Innlent

Níu prósenta aukning í smásölu milli ára fyrir jólin

MYND/Heiða

Búist er við níu prósenta aukningu í smásölu fyrir jólin á milli ára hér á landi en sex prósenta aukningu í Bretlandi. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu.

Þar segir enn fremur að eins og víða annars staðar sé jólaverslun mikilvægasta tímabilið í smásöluverslun í Bretlandi, en 60 prósent árlegrar sölu fer fram í nóvember, desember og janúar. Á Íslandi hefur velta í smásöluverslun verið rúmlega 20 prósentum hærri í nóvember og desember en að jafnaði hina mánuði ársins ef miðað er við árin 2001-2005.

Reiknað er með að hver Breti verji rúmlega 50 þúsund krónum í jólagjafir að meðaltali en til samanburðar ætla 35 prósent Íslendinga að verja 25-50 þúsundum í jólagjafir, tæplega 23 prósent ætla að verja á bilinu 51-75 þúsundum og um 11 prósent ætla að nota yfir 100 þúsund krónur í jólagjafir í ár. Eitt prósent Íslendinga segjast ekki eyða neinu í jólagjafir samkvæmt SVÞ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×