Innlent

Ráðist á dyravörð í Reykjanesbæ

Æði rann á ölvaðan mann á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og veittist hann að barþjóni. Dyravörður kom honum til hjálpar og veitti hinn ölvaði harða mótspyrnu , þannig að dyravörðurinn hlaut áverka af, en þó ekki alvarlegan. Lögregla yfirbugaði manninn og vistaði hann í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×