Fleiri fréttir

Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr.

Greiða 50% hærra verð en kennarar

Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við.

Fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot á Akureyri í fyrra. Félagi hans, Kristján Halldór Jensson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, einnig fyrir líkamsárásir.

Vantar úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi

Breytingar á vændislögum auðvelda störf lögreglunnar í baráttunni gegn vændi, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Hann segir lögreglu þó vanta frekari úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi.

1200 hafa þegar kosið

Um tólfhundruð manns hafa þegar kosið í Hafnarfirði um stækkun álvers. Búist er við mikilli kosningaþátttöku á kjörstaði á morgun. Kosningabaráttan hefur verið hörð og má segja að hún hafi náð ákveðnu hámarki í dag þegar hópur grunnskólanema safnaðist saman í verslunarmiðstöðinni Firðinum til að mótmæla stækkuninni.

Breyting á deiliskipulagi

Fyrr í dag kom fram að samþykkt hafi verið á borgarstjórnarfundi í gær að rífa hús á Laugavegi og við Vatnsstíg. Við nánari athugun kom í ljós að um var ræða breytingu á deiliskipulagi sem þegar hafði verið samþykkt og full samstaða hefði verið um á síðasta kjörtímabili.

Icelandair áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Icelandair hefur verið sektað um hundrað og níutíu milljónir króna, af Samkeppniseftirlitinu, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Það telur að flugfélagið hafi notað hagnað, af sölu á dýrari fargjöldum, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Express. Icelandair hyggst áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Gott ál sem vinstri grænir nota í áróðursmerkin

Vinstri grænir, sem berjast hart gegn álframleiðslu, búa sjálfir til áróðursmerki fyrir kosningarnar úr þessum sama málmi. Áróðursmeistari flokksins segir að álið, sem þeir noti, sé gott ál, og sérinnflutt frá Bandaríkjunum.

Undirrita samning um réttindi fatlaðra

Ísland var í hópi þeirra þjóða sem undirrituðu í dag samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðbótarbókun samningsins. Harald Aspelund, varafastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd.

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa naugðað konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald mánudaginn 19. mars.

Ekki búið að yfirheyra mann vegna æðiskasts

Lögregla hefur ekki enn getað yfirheyrt karlmanninn sem fékk æðiskast við Miklubrautina í morgun og réðst meðal annars á aldraðan mann. Að sögn lögreglu er hann enn að sofa úr sér en hann var í annarlegu ástandi þegar æðið greip hann og þurfti sex lögreglumenn til að hemja hann.

Styðja starf Rauða krossins í Mósambík

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að styðja við starf Rauða krossins í Mósambík með þriggja milljóna króna framlagi vegna þeirra hörmunga sem dunið hafa yfir þar. Margir hafa misst heimili sín vegna flóða í mið- og suðurhluta landsins og sprengingar í gömlu vopnabúri ollu miklu tjóni.

Fjögurra ára fangelsi fyrir fjölda líkamsárása

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot. Þá var félagi mannsins, Kristján Halldór Jensson, dæmdur í tveggja ára fangelsi einnig fyrir líkamsárásir. Tveir aðrir menn voru ákærðir í sama máli og var öðrum þeirra ekki gerð refsing en hinn sýknaður.

Eftirlitið fellst á samruna Ísfélagsins og HÞ

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á kaup Ísfélags Vestmannaeyja á nær öllum hlutum í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Kaupin áttu sér stað í febrúar síðastliðnum og var samkeppnisyfirvöldum tilkynnt um það.

Icelandair sektað um 190 milljónir fyrir skaðlega undirverðlagningu

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Icelandair um 190 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína í áætlunarflugi á flugleiðunum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og Keflavíkur og London hins vegar.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að rota mann með hnefahöggi

Karlmaður á þrítugaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt mann í anditið þannig að hann rotaðist og hlaut heilahristing. Atvikið átti sér stað í Kringlunni í september í fyrra og játaði maðurinn á sig árásina.

Fagnaði 100 ára afmæli í gær

Þeim Íslendingum sem náð hafa hundrað ára aldri fjölgaði um einn í gær þegar Árný Þórðardóttir í Máseli á Fljótsdalshéraði náði þeim áfanga. Eftir því sem fram kemur á vef Fljótsdalshéraðs heimsótti bæjarstjórinn, Eiríkur Björn Björgvinsson, Árnýju og færði henni blóm í tilefni dagsins.

Hækkun olíuverðs hefur ekki skilað sér enn hér á landi

Olíuverð hélt áfram að hækka á heimsmarkaði í gær og væri bensínverð orðið nokkrum krónum hærra hér á landi en raunin er ef íslensku olíufélögin endurspegluðu sveiflur á heimsmarkaði, eins og dönsku olíufélögin gera til dæmis.

Sjálfstæðisflokkurinn gerir stofnun hers að kosningamáli

Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um tillögur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um 240 manna lið varalögreglu sem kynntar voru í gær. Hann kallar tillögurnar tindátaleik fyrir fullorðna.

Samkomulag um tillögu að samningi um vernd barna

Samkomulag náðist í morgun í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu.

Kynntu aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks

Samfylkingin kynnti í dag ítarlega aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á mikilvægi barnastefnu og vill Samfylkingin að málefni barna verði í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar.

Stafar meiri hætta af hvalveiðum en stóriðju

Íslenskri ferðaþjónustu stafar mun meiri hætta af hvalveiðum en stóriðjuuppbyggingu, segir forstjóri Icelandair. Ríkisstjórnir víða um heim mótmæla enn hvalveiðum Íslendinga.

Seðlabankinn hvetur til varfærni

Seðlabankinn telur að ef farið verði of geyst í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum geti það leitt til hærri verðbólgu og stýrivaxta og því brýnt að frekari uppbygging taki mið af því. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í morgun en varar við að áframhaldandi þensla geti þvingað bankann til vaxtahækkana. Stýrivextir eru nú 14,25 % og hafa verið það frá því í desember.

Nú get ég andað léttar

Formaður MND-félagsins á Íslandi fagnaði í dag áfangasigri í baráttunni fyrir vali fatlaðra til að lifa með hjálp öndunarvélar heima. Þeir sem þurfa á hjálp öndunarvélar að halda eiga nú kost á því að fá slíka þjónustu. Um tilraunaverkefni er að ræða sem nær til sex einstaklinga næstu tvö árin. Rúmlega fimm starfsmenn þarf til að sinna hverjum sjúklingi og kostnaður á ári er um 20 milljónir króna.

Vilja landnýtingaráætlun fyrir ferðaþjónustuna

Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í dag, var samþykkt áskorun á stjórnvöld um að vinna að landnýtingaráætlun með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Lagt var til að hún yrði með sama hætti og fyrirliggjandi tillaga á Alþingi um nýtingaráætlun og verndaráætlun fyrir auðlindir landsins til lands og sjávar. Jafnframt var sagt að nýting náttúruauðlinda til ferðaþjónustu sé mikilvæg og að undibúa þurfi fjárfestingu í innviðum og markaðsstarfi.

Mikil ábyrgð hvílir á dómendum

Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag.

Íhuga að stefna ríki vegna reykingabanns

Eigandi Ölstofunnar í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að leita úrræða fyrir þá viðskiptavini ríkissjóðs sem krárnar þjónusta. Það er að segja - reykingamenn. Reykingabann gengur í gildi eftir tvo mánuði og eigendur Ölstofunnar íhuga að stefna ríkinu fyrir skerðingu á atvinnuréttindum.

Krónikan hættir og seld til DV

Útgáfu Krónikunnar hefur verið hætt og var útgáfufélag hennar selt DV í dag. Ritstjóri og framkvæmdastjóri Krónikunnar hafa ráðið sig til DV. Tólf manns störfuðu hjá Krónikunni og hefur öllum starfsmönnum verið boðið starf hjá DV, en óvíst hve margir þiggja það.

10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf

Tíu gagnavistunarbú verða komin upp innan tveggja ára ef áætlanir Data Íslandía ganga eftir og tvö hundruð störf verða til. Áhugi stórfyrirtækja á borð við British Telecom á gagnavistun á hinu friðsæla Íslandi hefur tvíeflst eftir að upp komst um áætlanir Al Kaída um að lama internetið í Bretlandi.

Fram til baráttu fyrir aldraða og öryrkja

Baráttusamtökin segja ljóst að núverandi stórnarflokkar muni ekki bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega og ætla að beita sér fyrir að lágmarkslífeyrir verði 210 þúsund krónur á mánuði. Baráttusamtökin tilkynntu í morgun að þau muni bjóða fram í öllum kjördæmum í vor, en þau berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi Reykjavíkur.

Aðgerðir til að bæta stöðu barna

Samfylkingin hyggst beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi á næsta kjörtímabili, samkvæmt stefnu sem kynnt var í dag.

Vísir opnar kosningavef

Sérstakur vefur vegna Alþingiskosninganna 2007 hefur verið opnaður á hér á Vísi. Vefurinn er nýstárlegur á margan hátt. Notendur geta til dæmis spáð í spilin varðandi fylgi og þingmannafjölda einstakra framboða á gagnvirkan hátt miðað við kannanir eða eigin forsendur og séð niðurstöðurnar jafnóðum birtar með grafískum hætti.

Björn vill stofna 240 manna varalið lögreglu

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar sér að stofna 240 manna launað varalið lögreglu sem hægt yrði að kalla út þegar á þyrfti að halda. Þetta kom fram í erindi sem Björn hélt á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu.

Hugmyndakeppni um skipulagningu Vatnsmýrar hafin

Í dag hófst hugmyndakeppni um skipulag Vatnsmýrar. Keppnin er á vegum Reykjavíkurborgar. Hún er jafnframt alþjóðleg og fer fram í tveimur þrepum. Úrslit verða ljós í nóvember á þessu ári og gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg semji við einn eða fleiri vinningshafa um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu.

Aðalmeðferð Baugsmálsins lokið

Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu eftir að saksóknari og verjendur sakborninga höfðu flutt seinni ræður sínar í munnlegum málflutningi. Rúmar sex vikur eru síðan aðalmeðferðin hófst með skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hann er ákærður í 17 af 18 ákæruliðum. Kostnaður embættis saksóknara vegna sérfræðiaðstoðar er rúmar 55 milljónir og þá er ekki tekið tillit til launa setts saksóknara og aðstoðarmanna hans.

Forsetafrúin gekkst undir mikla aðgerð á þriðjudagskvöld

Dorrit Moussaieff forsetafrú slasaðist töluvert mikið á skíðum í Aspen í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands fór til Bandaríkjanna í gærdag og hefur fylgst náið með framvindu mála, en hann hittir eiginkonu sína í kvöld. Forsetafrúin lærbrotnaði og brákaði nokkur bein.

Upphæð kreditreiknings fáránleg

Brynjar Níelsson verjandi Jóns Geralds Sullenberger hélt lokaræðu sína nú rétt í þessu í Héraðsdómi. Hann sagði upphæð kreditreiknings frá Nordica upp á 62 milljónir króna fáránlega. Hún jafngilti nánast öllum viðskiptum Baugs og Nordica á árinu 2001. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan reikning.

Sakfelling þýði að Jón Ásgeir þurfi að hætta störfum fyrir Baug í þrjú ár

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar flutti lokaorð sín í Baugsmálinu nú rétt í þessu. Hann sagði að alþjóðleg greiningarfyrirtæki teldu meginverðmæti Baugs liggja í heilabúi Jóns Ásgeirs. Ásakanirnar í málinu væru mjög alvarlegar fyrir hann. Minnsta sakfelling yrði til þess að hann yrði að láta af stjórnarstörfum og sem forstjóri Baugs í þrjú ár. Gestur var þeirrar skoðunar að ekki gæti komið til sakfellingar. Það yrði hins vegar engin smá ákvörðun að sakfella Jón Ásgeir.

Króníkan hættir útgáfu

Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu vikublaðsins Króníkunni í núverandi mynd. Blaðið hóf göngu sína um miðjan febrúar. Fundur stendur nú yfir, þar sem starfsmönnum er tilkynnt þessi ákvörðun. Samkvæmt bloggsíðu Steíngríms S. Ólafssonar verður starfsfólkinu boðin vinna á DV.

Sjá næstu 50 fréttir