Fleiri fréttir

Fundað á Bessastöðum um loftslagsbreytingar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir tækifæri fólgin í baráttu gegn loftslagsbreytingum og að hún þurfi ekki að vinna gegn efnahagi. Þetta sagði hann á fundi um aðgerðir gegn þróuninni á Bessastöðum skömmu fyrir hádegi. Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi eru komir hingað til lands til að funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum.

Ódýrari leið til lækkunar matarverðs

Matarverð á Íslandi gæti orðið það sama og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjaldakerfið og lækka tolla, segja Samtök atvinnulífsins. Lækkun virðisaukaskatts hefði ekki þurft að koma til. Samtökin telja að önnur leið en sú sem stjórnvöld hafa valið til lækkunar matvælaverðs, hefði verið vænlegri til árangurs.

Veður tefur innanlandsflug

Slæmt veður hefur tafið flugumferð í morgun. Flogið var til Akureyrar og Egilstaða, en flug til Ísafjarðar liggur niðri og verður athugað klukkan rúmlega tvö. Þá á að athuga flug til Færeyja og Akureyrar nú um hádegið.

Kortavelta dregst saman

Kortavelta hefur dregist saman um rúmlega 3% frá því í ágústmánuði. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum KB banka. Samdráttinn má aðallega rekja til minnkandi veltu í debetkortum, en hún dróst saman um 9% milli mánaða. Velta þeirra í septembermánuði nam rúmlega 33 milljörðum króna.

Stofnun stærsta verkalýðsfélags landsins

Í dag klukkan þrjú verður eitt stærsta verkalýðsfélag landsins stofnað þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinast undir einum hatti. Á stofnfundinum sem verður klukkan þrjú á Grand Hótel, verður rætt hvort iðn og tækninám hafi orðið utanveltu í menntamálum á Íslandi og velt upp stöðu verknáms. Þá verða mál tengd erlendum starfsmönnum í brennidepli.

Funda um aðgerðir gegn loftslagsbreytingu

Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum á Bessastöðum í dag. Fundurinn er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en frumkvæði að fundinum eiga Young Global Leaders sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu. Um sjötíu manns eru komin hingað til lands til funda en samráðsfundurinn hófst á fimmtudag og lýkur á morgun. Þeir koma úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem eiga það sameiginlegt að beita sér í umhverfismálum. Auk forseta Íslands taka tveir Íslendingar þátt í fundinum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma sök á vinkonu sína

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa upp nafn vinkonu sinnar í þrígang þegar lögregla hafði afskipti af ferðum hennar á bifreið í febrúar og mars 2002.

Skilgreininga þörf í ljósi þjónustusamnings

Stjórn Framleiðendafélagsins SÍK fagnar nýjum þjónustusamningi Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins þar sem kveðið er á um verulega aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Sjónvarpinu á næstu 5 árum. Telur stjórn félagsins að skilgreina þurfi ýmis atriði í samningnum til að eyða öllum vafa um hvert stefni í reynd með honum.

Kortavelta dróst saman í september

Kortavelta í september nam 56,2 milljörðum króna sem er um 3,3% minna en mánuðinn á undan. Í Hálf-fimm fréttum KB-banka segir að samdráttinn megi einkum rekja til minnkandi veltu í debetkortum en heildarvelta debetkorta hafi numið rúmum 30 milljörðum króna í september og hafi dregist saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta hafi numið rúmum 20 milljörðum króna í september sem sé um 7% hækkun frá ágústmánuði.

Ungt fólk getur auðveldlega nálgast fíkniefni

Mjög auðvelt er fyrir ungt fólk að nálgast fíkniefni. Unglingur á vegum fréttaskýringarþáttarins Kompáss gat á skömmum tíma komist yfir þó nokkurt magn fíkniefna, sem ritstjóri þáttarins skilaði svo til lögreglu í dag. Lögreglan tók við efnunum og boðaði ritstjórann í yfirheyrslu vegna málsins.

Úrskurður um gæsluvarðhald felldur úr gildi

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 21. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á stórfelldu fíkniefnasmygli. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. ágúst. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað tvo aðra menn sem teknir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins 9. ágúst sl. með töluvert af fíkniefnum meðferðis. Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt, haft milligöngu um og fjármagnað ferð mannanna tveggja sem teknir voru með fíkniefnin.

Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi

Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu.

Verða af flýttum starfslokum

Starfsmenn álversins í Straumsvík, sem sagt er upp störfum á seinni árum starfsævinnar, missa af flýttum starfslokum sem starfsmönnum með langan starfsaldur hjá fyrirtækinu bjóðast samkvæmt kjarasamningi.

Hefði getað breytt sögunni

Leiðtogafundurinn í Höfða var enn dramatískari en áður var talið. Þetta sýna skjöl sem nýverið voru gerð opinber þar sem samtöl Gorbatsjovs og Reagans eru birt orðrétt. Aðeins vantaði herslumuninn til þess að fundurinn hefði breytt heiminum varanlega og gert hann að betri og öruggari stað, að mati bandarísks fræðimanns sem lesið hefur hvert einasta orð sem leiðtogunum og ráðgjöfum þeirra fór á milli

Íslensk leyniþjónusta í varnarsamningnum

Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að stofna íslenska leyniþjónustu í varnarsamningnum, segir talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar og telur það furðuleg vinnubrögð að leggja ekki gjörbreyttan varnarsamning fyrir Alþingi.

Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis.

ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga

Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu.

Býður sig fram í 2. sætið

Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, býður sig fram í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer seinna í mánuðinum.

Vilja fjölga opinberum störfum í Bolungarvík

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík skorar á ríkisstjórnina að fjölga opinberum störfum í Bolungarvík í stað þeirra starfa sem lögð hafa verið niður hjá Ratsjárstofnun á Bolafjalli. Það þykir ekki í samræmi við byggðaáætlun að flytja störf af landsbyggðinni.

Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.

Vinstri grænir flýta landsfundi

Vinstrihreyfinginn – grænt framboð hefur ákveðið að flýta landsfundi sínum vegna komandi alþingiskosninga. Fundurinn er vanalega haldinn að hausti til en verður í febrúar á næsta ári, nánar tiltekið 23. - 25 febrúar árið 2007 á Grand Hóteli Reykjavík.

Tveir slösuðust í vinnuslysi skammt frá Hvolsvelli

Verið er að flyjta tvo menn með sjúkrabíl frá Hvolsvelli á slysdeild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys á bóndabæ skammt fyrir utan Hvolsvöll. Slysið var með þeim hætti að annar mannanna var að festa upp ljós og stóð í fiskikari sem fest var á gaffla á dráttarvél en karið rann fram af göfflunum og lenti ofan á manninum.

Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum

Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum.

Rannsókn á orkustuldi látin niður falla

Ríkissaksóknari hefur tekið ákvörðun um að ljúka máli vegna meints þjófnaðar á orkuforða á Ísafirði. Lögreglu var tilkynnt um málið þegar verið var að vinna að breytingum á götu í bænum en þar kom í ljós að tengingum í rafmagstöflu hafði verið breytt og vaknaði þá grunur um þjófnað á orkuforða.

Níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið ítrekað í vélarhlíf og framrúðu leigbíls með þeim afleiðingum að vélarhlífin rispaðist og framrúðan brotnaði.

Spyr hví Týr sé merktur Coast Guard

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra, um hvers vegna varðskipið Týr sé núna merkt Landhelgisgæslunni á ensku, á hliðum skipsins.

Segir mannleg mistök hafa valdið mismundandi verðlagningu

Forsvarsmenn Osta- og smjörsölunnar segja að mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að Mjólka hafi þurft að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostahúsið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um að Osta - og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum með verðlagningunni.

Gagnrýna hvor aðra fyrir gagnrýni

Ríkisendurskoðun og Umhverfisstofnun gagnrýna nú hvor aðra fyrir gagnrýni hvorrar á verkum annarrar og er mergur málsins orðinn aukaatriði.

Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna

Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu.

Gorbastjov hugsanlega heiðursforseti Friðarstofnunar Reykjavíkur

Höfði verður aðsetur Friðarstofnunar Reykjavíkur sem verður að veruleika innan tíðar. Svo gæti farið að Mikail Gorbatsjov yrði heiðursforseti stofnunarinnar. Fyrrum forseti Slóvakíu sem undirbýr stofnunina segir Ísland besta staðinn fyrir friðarviðræður.

Vefritið Vefritið opnað í dag

Nýtt vefrit um pólitík og samfélagsmál, Vefritið, var opnað formlega í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ritstjórn Vefritsins að í það skrifi fjölbreyttur hópur ungs fólks sem eigi það sameiginlegt að vera frjálslynt félagshyggjufólk.

Íslendingarnir byrjaðir aftur

Breska blaðið Guardian segir frá endurnýjuðum þrótti íslenskra fjárfesta í bresku fjármálalífi eftir sex mánaða hvíld. Í grein blaðsins segir, að fjármálakrísan í vor, sem sumir fjármálaskýrendur töldu að hefði getað komið vestrænum fjármálamökuðum á kné, fái að líkindum endi í mjúkri lendingu, og þess vegna séu til dæmis Landsbankinn, Kaupþing og Eggert Magnússon komnir af stað með ný áform.

Tvöfaldaður á næstu árum

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, segir að vegurinn á milli Reykjavíkur og Selfoss verði tvöfaldaður á næstu árum. Þetta muni liggja fyrir í nýrri vegaáætlun sem ríkisstjórnin kynnir í vetur.

200 börn bíða eftir plássi á frístundaheimili

Um 200 börn bíða nú eftir plássi á á frístundaheimilum borgarinnar og furðar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hverfisráði Grafarvogs, Dofri Hermannsson, sig á sinnuleysi borgaryfirvalda í málinu. Í tilkynningu frá Dofra segir að vegna skorts á starfsfólki séu 63 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvogi einum og séu sum þeirra fötluð eða með þroskafrávik og þurfi á sérstökum stuðningi að halda.

Tólf ákærðir fyrir mótmæli við Kárahnjúka

Búið er að birta tólf þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúkavirkjun í sumar ákærur fyrir að fara í óleyfi inn á virkjanasvæðið. Brot þeirra varða allt að eins árs fangelsi.

Guðrún sækist eftir 4. -5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Guðrún Ögmundsdóttir þingkona sækist eftir fjórða til fimmta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 11. nóvember og er vegna komandi þingkosninga. Guðrún hefur setið á þingi frá árinu 1999 og skipaði í síðustu kosningum 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp

Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp.

Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar ræddir

Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar milli Íslands og Bandaríkjanna voru meðal þess sem rætt var á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Susan Schwab, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, í Washington í gær. Fjárfestingarsamningur myndi greiða fyrir vegabréfsáritunum til lengri tíma fyrir þá Íslendinga sem þurfa til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum.

Mótmæla uppsögnum

Starfsmenn Álversins í Straumsvík fjölmenntu á fund í Bæjarbíó í dag til að mótmæla uppsögnum reyndra starfsmanna fyrirtækisins sem þeir segja tilefnislausar

Sjá næstu 50 fréttir