þeirra látnir lifa einungis á vatni í nokkrar vikur. Bylting varð í meðhöndlun geðfatlaðra þegar geðlyfin komu um miðja seinustu öld. 25.5.2007 19:38
Strandsiglingar hefjast Norðlendingar hafa ákveðið að hefja strandsiglingar hringinn í kringum landið. Siglt verður héðan til Danmerkur og Eystrasaltsríkjanna. Til þess hefur verið keypt rúmlega þrjú þúsund tonna fjölnota flutningaskip sem siglt verður hingað frá Lettlandi eftir helgi. 25.5.2007 19:30
Samverustundir foreldra og ungmenna besta vímuefnaforvörnin Vímuefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðasta áratug og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu, sem sækjast nú eftir því að kynnast íslenskum forvarnaraðferðum. Samverustundir ungmenna og foreldra, eftirlit með samkvæmum og skipulagt tómstundastarf eru lykillinn að velgengni Íslendinga í forvarnarmálum. 25.5.2007 19:13