Fleiri fréttir Þjóðminjasafnið safnar upplýsingum um skipasmíðar Þjóðminjasafn Íslands hyggst á næstunni safna upplýsingum um skipasmíðar vegna þess að greinin á nú mjög undir högg að sækja hér á landi. Eftir því sem segir í tilkynningu frá safninu hefur það sent út spurningaskrá um skipasmíðar til tréskipasmiða og járnskipasmiða um allt land. 22.3.2007 11:18 Vatnselgur í vesturbænum Töluvert af sjó flæddi yfir varnargarða við Ánanaust um klukkan níu í kvöld. Mikill vatnselgur var á hringtorginu fyrir framan JL-Húsið svokallaða. Menn frá Reykjavíkurborg komu síðan á staðinn og sinntu hreinsunarstörfum. Vegagerðin hafði varað við því að niðurföll myndu hugsanlega ekki anna vatnselgnum þar sem enn gæti verið frosið í þeim. 21.3.2007 22:25 Háskólinn á Akureyri opnar nýja heimasíðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 21. mars. Heimasíðan er forrituð af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í vefumsjónarkerfið Moya. Útlitshönnuður síðunnar er Þormóður Aðalbjarnarson hjá auglýsingastofunni Stíl á Akureyri. 21.3.2007 20:13 Kona lést í árekstri Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll skullu saman rétt austan við Hveragerði um hádegisbil í dag. Þetta er annað banaslysið í umferðinni í ár. 21.3.2007 20:00 Sláandi að flytja konur inn til að spjalla Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur Kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í 30 konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. 21.3.2007 19:34 Jón Steinar segist engar siðareglur hafa brotið Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur Lögmannafélags Íslands. Jón Steinar vann lögmannsstörf fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, sambýliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og tók svo að sér málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger gegn Baugi. 21.3.2007 19:00 Brasilíufangi fær 3 ára dóm Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðsson, var í fyrradag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Brasilíu fyrir tilraun til kókaínsmygls. Hann hefur setið í haldi og beðið dóms í tíu mánuði. Dómurinn þykir vægur en fyrirfram átti hann sjálfur von á allt að tuttugu ára fangelsi. 21.3.2007 18:59 Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar - verður haldin í fjórða sinn á Ísafirði um páskahelgina. Helstu breytingar frá hátíðarhöldunum í fyrra eru að þær að atriðum hefur fjölgað um nær helming og munu nú spanna tvo daga. 21.3.2007 18:57 Enginn munur á tá og tönn Ríkið þyrfti að rúmlega fjórfalda fjárframlög til tannheilsu barna til að verja sama hlutfalli til málaflokksins og fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta myndi þýða útgjaldaaukningu uppá meira en einn og hálfan milljarð á ári. Dósent í barnatannlækningum segir að engin rök séu fyrir því, í velferðarsamfélagi, að gera greinarmun á tá og tönn. 21.3.2007 18:55 Boðnar 20 milljónir króna í flýtibónus fyrir Ísafjarðarleið Uppbygging nýs vegar um Tröllatunguheiði, á næstu tveimur árum, styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fjörutíu kílómetra. Takist að opna veginn ári fyrr, eða fyrir 1. september á næsta ári, fær verktakinn tuttugu milljónir króna í flýtibónus. 21.3.2007 18:54 Barnabætur hækka um fjórðung Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna. 21.3.2007 18:52 Garðabær er draumasveitarfélag Íslands Garðabær er besta sveitarfélag Íslands samkvæmt könnun tímaritsins Vísbendingar. Fast á hæla þess kemur Seltjarnarnes, en Reykjavík er í 15. sæti, með fimm stig. Efstu sveitarfélögin tvö skera sig nokkuð úr í stigagjöf og eru þau einu sem hljóta fyrstu einkunn. Garðabær með 8,3 stig og Seltjarnarnes með 7,9 stig. 21.3.2007 17:10 Útafakstur á Álftanesvegi Rétt fyrir klukkan þrjú keyrði fólksbíll út af Álftanesvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin að koma af Garðarholtsafleggjaranum sem er um 300 metra frá Bessastöðum. Orsakir þess að ökumaðurinn keyrði beint yfir veginn og út af hinum megin eru ókunnar. Hann var einn í bílnum og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. 21.3.2007 16:46 Í gæsluvarðahaldi grunaður um nauðgun og líkamsárás Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður um að hafa nauðgað sambýliskonu sinni, svipt hana frelsi og gengið í skrokk á henni. 21.3.2007 16:36 Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum Tvö stór skörð voru í dag höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni EM á miðvikudaginn í næstu viku. Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson geta ekki tekið þátt í leiknum. 21.3.2007 16:16 Hreinn vill vita hvað Jón Steinar hefur að fela Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, spyr í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér hvað Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hefur að fela í Baugsmálinu. Skeytin halda áfram að ganga á milli þátttakenda í Baugsmálinu. 21.3.2007 15:55 Skýrsla um umferðarslys kynnt Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2006 verður kynnt á fundi í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn í flugskýli Landhelgisgæslunnar í Nauthólsvík. Talsverð fjölgun varð bæði á banaslysum og slysum almennt í umferðinni á síðasta ári. Farið verður yfir niðurstöður skýrslunnar og úrræði sem hægt er að grípa til. 21.3.2007 14:57 Banaslys í Ölfusi - Suðurlandsvegur opinn á ný Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll rákust saman á rétt austanvið Hveragerði í hádeginu. Konan var ein í bíl sínum og var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Bílarnir komu hvor úr sinni áttinni. Flytja þurfti ökumann vörubílsins á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. 21.3.2007 14:48 Óveður á heiðum norðanlands Óveður er á Holtavörðuheið og á Öxnadalsheið, þar er ekkert ferðaveður, að sögn vegagerðarinnar. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku. Varað er við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og á Óshlíð. Vegagerðin biður vegfarendur um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. 21.3.2007 14:41 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi á Reyðarfirði Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Hjallanesi við Reyðarfjörð á mánudaginn hét Þórhallur Jónsson. Hann var fæddur árið 1933. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. 21.3.2007 14:32 Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfinu Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfi okkar og það yrði jákvæð þróun að færa rekstur þeirra til sveitarfélaganna. Þetta segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann veltir upp tillögu um að lengja skólaskyldualdur í 18 ár. Enn fremur fagnar hann ákvörðun sjálfstæðismanna um tilraunaverkefni með rekstur framhaldsskóla. 21.3.2007 14:31 Mál Jónasar Garðarssonar tekið fyrir í Hæstarétti í næsta mánuði Mál Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, verður tekið fyrir í Hæstarétti Íslands 20. apríl næstkomandi. Jónas var í byrjun júní á síðasta ári dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 21.3.2007 14:13 Jarðskorpan horfin fyrir sunnan Ísland Skorpa jarðar er horfin á mörgþúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum, suður af Íslandi. Vísindamenn kunna enga skýringu á þessu fyrirbæri. Jarðskorpan á hafsbotni er yfirleitt um átta kílómetra þykk. Á umræddu svæði er nú opið niður í kviku og vísindamenn lýsa þessu sem risastóru opnu sári á jörðinni. Breskir vísindamenn eru nú í leiðangri til þess að kanna þetta sár. 21.3.2007 14:10 X-Factor gegn kynþáttamisrétti í Smáralind Í dag er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Að því tilefni standa nokkur samtök á Íslandi fyrir skemmtun í Smáralind klukkan 17. Þátttakendur í X-Factor koma fram og boðið verður upp á fjölmenningarspjall, sælgæti og barmmerki. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem létust í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. 21.3.2007 13:55 Alvarlegt slys lokar Suðurlandsvegi austan Hveragerðis Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Hveragerði í hádeginu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er búið að loka Suðurlandsvegi í báðar áttir við Kotströnd. Um er að ræða árekstur jeppa og flutningabíls sem fóru framan á hvorn annan. 21.3.2007 13:10 Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fjörutíu kílómetra með nýjum vegi um Tröllatunguheiði, sem lagður verður á næstu tveimur árum. Tilboð í vegagerðina voru opnuð í gær og var lægsta boð upp á 660 milljónir króna. 21.3.2007 12:30 Skrautlegar skýringar sannfærðu ekki Hérðsdóm Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnamisferli í Vestmannaeyjum fyrir rúmu ári. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands þrátt fyrir skrautlegar skýringar á sakleysi sínu. Við húsleit áramótin 2005/2006 fann lögregla 12 hundruð grömm af kannabisefnum. 21.3.2007 12:23 Lögreglumenn ánægðir með lagabreytingar Landssamband lögreglumanna lýsir yfir ánægju með lagabreytingar sem fela í sér aukna refsivernd lögreglu. Breytingarnar voru nýlega samþykktar á Alþingi. Lögreglumenn telja um mikilvægt skerf að ræða í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. 21.3.2007 12:11 Íslendingar í grænum orkuvanda Íslendingar eru sagðir standa frammi fyrir grænum orkuvanda á heimasíðu BBC í dag. Fréttin er í fimmta sæti yfir mest sendu fréttir dagsins. Þar fjallar Richard Hollingham fréttamaður BBC4 útvarpsstöðvarinnar um kosti og galla þess að virkja landið. Áhuga Íslendinga á að hagnast á endurnýjanlegri orku og mótmælum gagnrýnenda. 21.3.2007 12:00 40 prósent óánægðir með hvalveiðar Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup segjast 40 prósent óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar í hagnaðarskyni. Átján prósent taka ekki afstöðu, en 42 prósent segjast ánægð með ákvörðunina. Munur á fylkingunum er innan skekkjumarka. 21.3.2007 11:16 Sólborgin að bryggju um ellefuleytið Vel gengur að koma dragnótarbátnum Sólborgu RE-270 til hafnar en líklega verður hún dregin í vesturhöfnina í Reykjavík um ellefuleytið í kvöld. Að sögn aðalvarðstjóra Landhelgisgæslunnar hefur ferðin sóst vel. Eftir að komið var í garðsjóinn og inn í Faxaflóann róaðist um og vindáttin hafði minni áhrif á ferðina. Sem stendur eru Týr og Sólborg stödd norður af Gróttu. 20.3.2007 22:36 Kristinn í 2. sæti á lista Frjálslyndra í NV-kjördæmi Frjálslyndi flokkurinn tilkynnti nú í kvöld hvernig framboðslisti þeirra í Norðvesturkjördæmi verður skipaður fyrir alþingiskosningarnar í maí. Efstur á lista er Guðjón A. Kristjánsson en annað sætið fær Kristinn H. Gunnarsson sem nýlega gekk til liðs við flokkinn eftir að hafa gengið úr röðum Framsóknarmanna. 20.3.2007 20:50 Varað við snjóflóðahættu í Skutulsfirði og við Óshlíð Vegagerðin varar við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og við Óshlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. Á Vestfjörðum er annars víða hálka. Þá er Eyrarfjall ófært. 20.3.2007 20:11 Nýtt félag stofnað um rekstur fjarskiptanets Símans Skipti hf. sem á og rekur Símann hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Mílu, um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Í tilkynningu um nýja félagið segir, að aðskilnaður fjarskiptanetsins frá annarri starfsemi Símans sé liður í þeirri stefnu eigenda Skipta hf. að bæði fyrirtækin geti enn betur sinnt þjónustuhlutverki sínu. 20.3.2007 19:46 Neyddist til lendingar á Keflavíkurflugvelli Bandarísk Herkúles herflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna bilunar í vökvakerfi vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum rétt fyrir hálfsjö í kvöld. 20.3.2007 19:15 Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. 20.3.2007 19:13 Heilsan á að njóta vafans Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. 20.3.2007 18:59 Morfínfíklum fækkað um helming Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. 20.3.2007 18:52 Stytta af Jaka í Breiðholti Lagt hefur verið til að reist verði stytta af verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni, - Gvendi Jaka - í Breiðholti. Með staðsetningunni er vísað til þess að hann var einn þeirra manna sem stuðlaði að þeim miklu umbótum í húsnæðismálum sem fólust í uppbyggingu Breiðholtsins. 20.3.2007 18:32 Umhverfisráðherra undirritar sáttmála Framtíðarlandsins Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, hefur skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins, fyrst stjórnarþingmanna. Á fjórða þúsund höfðu nú síðdegis undirritað sáttmálann. 20.3.2007 18:30 Borgin kynnir þriggja ára áætlun Borgarstjórnarmeirihlutinn stefnir að því að stórauka tekjur borgarinnar á næstu árum með íbúafjölgun og hagræðingu. Kynnt voru í dag áform í rekstri borgarinnar á næstu þremur árum en lykillinn að fjölgun er stóraukið lóðaframboð. 20.3.2007 18:29 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi til ellefta maí yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á nærri fjórum kílóum af kókaíni. Mennirnir hafa verið í haldi síðan áttunda febrúar. Fíkniefnin voru falin í bifreið sem flutt var frá Þýskalandi en tollgæsla fann þau áður en þeirra var vitjað og skipti þeim út fyrir gerviefni. 20.3.2007 18:24 Bílar fuku víða útaf og rýma þurfti hús á Vestfjörðum Skjólborð af vörubíl fauk framan á tvo bíla á Reykjanesbraut og rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk út af Suðurlandsvegi. Í Bolungarvík voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu. 20.3.2007 18:17 Ingibjörg ítrekar framburð sinn Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrekar að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sagt henni að ýmsir aðilar hafi þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds. Jón Steinar hafði í gær sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fullyrðingar Ingibjargar við yfirheyrslu í Hæstarétti ekki sannar. 20.3.2007 17:59 Varðskip með Sólborgu í togi Varðskip Landhelgisgæslunnar nú á leið til Reykjavíkur með Sólborgu RE-270, 115 tonna dragnótarbát, í togi. Báturinn varð vélarvana á Sandvík við Reykjanes um tvöleytið í dag. Ekki er búist við að komið verði til Reykjavíkur fyrr en seint í kvöld. 20.3.2007 17:19 Sjá næstu 50 fréttir
Þjóðminjasafnið safnar upplýsingum um skipasmíðar Þjóðminjasafn Íslands hyggst á næstunni safna upplýsingum um skipasmíðar vegna þess að greinin á nú mjög undir högg að sækja hér á landi. Eftir því sem segir í tilkynningu frá safninu hefur það sent út spurningaskrá um skipasmíðar til tréskipasmiða og járnskipasmiða um allt land. 22.3.2007 11:18
Vatnselgur í vesturbænum Töluvert af sjó flæddi yfir varnargarða við Ánanaust um klukkan níu í kvöld. Mikill vatnselgur var á hringtorginu fyrir framan JL-Húsið svokallaða. Menn frá Reykjavíkurborg komu síðan á staðinn og sinntu hreinsunarstörfum. Vegagerðin hafði varað við því að niðurföll myndu hugsanlega ekki anna vatnselgnum þar sem enn gæti verið frosið í þeim. 21.3.2007 22:25
Háskólinn á Akureyri opnar nýja heimasíðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 21. mars. Heimasíðan er forrituð af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í vefumsjónarkerfið Moya. Útlitshönnuður síðunnar er Þormóður Aðalbjarnarson hjá auglýsingastofunni Stíl á Akureyri. 21.3.2007 20:13
Kona lést í árekstri Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll skullu saman rétt austan við Hveragerði um hádegisbil í dag. Þetta er annað banaslysið í umferðinni í ár. 21.3.2007 20:00
Sláandi að flytja konur inn til að spjalla Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur Kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í 30 konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. 21.3.2007 19:34
Jón Steinar segist engar siðareglur hafa brotið Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur Lögmannafélags Íslands. Jón Steinar vann lögmannsstörf fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, sambýliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og tók svo að sér málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger gegn Baugi. 21.3.2007 19:00
Brasilíufangi fær 3 ára dóm Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðsson, var í fyrradag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Brasilíu fyrir tilraun til kókaínsmygls. Hann hefur setið í haldi og beðið dóms í tíu mánuði. Dómurinn þykir vægur en fyrirfram átti hann sjálfur von á allt að tuttugu ára fangelsi. 21.3.2007 18:59
Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar - verður haldin í fjórða sinn á Ísafirði um páskahelgina. Helstu breytingar frá hátíðarhöldunum í fyrra eru að þær að atriðum hefur fjölgað um nær helming og munu nú spanna tvo daga. 21.3.2007 18:57
Enginn munur á tá og tönn Ríkið þyrfti að rúmlega fjórfalda fjárframlög til tannheilsu barna til að verja sama hlutfalli til málaflokksins og fyrir hálfum öðrum áratug. Þetta myndi þýða útgjaldaaukningu uppá meira en einn og hálfan milljarð á ári. Dósent í barnatannlækningum segir að engin rök séu fyrir því, í velferðarsamfélagi, að gera greinarmun á tá og tönn. 21.3.2007 18:55
Boðnar 20 milljónir króna í flýtibónus fyrir Ísafjarðarleið Uppbygging nýs vegar um Tröllatunguheiði, á næstu tveimur árum, styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fjörutíu kílómetra. Takist að opna veginn ári fyrr, eða fyrir 1. september á næsta ári, fær verktakinn tuttugu milljónir króna í flýtibónus. 21.3.2007 18:54
Barnabætur hækka um fjórðung Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna. 21.3.2007 18:52
Garðabær er draumasveitarfélag Íslands Garðabær er besta sveitarfélag Íslands samkvæmt könnun tímaritsins Vísbendingar. Fast á hæla þess kemur Seltjarnarnes, en Reykjavík er í 15. sæti, með fimm stig. Efstu sveitarfélögin tvö skera sig nokkuð úr í stigagjöf og eru þau einu sem hljóta fyrstu einkunn. Garðabær með 8,3 stig og Seltjarnarnes með 7,9 stig. 21.3.2007 17:10
Útafakstur á Álftanesvegi Rétt fyrir klukkan þrjú keyrði fólksbíll út af Álftanesvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin að koma af Garðarholtsafleggjaranum sem er um 300 metra frá Bessastöðum. Orsakir þess að ökumaðurinn keyrði beint yfir veginn og út af hinum megin eru ókunnar. Hann var einn í bílnum og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. 21.3.2007 16:46
Í gæsluvarðahaldi grunaður um nauðgun og líkamsárás Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður um að hafa nauðgað sambýliskonu sinni, svipt hana frelsi og gengið í skrokk á henni. 21.3.2007 16:36
Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum Tvö stór skörð voru í dag höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni EM á miðvikudaginn í næstu viku. Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson geta ekki tekið þátt í leiknum. 21.3.2007 16:16
Hreinn vill vita hvað Jón Steinar hefur að fela Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, spyr í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér hvað Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hefur að fela í Baugsmálinu. Skeytin halda áfram að ganga á milli þátttakenda í Baugsmálinu. 21.3.2007 15:55
Skýrsla um umferðarslys kynnt Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2006 verður kynnt á fundi í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn í flugskýli Landhelgisgæslunnar í Nauthólsvík. Talsverð fjölgun varð bæði á banaslysum og slysum almennt í umferðinni á síðasta ári. Farið verður yfir niðurstöður skýrslunnar og úrræði sem hægt er að grípa til. 21.3.2007 14:57
Banaslys í Ölfusi - Suðurlandsvegur opinn á ný Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll rákust saman á rétt austanvið Hveragerði í hádeginu. Konan var ein í bíl sínum og var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Bílarnir komu hvor úr sinni áttinni. Flytja þurfti ökumann vörubílsins á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. 21.3.2007 14:48
Óveður á heiðum norðanlands Óveður er á Holtavörðuheið og á Öxnadalsheið, þar er ekkert ferðaveður, að sögn vegagerðarinnar. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku. Varað er við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og á Óshlíð. Vegagerðin biður vegfarendur um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. 21.3.2007 14:41
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi á Reyðarfirði Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Hjallanesi við Reyðarfjörð á mánudaginn hét Þórhallur Jónsson. Hann var fæddur árið 1933. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. 21.3.2007 14:32
Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfinu Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfi okkar og það yrði jákvæð þróun að færa rekstur þeirra til sveitarfélaganna. Þetta segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann veltir upp tillögu um að lengja skólaskyldualdur í 18 ár. Enn fremur fagnar hann ákvörðun sjálfstæðismanna um tilraunaverkefni með rekstur framhaldsskóla. 21.3.2007 14:31
Mál Jónasar Garðarssonar tekið fyrir í Hæstarétti í næsta mánuði Mál Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, verður tekið fyrir í Hæstarétti Íslands 20. apríl næstkomandi. Jónas var í byrjun júní á síðasta ári dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 21.3.2007 14:13
Jarðskorpan horfin fyrir sunnan Ísland Skorpa jarðar er horfin á mörgþúsund ferkílómetra svæði á Mið-Atlantshafshryggnum, suður af Íslandi. Vísindamenn kunna enga skýringu á þessu fyrirbæri. Jarðskorpan á hafsbotni er yfirleitt um átta kílómetra þykk. Á umræddu svæði er nú opið niður í kviku og vísindamenn lýsa þessu sem risastóru opnu sári á jörðinni. Breskir vísindamenn eru nú í leiðangri til þess að kanna þetta sár. 21.3.2007 14:10
X-Factor gegn kynþáttamisrétti í Smáralind Í dag er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Að því tilefni standa nokkur samtök á Íslandi fyrir skemmtun í Smáralind klukkan 17. Þátttakendur í X-Factor koma fram og boðið verður upp á fjölmenningarspjall, sælgæti og barmmerki. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem létust í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. 21.3.2007 13:55
Alvarlegt slys lokar Suðurlandsvegi austan Hveragerðis Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Hveragerði í hádeginu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er búið að loka Suðurlandsvegi í báðar áttir við Kotströnd. Um er að ræða árekstur jeppa og flutningabíls sem fóru framan á hvorn annan. 21.3.2007 13:10
Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um fjörutíu kílómetra með nýjum vegi um Tröllatunguheiði, sem lagður verður á næstu tveimur árum. Tilboð í vegagerðina voru opnuð í gær og var lægsta boð upp á 660 milljónir króna. 21.3.2007 12:30
Skrautlegar skýringar sannfærðu ekki Hérðsdóm Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnamisferli í Vestmannaeyjum fyrir rúmu ári. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands þrátt fyrir skrautlegar skýringar á sakleysi sínu. Við húsleit áramótin 2005/2006 fann lögregla 12 hundruð grömm af kannabisefnum. 21.3.2007 12:23
Lögreglumenn ánægðir með lagabreytingar Landssamband lögreglumanna lýsir yfir ánægju með lagabreytingar sem fela í sér aukna refsivernd lögreglu. Breytingarnar voru nýlega samþykktar á Alþingi. Lögreglumenn telja um mikilvægt skerf að ræða í baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi. 21.3.2007 12:11
Íslendingar í grænum orkuvanda Íslendingar eru sagðir standa frammi fyrir grænum orkuvanda á heimasíðu BBC í dag. Fréttin er í fimmta sæti yfir mest sendu fréttir dagsins. Þar fjallar Richard Hollingham fréttamaður BBC4 útvarpsstöðvarinnar um kosti og galla þess að virkja landið. Áhuga Íslendinga á að hagnast á endurnýjanlegri orku og mótmælum gagnrýnenda. 21.3.2007 12:00
40 prósent óánægðir með hvalveiðar Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup segjast 40 prósent óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar í hagnaðarskyni. Átján prósent taka ekki afstöðu, en 42 prósent segjast ánægð með ákvörðunina. Munur á fylkingunum er innan skekkjumarka. 21.3.2007 11:16
Sólborgin að bryggju um ellefuleytið Vel gengur að koma dragnótarbátnum Sólborgu RE-270 til hafnar en líklega verður hún dregin í vesturhöfnina í Reykjavík um ellefuleytið í kvöld. Að sögn aðalvarðstjóra Landhelgisgæslunnar hefur ferðin sóst vel. Eftir að komið var í garðsjóinn og inn í Faxaflóann róaðist um og vindáttin hafði minni áhrif á ferðina. Sem stendur eru Týr og Sólborg stödd norður af Gróttu. 20.3.2007 22:36
Kristinn í 2. sæti á lista Frjálslyndra í NV-kjördæmi Frjálslyndi flokkurinn tilkynnti nú í kvöld hvernig framboðslisti þeirra í Norðvesturkjördæmi verður skipaður fyrir alþingiskosningarnar í maí. Efstur á lista er Guðjón A. Kristjánsson en annað sætið fær Kristinn H. Gunnarsson sem nýlega gekk til liðs við flokkinn eftir að hafa gengið úr röðum Framsóknarmanna. 20.3.2007 20:50
Varað við snjóflóðahættu í Skutulsfirði og við Óshlíð Vegagerðin varar við snjóflóðahættu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði og við Óshlíð og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki að ferðast þar að nauðsynjalausu. Á Vestfjörðum er annars víða hálka. Þá er Eyrarfjall ófært. 20.3.2007 20:11
Nýtt félag stofnað um rekstur fjarskiptanets Símans Skipti hf. sem á og rekur Símann hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Mílu, um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Í tilkynningu um nýja félagið segir, að aðskilnaður fjarskiptanetsins frá annarri starfsemi Símans sé liður í þeirri stefnu eigenda Skipta hf. að bæði fyrirtækin geti enn betur sinnt þjónustuhlutverki sínu. 20.3.2007 19:46
Neyddist til lendingar á Keflavíkurflugvelli Bandarísk Herkúles herflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna bilunar í vökvakerfi vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum rétt fyrir hálfsjö í kvöld. 20.3.2007 19:15
Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. 20.3.2007 19:13
Heilsan á að njóta vafans Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. 20.3.2007 18:59
Morfínfíklum fækkað um helming Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. 20.3.2007 18:52
Stytta af Jaka í Breiðholti Lagt hefur verið til að reist verði stytta af verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni, - Gvendi Jaka - í Breiðholti. Með staðsetningunni er vísað til þess að hann var einn þeirra manna sem stuðlaði að þeim miklu umbótum í húsnæðismálum sem fólust í uppbyggingu Breiðholtsins. 20.3.2007 18:32
Umhverfisráðherra undirritar sáttmála Framtíðarlandsins Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, hefur skrifað undir sáttmála Framtíðarlandsins, fyrst stjórnarþingmanna. Á fjórða þúsund höfðu nú síðdegis undirritað sáttmálann. 20.3.2007 18:30
Borgin kynnir þriggja ára áætlun Borgarstjórnarmeirihlutinn stefnir að því að stórauka tekjur borgarinnar á næstu árum með íbúafjölgun og hagræðingu. Kynnt voru í dag áform í rekstri borgarinnar á næstu þremur árum en lykillinn að fjölgun er stóraukið lóðaframboð. 20.3.2007 18:29
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi til ellefta maí yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á nærri fjórum kílóum af kókaíni. Mennirnir hafa verið í haldi síðan áttunda febrúar. Fíkniefnin voru falin í bifreið sem flutt var frá Þýskalandi en tollgæsla fann þau áður en þeirra var vitjað og skipti þeim út fyrir gerviefni. 20.3.2007 18:24
Bílar fuku víða útaf og rýma þurfti hús á Vestfjörðum Skjólborð af vörubíl fauk framan á tvo bíla á Reykjanesbraut og rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk út af Suðurlandsvegi. Í Bolungarvík voru hús rýmd vegna snjóflóðahættu. 20.3.2007 18:17
Ingibjörg ítrekar framburð sinn Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún ítrekar að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sagt henni að ýmsir aðilar hafi þrýst á sig að taka að sér mál Jóns Geralds. Jón Steinar hafði í gær sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fullyrðingar Ingibjargar við yfirheyrslu í Hæstarétti ekki sannar. 20.3.2007 17:59
Varðskip með Sólborgu í togi Varðskip Landhelgisgæslunnar nú á leið til Reykjavíkur með Sólborgu RE-270, 115 tonna dragnótarbát, í togi. Báturinn varð vélarvana á Sandvík við Reykjanes um tvöleytið í dag. Ekki er búist við að komið verði til Reykjavíkur fyrr en seint í kvöld. 20.3.2007 17:19