Fleiri fréttir

Verðbólga innan EES mest á Íslandi

Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði.

Furðar sig á sjálfsgagnrýni Framsóknar

Frjálslyndi flokkurinn í borgarstjórn furðar sig á harðri gagnrýni Framsóknarflokksins á eigin fjármálastjórn á tímum R-listans. Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi F-lista segir að Framsóknarmenn séu að draga fjöður yfir sinn þátt í meintri fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár. Hann lagði fram svohljóðandi bókun á fundi borgarstjórnar í gær: “Í úttekt KPMG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar kemur fram gagnrýni á fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár.

Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi

Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent.

Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS

Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.

Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar

Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum.

Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi

Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag.

Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja

Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi.

Nýr sendiherra í Úkraínu

Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins.

Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi

Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%.

3 og 5 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag tvo menn um tvítugt í 3 og 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu. Mennirnir voru starfsmenn í 2 verslunum á Akureyri þegar brotin voru framin.

30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur.

15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn.

SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild

Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim.

Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða

Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína.

Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu

Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins.

Hafna rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd

Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra tóku ekki undir kröfu um rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd í snörpum umræðum um hlerunarmál á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði það hins vegar ófyrirgefanlega aðdróttun að bera á samstarfsráðherra úr öðrum flokkum að þeir hefðu staðið fyrir hlerunum.

Hvalur 9 siglir inn Hvalfjörð til að undirbúa fyrstu veiðiferðina

Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, eftir að íslensk stjórnvöld tilkynntu að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni.

Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti.

Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá

Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði.

Litlar breytingar á ástandi nytjastofna

Litlar breytingar hafa orðið á ástandi nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt árlegri úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem unnin er af ráðgjafarnefnd um nýtingu fiskistofna.

Skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum

Óttast er að milljónatjón hafi orðið þegar skipalyfta við höfnina í Vestamannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabátnum Gandí VE í slipp. Lyftan er í eigu Skipalyftunnar ehf. en ekki er vitað hvers vegna hún gaf sig. Lítils háttar slys urðu á fólki að sögn verkstjóra hjá fyrirtækinu.

Samruni Lyfjavers og Lyfja og heilsu ógiltur

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að ógilda skuli samruna lyfsölukeðjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar

Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný.

Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó

Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað.

Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld

Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni.

Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar

Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra.

Notkun nagladekkja dregst saman um 20% á fjórum árum

Notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í lok síðasta vetrar. Þetta kemur fram á vef framkvæmdasviðs. Þar segir að hlutfallið hafi verið um 65 prósent í febrúar árið 2002 en það er nú komið niður í 52 prósent.

Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland.

Vona að ekki verði af hvalveiðum

Breska sendiráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni þar sem bent er á að margir Bretar muni eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Í tilkynningunni segir að á þettta vilji bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af veiðunum verði ekki.

Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn.

Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Sökuðu ríkisstjórnina um hernað fólkinu í landinu

Þingmenn Samfylkingarinnar saka ríkisstjórnina um hernað gegn fólkinu í landinu með sérhagsmunagæslu í þágu mjólkuriðnaðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að stjórnvöld væru að koma aftan að bændum og mjólkuriðnaði ef samkeppnisumhverfi hans yrði breytt.

Lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi í gærmorgun hét Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson. Hann var fæddur þann 31. maí árið 1940 og var til heimilis að Kirkjuvegi 62 í Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.

Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla

Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt.

Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær

Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu.

Ófært yfir Tröllatunguheiði

Ófært er yfir Tröllatunguheiði á Vestfjörðum og þungfært á Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði samkvæmt Vegagerðinni. Á Klettshálsi er hálka, á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli eru hálkublettir.

Kári Þorleifsson fundinn.

Lögreglan í Reykjavík lýsti í kvöld eftir Kára Þorleifssyni. Kári er með Downs heilkenni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu talar hann lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík. Það var svo á tólfta tímanum í kvöld sem Kári fannst, heill á húfi, á gangi í Kópavoginum.

Hátæknifyrirtæki skoða Ísland

Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, Hemlock Semiconductor Corporation, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir út úr myndinni að því er fram kemur á vefsíðunni Hvalfjörður.is.

Lögregla lýsir eftir Kára Þorleifssyni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Kára Þorleifssyni. Kári er 23 ára, um 165 cm á hæð, klæddur í gráa úlpu, svartar joggingbuxur og svarta skó. Hann er skolhærður með stuttklippt hár. Kári er með Downs heilkenni, talar lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík fyrir um klukkustund.

Nýr diskur og nýr samningur

Bubbi Morthens gaf út nýjan geisladisk og mynddisk í dag og við sama tækifæri undirritaði hann tímamótasamning við Senu um útgáfu verka sinna. Samningurinn tryggir fyrirtækinu útgáfurétt á allri tónlist Bubba fyrr og nú.

Sjá næstu 50 fréttir