Innlent

Svíar næra andann en Íslendingar, Finnar og Norðmenn næra sig

Norðurlandaþjóðirnar eru ólíkar þegar kemur að því að velja jólagjafir ársins og virðist sem Svíar hugsi fremur um að næra andann á meðan Íslendingar, Norðmenn og Finnar hugsa meira um magann.

Í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu kemur fram að jólagjöf ársins í Svíþjóð sé hljóðbók en sala á þeim hefur þrefaldast á síðustu þremur árum í landinu. Í Finnlandi er jólagjöfin í ár hins vegar espresso-vél enda munu Finnar vera mesta kaffidrykkjuþjóð í heimi. Norðmenn gefa svo væntalega hver öðrum pítsuofn til heimabrúks enda borðar meðal Norðmaður um 18 frosnar pítsur á ári.

Íslendingar virðast hins vegar vera nágrönnum sínum heilsusamari því jólagjöfin í ár er safapressa samkvæmt áliti sérfræðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×