Fleiri fréttir Segir gögn sem sanni sakleysi ekki rannsökuð Jón Ásgeir Jóhannesson afhenti lögreglu í maí 2003 þrjár möppur með upplýsingum um bankareikninga Nordica. Þær áttu að renna stoðum undir framburð hans og Tryggva Jónssonar varðandi peningafjárhæðir sem runnu frá Baugi til Nordica. Gestur Jónsson gagnrýndi harðlega í Héraðsdómi í dag að þær hafi ekki verið rannsakaðar af lögreglu. Og að engin heildstæð rannsókn hafi farið fram á bókhaldi Nordica. 29.3.2007 12:27 Baráttusamtökin bjóða fram í öllum kjördæmum Nýtt framboðsafl, Baráttusamtökin, sem berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi borgarinnar, býður fram í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ein meginkrafan er að lágmarksbætur verði 210 þúsund krónur á mánuði. 29.3.2007 12:24 Nóg komið af uppbyggingu í Laugardal Íbúasamtök í Laugardal kalla eftir sterkum rökum frá yfirvöldum fyrir frekari uppbyggingu í dalnum. Þau telja nóg komið af byggingarframkvæmdum. Nú er fyrirhugað að byggja tvö fjölbýlishús á einum af fáum grænum blettum sem eftir eru í dalnum. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis-og útivistarhóp íbúasamtakanna. 29.3.2007 12:03 Hver eru lengstu fljót í heimi? Að mæla nákvæma lengd vatnsfalla er ekki alltaf eins einfalt og það kann að virðast í fyrstu. Þrír þættir skipta þar töluverðu máli: Hver skilgreind upptök vatnsfallsins eru, hvar það endar nákvæmlega og hversu nákvæm gögn eru notuð til þess að mæla fjarlægðina þar á milli. 29.3.2007 11:51 Lilja og Steinunn gefa íbúum Hofsóss sundlaug Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra langa sundlaug með tilheyrandi aðstöðu. Frá þessu er greint á forsíðu héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á norðurlandi vestra og kom út í dag. 29.3.2007 11:42 Náðu samkomulagi um aðstoð við flóttamenn í Darfur Yfirvöld í Súdan og Sameinuðu þjóðirnar skýrðu í dag frá samkomulagi sem að hefði náðst um að auðvelda aðgang hjálparsveita að flóttamönnum í Darfur héraði Súdan. Sagt var frá þessu á sama tíma og sérstakur yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, John Holmes, var á ferðalagi um flóttamannabúðir í Chad, nágrannaríki Súdan. Þar átti hann í viðræðum við ættbálkahöfðingja á svæðinu sem og fólk sem býr í búðunum. 28.3.2007 22:46 Tekinn á 148 kílómetra hraða Ökumaður var tekinn á 148 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan tíu í kvöld. Maðurinn var á leið upp brekkuna og út úr bænum. Lögregla segir að hann megi búast við 90 þúsund króna sekt og tveggja mánaða sviptingu á ökuréttindum en hámarkshraði í Ártúnsbrekkunni er 80 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var síðan tekinn í kvöld á 113 kílómetra hraða á 70 kílómetra svæði. Hann má búast við sektum. 28.3.2007 22:17 Spánverjar báru sigurorð af Íslendingum Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 28.3.2007 22:02 Markalaust eftir rúmlega hálftíma leik Enn er ekkert mark komið í leik Spánverja og Íslendinga sem fram fer við mjög erfiðar aðstæður á Mallorca. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í leiknum, en á 26. mínútu átti Ólafur Örn Bjarnason besta færi íslenska liðsins en skot hans eftir hornspyrnu fór framhjá spænska markinu. Vallaraðstæður eru skelfilegar vegna bleytu og á boltinn það til að stoppa í pollum sem myndast hafa á vellinum. 28.3.2007 20:34 Verður einn besti golfvöllur á landinu Miklar framkvæmdir eru að hefjast við golfvöllinn á Akureyri. Hann verður einn sá besti á landinu að loknum endurbótum, segja forráðamenn vallarins. 28.3.2007 20:15 Íslenskir karlmenn þeir fjölskylduvænstu í Evrópu Íslenskir karlmenn eru þeir fjölskylduvænstu í Evrópu, samkvæmt nýrri könnun. Fimmtungur kvenna er nú með hærri tekjur en eiginmenn þeirra. 28.3.2007 20:00 3000 miðar seldust á fyrstu klukkustundunum Þrjú þúsund miðar seldust á nokkrum klukkustundum á fyrstu tónleika Bjarkar á Íslandi í sex ár. Miðasalan hófst á hádegi og fór gífurlega vel af stað, segja tónleikahaldarar. Alls verða 5500 miðar seldir á tónleikana sem verða mánudaginn níunda apríl í Laugardalshöll. 28.3.2007 19:45 Fyrsti súrálsfarmurinn til Reyðarfjarðar í dag Fyrsti súrálsfarmurinn til nýs álvers á Reyðarfirði barst þangað í dag. Flutningaskipið, Pine Arrow, kom með þrjátíu og níu þúsund tonn af súráli frá Ástralíu. Tæp tvö tonn af súráli þarf til að framleiða tonn af áli, þannig að farmurinn í dag á eftir að verða að um tuttugu þúsund tonnum af áli. 28.3.2007 19:43 Mokveiði hjá línubátum í Grindavík Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel. Hafnarstjórinn í Grindavík segir þessa miklu veiði heldur óvenjulega miðað við fyrri ár. 28.3.2007 19:40 Sögðu ákæruvaldið ekki fylgja settum reglum Verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, sögðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ákæruvaldið hefði ekki fylgt reglum um sjálfstæði, hlutleysi og rannsóknarskyldu við rannsókn Baugsmálsins. 28.3.2007 19:38 Samkomulag næst á milli ríkisins og eigenda Wilson Muuga Samkomulag hefur tekist milli eigenda Wilson Muuga og ríkisins um að gerð verði tilraun til að koma skipinu af strandstað. Umhverfisráðherra segir að skoða þurfi siglingalög en er ánægður með lyktir málsins. 28.3.2007 19:32 Vinstri grænir í mikilli sókn í NV-kjördæmi Samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttastofu Stöðvar tvö, er Vinstri hreyfingin grænt framboð í mikilli sókn í Norðvesturkjördæmi og bætir við sig rúmum 12% frá síðustu kosningum. Aðrir flokkar tapa fylgi og Framsóknarflokkurinn mest, fer úr 22% fylgi í rúmlega 14%. 28.3.2007 18:48 Telja einkavæðingu hafa komið sér illa Meirihluti íbúa Norðvesturkjördæmis telur að einkavæðing ríkisfyrirtækja hafi komið sér illa fyrir landsbyggðina, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Stöð 2. 28.3.2007 18:33 Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við fyrirtæki sem formaður háskólaráðs á sterk ítök í. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. 28.3.2007 18:30 Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. 28.3.2007 18:15 Heilbrigðismálin verða aðalmálið Umhverfismál virðast ekki eins ofarlega í huga kjósenda og ætla mætti af umræðunni. Samkvæmt vefkönnun Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hér á vísir.is eru það heilbrigðismálin sem flestir vilja að verði aðalmál Alþingiskosninganna 12. maí næstkomandi. 28.3.2007 17:07 Ausandi rigning á Mallorca Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Landsliðið hefur nú endurheimt farangur sinn. Nítján töskur úr farangrinum fóru til Kanaríeyja í stað Mallorca. Rignt hefur hressilega á sólareyjunni í dag og ljóst að völlurinn verður vel blautur í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.00 28.3.2007 16:33 Auglýsir ekki eftir fleiri sakarefnum Jakob Möller sagði við málflutning í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag að hann teldi uppbyggingu ákæra um bókhaldsbrot óþægilega og átaksilla. Skrítið væri að ákæra fyrir bókhaldsbrot, en ekki brot á ársreikningum um leið. Hann væri þó ekki að auglýsa eftir fleiri sakarefnum, en saksóknari hefði ekki gefið skýringar á þessu. 28.3.2007 16:24 Nýjir loftferðasamningar undirritaðir Í dag voru undirritaðir í utanríkisráðuneytinu nýjir loftferðasamningar við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Í þeim felast rýmri heimildir til flugs frá þessum ríkjum til þriðju ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, Efta-ríkjanna og aðildarríkja sameiginlega evrópska flugsvæðisins. 28.3.2007 15:53 Settur saksóknari beitti Morfís-brögðum Settur saksóknari í Baugsmálinu beitti Morfís-brögðum og tók ekki tillit til hlutleysisskyldu sinnar í ræðu sinni í gær. Þetta sagði Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs þegar hann hóf málflutning sinn eftir hádegi í dag. Jakob tók undir orð Gests Jónssonar um bresti í rannsókn málsins og skort á sönnunargildi tölvupósta. 28.3.2007 15:22 Eitrunarleyfi gegn fuglum verði afturkallað Stjórn Fuglaverndar fer fram á að eitrunarleyfi sem Umhverfisstofnun veitti til að drepa á annað þúsund sílamáva, verði afturkallað. Leyfið var veitt til notkunar í grennd við þéttbýli Reykjavíkur og nágrennis. Notkun eiturefna til fugladráps hefur verið bönnuð hér lengi. Á sínum tíma varð hún næstum til að útrýma haferninum hér við land. 28.3.2007 14:36 Fyrsta súrálssendingin komin til Reyðarfjarðar Fyrsta sendingin af súráli kom til Reyðarfjarðar um hádegisbilið í dag. Þetta eru tímamót í starfsemi álvers Alcoa Fjarðaráls, en súrál er meginuppistaða hráefnis í áli. Nú styttist í að hið nýja álver taki til starfa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 39 þúsund tonn hafi komið til lands í dag með flutningaskipinu Pine Arrow. 28.3.2007 13:57 Handtekinn við að selja fíkniefni Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í gær við að selja karlmanni um tvítugt ætluð fíkniefni. Í bíl hans fundust efni sem talin eru vera 20 grömm af hassi og tíu grömm af maríjúana. Leitað var á heimili mannsins í framhaldinu og fundust þar 20 grömm af hassi til viðbótar. Báðir mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu en málið er að mestu upplýst. 28.3.2007 13:34 Mokveiði í Grindavík Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel. 28.3.2007 13:15 15 þúsund Íslendingar til útlanda um páskana Hátt í fimmtán þúsund Íslendingar fara utan yfir páskana með Icelandair og Iceland Express og fullbókað er til helstu áfangastaða þeirra út aprílmánuð. Hjá Icelandair eru Orlando, Kaupmannahöfn og Lundúnir vinsælustu staðirnir. 28.3.2007 12:56 Ný verslun í húsnæðinu við Holtagarða Verslunarhúsnæðið við Holtagarða, sem í röskan áratug var í sænsku fánalitum IKEA, gengur í endurnýjun lífdaga fyrir næstu jólavertíð. Þar verður tuttugu þúsund fermetra versluanakjarni með allt frá mat til húsgagna. 28.3.2007 12:54 Engin refsiheimild í lögum Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir refsiheimild ekki fyrir hendi í lögum sem ákæruliður um meintar ólöglegar lánveitingar byggir á. Máli olíuforstjóranna hafi verið vísað frá á þeim grundvelli að greinar samkeppnislaga væru ekki nógu skýrar um ábyrgð stjórnenda. Þá vill Gestur vill sýknu, ekki frávísun, vegna orða stjórnanda rannsóknarinnar um að málið hafi ekki verið rannsakað með tilliti til nauðsynlegra viðskipta. 28.3.2007 12:42 Enn þúsundir rúmmetra af drullu eftir flóð í desember Þúsundir rúmmetra af drullu liggja enn á landareign hjónanna í Grænuhlíð í Eyjafirði eftir skriðuföllin í desember. Þau gætu sjálf þurft að borga milljónakostnað við að hreinsa jörðina. 28.3.2007 12:30 Stjórnarformaður Nýsis gagnrýnir stjórn HR fyrir úthlutun á skólabyggingu í Vatnsmýri Stjórnarformaður fasteignafélagsins Nýsis gagnrýnir harðlega að stjórn Háskólans í Reykjavík skuli hafa samið við eignarhaldsfélagið Fasteignir um að það taki að sér byggingu, fjármögnun og eignarhald væntanlegra skólabygginga við Hlíðarfót í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 28.3.2007 12:01 Slysagildrum fækkað með koddum og eyrum Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2007 til endurbóta á stöðum í borginni þar sem slys eru tíð. Miðað er að því að stuðla að frekara öryggi á vástöðum með því að draga úr umferðarhraða með mismunandi tegundum hraðahindrana. 28.3.2007 11:56 Birgjar - veriði samkvæmir sjálfum ykkur Neytendasamtökin hvetja birgja til að vera sjálfum sér samkvæma og lækka verð á vörum sínum. Í byrjun árs hækkaði 31 birgir verð vegna slæmrar stöðu krónunnar. Frá áramótum hefur krónan styrkst og algengir erlendir gjaldmiðlar lækkað um fjögur til fimm prósent. Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð sín nú. 28.3.2007 11:10 Viðgerð lokið á heitavatnsæð í Hafnarfirði Viðgerð er lokið á heitavatnsæð við Öldugötu í Hafnarfirði, en þar varð vart við mikinn leka um kl. 16:00 í dag. Loka þurfti fyrir rennsli til byggða í Áslandshverfi, á Völlum og á Hvaleyrarholti á meðan unnið var að viðgerð. Hún gekk vel og var lokið um kl. 20:00. Fullur þrýstingur var kominn á núna fyrir stundu. 27.3.2007 22:42 Kosningabaráttan í Verzló kostar mikið Dæmi eru um að frambjóðendur í Verzlunarskóla Íslands eyði á annað hundrað þúsund króna í kosningabaráttu fyrir nemendakosningar. Forseti Nemendafélagsins segir baráttuna geta gengið alltof langt. Einn nemandi skólans sagðist ekki tíma að fara í framboð því kostnaðurinn væri of mikill. 27.3.2007 20:15 Ósátt við ráðstöfun fjármuna Framkvæmdasjóðs aldraðra Formaður félags eldri borgara í Reykjavík er ósáttur við að Framkvæmdasjóður aldraðra greiði fyrir tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir einnig miklu brýnna að nota fé sjóðsins í uppbyggingu hjúkrunar- og dagvistunarrýma en í upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða. 27.3.2007 20:00 Nýjar siglingaleiðir vegna hlýnunar í heiminum Bráðnun heimskautaíssins gæti skapað gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga. Þetta segir utanríkisráðherra en líkur eru á að nýjar siglingaleiðir séu að skapast undan ströndum Íslands. 27.3.2007 19:42 Sjóvá og Ístak skoða 2+2 Suðurlandsveg Sjóvá og Ístak hafa skoðað lausn sem byggir á 2+2 Suðurlandsvegi sem gæti flýtt framkvæmdum og gert það að verkum að tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss væri tilbúinn árið 2010. Þessi lausn byggir á nokkrum mislægum vegamótum og hringtorgum, 2,5 metra bili á bili akreina, upplýstri akstursleið og vegriði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá þeim í kvöld. 27.3.2007 19:24 Fyrsta verkið í Sundabraut boðið út Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir sundið milli Klepps og Gufuness eru að hefjast. Þetta er fyrsta verkefnið sem boðið er út vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. 27.3.2007 19:17 Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Tvö tonn til viðbótar neyddust þeir til að skilja eftir á línu í sjó. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni. 27.3.2007 18:52 Þróunarsjóður fyrir innflytjendur Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra kynnti í dag stofnun Þróunarsjóðs, sem mun styrkja verkefni til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Umsýsla sjóðsins verður í höndum Háskólaseturs á Ísafirði. 27.3.2007 18:47 Wilson Muuga dreginn á flot um miðjan maí Stefnt er að því að samningar um björgun Wilsons Muuga af strandstað við Hvalsnes verði undirritaðir í fyrramálið. Áætlun liggur fyrir um að draga flutningaskipið á flot á stórstraumsflóði þann 18. maí næstkomandi. 27.3.2007 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Segir gögn sem sanni sakleysi ekki rannsökuð Jón Ásgeir Jóhannesson afhenti lögreglu í maí 2003 þrjár möppur með upplýsingum um bankareikninga Nordica. Þær áttu að renna stoðum undir framburð hans og Tryggva Jónssonar varðandi peningafjárhæðir sem runnu frá Baugi til Nordica. Gestur Jónsson gagnrýndi harðlega í Héraðsdómi í dag að þær hafi ekki verið rannsakaðar af lögreglu. Og að engin heildstæð rannsókn hafi farið fram á bókhaldi Nordica. 29.3.2007 12:27
Baráttusamtökin bjóða fram í öllum kjördæmum Nýtt framboðsafl, Baráttusamtökin, sem berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi borgarinnar, býður fram í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Ein meginkrafan er að lágmarksbætur verði 210 þúsund krónur á mánuði. 29.3.2007 12:24
Nóg komið af uppbyggingu í Laugardal Íbúasamtök í Laugardal kalla eftir sterkum rökum frá yfirvöldum fyrir frekari uppbyggingu í dalnum. Þau telja nóg komið af byggingarframkvæmdum. Nú er fyrirhugað að byggja tvö fjölbýlishús á einum af fáum grænum blettum sem eftir eru í dalnum. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis-og útivistarhóp íbúasamtakanna. 29.3.2007 12:03
Hver eru lengstu fljót í heimi? Að mæla nákvæma lengd vatnsfalla er ekki alltaf eins einfalt og það kann að virðast í fyrstu. Þrír þættir skipta þar töluverðu máli: Hver skilgreind upptök vatnsfallsins eru, hvar það endar nákvæmlega og hversu nákvæm gögn eru notuð til þess að mæla fjarlægðina þar á milli. 29.3.2007 11:51
Lilja og Steinunn gefa íbúum Hofsóss sundlaug Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra langa sundlaug með tilheyrandi aðstöðu. Frá þessu er greint á forsíðu héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á norðurlandi vestra og kom út í dag. 29.3.2007 11:42
Náðu samkomulagi um aðstoð við flóttamenn í Darfur Yfirvöld í Súdan og Sameinuðu þjóðirnar skýrðu í dag frá samkomulagi sem að hefði náðst um að auðvelda aðgang hjálparsveita að flóttamönnum í Darfur héraði Súdan. Sagt var frá þessu á sama tíma og sérstakur yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, John Holmes, var á ferðalagi um flóttamannabúðir í Chad, nágrannaríki Súdan. Þar átti hann í viðræðum við ættbálkahöfðingja á svæðinu sem og fólk sem býr í búðunum. 28.3.2007 22:46
Tekinn á 148 kílómetra hraða Ökumaður var tekinn á 148 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan tíu í kvöld. Maðurinn var á leið upp brekkuna og út úr bænum. Lögregla segir að hann megi búast við 90 þúsund króna sekt og tveggja mánaða sviptingu á ökuréttindum en hámarkshraði í Ártúnsbrekkunni er 80 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður var síðan tekinn í kvöld á 113 kílómetra hraða á 70 kílómetra svæði. Hann má búast við sektum. 28.3.2007 22:17
Spánverjar báru sigurorð af Íslendingum Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 28.3.2007 22:02
Markalaust eftir rúmlega hálftíma leik Enn er ekkert mark komið í leik Spánverja og Íslendinga sem fram fer við mjög erfiðar aðstæður á Mallorca. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í leiknum, en á 26. mínútu átti Ólafur Örn Bjarnason besta færi íslenska liðsins en skot hans eftir hornspyrnu fór framhjá spænska markinu. Vallaraðstæður eru skelfilegar vegna bleytu og á boltinn það til að stoppa í pollum sem myndast hafa á vellinum. 28.3.2007 20:34
Verður einn besti golfvöllur á landinu Miklar framkvæmdir eru að hefjast við golfvöllinn á Akureyri. Hann verður einn sá besti á landinu að loknum endurbótum, segja forráðamenn vallarins. 28.3.2007 20:15
Íslenskir karlmenn þeir fjölskylduvænstu í Evrópu Íslenskir karlmenn eru þeir fjölskylduvænstu í Evrópu, samkvæmt nýrri könnun. Fimmtungur kvenna er nú með hærri tekjur en eiginmenn þeirra. 28.3.2007 20:00
3000 miðar seldust á fyrstu klukkustundunum Þrjú þúsund miðar seldust á nokkrum klukkustundum á fyrstu tónleika Bjarkar á Íslandi í sex ár. Miðasalan hófst á hádegi og fór gífurlega vel af stað, segja tónleikahaldarar. Alls verða 5500 miðar seldir á tónleikana sem verða mánudaginn níunda apríl í Laugardalshöll. 28.3.2007 19:45
Fyrsti súrálsfarmurinn til Reyðarfjarðar í dag Fyrsti súrálsfarmurinn til nýs álvers á Reyðarfirði barst þangað í dag. Flutningaskipið, Pine Arrow, kom með þrjátíu og níu þúsund tonn af súráli frá Ástralíu. Tæp tvö tonn af súráli þarf til að framleiða tonn af áli, þannig að farmurinn í dag á eftir að verða að um tuttugu þúsund tonnum af áli. 28.3.2007 19:43
Mokveiði hjá línubátum í Grindavík Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel. Hafnarstjórinn í Grindavík segir þessa miklu veiði heldur óvenjulega miðað við fyrri ár. 28.3.2007 19:40
Sögðu ákæruvaldið ekki fylgja settum reglum Verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, sögðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ákæruvaldið hefði ekki fylgt reglum um sjálfstæði, hlutleysi og rannsóknarskyldu við rannsókn Baugsmálsins. 28.3.2007 19:38
Samkomulag næst á milli ríkisins og eigenda Wilson Muuga Samkomulag hefur tekist milli eigenda Wilson Muuga og ríkisins um að gerð verði tilraun til að koma skipinu af strandstað. Umhverfisráðherra segir að skoða þurfi siglingalög en er ánægður með lyktir málsins. 28.3.2007 19:32
Vinstri grænir í mikilli sókn í NV-kjördæmi Samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttastofu Stöðvar tvö, er Vinstri hreyfingin grænt framboð í mikilli sókn í Norðvesturkjördæmi og bætir við sig rúmum 12% frá síðustu kosningum. Aðrir flokkar tapa fylgi og Framsóknarflokkurinn mest, fer úr 22% fylgi í rúmlega 14%. 28.3.2007 18:48
Telja einkavæðingu hafa komið sér illa Meirihluti íbúa Norðvesturkjördæmis telur að einkavæðing ríkisfyrirtækja hafi komið sér illa fyrir landsbyggðina, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Stöð 2. 28.3.2007 18:33
Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við fyrirtæki sem formaður háskólaráðs á sterk ítök í. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. 28.3.2007 18:30
Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. 28.3.2007 18:15
Heilbrigðismálin verða aðalmálið Umhverfismál virðast ekki eins ofarlega í huga kjósenda og ætla mætti af umræðunni. Samkvæmt vefkönnun Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hér á vísir.is eru það heilbrigðismálin sem flestir vilja að verði aðalmál Alþingiskosninganna 12. maí næstkomandi. 28.3.2007 17:07
Ausandi rigning á Mallorca Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Landsliðið hefur nú endurheimt farangur sinn. Nítján töskur úr farangrinum fóru til Kanaríeyja í stað Mallorca. Rignt hefur hressilega á sólareyjunni í dag og ljóst að völlurinn verður vel blautur í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.00 28.3.2007 16:33
Auglýsir ekki eftir fleiri sakarefnum Jakob Möller sagði við málflutning í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag að hann teldi uppbyggingu ákæra um bókhaldsbrot óþægilega og átaksilla. Skrítið væri að ákæra fyrir bókhaldsbrot, en ekki brot á ársreikningum um leið. Hann væri þó ekki að auglýsa eftir fleiri sakarefnum, en saksóknari hefði ekki gefið skýringar á þessu. 28.3.2007 16:24
Nýjir loftferðasamningar undirritaðir Í dag voru undirritaðir í utanríkisráðuneytinu nýjir loftferðasamningar við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Í þeim felast rýmri heimildir til flugs frá þessum ríkjum til þriðju ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, Efta-ríkjanna og aðildarríkja sameiginlega evrópska flugsvæðisins. 28.3.2007 15:53
Settur saksóknari beitti Morfís-brögðum Settur saksóknari í Baugsmálinu beitti Morfís-brögðum og tók ekki tillit til hlutleysisskyldu sinnar í ræðu sinni í gær. Þetta sagði Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs þegar hann hóf málflutning sinn eftir hádegi í dag. Jakob tók undir orð Gests Jónssonar um bresti í rannsókn málsins og skort á sönnunargildi tölvupósta. 28.3.2007 15:22
Eitrunarleyfi gegn fuglum verði afturkallað Stjórn Fuglaverndar fer fram á að eitrunarleyfi sem Umhverfisstofnun veitti til að drepa á annað þúsund sílamáva, verði afturkallað. Leyfið var veitt til notkunar í grennd við þéttbýli Reykjavíkur og nágrennis. Notkun eiturefna til fugladráps hefur verið bönnuð hér lengi. Á sínum tíma varð hún næstum til að útrýma haferninum hér við land. 28.3.2007 14:36
Fyrsta súrálssendingin komin til Reyðarfjarðar Fyrsta sendingin af súráli kom til Reyðarfjarðar um hádegisbilið í dag. Þetta eru tímamót í starfsemi álvers Alcoa Fjarðaráls, en súrál er meginuppistaða hráefnis í áli. Nú styttist í að hið nýja álver taki til starfa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 39 þúsund tonn hafi komið til lands í dag með flutningaskipinu Pine Arrow. 28.3.2007 13:57
Handtekinn við að selja fíkniefni Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í gær við að selja karlmanni um tvítugt ætluð fíkniefni. Í bíl hans fundust efni sem talin eru vera 20 grömm af hassi og tíu grömm af maríjúana. Leitað var á heimili mannsins í framhaldinu og fundust þar 20 grömm af hassi til viðbótar. Báðir mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu en málið er að mestu upplýst. 28.3.2007 13:34
Mokveiði í Grindavík Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel. 28.3.2007 13:15
15 þúsund Íslendingar til útlanda um páskana Hátt í fimmtán þúsund Íslendingar fara utan yfir páskana með Icelandair og Iceland Express og fullbókað er til helstu áfangastaða þeirra út aprílmánuð. Hjá Icelandair eru Orlando, Kaupmannahöfn og Lundúnir vinsælustu staðirnir. 28.3.2007 12:56
Ný verslun í húsnæðinu við Holtagarða Verslunarhúsnæðið við Holtagarða, sem í röskan áratug var í sænsku fánalitum IKEA, gengur í endurnýjun lífdaga fyrir næstu jólavertíð. Þar verður tuttugu þúsund fermetra versluanakjarni með allt frá mat til húsgagna. 28.3.2007 12:54
Engin refsiheimild í lögum Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir refsiheimild ekki fyrir hendi í lögum sem ákæruliður um meintar ólöglegar lánveitingar byggir á. Máli olíuforstjóranna hafi verið vísað frá á þeim grundvelli að greinar samkeppnislaga væru ekki nógu skýrar um ábyrgð stjórnenda. Þá vill Gestur vill sýknu, ekki frávísun, vegna orða stjórnanda rannsóknarinnar um að málið hafi ekki verið rannsakað með tilliti til nauðsynlegra viðskipta. 28.3.2007 12:42
Enn þúsundir rúmmetra af drullu eftir flóð í desember Þúsundir rúmmetra af drullu liggja enn á landareign hjónanna í Grænuhlíð í Eyjafirði eftir skriðuföllin í desember. Þau gætu sjálf þurft að borga milljónakostnað við að hreinsa jörðina. 28.3.2007 12:30
Stjórnarformaður Nýsis gagnrýnir stjórn HR fyrir úthlutun á skólabyggingu í Vatnsmýri Stjórnarformaður fasteignafélagsins Nýsis gagnrýnir harðlega að stjórn Háskólans í Reykjavík skuli hafa samið við eignarhaldsfélagið Fasteignir um að það taki að sér byggingu, fjármögnun og eignarhald væntanlegra skólabygginga við Hlíðarfót í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 28.3.2007 12:01
Slysagildrum fækkað með koddum og eyrum Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2007 til endurbóta á stöðum í borginni þar sem slys eru tíð. Miðað er að því að stuðla að frekara öryggi á vástöðum með því að draga úr umferðarhraða með mismunandi tegundum hraðahindrana. 28.3.2007 11:56
Birgjar - veriði samkvæmir sjálfum ykkur Neytendasamtökin hvetja birgja til að vera sjálfum sér samkvæma og lækka verð á vörum sínum. Í byrjun árs hækkaði 31 birgir verð vegna slæmrar stöðu krónunnar. Frá áramótum hefur krónan styrkst og algengir erlendir gjaldmiðlar lækkað um fjögur til fimm prósent. Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð sín nú. 28.3.2007 11:10
Viðgerð lokið á heitavatnsæð í Hafnarfirði Viðgerð er lokið á heitavatnsæð við Öldugötu í Hafnarfirði, en þar varð vart við mikinn leka um kl. 16:00 í dag. Loka þurfti fyrir rennsli til byggða í Áslandshverfi, á Völlum og á Hvaleyrarholti á meðan unnið var að viðgerð. Hún gekk vel og var lokið um kl. 20:00. Fullur þrýstingur var kominn á núna fyrir stundu. 27.3.2007 22:42
Kosningabaráttan í Verzló kostar mikið Dæmi eru um að frambjóðendur í Verzlunarskóla Íslands eyði á annað hundrað þúsund króna í kosningabaráttu fyrir nemendakosningar. Forseti Nemendafélagsins segir baráttuna geta gengið alltof langt. Einn nemandi skólans sagðist ekki tíma að fara í framboð því kostnaðurinn væri of mikill. 27.3.2007 20:15
Ósátt við ráðstöfun fjármuna Framkvæmdasjóðs aldraðra Formaður félags eldri borgara í Reykjavík er ósáttur við að Framkvæmdasjóður aldraðra greiði fyrir tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir einnig miklu brýnna að nota fé sjóðsins í uppbyggingu hjúkrunar- og dagvistunarrýma en í upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða. 27.3.2007 20:00
Nýjar siglingaleiðir vegna hlýnunar í heiminum Bráðnun heimskautaíssins gæti skapað gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga. Þetta segir utanríkisráðherra en líkur eru á að nýjar siglingaleiðir séu að skapast undan ströndum Íslands. 27.3.2007 19:42
Sjóvá og Ístak skoða 2+2 Suðurlandsveg Sjóvá og Ístak hafa skoðað lausn sem byggir á 2+2 Suðurlandsvegi sem gæti flýtt framkvæmdum og gert það að verkum að tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss væri tilbúinn árið 2010. Þessi lausn byggir á nokkrum mislægum vegamótum og hringtorgum, 2,5 metra bili á bili akreina, upplýstri akstursleið og vegriði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá þeim í kvöld. 27.3.2007 19:24
Fyrsta verkið í Sundabraut boðið út Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir sundið milli Klepps og Gufuness eru að hefjast. Þetta er fyrsta verkefnið sem boðið er út vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. 27.3.2007 19:17
Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Tvö tonn til viðbótar neyddust þeir til að skilja eftir á línu í sjó. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni. 27.3.2007 18:52
Þróunarsjóður fyrir innflytjendur Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra kynnti í dag stofnun Þróunarsjóðs, sem mun styrkja verkefni til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Umsýsla sjóðsins verður í höndum Háskólaseturs á Ísafirði. 27.3.2007 18:47
Wilson Muuga dreginn á flot um miðjan maí Stefnt er að því að samningar um björgun Wilsons Muuga af strandstað við Hvalsnes verði undirritaðir í fyrramálið. Áætlun liggur fyrir um að draga flutningaskipið á flot á stórstraumsflóði þann 18. maí næstkomandi. 27.3.2007 18:45