Innlent

Verk eftir Matisse og Renoir sýnd í Listasafni Íslands

Verkið Rauð samfella eftir Henri Matisse. Það verður þó ekki sýnt í Listasafni Íslands.
Verkið Rauð samfella eftir Henri Matisse. Það verður þó ekki sýnt í Listasafni Íslands.

Listaverk eftir meðal annars Renoir og Matisse verða til sýnis á sýningunni Frelsun litarins í Listasafni Íslands sem opnuð verður föstudaginn 15. desember. Verkin eru fengin frá Fagurlistasafninu í Bordeaux (Musée des Beaux-Arts) en þau verða tekin upp úr kössunum í Listasafni Íslands á morgun.

Fram kemur í tilkynningu frá Listasafni Íslands að um stórviðburð sé að ræða því á sýningunni verði verk margra listamanna sem ekki hafa áður verið sýnd á Íslandi, eins og Henri Matisse, Raoul Dufy, Oskar Kokoschka, André Lhote, Pierre Auguste Renoir og Félix Vallotton.

Alls verða 52 málverk eftir 13 listamenn sýnd í þremur sölum safnsins en sýningin markar upphaf stórrar menningarveislu sem frönsk stjórnvöld standa að, þ.e. hátíðarinnar Pourqoui-pas? - franskt vor á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×