Fleiri fréttir

Fólki verður fjölgað hjá Icelandair

FL Group hefur selt allt sitt hlutafé í Icelandair. Forstjóri félagsins segir mikla vaxtarmöguleika í flugi og ferðaþjónustu og áætlar að starfsfólki verði fjölgað en ekki fækkað með nýjum eigendum.

Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir.

Ríkissaksóknari rannsakar meintar hleranir hjá ráðamönnum

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar í vor.

Ellert gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar

Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 11. nóvember. Í tilkynningu Ellerts segist hann ekki sækjast eftir tilteknu sæti heldur láti kjósendum eftir að velja það.

Íslenska útrásin rannsökuð

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hyggst rannsaka íslensku útrásina á árunum 1998 til 2007 í viðamiklu rannsóknarverkefni.

Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma

Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum.

Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Vímuvarnarvika sett formlega á morgun

Vikan 16.-22. október er Vímuvarnarvika sem nú er haldin í þriðja sinn. Vikan hefst formlega á morgun með kynningarfundi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og þá mun Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrita þriggja ára forvarnasamning við Samstarfsráð um forvarnir.

Banaslys á Kjósarskarðsvegi í morgun

Sextíu og sex ára karlmaður lést í umferðarslysi í Kjósinni laust eftir klukkan ellefu í morgun. Maðurinn mun hafa misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt. Talið er að maðurinn hafi kastast út úr bílnum og orðið undir honum og látist samstundis.

Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar

Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Fangar á Skólavörðustíg hóta hungurverkfalli

Fangar í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa sent fangelsisyfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast úrbóta á aðstöðu fanga sem þar dvelja. Fangarnir gagnrýna matinn sem þeir fá í fangelsinu auk sem þeir krefjast þess að aðstaða þeirra verði bætt, eins og loftræsting í fangelsinu.

Lögðu hald á kannabisplöntur og marijúana í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær tvo menn eftir að hún lagði hald á um 170 kannabisplöntur og nokkur kíló af niðurskornu marijúana í iðnaðarhúsnæði í bænum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að stærsta kannabisplantan hafi verið um 190 sentímetra há en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marijúna.

Dagsbrún Media skoðar fleiri markaði

Dagsbrún Media skoðar nú dagblaðaútgáfu á fleiri mörkuðum en í Danmörku, eftir því sem fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri DaGsbrúnar Media, segir þó ekkert í hendi en telur að Noregur sé góður markaður fyrir fríblað líkt og Fréttablaðið og Nyhedsavisen.

Rannsaka fiskvinnslu hér á landi

Fiskvinnsla er nú orðin viðfangsefni þjóðháttafræðinga en Þjóðminjasafnið ætlar á næstu dögum að senda út spurningalista til fyrrverandi og núverandi fiskvinnslufólks í leit að sögum og lýsingum á starfinu.

Æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna

Sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar æfðu með Bandaríkjaher í morgun árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði. Þyrla frá flumóðurskipinu WASP, sem liggur í Sundahöfn, flaug með vopnaða íslenska sérsveitarmenn á vettvang í gömlu olíustöðinni.

Auðmenn og fyrirtæki leigja rjúpnaveiðilendur

Auðmenn, fyrirtæki og hópar eru búin að taka svo miklar rjúpnaveiðilendur á leigu til einkanota, að hinn almenni veiðimaður á fótum fjör að launa undan öðrum skyttum á þeim fáu almenningum sem eftir eru.

Óveður á sunnanverðu Snæfellsnesi

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku samkvæmt Vegagerðinni. Þá er skafrenningur á Fróðárheiði og á sunnanverðu Snæfellsnesi er óveður og hálkublettir og ættu vegfarendur ekki að vera þar á ferð að nauðsynjalausu.

Heildarafli dregist saman um 6,3% á árinu

Heildarafli íslenskra skipa hefur dregist saman um 6,3% á árinu. Heildaraflinn var 6,8% meiri í september nú en í september á síðasta ári. Aflinn nam tæpum 87.000 tonnum í september samanborið við tæp 65.000 tonn í september í fyrra. Þorskafli dróst saman í september um rúm 400 tonn, ýsuaflinn dróst saman um 500 tonn og karfaaflinn jókst um rúm 600 tonn.

Eiturlyf á 20 mínútum

Einungis 20 mínútur tekur að verða sér úti um eiturlyf á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Eitt símtal er nóg, en tálbeitan sem þáttarstjórnendur notuðu var sextán ára og þekkti sölumanninn ekki neitt. Í þættinum kom fram að 28% unglinga í 10. bekk hafir orðið ölvaðir á síðustu 30 dögum. Þá kom einnig fram að unglingar, allt niður í 11 ára neyta fíkniefna.

Ástæða til að rannsaka

Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fullyrti í Silfri Egils í dag að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins.

Fljúgandi vandamál í roki

Fimm trampólín tókust á loft á Selfossi í gær og skemmdu tvo bíla. Lögreglan brýnir fyrir fólki að binda þau niður og bendir á að eigendur séu ábyrgir fyrir skemmdum sem lausamunir þeirra valda. Fljúgandi trampolín voru tilkynnt til lögreglu á Akureyri og Selfossi í gær. Á Selfossi tókust fimm trampólín á loft og náði eitt þeirra að skemma tvo bíla.

Segja atvinnuleysi aukast með samþykkt ILO

Samtök atvinnulífsins hafa staðið í vegi fyrir því að samþykkt frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, um reglur um uppsagnir að hálfu atvinnurekanda, taki gildi hér á landi, því þær auki atvinnuleysi. Fyrrverandi starfsmaður hjá Alcan segir sárt að missa af svokölluðum flýttum starfslokum sem fólk með langan starfsaldur í álverinu hefur kost á.

Ætlar ekki að beita sér fyrir lagabreytingum

Landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að mjólkuriðnaður hafi getað haft samráð sem hafi skilað mikilli hagræðingu. Hann ætlar ekki að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins og beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undanþeginn samkeppnislögum. Þessi viðbrögð ráðherra vekja furðu framkvæmdastjóra Mjólku.

Mótmæla ráðningu hjá Umhverfisstofnun

Kona, sem unnið hefur í sjö ár hjá Umhverfisstofnun, fékk ekki starf fagstjóra hjá stofnuninni heldur karlmaður sem aðeins hafði starfað þar í um þrjár vikur. Forstjóri Umverfisstofnunar vill ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum á meðan það er enn óafgreitt.

Maður slasaðist þegar ruslabíll valt

Ruslabíll frá Hringrás fór út af veginum í Bessastaðabrekku upp úr Fljótsdal undir kvöld í gær. Bíllinn lenti á hliðinni, en bílstjóri hans, karlmaður á þrítugsaldri, slasaðist og var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Í sumar fór bíll frá fyrirtækinu út af í sömu brekku.

Mjólka undrast ummæli Guðna

Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann undrast viðhorf landbúnaðarráðherra við að mjólkuriðnaðurinn verði ekki undanþeginn samkeppnislögum. Ummælin lét ráðherra falla í hádegisfréttum útvarpsins og sagðist ekki áforma að beita sér fyrir breytingu á búvörulögum, þannig að mjólkuriðnaður verði ekki undanþeginn samkeppnislögum.

Hundur truflar akstur

Kona á sjötugsaldri ók inn á þjóðveginn í Melasveit í Borgarfirði á öfugum vegarhelmingi og virtist ekki hafa fulla stjórn á bílnum. Snarræði ökumanna sem komu úr gagnstæðri átt bjargaði því að ekki varð árekstur. Í ljós kom að í kjöltu sinni hafði konan miðlungsstóran hund sem orsakaði að hún náði ekki að stýra farartækinu eins og lög gera ráð fyrir.

Innbrot í Keflavík

Brotist var inn í Holtaskóla í Keflavík í nótt og töluverðar skemmdir unnar á glugga og hurðum sem voru brotnar upp. Víða hafði verið rótað til. Ekki er ljóst hvort einhverju var stolið en talsverð eignaspjöll voru unnin á staðnum. Málið er í rannsókn.

Sími Árna Páls hleraður

Árni Páll Árnason fyrrverandi starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins fullyrti í þættinum Silfri Egils í dag að sími hans hefði verið hleraður. Hann hafi verið varaður við á sínum tíma að fylgst væri með honum. Árni Páll sagði að það hefði í sjálfu sér ekki komið honum á óvart vegna eðli starfa hans.

Ráðningu fagstjóra mótmælt

Kona sem unnið hefur í sjö ár hjá Umhverfisstofnun fékk ekki starf fagstjóra hjá stofnuninni heldur karlmaður sem aðeins hafði starfað þar í um þrjár vikur. Þessu hefur nokkur fjöldi starfsmanna stofnunarinnar mótmælt með undirskriftalista. Davíð Egilsson forstjóri Umhverfisstofnunar fékk afhentan undirskriftarlista með nöfnum 35 til 40 starfsmanna.

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og hefur umhverfisráðuneytið sett takmarkanir sem gilda munu um veiðina. Ekki er heimilt að veiða mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og sölubann á rjúpu og rjúpnaafurðum er áfram í gildi. Svæðið á Reykjanesskaga verður áfram friðað og hvatningarátaki meðal veiðimanna um hófsamar og ábyrgar veiðar verður haldið áfram. Veiðitímabilinu lýkur 30. nóvember.

Jeppi valt við Sævarhöfða

Jeppi á leið vestur Sævarhöfða valt í gærkvöldi eftir að ökumaður missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju. Jeppinn snerist á götunni og valt á toppinn utan vegar. Ökumaðurinn sem var kona festist í bílnum og var dælubíll slökkviliðsins kallaður til. Konan náðist þó fljótlega út úr bílnum og var flutt með minniháttar meiðsl á slysadeild. Jeppin er mikið skemmdur.

Fljúgandi trampolín vaxandi vandamál

Trampolín eru vaxandi vandamál í slæmum veðrum þar sem eigendur þeirra binda þau sjaldnast niður. Á Selfossi var lögreglu tilkynnt um fimm fljúgandi trampolín í gær, eitt þeirra skemmdi tvo bíla, fyrst þegar það lenti á þaki bíls, en síðan þegar það tók aftur á loft og endaði í gegnum framrúðu á öðrum bíl þar sem það olli talsverðu tjóni.

Veiðisvæði rjúpu í Borgarfjarðarsýslu kortlögð

Helstu veiðisvæði rjúpunnar í uppsveitum Borgarfjarðarsýslu hafa verið kortlögð þar sem hægt er að sjá hvar er leyfilegt að skjóta og hvar ekki. Kortið er gefið út af Hlunnindafélagi Borgarfjarðarsýslu sem var stofnað um nýtingu skotveiðihlunninda. Á kortinu er tilgreind landnýting, hvort viðkomandi svæði eða jörð sé friðuð og hvort landeigendur sjálfir nýta það til skotveiði eða leigi út.

Lúðvík opnar kosningaskrifstofu í Reykjanesbæ

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi opnaði kosningaskrifstofu í Reykjanesbæ í dag. Skrifstofan er til húsa að Hafnargötu 86, í sal gömlu Aðalstöðvarinnar. Lúðvík er einn fjögurra frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem sækist eftir að leiða listann.

Hneyksli að svínað hafi verið á Mjólku

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir vonbrigði að í tillögum ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælarverðs sé ekki tekið á mjólkuriðnaðinum. Hann segir hneyksli að fyrirtæki í einokunarstöðu, eins og Osta- og smjörsalan, hafi svínað á fyrirtæki eins og Mjólku sem reyni að virkja samkeppni.

Samkeppni nauðsynleg

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir vonbrigði að í tillögum ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matvælarverðs, sé ekki tekið á mjólkuriðnaðinum. Hann segir hneyksli að fyrirtæki í einokunarstöðu, eins og Osta- og smjörsalan, hafi svínað á fyrirtæki eins og Mjólku sem reyni að virkja samkeppni.

Nýtur ekki sömu virðingar og áður

Nýtt fjögur þúsund manna verkalýðsfélag var stofnað í dag þegar Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands sameinuðust. Formaður félagsins, segir iðn- og tæknimenntun ekki njóta sömu virðingar og áður

Vörugjöldin eru úrelt

Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði.

Samfylkingin vill meira fé í velferðarkerfið

Það er ömurlegt að aldraðir og öryrkjar búi ekki við sómasamleg lífskjör á sama tíma og ríkissjóður hefur aldrei tekið til sín stærri hluta af þjóðarkökunni, segir formaður Samfylkingarinnar en Íslendingar eiga heimsmet í aukningu á skattbyrði, samkvæmt úttekt OECD.

American Graffiti á Höfn

Hornfirska skemmtifélagið frumsýnir í kvöld tónlistarsýninguna "American Graffiti" á Hótel Höfn. Tuttugu og sjö manns taka þátt í sýningunni. Allt eru það áhugaleikarar og tónlistarmenn frá Hornafirði. Kristín Geirsdóttir leikstjóri segir tækifæri á landsbyggðinni ekki mörg fyrir ungt fólk. "Mitt áhugamál er að gefa þessu unga fólki tækifæri til að þróa sig áfram í listinni."

Helgi Laxdal formaður nýs verkalýðsfélags

Helgi Laxdal, fráfarandi formaður Vélstjórafélags Íslands, verður fyrsti formaður nýs sameiginlegs verkalýðsfélags vélstjóra og járniðnaðarmanna sem stofnað var á Grand hóteli í dag. Hið nýja félag heitir Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna og hefur um 4.000 félagsmenn.

Jón G. Snædal forseti Alþjóðafélags lækna

Jón G. Snædal, læknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum við Landsspítala Háskólasjúkrahús, var í dag kjörinn forseti Alþjóðafélags lækna á aðalfundi félagsins í Pilanesberg í Suður-Afríku. Jón er kosinn fyrir starfsárið 2007-2008, en kosningin er bæði viðurkenning fyrir íslenska lækna og mikill persónulegur heiður.

Sjá næstu 50 fréttir