Fleiri fréttir Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október. 12.9.2006 17:24 Ásta sækist eftir þriðja sætinu Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það. 12.9.2006 17:17 Vésteinn Ólason forstöðumaður nýrrar stofnunar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Véstein Ólason í embætti forstöðumanns nýrrar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til 1. mars 2009, frá 12. september 2006 að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. 12.9.2006 17:00 Getur vitjað hassmola á lögreglustöð Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess og vegna annarra atvika. Fram kemur á vef hennar að eitt fíkniefnamál hafi komið en einhver lánsamur fíkniefnaneytandi, eins og það er orðað, hafi gleymt hassmola sínum á borði inni á veitingastaðnum Lundanum. 12.9.2006 16:11 Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. 12.9.2006 15:45 Tvær konur bítast um formannsembætti Heimdallar Tvær ungar sjálfstæðiskonur hafa boðið sig fram í formannsembætti Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þær Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Heiðrún Lind Halldórsdóttir. Stjórn Heimdallar verður kosin á aðalfundi félagsins sem verður haldinn eigi síðar en 1. október næstkomandi. 12.9.2006 15:40 Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum. 12.9.2006 15:27 Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004. 12.9.2006 15:15 Umtalsverðar hækkanir á matvörum í lágvöruverslunum Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á matvörum í lágvöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs. Þetta er niðurstaða úr samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ frá því í janúar og nýrri könnun sem gerð var í liðinni viku og greint er frá á heimaíðu samtakanna. 12.9.2006 14:45 Vill prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ætlar að leggja það til á fulltrúaráðsfundi að röð á framboðslista flokksins í Alþingiskosningum skuli ákveðin með prófkjöri dagana 27. og 28. september. Prófkjörið verði opið öllum meðlimum flokksins sem búsettir eru í kjördæminu. 12.9.2006 14:32 Þriðjungur stjórnenda vinnur rúma 60 tíma á viku Meira en helmingur stjórnenda á Íslandi vinnur meira en 50 tíma á viku og þriðjungur þeirra vinnur rúma 60 klukkustundir á viku. Þetta eru niðurstöður könnunar sem VR gerði fyrr á þessu ári. Í hópi þeirra sem vinna mest eru karlar þrisvar sinnum fleiri en konur. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í heild sinni í október. 12.9.2006 14:15 Minni uppsjávarveiði á síðasta fiskveiðiári en árið á undan Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Minni veiði á uppsjávarfiski er þar einkum um að kenna. 12.9.2006 14:00 Lögregla kvartar undan skemmdarverkum Nokkuð bar á skemmdarverkum í Reykjavík um nýliðna helgi en þau voru af ýmsu tagi. Rúður voru brotnar í grunnskóla og leikskóla og einnig í bifreið. Hliðarspeglar á bifreiðum fengu heldur ekki að vera í friði en þeir voru brotnir af fimm bifreiðum. Þá var brotin rúða í heimahúsi sem og í fyrirtæki. 12.9.2006 14:00 Vilja fund vegna málefna Barnahúss Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota. 12.9.2006 13:45 Vestnorden mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna Ein stærsta kaupstefna ferðaþjónustuaðila við Norður-Atlantshafið, Vestnorden, stendur nú yfir í Laugardagshöllinni. Ferðamálastjóri segir allar ferðaskrifstofur, sem hingað selja ferðir, vera staddar hér á landi fyrir kaupstefnuna. 12.9.2006 13:15 Skúli Eggert nýr ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri hefur verið skipaður ríkisskattstjóri frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 12.9.2006 13:00 Missir réttinn til sjúkradagpeninga Fólk sem skiptir um vinnu og fer frá stéttarfélögum hins opinbera til stéttarfélaga hins almenna markaðar eða öfugt missir rétt sinn til sjúkradagpeninga og lendir því oft í fjárskorti ef það veikist á fyrstu dögum í nýrri vinnu. Formaður BSRB segir kerfið einfaldlega vanþróað, eðlilegt væri að sjúkrasjóðir hefðu samstarf sín á milli, allavega um lágmarksréttindi. 12.9.2006 12:27 Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. 12.9.2006 12:15 Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. 12.9.2006 11:30 Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. 12.9.2006 11:15 Heildarafli aldrei minni en á nýliðnu fiskveiðiári Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Tæplega 1300 þúsund tonn veiddust á fiskveiðiárinu 2005-2006 en það er rúmlega 350 þúsund tonnum minna en fiskveiðiárið þar á undan. 12.9.2006 11:00 Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. 12.9.2006 10:30 Tíu útgerðir með helming kvótans Tíu útgerðir hafa yfir að ráða meira en helmingi allra fiskveiðiheimilda í íslenskri lögsögu og þar af fengu fimm stærstu útgerðirnar úthlutað þriðjungi kvótans, samkvæmt úttekt í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Alls fengu 192 aðilar úthlutað kvóta við upphaf nýs fiskveiðiárs í byrjun mánaðarins, en stærsta útgerðin, HB Grandi, ræður yfir 10 prósentum kvótans. 12.9.2006 10:00 Sportbíllinn óökufær Ökumaður slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar hann keyrði út af veginum í Kömbunum. Hann ók utan í vegrið sem varnaði því þó að hann hentist út af þar sem fallið er hátt en í staðinn hentist hann út af veginum hinum megin, upp í brekkuna. Lögregla telur manninn hafa keyrt vel umfram hámarkshraða og hann því misst stjórn á hraðskreiðum sportbíl sínum, sem er nú óökufær. 12.9.2006 09:45 Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. 12.9.2006 09:24 Vestnorden í Laugardalshöll Kaupstefnan Vestnorden, þar sem ferðaþjónustuaðilar og handverksmenn á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum kynna þjónustu sína og vörur, fer fram í Laugardalshöllinni í dag og stendur hún fram til hádegis á morgun. Hátt í 200 utanaðkomandi kaupendur geta þar kynnt sér möguleika í ferðaþjónustu á þessu svæði. 12.9.2006 09:15 Saurgerlar í drykkjarvatni á Borgarfirði Íbúar á Borgarfirði eystra hafa þurft að sjóða allt kranavatn sem ætlað er til neyslu eftir að Heilbrigðiseftirlit Austurlands fann kólígerla í vatninu, en slíkt vatn er ekki talið hæft til manneldis. Ástæðan er bágur frágangur við tvo af sex lindarbrunnum bæjarins þannig að yfirborðsvatn hefur komist í þá. 12.9.2006 08:45 Missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum á Hellisheiðinni á níunda tímanum í kvöld og hafnaði utan vegar. Ökumaður slapp með skrekkinn en draga þurfti bíl hans í burtu þar sem hann var nokkuð skemmdur. 11.9.2006 22:02 Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. 11.9.2006 18:58 Mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins Stuðningur Íslands við Íraksstríðið er mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega. 11.9.2006 18:56 Tók bankalán og stofnaði starfþjálfunarstöð Starfsendurhæfingarstöð fyrir óvirka alkóhólista, fíkniefnaneytendur og öryrkja er tilbúin til notkunar í Kópavogi. Upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn er sjálfur óvirkur alkóhólisti sem sá þörfina, tók bankalán, keypti húsnæði og treystir nú á að fá fjármagn til þess að reka stöðina. 11.9.2006 18:45 Um 90% flugfarþega telja flugþjónusta mikilvæga fyrir byggðarlag sitt Um 90% farþegar í innanlandsflugi á Íslandi telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðalagið sitt samkvæmt nýrri könnun sem Land-Ráð sf. vann í mars og apríl síðastliðnum fyrir Samgönguráðuneytið. Könnunin var unnin í samvinnu við Flugfélag Íslands og Landsflug en alls tóku 570 farþegar þátt í könnuninni. 11.9.2006 18:18 Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. 11.9.2006 17:04 Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. 11.9.2006 16:45 Tilboð Barr upp á um 180 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA. 11.9.2006 16:30 Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust. 11.9.2006 16:15 Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. 11.9.2006 16:00 Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum. 11.9.2006 15:30 Lögregla birtir myndir af árásarmönnunum Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Birtar hafa verið myndir af þeim sem náðust úr öryggismyndakerfi Select. 11.9.2006 15:28 Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim. 11.9.2006 15:15 Excel fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, er fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda. Þar er miðað við seldar ferðir á árunum 2005 til 2006. 11.9.2006 15:00 Starfsmenn bandaríska sendiráðsins minnast þeirra sem létust Einnar mínútu þögn var í bandaríska sendiráðinu klukkan 12:46 til minningar um þá sem létust í hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001, eða þegar fyrsta flugvélin flaug á annan tvíburaturninn samkvæmt íslenskum tíma. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmenn voru við vinnu í sendiráðinu um hádegi í dag. Fjölmiðlum var ekki boðið að vera viðstaddir en einungis starfsmenn sendiráðsins minntust þeirra sem létust þennan dag með þessum hætti. 11.9.2006 14:56 Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. 11.9.2006 14:15 Eldur í rafmagnstöflu í Máli og menningu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var nú eftir hádegið kallað að verslun Máls og menningar á Laugavegi vegna elds í húsinu. Í ljós kom að rofi í rafmagnstöflu á annnarri hæð hússins hafði brunnið yfir og eldur komið upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir af völdum hans litlar en reykræsta þurfti rýmið þar sem eldurinn kom upp. 11.9.2006 14:09 Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. 11.9.2006 13:45 Sjá næstu 50 fréttir
Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október. 12.9.2006 17:24
Ásta sækist eftir þriðja sætinu Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það. 12.9.2006 17:17
Vésteinn Ólason forstöðumaður nýrrar stofnunar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Véstein Ólason í embætti forstöðumanns nýrrar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til 1. mars 2009, frá 12. september 2006 að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. 12.9.2006 17:00
Getur vitjað hassmola á lögreglustöð Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess og vegna annarra atvika. Fram kemur á vef hennar að eitt fíkniefnamál hafi komið en einhver lánsamur fíkniefnaneytandi, eins og það er orðað, hafi gleymt hassmola sínum á borði inni á veitingastaðnum Lundanum. 12.9.2006 16:11
Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. 12.9.2006 15:45
Tvær konur bítast um formannsembætti Heimdallar Tvær ungar sjálfstæðiskonur hafa boðið sig fram í formannsembætti Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þær Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Heiðrún Lind Halldórsdóttir. Stjórn Heimdallar verður kosin á aðalfundi félagsins sem verður haldinn eigi síðar en 1. október næstkomandi. 12.9.2006 15:40
Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum. 12.9.2006 15:27
Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004. 12.9.2006 15:15
Umtalsverðar hækkanir á matvörum í lágvöruverslunum Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á matvörum í lágvöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs. Þetta er niðurstaða úr samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ frá því í janúar og nýrri könnun sem gerð var í liðinni viku og greint er frá á heimaíðu samtakanna. 12.9.2006 14:45
Vill prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ætlar að leggja það til á fulltrúaráðsfundi að röð á framboðslista flokksins í Alþingiskosningum skuli ákveðin með prófkjöri dagana 27. og 28. september. Prófkjörið verði opið öllum meðlimum flokksins sem búsettir eru í kjördæminu. 12.9.2006 14:32
Þriðjungur stjórnenda vinnur rúma 60 tíma á viku Meira en helmingur stjórnenda á Íslandi vinnur meira en 50 tíma á viku og þriðjungur þeirra vinnur rúma 60 klukkustundir á viku. Þetta eru niðurstöður könnunar sem VR gerði fyrr á þessu ári. Í hópi þeirra sem vinna mest eru karlar þrisvar sinnum fleiri en konur. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í heild sinni í október. 12.9.2006 14:15
Minni uppsjávarveiði á síðasta fiskveiðiári en árið á undan Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Minni veiði á uppsjávarfiski er þar einkum um að kenna. 12.9.2006 14:00
Lögregla kvartar undan skemmdarverkum Nokkuð bar á skemmdarverkum í Reykjavík um nýliðna helgi en þau voru af ýmsu tagi. Rúður voru brotnar í grunnskóla og leikskóla og einnig í bifreið. Hliðarspeglar á bifreiðum fengu heldur ekki að vera í friði en þeir voru brotnir af fimm bifreiðum. Þá var brotin rúða í heimahúsi sem og í fyrirtæki. 12.9.2006 14:00
Vilja fund vegna málefna Barnahúss Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota. 12.9.2006 13:45
Vestnorden mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna Ein stærsta kaupstefna ferðaþjónustuaðila við Norður-Atlantshafið, Vestnorden, stendur nú yfir í Laugardagshöllinni. Ferðamálastjóri segir allar ferðaskrifstofur, sem hingað selja ferðir, vera staddar hér á landi fyrir kaupstefnuna. 12.9.2006 13:15
Skúli Eggert nýr ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri hefur verið skipaður ríkisskattstjóri frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 12.9.2006 13:00
Missir réttinn til sjúkradagpeninga Fólk sem skiptir um vinnu og fer frá stéttarfélögum hins opinbera til stéttarfélaga hins almenna markaðar eða öfugt missir rétt sinn til sjúkradagpeninga og lendir því oft í fjárskorti ef það veikist á fyrstu dögum í nýrri vinnu. Formaður BSRB segir kerfið einfaldlega vanþróað, eðlilegt væri að sjúkrasjóðir hefðu samstarf sín á milli, allavega um lágmarksréttindi. 12.9.2006 12:27
Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. 12.9.2006 12:15
Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. 12.9.2006 11:30
Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. 12.9.2006 11:15
Heildarafli aldrei minni en á nýliðnu fiskveiðiári Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Tæplega 1300 þúsund tonn veiddust á fiskveiðiárinu 2005-2006 en það er rúmlega 350 þúsund tonnum minna en fiskveiðiárið þar á undan. 12.9.2006 11:00
Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. 12.9.2006 10:30
Tíu útgerðir með helming kvótans Tíu útgerðir hafa yfir að ráða meira en helmingi allra fiskveiðiheimilda í íslenskri lögsögu og þar af fengu fimm stærstu útgerðirnar úthlutað þriðjungi kvótans, samkvæmt úttekt í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Alls fengu 192 aðilar úthlutað kvóta við upphaf nýs fiskveiðiárs í byrjun mánaðarins, en stærsta útgerðin, HB Grandi, ræður yfir 10 prósentum kvótans. 12.9.2006 10:00
Sportbíllinn óökufær Ökumaður slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar hann keyrði út af veginum í Kömbunum. Hann ók utan í vegrið sem varnaði því þó að hann hentist út af þar sem fallið er hátt en í staðinn hentist hann út af veginum hinum megin, upp í brekkuna. Lögregla telur manninn hafa keyrt vel umfram hámarkshraða og hann því misst stjórn á hraðskreiðum sportbíl sínum, sem er nú óökufær. 12.9.2006 09:45
Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. 12.9.2006 09:24
Vestnorden í Laugardalshöll Kaupstefnan Vestnorden, þar sem ferðaþjónustuaðilar og handverksmenn á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum kynna þjónustu sína og vörur, fer fram í Laugardalshöllinni í dag og stendur hún fram til hádegis á morgun. Hátt í 200 utanaðkomandi kaupendur geta þar kynnt sér möguleika í ferðaþjónustu á þessu svæði. 12.9.2006 09:15
Saurgerlar í drykkjarvatni á Borgarfirði Íbúar á Borgarfirði eystra hafa þurft að sjóða allt kranavatn sem ætlað er til neyslu eftir að Heilbrigðiseftirlit Austurlands fann kólígerla í vatninu, en slíkt vatn er ekki talið hæft til manneldis. Ástæðan er bágur frágangur við tvo af sex lindarbrunnum bæjarins þannig að yfirborðsvatn hefur komist í þá. 12.9.2006 08:45
Missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum á Hellisheiðinni á níunda tímanum í kvöld og hafnaði utan vegar. Ökumaður slapp með skrekkinn en draga þurfti bíl hans í burtu þar sem hann var nokkuð skemmdur. 11.9.2006 22:02
Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. 11.9.2006 18:58
Mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins Stuðningur Íslands við Íraksstríðið er mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega. 11.9.2006 18:56
Tók bankalán og stofnaði starfþjálfunarstöð Starfsendurhæfingarstöð fyrir óvirka alkóhólista, fíkniefnaneytendur og öryrkja er tilbúin til notkunar í Kópavogi. Upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn er sjálfur óvirkur alkóhólisti sem sá þörfina, tók bankalán, keypti húsnæði og treystir nú á að fá fjármagn til þess að reka stöðina. 11.9.2006 18:45
Um 90% flugfarþega telja flugþjónusta mikilvæga fyrir byggðarlag sitt Um 90% farþegar í innanlandsflugi á Íslandi telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðalagið sitt samkvæmt nýrri könnun sem Land-Ráð sf. vann í mars og apríl síðastliðnum fyrir Samgönguráðuneytið. Könnunin var unnin í samvinnu við Flugfélag Íslands og Landsflug en alls tóku 570 farþegar þátt í könnuninni. 11.9.2006 18:18
Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. 11.9.2006 17:04
Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. 11.9.2006 16:45
Tilboð Barr upp á um 180 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA. 11.9.2006 16:30
Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust. 11.9.2006 16:15
Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. 11.9.2006 16:00
Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum. 11.9.2006 15:30
Lögregla birtir myndir af árásarmönnunum Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Birtar hafa verið myndir af þeim sem náðust úr öryggismyndakerfi Select. 11.9.2006 15:28
Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim. 11.9.2006 15:15
Excel fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, er fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda. Þar er miðað við seldar ferðir á árunum 2005 til 2006. 11.9.2006 15:00
Starfsmenn bandaríska sendiráðsins minnast þeirra sem létust Einnar mínútu þögn var í bandaríska sendiráðinu klukkan 12:46 til minningar um þá sem létust í hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001, eða þegar fyrsta flugvélin flaug á annan tvíburaturninn samkvæmt íslenskum tíma. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmenn voru við vinnu í sendiráðinu um hádegi í dag. Fjölmiðlum var ekki boðið að vera viðstaddir en einungis starfsmenn sendiráðsins minntust þeirra sem létust þennan dag með þessum hætti. 11.9.2006 14:56
Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. 11.9.2006 14:15
Eldur í rafmagnstöflu í Máli og menningu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var nú eftir hádegið kallað að verslun Máls og menningar á Laugavegi vegna elds í húsinu. Í ljós kom að rofi í rafmagnstöflu á annnarri hæð hússins hafði brunnið yfir og eldur komið upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir af völdum hans litlar en reykræsta þurfti rýmið þar sem eldurinn kom upp. 11.9.2006 14:09
Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. 11.9.2006 13:45